Morgunblaðið - 26.07.1936, Síða 7

Morgunblaðið - 26.07.1936, Síða 7
 Sunnudaginn 26. júlí 1936. MORGUNBLAÐIÐ E'fmtugur: Þórarinn Kristjánsson. Þórarinn Kristjánsson hafnar- stjóri á fimtugsafmæli á morgun. Hann er, sem kunnugt er borinn og barnfæddur Reykvíkingur, og hefir verið hjer allan «inn aldur að frádregnum námsárum í Höfn. Um sama leyti og hann lauk verkfræðinámi var byrjað á hafn- argerðinni hjer, þessu stórfeld- usta framfanafyyírtæki bæjarins. Ekkert stórvirki hefir breytt svip og aðstöðu Reykjavíkur eins mik- ið ein« og höfnin. XJndir stjórn Þórarins hefir fyr- írtæki þetta blómgvast hraðar en menn gátu ímyndað sjer að ó- reyndu. Enda hefir hafnarstjórinn frá öndverðu lagt hið mesta kapp á, að höfnin væri rekin þannig, að hún gæti að mestu leyti sjálf staðið straum af sífeldum umbót- um og stækkun liafnarvirkja. Þórarinn er maður hagsýnn og fylginn sjer. He&r það komið Reykjavikurhöfn að miklu og varanlegu gagni. Hann hefir ekki einasta manna mest haft hug á, að tryggja fjárhag og þá um leið framfarir fyrirtækisins, heldur haft jafnframt fyrir augum, að við höfnina mynduðust -sem fjöl- breyttust og best skilyrði fyrir at- vinnu bæjarbiia. Yms önnur framfaramál hefir hann haft með höndum, er eigi skai orðlengt um, enda er maður- inn á því skeiði að hann á vænt- anlega margt gott óunnið. Þórarinn er maSur fremur hlje- drægur að eðlisfari, en vinnur mjög við viðkynningu, vinfastur og drengur góður. Hann er einn af þeim mönnum, sem helgar krafta sína óskifta þeim við- fangsefnum, er hann velur sjer. En með því er mönnunum sjálfum og málefnum þeirra best borgið. Islensk niðursuða: RÆKJUR, SARDÍNUR, KJÖTMETI. Versl. Vfsir. Reynið pakka af Araba fjallagrasa-kaffibæti fatst aístaðar. Qagbófc. I.O.O.F. 3 = 1187278 = Veðrið (í gær kl. 5) : Milli Færeyja og Skotlands er all- djúp lægð, en nærri kyrstæð og fer minkandi. N- og NA-átt er um alt land, lítilsháttar rigning austanlands en bjartviðri um SV-hluta landsins og sumsstað- ar á N-landi. Hiti er 7—11 stig á N- og A-landi, en 12—15 st. á S- og V-landi. Veðurútlit í Reykjavík í dag‘ N-kaldi. Bjartviðri. Háflóð er í dag kl. 10 f. h. og kl. 10,30 e. h. Notið sjóinn og sólskinið! Messað verður í Þingvallakirkju kl. 1 í dag. Betanía. Almenn samkoma í kvöld kl. 8%. Allir velkomnir. Samþykt var á bæjarráðsfundi í fyrradag að taka tilboði frá Júl- íusi Björnssyni um raflögn í afl- stöðina við Ljósafoss, ásamt lögn í verkamannaskála. Bæjarverkfræðingi befir verið falið að gera ráðstafanir til að rífa bús Lárusar Hanssonar við Ás- vallagötu þegar í næstu viku, þar sem það stendur í fullu óleyfi á lóð bæjarins. Fagranes fer til Akraness á morgun kl. 4 Dáiuaxfregn. Frú Guðrún Söe- bech, stöðvarstjóri á Bíldudal, andaðist að heimili sínu, 17. júlí síðastl. Eimskip. Gullfoss kom til Leith í gær. Goðafoss er á Akureyri. Brúarfoss er í Reykjavík. Detti- foss fór frá Hamborg í gær. Lag- arfoss er á Akureyri. Selfoss er á leið til landsins frá Bremen. K. F. U. M. og K., Hafnarfirði. Fundur í kvöld kl. 8,30. Markús Einar Runólfsson stöðvarstjóri láfinn. Einar Runólfsson, stöðvarstjóri og póstafgreiðslumaður í Vopna- firði varð bráðkvaddur í fyrrinótt. Einars verður nánar getið síðar hjer í blaðinu. Veitingar allskonar fást eins og áður í stóru og rúmgóðu tjaldi að Eiði við Gufunes. Mun nú verða sjeð um að fólk þurfi ekki að bíða eftir afgreiðslu á því, sem það biður um. Kvenfjelag Fríkirkjnsafnaðax- ins efnir til skemtiferðar að Múla- koti í Fljótshlíð og að Seljalands- fossi undir Eyjafjöllum á mið- vikudaginn kemur. Farið verður klukkan 8 árd. frá bifreiðastöð Steindórs. Upplýsingar um för þessa verða gefnax til þriðjudags- kvölds í síma 3104, 2274 og 4125. Sorgarathöfn. í gærmorgun sást það að þýska skemtiskipið „Gener- al von Steuben“ hafði dregið fána í hálfa stöng. Heldu menn að ein- hver af foringjum Nazista væri látinn. En svo var ekki. Frjett hafði komið um það, að þýskt skip hefði farist í ofsaveðri í Ermar- sundi og öll skipshöfnin, 14 manns dmknað. Er það nýleg fyr- irskipan frá þýsku stjórninni, að þá er slík slys ber að, skuli öll þýsk skip, hv-ar sem þan eru stödd, minnast þess með sorgarathöfn. Á „General von Stenben“ vom allir skipverjar kallaðir á þiljur til „Parade“. Hljómsveitin Ijek fyrst sorgarmars og síðan „Alte Kameraden“. 70 ára verður á morgun (mánu- dag 27. júlí) Jónína Diðriksdóttir, ,hún er búin að vera sjúklingur á Sigurðsson talar. Allir velkomnir. Landakotsspítala í 10 ár. Flugna- veiðarar Til BorgarfjarOar, alla mánudaga og laugardaga, til baka alla þriðjudaga og föstudaga. Nýjar þægilegar drossíur. Nýfa bílstöðin. Sími 1216. Ný bék. Sálmasönjjsbók til kirkju- og heimasöngs. — Búið bafa til prentunar: Sigfús Einarsson og Páll ísólfsson. Verð ib. kr. 20.00. — Fæst hjá bóksölum. Bókaverslun Sigfásar Eymundssonar og Bókabúð Austurbæjar, B. S. E., Laugaveg 34. Jón Benediktsson læknir, láHnilV8' J ón Benediktsson, tannlæknir, andaðist í fyrrinótt vestur í Ögri við ísafjarðardjúp. Jón heit. hafði dvalið um hríð með fjölskyldu sinni þar vestra. Hann hafði verið heilsuveill um alHangan tíma. Minningarorð um ,Ión heitinn munu birtast hjer í bl^ipu. Faatar ferðir verða í dag, bæði á sjó og landi að sumarskemtistað Sjálfstæðismanna við Guíunes. Bílferðir verða eftir kb 1% e. h. frá B. S. R. og allan daginn eftir því, sem fólk gefur sig fram. Frá Steinbryggjunni verða ..farðir frá kl. 10 f. h. og síðan á tveggja tíma fresti. Einnig munu bátar ganga frá Vatnagörðum öðru "hvoru. Ólafur Þorsteinsson læknir og frú hans fara ntan með Dronn- ing AJexandrine í dag. Ætlar læknirinn að sitja alheims-þing háls- nef- og eyrnalækna, sem á að halda í Berlín í ágúst. Læknarnir Friðrik Bjömsson og Ólafur Helga- son gegna læknisstörfum hans með- an hann er fjarverandi. í miimingargrein um Jón Sig- urðsson, hreppstj. frá Kalastaða- koti í gær, hefir í ógáti orðið nafnaskifti. Sonur Jóns heitins er Halldór Jónsson fyrv. kaupm., Leifsgötu 20, en ekki nafni hans á Hverfisgötu 90. Skilað þágufalli. Alþýðublaðið segir í fyrradag: „Einn jáfnaðar- manna, Hardý að nafni fór að bera í bætifláka fyrir samherjum sín- um“. Það var þetta sama þágu- fall, sem hneykslaði Alþýðublaðið svo mjög í gær. Glerhúsið — pilt- ar góðir! Sjálfstæðismenn, ungir og gami- ir munu fjölmenna að skemtistað sínum í dag. Sjórinn og sólskinið er hvergi betra og útsýnið er dá- samlega. fagurt. í iðagrænu og ilmandi grasinu á hinu ræktaða túni að Eiði er gott að hvíla sig eftir erfði vikunnar. Heimatrúboð leikmanna, Hverf- isgötu 50. Samkomur í dag: Bæna- samkoma kl. 10 f. h. Almenn sam- koma kl. 8 e. h. — í Hafnarfirði, Linnetsstíg 2: Samkoma kl. 4 e. b. AHir velkomnir. inS' tto Nýr lax Nýtt bögglasmjör. Kjðtbúðin Herðubreið, KÍLÁRDTWNGSSKIUFSTOFi Pjetur Magrtússon Ernax B. Gnðmundaeon Gxtðlangnr Þerláksson Símar 3602, 320C, 2002 Aukturstræti 7. Skrifstofutími kl. 10—12 og Hjálpræðisherinn. Samkomur í dag: kl. 11 f. h. helgunarsamkoma, kl. 4 útisamkoma á Lækjartorgi, kl. 8y2 hjálpræðissamkoma. Allir velkomnir. Tandurhreinn og volgur sýér fyllir vogana kringum sumar- skemtistað Sjálfstæðismanna. Sól- böð í sandi eða grænu grási, eftir því sem hver óskar. Þangað fara þeir Sjálfstæðísmenn, sem njóta útiloftsins, bæði frá sjó og sveit. Til Strandarkirkju frá S. F. 12 kr. Gestum á Hreðavatni 2.25. S. M. 6 kr. Th. Th. H. 2 kr. N. J., Isafirði 5 kr. Til Hallgrímskirkju í Saur- bæ: frá Ó. Á. 8 kr. Konu 2 kr. Th. Th. H. 2 kr. N. J. Isafirði 5 kr. Útvarpið: Sunnudagur 26. júlí. 10.40 Veðutfregnir. 11,00 Messa í Dómkirkjunni (síra Bjarni Jónsson). 12,00 Hádegisútvarp. 15,00 Miðdegistónleikar: Ljett lög (af plötum). 17.40 Útvarp til útlanda (öldu- lengd 24,52). 19,10 Veðurfregnir. 19.20 Hljómplötur; Ljett, klass- ísk lög. 19.45 Frjettir. 20,15 Upplestur: Úr endurminn- ingum Indriða Einarssenar, H (Guðni Jónsson magister). 20.40 Hljómplötur: Sönglög eftir Hugo Wolf. 21,00 Hljómplötur; Svíta, eftir Dohnanyi. 21,05 Erindi: Maðurinn, sem er kaUaður „rödd reynslunnar“ (Ólafur Friðriksson f. ritstj.). 21.20 Hljómplötur: Hnotubrjótur, eftir Tschaikowsky. 21.45 Danslög (til kl. 24). Mánudagur 27. júlí. 10,00 Veðurfregnir. 12,00 Hádegisútv.arp. 15,00 Veðurfregnir. 19,10 Veðurfregnir. 19.20 Hljómplötur; Ljett lög. 19.30 Einsöngur (ungfrú Elsa Sig- fúss). 20,00 Erindi: Leiðangur Frakka til Islands fyrir 100 árnm (Vilhj. Þ. Gíslason). 20.30 Frjettir. 21,00 Útvarpshljómsveitin leikur alþýðulög. 21.30 Hljómplötur: Kveldlög (til kl. 22). Fimm manna bill til sölu með tækifærisverði. Uppl. á bflaverkstæði ÞORKELLS og TRYGGVA, Hverfisg. 6. — Sími 4707. Hár. ,w|' Hefi altaf fyrirliggjandi hár við íslenskan búning. Verð við allra hæfi. I Versl. Goðafoss. Laugaveg' 5. Sími 3436 Jafnfrarat því að Skantfia- raótorar hafa fengið mikiar endurbætur, eru þeir nú laikkaðir í verði. Aðalumboðsmaður Oarl Proppé

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.