Morgunblaðið - 28.06.1936, Side 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudaginn 28. júní 1936.
Ábyrjuð púðaborð, íslensk
munstur, falleg, ódýr í Versl.
Unnþ. Halldórsdóttur & Co.
Kýr til sölu í Eskihlíð C.
Gefjunarfataefnin góðu í úr-
vali á Laugavegi 17. Klæða-
verslunin, Guðm. B. Vikar. —
Sími 3245.
Nýtt gróðrarsmjör. — Ágæt
tólg. Ódýrt hangiflot. Kaupfje-
lag Borgfirðinga, sími 1511.
Hvalsporður, saltaður. Nor-
dalsíshús, sími 3007.
Kaupi gamlan kopar. Vald.
Poulsen, Klapparstíg 29.
KAUPUM allar tegundir ull-
artuskur hreinar. Hátt verð.
ifgr. Álafoss, Þingholtsstræti 2.
TVúIofunarhringana kaupa
menn helst hjá Áma B. Bjöma-
•yni, Lækjartorgi.
Kaupið leikföng í Leik-
fangakjallaranum, Hótel Heklu
Sími 2673. Elfar.
Stærsta úrval rammalista. —
Innrömmun ódýrust. Verslunin
Katla, Laagaveg 27.
Rugbrauð, franskbrauð og
normalbrauð á 40 aufa hvert.
Súrbrauð 30 aura. Kjarnabrauð
30 aura. Brauðgerð Kaupfjel.
Reykjavíkur. Sími 4562.
Ullarprjónatuskur, alumin-
íum, kopar, blý og tin keypt á
Vesturgötu 22. Sími 3565.
Veggmyndir og rammar í
fjölbreyttu úrvali á Freyju-
götu 11.
Gluggahreinsun og loftþvott-
ur. Sími 1781.
Oraviðgerðir afgreiddar fljótt
og vel af úrvals fagmönnum
hjá Árna B. Bjömssyni, Lækj-
artorgi.
ÆL l kvöld kl. 8Vz-
— Kveðjusamkoma
fyrir Adjutant og
frú Molin. Allir for-
ingjar og liðsmenn aðstoða. All-
ir velkomnir.
Sundhöllin á Álafossi er opin
aftur frá kl. 9 árd. til kl. 9^
síðd. Allir velkomnir. Best að
baða sig í Sundhöllinni á Ála-
fossi.
Café — Conditori — Bakarí,
Laugaveg 5, er staður hinna
vandlátu. - Sími 3873. ó. Thor-
berg Jónsson.
Friggbónið fína, er bæjarina
besta bón.
12F” Manstu lága verðið í Bar-
ónsbúð?,
Tannlækningastofa Jóns Jóns-
sonar læknis, Ingólfstræti 9,
opin daglega. Sími 2442.
Fyrirliggjandi:
Kaupi gull og silfur hæsta
yerði. Sigurþór Jónsson, Hafn-
arstræti 4.
Trúlofunarhringar hjá Sigur-
>6r, Hafnarstræti 4.
Bifreiðar til sölu, af ýmsum
stærðum og gerðum. Heima
6—7. Zophonías Baldvinsson.
Sími 3805.
Vjelareimar fást bestar hjá
Poulsen, Klapparstíg 29.
Kaupi gull hæsta verði. Ámi
BJömsson, Lækjartorgi.
Kaupi íslensk frímerki hæsta
verði. Gísli Sigurbjömsson,
Lækjartorgi 1. Sími 4292. Opið
1—4 síðd.
Sokkayiðgerðin, Tjarnargötu
10, 2. hæð, gerir við lykkjuföll
í kvensokkum, fljótt, vel og
ódýrt. Simi 3699.
Otto B. Amar, löggiltur út-
varpsvirki, Hafnarstræti 19. —
Sími 2799. Uppsetning og við-
gerðir á útvarpstækjum og loft-
netum.
Geri við saumavjelar, skrár
og alskonar heimilisvjelar. H.
Sandholt, Klaparstíg 11.
Á Heitt og Kalt fæst ágætur
miðdagsmatur fyrir 1 kr.
Fasteignasalan, Austurstræti
17 annast kaup og sölu fast-
eigna. Viðtalstími 11—12 og 5
—7 e. h. Sími 4825. Jósef M.
Thorlacíus.
Slysavarnafjelagið, skrifstofa
Hafnarhúsinu við Geirsgötu.
Seld minningarkort, tekið móti
gjöfum, áheitum, árstillögum
m. m.
Þriggja herbergja íbúð ósk-
ast til leigu 1. okt. í eða ná-
j lægt miðbænum. Upplýsingar í
síma 1374.
Rúgmjöl — Hrísgrjón spönsk, — Hrísgrjón hollensk, —
Hrísmjöl.
5ig. 5kjalöberg.
(Heildsalan).
Húsmæður, gleymið ekki
að heilsufræðingar telja SKYR með hollustu
fæðutegundum.
að flestum ber saman um að ljúffengari og betri
mat en S K Y R fái þeir varla.
að SKYR er íslensk framleiðsla í þess orðs best-u
merkingu.
RUBY M. AYRES:
PRISCILLA. 58.
Það er barnalegt af honum hugsaði hún — þó
að hann sje reiður, getur hann komið kurteislega
fram við mig.
Daginn eftir ók Dal með henni upp fjallið og
ljet hana renna sjer niður allra erfiðustu brekk-
una.
Priscillu var lengi minnisstæð fyrsta ferð þeirra,
er þau þutu áfram á fleygiferð hlið við hlið. Hann
hjelt í hönd hennar og kendi henni mörg góð ráð.
Það var hressandi að finna kaldan vindblæinn á
vanga sjer. Alt var kyrt og ekkert hljóð heyrðist
nema marrið í snjónum undir skíðum þeirra. —
Þegar þau loks voru komin niður á sljettlendi
leit Priscilla með ljómandi augum á Egerton.
„Þetta var dásamlegt", sagði hún hrifin.
„Það finst mjer líka“, svaraði hann.
Þau höfðu verið stundarfjórðung að aka upp
með brautinni, en ekki nema fjórar mínútur á
leiðinni niður.
„Jeg hefði ekki komist niður, ef þjer hefðuð
ekki leitt mig“, sagði Priscilla þakklát. „Þjer haf-
ið verið mjög elskulegur. Bara, að jeg hafi ekki
eyðilagt alla ánægju fyrir yður“.
„Það er yður að þakka, að jeg hefi skemt mjer
betur en nokkru sinni áður“.
Hann stóð álútur, önnum kafinn við að sparka
frosnum snjónum af skíðunum.
„Langar yður að reyna aftur?“, spurði hann.
„Já, mjög gjarna“.
En þau reyndu ekki aðeins einu sinni, heldur
þrisvar, óku með brautinni upp og rendu sjer á
fleygiferð alla leið frá efstu tindum og niður að
fjallsrótum.
Það var farið að skyggja, þegar þau komu heim
í gistihúsið. Gestirnir sátu í smáhópum við arin-
eldana í hinu stóra anddyri og ræddu um við-
burði dagsins. Joan flýtti sjer strax til móts við
Priscillu, þegar hún sá hana.
„Jæja, þú ert þá komin“, kallaði hún. „Jeg var
farin að óttast um þig“.
„Við erum búin að skemta okkur dásamlega
vel“, sagði Priscilla. Hún var rjóð í kinnum og
augu hennar Ijómuðu.
Dorothy leit á hana.
„Við Jónatan sáum ykkur í dag — þið leiddust
— eins og tvíburasálir!“
„Heimskuleg athugasemd“, sagði Joan.
Hún tók undir handlegg Priscillu.
„Komdu með mjer að hafa fataskifti. Er þjer
ekki kalt?“
„Mjer er sjóðandi heitt!“, sagði Priscilla, en
var fegin að fylgjast með henni til þess að losna
við hitt fólkið, — og Jónatan.
En um kvöldið, þegar hún var á leiðinni niður
að borðinu, stóð hún alt í einu augliti til auglits
við hann.
Það hefði verið áberandi að ganga framhjá
honum, án þess að segja neitt, svo að hún nam
staðar og sagði:
„Þú ert líka sein fyrir eins og jeg. Jeg er fegin
að jeg kem ekki seinust“.
„Jeg 'beið eftir þjer með vilja. Mig langar til
þess að tala við þig".
Hún leit undrandi á hann.
„Við mig? En sá heiður!"
„Viltu eyða fimm mínútum í mig eftir matinn?"
„Heilum stundarfjórðung, ef þú vilt“, svaraði
hún hortug.
„Jeg fer inn í danssalinn þegar borðhaldinu er
lokið. Jeg get boðið þjer upp í dans, og við getum
síðan farið inn í salinn, eða hvert sem þú vilt“.
„Þú þarft ekki að dansa við mig“, sagði hún
stutt í spuna. „Mig langar ekki sjerstaklega mik-
ið til þess. Ef þú hefir eitthvað við mig að tala„
getur þú sagt það hjer“.
„Það gæti einhver komið og ónáðað okkur“.
„Jæja?“
Þau urðu samferða niður í borðsalinn. Allrai
augu hvíldu á þeim, þegar þau gengu þegjandi;
inn eftir hinum stóra sal.
Það glaðnaði yfir Egerton, þegar hann konr
auga á þau, en Dorothy varð gremjuleg á svip.
Samtalið við borðið var þvingað, þó að Pris-
cilla og Joan gerðu sitt, til þess að vera glaðleg-
ar. Dal Egerton, kona hans og Dorothy voru ó-
venju þegjandaleg, og Jónatan gerði enga tilraun
til þess að vera skemtilegur.
Priscilla var fegin, þegar máltíðinni loksins var
lokið og staðið var upp frá borðum. Henni kom
ekki til hugar að fara inn í dánssalinn, Þetta var
í fyrsta sinn, sem Jónatan ávarpaði hana að fyrra.
bragði, og hún ætlaði sjer ekki að hlýða skipun
frá honum.
Hún gekk inn í lestrarsalinn og settist við eitt
af skrifborðunum. Hún var ein í herberginu.---------
Hljómsveitin var farin að leika og dansmúsík
heyrðist inn til hennar.
Sem snöggvast fanst henni hún vera ein og yf-
irgefin, en svo hló hún að heimsku sinni.
Allir höfðu verið góðir og alúðlegir við hana----
allir, nema Jónatan og Dorothy Blindloss. Priscilla
grunaði, að Jónatan hefði sagt henni frá trúlofun
þeirra, og það skýrði hinn ódulda fjandskap Doro-
thy í hennar garð.
„En mjer stendur á sama“, hugsaði Priscilla.
„Mjer stendur nákvæmlega á sama um hann“.
Hún byrjaði að skrifa sendibrjef til Hugh, en
hætti fljótlega við það og sat annarshugar og
teiknaði mýndir á þerribrjefið.
Hugh var svo langt í burtu, að það var eins og
ekkert samband væri á milli þeirra. Kannske var