Morgunblaðið - 28.06.1936, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 28.06.1936, Qupperneq 4
MORGUNBLAÐIÐ Sunnudaginn 28. iúní 1936. Sumardagar. F^essa viku liafa verið margir blíðviSrisdagar um land alt. Á Norður- og Austurlandi hefir hitinn orðið 25 stig og þar yfir. Sjer í Reykjavík hefir verið á- gætis veður þótt hitinn hafi ekki orðið eins mikill og sumstaðar ann- íarsstaðar. Pólkið ber þess merki. Ungir og gamlir reyna að njóta sumarsins og sólskinsins eftir því sem kostur er á. Fólkið verður hraustlegra útlits, Ijettara í spori glaðara í bragði og hjiartsýnna. Yeðráttan hefir auðvitað mikil álirif á fólkið. Þessvegna er sjálf- sagt að reyna að njóta sumarsins svo sem frekast eru föng á. Útsýnið hjeðan úr Reykjavík á björtum sumarkvöldum er fagurt og heillandi enda á orði haft. Það cr líka staðreynd að flestir, sem hingað flytja kunna vel við sig. „Ekkjan viS ána“. T T inir gömlu Revkvíkingar, þeir sem fæddir eru hjer og uppaidir urjna bæ sínum mjög. Maður, sem skrifaði arn Reykja- vík í fyrra sumar sagfii að um Reykvíkinga yfirleitt mætti segja eitthváð líkt því sem Guðmundur á Sandi segir um „ekkjuna við ána”: Hún elskaði ekki l'andið en aðeins þennan blett. Einhverjir sárviðkvæmir föðurlandsvinir hentu þetta á lofti og fundu hjer tilefni til mikillar hneykslunar. Þarna var Reykvíkingum rjett lýst! Þeir elskuðu ekki landið sitt, en aðeins blettinn, sem þeir bjuggu á, steinkumbaldana og malbikuðú göturnar! Guðmundur á Sándi var víst alls ekki að gefa í skyn að konan sem hann orti um, væri sneidd allri ást til lands síns. Hún elsk- aði þann hlufca þess, sem hún — Heykjavíkurbrjef -- mmmmmmmmmmmmmmBmmm 27. júní. ingar Gís!a litlar þakkir fyrir, að dylgja svo um ófrjálslyndi þeirra sem hann hefir gert. þekti best, hafði lifað og fórnað sjer fyrir. Reykvíkingum er þess vegna engin minkunn ger þótt þeim sje líkt við ekkjuna við ána. Góður Reykvíkingur — góður íslendingur. "p-^að samrýmist ekki að vera „góður“ Reykvíkingur og „vondur“ íslendingur. Mundi ekki frekar yera hægt að að segja að átthagaástin, hvort heldur sem átthagarnir eru við Faxaflóa, Skjálfanda, eða Hjer- aðsflóa, út við sjó eða upp til dala — væri undirstaðan undir ættjarð- arástinni ? Hver sem elskar „blettinn sinn“, fórnar honum orku sinni og striti er góður Islendingur. „Ekkjan við ána“ var góður íslendingur, á sama hátt og átthagakærir Reykvík- ingar. Og það er hægt að segja meina um þetta. Það er erfitt að hugsa sjer að sá maður geti verið góður alheimsborgari, sem elskar ekki sitt eigið land. Fjöldi manna hæðist að ættjarð- arást og þjóðrækni. Þeir hinir sömu predika alheimsfrið og bræðralag meðal þjóðanna. En hvemig má það samrýmast, að hata „blettinn sinn“, landið sitt, náunga sinn, en elska svo alt og alla, alheiminn og mannkynið? Landið er fagurt og frítt. wá maður, sem ekki finnur ein- hvern yl um hjartarætumar, VETUR 8UMAR VOR ÖG HAUST er ekkert jafn hressandi og góður kaffisopi. Það er hægt að búa til kaffi á margan hátt, en cigi það að vera verulega gott verður að nota LUDYIG DAYID KAFFIBÆTI. Munið, að það er aðeins LUDYIG DAVID kaffibætir, sem gefur kaffinu hinn rjetta lit og bragð. þegar hann sjer ísl.and rísa úr hafi, er úr „skrítnum steini“. Fegurð þessa lands býr yfir meiri há- leik og tign en fegurð flestra landa. Þetta er viðurkent af þeim ferða- mönnum, sem víðförlastir eru. „Landið er fagurt og frítt“, sagði Jónas Hallgrímsson. Stund- um er því bætt við að fólkið sje dálítið „skítt“. En þetta er líka al- rangt, sem betur fer. íslendingar standa að andlegu og líkamlegu atgerfi fyllilega jafnfætis við þær þjóðir, sem best eru mönnum skip- aðar. Hvergi er tiltölulega fleira af fögrum konum, og hávöxnum þreklegum karlmönnum, en meðal ungu kynslóðarinnar á íslandi. Hví skyldi maður ekki vera svo bjartsýnn mi — í heiði langra daga, í „nóttlausri voraldar ver- öld“ — hví skyldi maður ekki vera svo bjartsýnn, að vona og trúa, að þeirri kynslóð sem nú ‘er að vaxa upp, takist betur en þeim eldri, að sameinast í baráttunni fyrir sitt fagra land og sína kyn- göfgu þjóð. Konungskoman og ferðamennirnir. Tvað var mjög heppilegt að svo *■ vel skyldi viðra meðan kon- ungsheimsóknin stóð yfir. Fyrst og fremst óskum vjer þess, að hver góður gestur geti notið dvalar sinnar hjer á landi sem allra best. En auk þess er það svo um þessa heimsókn, að hún vekur mikla at- hygli utan landsteinanna. Dönsk og skandinavisk blöð flytja daglega greinar um þessa heimsókn og auk þess er hennar getið í frjettablöðum út um allan heim. Á þessum tímum, þegar svo mik- il áhersla er á það lögð að beina ferðamannastraumnum hingað til lands, er mikilsvert að slík ferð sje ánægjuleg. Hvað veðurfar og náttj'irufegurð snertir, varð ekki á betra kosið. En því leiðara er að slík mistök skuli þurfa að skyggja á, sem þau er áttu sjer stað við Geysi á dögun- um. Sænska vikan. Oænsku stúdentasöngvararnir ^ eru væntanlegir hingað ann- að kvöld. Svíar eru taldir standa flestum þjóðum framar í karlakórs- söng, ekki síst sænsku stúdenta- kórarnir. Þarf ekki að efa að þess- um sænsku sönggestum verður yel fagnað. Sænska vikan hefst svo á þriðju- daginn. Hafa Svíar sent hingað ýmsa þekta mentamenn sína til fyrirlestrarhalda og listamenn til að veita forstöðu sýningunni, sem hjaldin verður á sænsku vikunm. Árið 1932 var íslensk vika í Stokkhólmi. Þeir íslendingar, sem þahgað sóttu, minnast þeirra stunda með þakklæti og hlýju. Aukin kynning vor við hina miklu sænsku menningarþjóð er öllum fslendingum hið mestia gleðiefni. Frumlegar aðferðir. A sgeir Ásgeirsson flutti í vetur ** í útvarpið mörg erindi um Ameríku. Hann sagði frá ýmsum furðulegum hlutum. Meðal annars því, að verkamenn yrðu oft að greiða mikinn hluta af l'aunum sínum til óhlutvandra manna, sem hefðu í hótunum að rægja þá frá starfi sínu að öðrum kosti. Áheyrendur krossuðu sig og þökkuðu sínum sæla fyrir að vera ekki í slíku spillingarinnar heim- kynni. Fæsta mun hafa grunað, að hjer á landi værj rekin starfsemi, sem í eðli sínu væri ekki óáþekk þess- ari amerísku fjáröflunaraðferð. Það er á almæli, að margir þeir, sem fengið hafa starfa hjá ríkinu síðustu árin, verði að greiða svo og svo mikinn hluta af launum sín- um til flokksþarfa stjórnarflokk- anna. Á þennan hátt er sameigin- legur sjóður landsmanna gerður að flokkssjóði valdhafanna. Hve langt er gengið í þessum efnum vita menn ekki gerla. En ýmislegt bendir til að ekki sje altaf um smáupphæðir að ræða. Sagan, sem Svavar Guðmunds- son segir af viðskiftum sínum við S. í. S. beinir athygli manna að hinum frumlegu f járöflunarað- ferðum stjórnarflokkanna. Leiðarþing. msir þingmenn halda fundi með kjósendum sínum um þessar mundir. Eysteinn fjármála- ráðherra fór austur í vikunni. Æg- ir hefir legið bundinn við hafnar- garðinn, en leysti nú skyndilega landfestar til að flytja ráðherrann austur. Thor Thors fer vestur á Snæfells nes nú í vikunni. Þingmenn Rang- æinga ætla líka bráðlega að halda leiðarþing. Garðar Þorsteinsson er nýfarinn norðúr til viðtals við kjósendur sína í Eyjafirði. Þar hefir nýlegla. verið haldinn samvinnuhátíð mik- il, og þykir Tíma-Gísla það furðu gegna að Garðar skuli þora þang- að norður, þegar svo skamt er lið- ið frá þeirri hátíð. Er helst svo að skilja, að T.-G. telji að eyfirskir samvinnumenn hafi strengt þess heit að gera engum vært í hjeraði, nema hreinræktuðum Tímamönn- um. En sennilega kunna Eyfirð- Þegar Haraldur flýtti sjer. ¥ T araldur Guðmundssnn má eiga * það, að hann er mesti róleg- heitamaður í daglegri framgöngu. Hann labbar hægt og silalega um götur bæjarins og aldrei neinn asi á hoftum. Honum liggur ekk- ert á. ' Nema einu sinni! Haraldur var staddur í Kaup- mannahöfn á dögunum um það leyti sem konungur fór til íslands. Og til þess að vera viss um að hann gæti fagnað konungi sínum, sneri Haraldur sjer til Sameinaða f jelagsins og bað það að láta „Dr. Alexandrine“ fara degi fyr en til stóð. Það er ekki að lasta þessa kon- ungshollustu Haralds. En mönnum kemur þetta dálítið broslega fyrir, þegar þess er gætt, að Haraldur og fjelag'ar hans „stritast við að sitja“ jafnan, þegar hrópað er húrra fyrir konungi á Alþingi og taka níðúr flaggstöngina þegar konungur kemur í bæinn. Álit Brobergs. TA anski samvinnufrömuðurinn, ■ Broberg forstjóri, átti við- tal við danska blaðamenn á 75 ára afmæli sínu. Hann ljet þá skoðun í Ijós, að hagsmunum al- mennings væri þá best borgið, er kaupmenn og kaupfjelög fengju ,að starfa. jöfnum höndum í frjálsri samkepni. Hallgrímur Benediktsson skýrði frá þessu á Landsfundi Sjálfstæð- ismanna og jafnframt því, að skoðanir íslenskra samvinnu- 'manna kæmu illa heim við skoð- anir þessa danska samvinnufröm- uðs. . Auðvitað þoldi Tímagimbillinn lijer í Reykjavík ekki, að hlut- laust væri skýrt frá skoðunum danska samvinnumannsins og hefir alt á hornum sjer við Hall- grím Benediktsson. Samvinnustefnunni hefir ef til vill hvergi vegnað betur en í Dan- mörku. Ástæðan er ekki síst sú, að danskir samvinnumenn hafa unnað oðrum jafnrjettis og var- ast að gera verslunarsamtök sín að pólitískri klíku. Þessi sannindi þola Tímamenn ekki að Úeyra. Elska litla dóttir okkar, Þóra, andaðist aðfaranótt 27. þ. m. Guðrún Egilsdóttir. Guðleifur Þorkelsson. Elsku drengurinn okkar, Sigurður, sem andaðist 16. júní, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðju- daginn 30. júní, klukkan 1 eftir hádegi. Sólveig R. Ólafsdóttir. Sigurjón Jónsson. Hverfisgötu 104. Jarðarför konunnar minnax og móður okkar, Maríu Sigurðarddttur, fer fram þriðjudaginn 30. þ. m. frá heimili okkar, Brávallagötu 20, kl. 3 e. h. VigfÚB Guðbrandsson og börn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.