Morgunblaðið - 26.07.1936, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudaginn 26. júlí 1936.
VopnaburSur
stjórnarblaðanna.
■T 7opnabnrður stjórnarblaðanna
" hefír aldrei verið heiðarleg-
nm mönnnm samboðinn. Bn þó
liefir orðið þar breyting nú npp á
síðkastið — til hins verra.
Síðan samfylkingarhugmyndin
náði festu, er sýnilegt að stjórnar-
blöðin hafa ekki hugsað sjer að
verða eftirbátar byltingamannanna
1 Kommúnistaflokknum um aví-
virðilegan rithátt.
Stjórnarblöðin telja sjer auðvitað
skylt að halda uppi látlausum á-
vásum á andstæðingana. Og af því
nð ekki eru fyrir hendi raunveru-
legar sakargiftir, sem hægt sje að
finna nokkum stað, þá er gripið
til hins að búa til sakargiftirnar.
í þessum iðnaði er nú daglega
háð sú kepni í stjómarblöðunum,
iað hvergi mun vera hægt að benda
á hliðstæðu í lýðfrjálsn landi.
„Dauðinn og allsleysið“.
T^að er öllum vitanlegt að helm-
ingur íslensku þjóðarinnar
•er í stjórnarandstöðu. En stjórnar-
andstæðingar heita feinu nafni „í-
haldið“ á máli stjórna'fblaðanna.
Stjómarblöðin slá því föstu að
þessi helmingur íslensku þjóðar-
innar sje ekki einungis hættulegir
menn vegna, stjórnmálaskoðana
sinna, heldur sje þeir beinlínis upp
til hópa landráðamenn og óþokkar.
Gott dæmi þessarar baráttu er
greinin „Hin eina von þeirra er
Hauðinn og allsleysið“, sem nýlega
hirtist í Alþýðublaðinu.
Þar er talað um „von íhalds-
manna ,um vaxandi vandræði
manna, minkandi atvinnu og lok-
aða markaði“.
Hjer er því slegið föstu, að helm-
ingur íslensku þjóðarinnar sje svo
innrættur, að hann óski þess heitt
og innilega að öll þjóðin svelti.
fmyndunarafl, sem gerir svona
uppgötvanir er borið uppi af sjúk-
legri illgimi. Rógurinn hefir orðið
að þeim lesti hjá þeim sem þannig
rita, að þar er ekki batavon.
Heimskan og illgirnin.
"CJ,a slík skrif sem þetta eru vott-
ur um annað og meira en
sjúklega illgimi. Þau eru jafn-
framt vottur um svo rótgróna og
magnaða heimsku, að slíkt bull
hefir aldrei verið borið á borð fyrir
íslenska lesendur.
Því segjum nú svo að helming-
ur þjóðarinnar sjeu slík illmenni,
sem stjómarblöðin vilja vera láta.
Þá er þó hitt eftir, að koma mönn-
um í skilning um, að þessir vondu
menn vilji ekki að þeim vegni
sjálfum vel. Eftir kenningu Al-
þýðublaðsins liggur „íhaldsbónd-
inn“ á bæn, og biður þess, að ekki
spretti gras á jörðu. „íhaldsverka-
uiaðurinn“ biður þess að hann fái
-enga vinnu. „fhaldsútgerðarmaður-
ínn“ að ekki komi bein úr sjó, og
ullir markaðir lokist.
Nú er það vitað að flestir at-
vinnurekendur landsins eru í „í-
haldinu". Það er ennfremur vitað
hvað stjórnarblöðin eru viðkvæm
fyrir því að lánstraust landsins
Tými ekki erlendis. Ætli það styrki
ekki lánstraustið, þegar sá úrskurð-
ur er gefinn frá hæstu stöðum að
atvinnurekendur landsins þrái ekk-
«rt nema „dauðann og al'sleysið“?
Fyrirlitningin á les-
endunum.
reinar eins og „dauðinn og
allsleysið“ hafa auðvitað á-
— Keykjavíhurbrjef —
mmmmmmmmmmmmœmmmmmm 25. jÚlí.
hrif. En þær hafa ekki tilætluð á-
hrif. Þeim er ætlað að æsa lesend-
urna gegn ákveðnum stjórnmála-
flokki, en þær segja svo skýrt til
um innræti þess, eða þeirra sem að
slíkum samsetningi standa, að and-
úðin snýst gegn þeim sjálfum.
Því fer ákaflega fjarri að ís-
lenskir verkamenn taki því yfirleitt
með þökkum, að hálf þjóðin sje í
þeirra nafni stimpluð sem land-
ráðamenn og varmenni. Mörgum
þeirra finst það hreip og bein móðg
un að þeim sje ætlað að gleypa
við rógsgreinunum alveg gagnrýni-
laust. Þeir fá skömm á slíkum
vopnaburði.
Líkið í fararbroddi.
rjettirnar frá Spáni eru býsna
sundurleitar eins og skiljan-
legt er, þegar þannig stendur á.
Meðal þeirra fregna af einstökum
atburðum, sem einna mestum
hryllingi veldur, er sú, að upp-
reisnarmenn hafi grafið upp lík
fallins foringja síns og haft það í
fararbroddi við árásina á Madrid.
Þetta óviðfeldna athæfi er ekki
með öllu óþekt. Og það má meira
að segja finna hliðstæður þess í
íslensku stjórnmálalífi, þótt ekki
sje í bókstaflegum skilningi. Menn
muna það víst, að árum saman var
varla deilt svo á Tímamenn, að
ekki kvæði við frá þeim, að þarna
væri verið að ráðast á einhvern
framliðinn flokksmann. Eftir að
Tímamenn frjetta nú um aðferð
spönsku uppreisnarmannanna, láta
þeir sjer máske skiljast, hversu
ógeðsleg sú bardagaaðferð er, að
vera :altaf með lík í fararbroddi.
Flugvjelar og fiskur.
A nnað er það, sem menn festa
hugann við úr spönsku borg-
arastyrjöldinni, en það er að
spánska stjórnin hefir snúið sjer
til erlendrar þjóðar og beðið hana
að leigja sjer flugvjelar til notk-
unar heimafyrir. Þessari beiðni var
að vísu synjað. En það þykir vott-
ur um alveg óskaplegt öngþveiti
spönsku stjórnarinnar, að hún
skyldi snúa sjer til erlendrar þjóð-
ar með slíka málaleitun.
Aftur verður huganum hvarflað
til íslensks stjórnmálalífs. Hefir það
ekki gerst hjer, að ríkisstjórnin
hefir snúið sjer til erlendrar þjóðar
um leigu á flugvjel? Jú, og ís-
lenska stjórnin hefir meira að
segja lýst því yfir að engin skyn-
samleg ástæða væri til að amast
við þessu.
í tíð núverandi stjórnar hafa
Spánverjar nálega hætt að eta ís-
lenskan fisk. En gott er til þess
ast á banaspjótum í föðurlandi
sínu, hafa eitthvað til okkar að
sækja. Stjórnarflokkarnir okkar
geta miklast af því, að fordæmi
þeirra eru að verða fitflutnings-
vara.
Danska flugvjelin.
n úr því minst var á flugvjel-
ar, mætti kanske spyrja: Hvað
líður dönsku flugvjelinni? Menn
hafa daglega verið að búast við
því, að sjá Dannebrog svífa úr
lofti, alveg eins og í orustunni
forðum. En ekki hefir sjest neitt
til fánans, og ekkert h.efir heyrst
í mótorunum.
Það skyldi þó ekki hafa gengið
illa að starta þegar til kom, saggi
í pakningunni eða slcrúfan laus?
Eða kannske Stauning hafi kom-
ist að þeirri niðurstöðu, að best
væri upp á samkomulagið við
„Lille Söster“, að vera ekkert að
blanda sjer frekar í landhelgis-
varnir hennar.
Það er jafnvel ekki útilokað að
Stauning hafi litið svo á að það
mundi ekki lengja pólitískt líf
flokksbræðranna á íslandi, þótt
þeim tækist að koma flugvjela-
planinu í framkvæmd. Hann er
svo gamall sem á grönum má sjá,
og skilur fyr en skellur í tönnum.
Slær í baksegl.
að er ekki langt síðan stjórn-
arblöðin skömmuðust yfir því
dag eftir dag að Morgimblaðið
skyldi leyfa sjer iað birta fregn
eftir danska Extrablaðinu. Lýstu
þau blaði þessu mörgum og ekki
fögrum orðum, „mesta sorpblað
Kaupmannahafnar“. Þótti þetta að
vísu grálega mælt, því blaðið styð-
ur dönska stjórnina, sem íslensku
stjórnarflokkarnir elska næst sjálf-
um sjer.
En svo skeður það, að enska
stórblaðið „Daily Mail“ flytur
fregn um að til samkomulags dragi
með þeim Stalin og Trotsky. Dag-
inn eftir mótmælir Extrablaðið þess
ari fregn og Alþýðublaðið birtir
mótmælin, afar kampakátt yfir
heimildinni.
Það var dálítið spaugilegt að
sjá Extrablaðinu umsvifalaust sleg-
ið föstu sem betri heimild en
„Daily Mail“, eftir það sem undan
var gengið.
„Ómerkileg sorpblöð“ ættu ekki
að þenja sig mikið yfir „ómerki-
legum sorpblöðum“. Þá vill fljót-
lega „slá í baksegl“, og þykir þá
illa siglt.
„Mislingar og rauðir
, hundar“.
r brjefi af Austurlandi 2. júlí:
„Þingmenn stjórnarinnar
sveima um sveitir Austurlands eins
og mislingarnir, en eru líklega ekki
eins illa þokkaðir af öllum. Þó er
mörgum jafn illa við rauðu hund-
ana sem mislinga.
Á fundi í Fellunum mættu 11
menn hjá Pálunum, en í Fljótsdal
hafði enginn komið á fundarstað-
inn og enginn fundur orðið. Ann-
að hvort hefir mislingahræðslan
aftrað fundarmönnum eða þá „að
fuglarnir eru farnir að dríta í
svo fúlt er orðið“.
Framfarir.
að kemur stundum fyrir að
stjórnarflokkarnir tala um að
í þeirra hóp sjeu helstu framfara-
menn þjóðarinnar og framfarirnar
sem orðið hafa í landinu sjeu runn-
ar undan rifjum þeirra.
Þetta er ein af trúarsetningum
rauðliða, sem almúganum er ætlað
að festa sjer í minni — þó „bölv-
aðar staðreyndirnar“ tali alt öðru
máli.
Yígorð Framsóknarmanna var
hjer á árum áður, „alhliða viðreisn
sveitanna“. En síðan vonir bænda
hjöðnuðu niður um að „hin alhliða
viðreisn“ nokkurntíma yrði frá
hendi Framsóknar annað en vax-
andi skuldir og vandræði, vax-
andi flótti úr sveitunum, þá hefir
minna borið á, að Framsóknar-
broddar eins og Gísli sá, sem kend-
ur er við hrossakjöt, Jörundur bú-
lausi og kommíinistinn Eysteinn,
nefni alhliða viðreisnina á nafn.
Og ef talað er um framfarir í
kaupstöðum, þá treysta sósíalistar
þeir, sem nokkra dómgreind hafa,
sjer naumast til að hampa fjár-
málastjórninni í „ríki hinna gulu
seðla“ í Hafnarfirði, eða skulda-
skilaútgerð Finns Jónssonar á Isa-
firði, þar sem allir fóm með skarð-
an hlut frá borði, nema sjálfur
höfuðpaurinn, sjómenn urðu að
gefa áf kaupi sínu, en mest tapið
lenti á bæjarsjóðnum.
Sveitirnar.
n svo vikið sje aftur að sveit-
unum. Það leikur ekki á
tveim tungum, að framfarir þær
sem orðið hafa í íslenskum sveitum
undanfarin 12 ár byggjast fyrst
og fremst á Jarðræktarlögunum.
Með Jarðræktarlögunum fyrstu var
stefnan ákveðin í framfaramálum
sveitanna. Leggja skyldi megin-
áherslu á túnræktina. Á henni
skyldi byggja í framtíðinni. Og
þar sem varanleg ræktun jarðar er
undirstaða þjóðar-velmegunar, var
ákveðið að ríkissjóður legðið fram
lítinn hluta af,ræktunarkostnaði t.
d. sem svaraði einni krónu fyrir
dagsverk sem unnið væri að þess-
ari undirstöðu.
Af þessu hafa framfarir sveit-
anna sprottið. Þetta sjá allir og
viðurkenna.
Og að þessari undirstöðu fram-
faranna unnu hvorki sósíalistar nje
Framsóknarmenn.
En aftur á móti hafa þessir
tveir flokkar Alþýðu- og Fram-
eóknarflokkurinn sameinast prýði-
lega um það, að ráðast á þessa
undirstöðu framfaranna í sveitun-
um, Jarðræktarlögin, með því að
gera á þeim hinar ósvífnu breyt-
ingar, er síðasta þing gerði.
Nú má ríkissjóður ekki lengur
veita styrk til jarðræktarinnar
nema að bændur láti af hendi jarð-
eign sína uppí styrkinn.
Þannig hafá þessir flokkar, sem
þykjast unna framförum sveit-
anna sameinað krafta sína til þess
að stöðva eðlilegar jarðræktar-
framfarir í sveitum landsins.
Lýðræðisflokkarnir.
essir tveir flokkar kalla sig
stundum lýðræðisflokka. Nafn
þetta á að vera einskonar skraut-
fjöður í hatti þeirra.
En hvernig er framkvæmdin.
Síðasta dæmið er bráðabirgða-
lögin um leigunám mjólkurstöðv-
arinnar, sem samvinnubændur í
nágrenni Reykjavíkur eiga.
Fáeinir menn sem hafa haft not
af mjólkurstöð þessari, vilja fá af-
not þessi án þess að greiða sann-
virði fyrir. Eigendur stöðvar-
innar vilja ekki sætta sig við, að
utanfjelagsmenn skuli vera rjett-
hærri um afnot stöðvarinnar.
Um alt land eru starfrækt sam-
vinnufyrirtæki, þar sem fjelags-
menn einir hafa aðgang að afnot-
um.
Tökum t. d. sláturhúsin. Hugs-
um okkur sláturhús, sem 200 sam-
vinnbændur eiga. 10 utanfjelags-
menn fá að nota húsið. Þeir taka
sig síðan saman um að vilja ekki
greiða sannvirði fyrir afnot húsa:
og áhalda.
Hvað gera „lýðræðisflokkarnir“
í slíku tilfelli, ef þeir fara eins að
ráði sínu, eins og með mjólkurstöð
Mjólkursambands Kjalarnessþings.
Þeir gefa út bráðabirgðalög og
taka húsið af þessum 200 eigend-
um, svo þeir 10 fái afnot af því
eins og þeim sýnist.
Það eru lýðræðissinnaðir menn,
eða hitt þó heldur, sem þannig
| haga sjer!
Áskorun.
Hjer með er skorað á alla þá, sem ekki hafa enn greitt
Sjúkrasamlagi Reykjavíkur iðgjöld sín fyrir júlímánuð,
svo og þá, sem skyldir eru að leggja fram iðgjöld fyrir
aðra samkvæmt tryggingalögunum, að greiða þessi iðgjöld
nú þegar á skrifstofu Sjúkrasamlagsins, Austurstræti 10.
Reykjavík, 25. júlí 1936.
Stjórn Sjúkrasamlags Reykjavíkur.
að vita, að flokkarnir sem nú ber- ! hreiður sín'