Morgunblaðið - 01.07.1936, Blaðsíða 6
I
6
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudaginn 1. júlí 1936..
Hlutabrjef Eimskipafjelagsins
eru miklu meira virði
en sðluverOið sjnir.
T skýrslu stjórnar Eimskipafjelags íslands, sem lögð var fyrir
aðalfund f jelagsins á dögunum, var þess getið, að eigenda-
skifti hafi orðið að 306 hlutabrjefum fjelagsins frá því á aðal-
fundi 1935, og væri nafnverð brjefanna kr. 40.850.00.
Framseljendur hlutabrjefa hafi alls verið 135 talsins, en
viðtakendur 80. Er þess jafnframt getið í skýrslunni, að eigenda-
skiftin muni aðallega vera vegna beinnar sölu brjefanna.
Þessi tiltolulega miklu eig-
endaskifti, sem orðið hafa á
hlutabrjefum Eimskipaf jelags-
ins á einu ári, gefa ærið tilefni
til að varpa fram þeirri spurn-
ingU: Fyrir hvaða verð ganga
brjef Eimskipaf jelagsins nú
kaupum og sölum ?
Morgunblaðið spurðist fyrir
«m þetta hjá Kauphöllinni. —
Þar fekk blaðið þær upplýs-
ingar, að fyrir síðasta aðal-
fund Eimskipafjelagsins hafi
gengi brjefanna verið mjög ó-
stöðugt. Brjefin gengu kaupum
og sölum fyrir 30—40% og
hæst upp í 50% af nafnverði.
Á síðasta aðalfundi Eim-
skipafjelagsms mintist formað-
ur fjelagsstjórnarinnar, Eggert
Claessen á hið lága söluverð
hlutabrjefanna.
Hann vakti athygli á því, að
samkvæmt efnahagsreikningi
fjelagsins væru eignir þess það
miklar, að svaraði því, að
hlutabrjefin væru 130% virðl
og það jafnvel með því lága
verði, sem sum skipin væru
bókfærð á efnahagsreikningi,
t. d. væru þrjú skipin, Gullfoss,
Lagarfoss og Selfoss aðeins bók
færð á 10 þús. kr. hvert.
Sagði Eggert Claessen í þessu
sambandi, að það væri illa far-
ið, að hlutabrjef fjelagsins
^kyldu ganga kaupum og sölum
með svo lágu verði, sem heyrst
hefði, jafnvel alt niður í fjórð-
ung nafnverðs.
Má af þessu sjá, hve ómak-
leg og röng er sú ásökun kom-
múnistablaðsins að stjóm Eim-
skips sje að reyna að leyna
raunverulegum efnahag fjelags
ins, til þess að stjórnendur geti
sjálfir keypt upp hlutabrjefin
fyrir ódýrt verð.
Stjórn Eimskipafjelagsins
hefir frá upphafi gert sjer far
um, að hafa reikninga fjelags-
ins svo ítarlega og sundurlið-
aða, að engum manni hefir
dottið í hug, að þar væru ein-
hverju verið að leyna. Á hverj-
úm aðalfúndi hefir og fjelags-
stjórnin lagt fram ítarlega
skýrslu, þar sem einstaka liðir
reikningsing hafa verið útskýrð-
ir nákvæmlega. Loks hefir
gjaldkeri fjelagsstjórnarinnar
jafnan haldið sjerstaka fram-
söguræðu um reikningana, út-
skýrt hyern einstakan lið og
borið saman við fyrri ár.
Það er áreiðanlega ekki að
vilja stjórnar Eimskipafjelags-
ins, að hlutabrjefin hafa verið
seld við sVona lágu verði. Og
það á sjer enga stoð í veruleik-
anum að hin miklu eigenda-
skifti, sem orðið hafa að hluta-
brjefum, stafi af því, að brjefin
sjeu að safnast á fárra manna
hendur. Um helmingur af þeim
eigendaskiftum, sem urðu í
liðnu ári, fóru gegnum Kaup
höllina og hefir hún tjáð blað
inu, að það væri ekkert sem
benti til þess, að brjefin væru
að safnast á fárra manna
hendur.
Ennfremur Ijet Kauphöllin
þess getið, að söluverð brjef-
anna myndi vafalaust hækka
eftir síðasta aðalfund fjelags-
ins, því að nú virtist það orðin
föst regla hjá fjelaginu, að
greiða hluthöfum arð. En það
væri vitanlega arðurinn, sem
skapaði verð hlutabrjefanna.
Sænska vikan:
FBAMH. AF AJTKABI SfÐU.
Eldh, sem nefnt er „Sittande
flicka“. Þarna hanga og á veggj-
unum gríðarstórar Ijósmyndir
víðsvegar að frá Svíþjóð. Málverk-
in og önnur listaverk eru hengd
upp í skólastofunum.
Alls eru á sýningunni um 100
málverk, 20 höggmyndir og 80
teikningar. Listaverkin eru öll eft
ir núlifandi listamenn nema þrjá
listmálara, sem eru nýlátnir, og er
ætlast til að sýningin gefi glögt
yfirlit yfir nýjustu list Svía.
Þegar boðsgestir höfðu skoðað
sýninguna var hún opnuð fyrir al-
menning og streymdi fólkið þá
í hópum og má búast við mikilli
aðsókn næstu daga.
Salat Cream.
Mayonaise
Oliven Olía
Worchester Sósa
Maggilögur
fæst í
Reynið pakka af
4raba fjallagrasa-kaffibæti
fæst alstaðar.
Ungur íslendingur sem fór til
Ameríku til að læra leiklist.
Um leiklist og leiknám
í Vesturheimi,
UINGAÐ til bæjarins er
A nýkominn vestan frá
Bandarílíjunum Yngv; Thor
kelsson, leikari og leiklistar-
leiðbeinandi.
Yngvi er ættaðnr Ú1’ Vest-
mannaeyjum og fluttist þaðan ár-
ið 1924 vestur am haf.
Með frábærum dugnaði og
þrautseigju hefir honum tekist að
ná því marki, sem hanii 'setti sjer
er hann fluttist hjeðan af landi
burt.
Strax í æsku fekk Yngvi brenn-
andi áhuga fyrir leiklist og ljek
hann nokkur hlutverk í sjónleikj-
um heima í Vestmannaeyjum.
En hann fann, að hjer á Islandi
gat hann eklri þroskað listina
eins og hugur hans stóð til, og
þessvegna rjeðst hann í Ameríku-
förina.
Yngvi hefir nú um hríð dvalið
1 Vestmannaeyjum og er nýkom-
inn til bæjarins. Jeg hitti hann að
máli nýlega og hað hann að segja
mjer frá því helsta, sem á dagana
hefði drifið vestra.
2 ár, sem urðu að 12.
— Upphaflega ætlaði jeg aðeins
að vera 2, eða í mesta lagi 3 ár í
Ameríku, segir Yngvi.. En sú varð
þó raunin á, að árin urðu 12, og
nú fer jeg vestur aftur í ágúst-
mánuði.
— Alfarinn ?
— Jeg veit ekki. Mjer virðist,
eins og er, að ekkert sje hjer fyr-
ir mig að gera, — að mmsta kosti
ekki í bráð. Verði einhver hreyt-
ing á, yrði jeg eðlilega fegnastur
að geta nnnið hjer heima.
Á leiklistarháskólanum.
hagað
Hvernig er leíklistarnámi
í Ameríku? spyr jeg
Yngva.
— Það eru vitanlega margskon-
ar aðferðir við kenslu þar, sem
annarsstaðar. Jeg var t. d. svo
heppinn að komast á listaháskóla
Seattle. Á skóla þessum dvaldi
jeg í þrjú ár.
■Jeg varð að vinna. fyrir mjer á
milli þess, sem .jeg var í skólanum.
Háskóli þessi er alþjóðlegur, ef svo
mætti að orði komast, þ. e. a. s.
kennarar skólans eru úr öllum
löndum heims, oft sendikennarar
og frægir leiklistarfrömuðir í sínu
föðurlandi.
Þannig kom Mr. B. Iden
Payhe og kendi okkur í 6 mán-
uði, eingöngu Shakespeare-list, en
hann er sjerfræðingur í öllu, sem
lýtur að leikritum Shakespeares og
gerir ekkert annað en. ferðast um
og leiðbeina. við Shakespeare-leik-
rit. Á meðan Mr. B. Iden Payne
dvaldi við skólann, gerðu nem-
endur ekkert annað en æfa og
nema „Shakespeare".
Erfitt nám.
Og Yngvi heldur áfram að
segja frá listaháskólanum í Se-
attle.
—- Námið var erfitt og mikils
krafist af okkur nemendunum.
Margir gáfust líka upp, sem von
var. Þannig mun um helmingur
nýrra nemenda hafa hætt námi
þegar á fyrsta ári. Helst voru það
stúlkurnar, sem tíndust aftur úf
og hættu.
Fyrsta viðurkennin§ín.
— Á skólanum ljekum við oft
opinberlega, heldur Yngvi áfram,
og þá átti jeg því láni að fagna,
að listdómendur blaðanna tóku
eftir mjer.
Yngvi sýnir mjer síðan blaðaúr-
klippur, og öllum ber þeim saman
um, að Yngvi Thorkelsson sje hið
mesta leikaraefni.
Leiðbeinendastarf.
í blaðaúrklippunum, sem Yngvi
hefir rjett mjer, sje jeg vfða minst
á hann sem frábæran leiðbeinanda
og leiktjaldá- og búningateikhafa.
— Hafið þjer íengist mikið við
þessháttar? spyr jeg Yngva.
— Já, ekki síður en leiklistina
sjálfa, er svarið. Jeg hefi „komið
upp“ „Nýársnóttinni“ (Indriða
Einarssonar) í þýðingu frú Jakoh-
ínu Johnson, en bestum árangri
finst mjér sjálfum jeg hafa náð
við leiðbeiningu á leikritinu „Vík-
ingarnir á Hálogalandi“, eftir
Ibsen. Þar sá jeg um leiktjöld öll
og búninga.
Yngvi Thorkelsson.
Brynju stolið
—- Jeg smíðaði sjálfur brynju
eina, sem sett var saman úr 2000
hlutum, og vann að henni í rúmt
ár. Brynju þessari var síðan stol-
ið úr sýningarglngga.
Hvernig Ameríkumenn
æfa leikrit.
— Þjer starfið nú í New York ?
— Já, jeg er ráðinn við leikhús,
sem verið er að hyggja og mun
verða tilbúið eftir eitt ár. En þó
leikhúsið sje ekki nema hálfgert,
er leikflokkurinn, sem á að starfa
við það, löngu byrjaður æfingar.
Er nú verið að æfa 15 leikrit, sem
verða að vera fullæfð, þegar leik-
húsið tekur til starfa eftir 1—2 ár.
Þannig æfa Ameríkumenn 7leikrit
sín. Komið hefir það t. d. fyrir, að
leikflokkur hefir æft eitt leikrit í
1—2 ár, og Leikið síðan leikritið í
eitt kvöld, alt eftir dutlnngum
leikhúsgesta fyrsta kvöldið. Onn-
ur leikrit eru leikin stöðugt í 3—-4
ár samfleytt á hverju kvöldi.
Hverniff áhuginn
vaknaði.
Að lokum spyr jeg Yngva
Thorkelsson, hvernig hann hafi
fyrst iengið áhuga íyrir leiklist-
inni.
— Það var heima í Eyjum og^
hjerna í Reykjavík. Jeg map
mæta vel eftir leikritunum og
leikurunum hjer heima. T. d..
gleymi jeg aldrei frú Stefaníu’
Guðmundsdóttur og leik hennar.
Jeg hefi víða sjeð góðan leik, em
aldrei neitt svipað og hjá heuni.
Frú Stefanía hafði ábyggilega'
mest áhrif á það- að jeg tók þessspi
lífsstefnu.
x
, Eijinig, man jeg mætavel eftjr
leik þeirra. Guðjóns .] ósefssonar
(bróðnr Jóhanns Jósefssonar al-
þingismanns) og Olafs Ottesen,, er
þeir ljeku heima í Eyjum.
Vivax.
Til Hallgrímskirkju
í Saurbæ.
Gamall afbragðsmáður, Lárús
Sigurgeirsson,- Langaveg 91, Rvík
hefir ánafnað Hallgríihskirk ju í
Sanrbæ kr. 200,00 t'il minningar
um konu sína, Ólöfú Jóhannsdótt-
ur, sem dó 3934, og son sinn, Guð-
laug Jóhann, er dó 1929.
Frá Hallgrímsnefnd í Vestm.r
gjöf frá tveimnr konum, 20 kr.
Frá Eyjólfi Guðmundssyni, Hvoli
í Mýrdal, fyrir seldar bækur, 10
kr. Afh. af sr. Ólafi Magnússyní
próf., frá Þórarni Snorrasyni,.
Bjarnastöðum í Selvogi, fyrir seld
ar bækur, 10 kr. Afh. af sr. Ásgeiri
Ásgeirssyni próf., gjöf frá Yal-
gerði Helgadóttur, Gautsdal, 3 kr.
Afh. af sr. Sigurjóni Guðjónssyni,.
gjöf frá M. Ó. 10 kr. Ennfr. gjöf
frá Sigurði Guðbrandssyni 50 kr.
Úr safnhauk á Ferstiklu, tæmdur
21. júní 1936, kr. 9,67. Afh. af sr.
Sveini Ögmundssyni, frá Hall-
grímsnefnd Árbæjarsóknar 30 kr.
Kærar þakkir.
Ól. B. Bjömsson.
Eimskip. Guhfoss er í Kaup-
mannahöfn. Goðafoss kom til
Reykjavíkur kl. 9% í gærkvöldi.
Brúarfoss fpr vestur í gærkvöldi
kl. 8. Dettifoss fóf frá Hull í gær
á leið iil Reykjavíkur. Lagarfoss
er í Kaupmanahöfn. Selfoss er í
Reykjavík.