Morgunblaðið - 29.07.1936, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.07.1936, Blaðsíða 7
Qagbófc. Miðvikndaginn 28. júlí 1938. 5500 krónum úttilutað úr ,Snorrasjóði 1930‘ 8 stúdentar styrktir til náms í Noregi. UTHLUTUN námastyrkja úr „Snorrasjóði 1930“ hefir nú farið fram í sjötta sinn, að því er hermt er í tilkynningu forsætisráðherra. Styrkhafar feru þessir: Hólmfríður Jónsdóttir stúd- ent frá Hofteigi í Hörgárdal, til tunguinála- og sögunáms við liáskólann í Oslo, — framhalds- styrkur kr. 900.00. Sigurður Egill Ingimundarson stúdent, Reykjavík, til náms í efnafræði við háskólann í Þrándheimi, — framhladsstyrk- ur kr. 900.00. Gunnar H. Ólafsson stúdent, Isafirði, til náms í húsgerðar- Ust í Þrándheimi, — kr. 800.00. Jóhann Jónasson student frá öxney, Breiðafirði, til þess að stunda komyrkjunám og kynn- ast nýtískubúskap í Noregi, — kr. 600.00. Stefán Þorsteinsson, Reykja- vík, til búnaðarnáms við Stat- ens Smaabrukslærerskole, Hval- stad, — framhaldsstyrkur kr. 600.00. Sveinn Tryggvason, Reykja- vík, til náms við Statens Meieri- skole, Þrándheimi, kr. 700.00. Hannes Jónsson frá Deildar- tungu, til náms við Skiens me- kaniske fagskole, kr. 700.00. Loks Haukur Jörundsson frá Skálholti, lokastyrkur til bún- aðarnáms í Noregi, — kr. 300.- «0. (FB.). Nýja Bíó tók upp þá nýbreytni í vor að sýna margar smámyndir í einn sýningartíma. Kvikmynda- húsið kaHar þetta „Eitthvað fyr- ir alla“. Er það vel til fundið því í teiknimyndum Walt Distney er ávalt eitthvað fyrir alla. Distney á að því leyti sammerkt með æf- intýraskáldinu H. C. Andersen að maður veit ekki hvort það eru börnin eða þeir fullorðnu sem hafa mest gaman af verkum þeirra. Mickey Mouse hefir farið sigur- för um allan heim. Andrjes önd, grísirnar, ketlingarnir og gamla hænan feta í fótspor hans. í kvöld sýnir Nýja Bíó „Eitthvað fyrir alla III“, þar í eru margar nf nýjustu og bestu teiknimynd- um Walt Distney. Parþegar með Brúarfossi til Ve,stur- og Norðurlandsins: Jó- hann Kristjánsson og frú með * dreng, Þorbjörn Þórðarson læknir og frú, Miss Stephen, Miss A. Middlemiss, Arndís Einarsdóttir, Unnur Magnúsdóttir, Guðrún Ein- arsdóttir, Magnea Kristjánsdóttir, Halldór Steinsson læknir og frú, Elísa Ragúelsdóttir, Lovísa Ed- varðsdóttir, Ca.rl Proppé, Gunnar ó. Jóhannesson, Gunnar Proppé, Sigurleifur Vagnsson, Þorleifur Gunnarsson, Oscar Totland, Georg Ámundason, Gunnl. Kristmunds- son, Magnús Matthíasson o. fl. Til þríburanna frá Fríðu 2 kr„ S. V, 10 kr„ Maju 5 kr. Til fötluðu konunnar frá J. M. M. 10 kr„ ónefndri konu 7 kr. Skemtiferðaslripið Atlantis er væntanlegt hingað snemm'a í diag. Það 6r breskt. Veðrig (þriðjud. kl. 17): NV- átt og bjartviðri er nú um alt land. Allhvasst við NA-ströndina vegna lægðar, sem er austan við Jan Mayen og veldur þar N-fárviðri —- veðurhæð 12 vindstig. — Hæð er fyrir sunnan land, en lægð yf- ir vestanverðu Atlantshafi á hreyfingu N eða NA og veldur tralsverðri rigningu á S-Grænlandi. Má vænta þess, að innan skamms dragi til S-áttar hjer á landi, lík- lega á morgun eða iannað kvöld hjer vestan lands. Veðurútlit í Rvík í dag: Bjart- viðri fyrst en þykknar síðan upp með S-átt. Notið sjóinn og sólskinið! Háflóð er í dag kl. 1,05 e. h. Eimskip. Gullfoss kom til Kaup- mannahafnar í gærmorgun. Goða- foss var á Siglufirði í gær. Brúar- foss fór vestur og norður í gær- kvöldi. Dettifoss fór frá Hull í gær á leið til Vestmannaeyja. Lag- arfoss fór frá Húsavík í gær- morgun. Selfoss Var í Vestmanna- eyjum í gær. Mr. Axneson, sem hefir verið golfkennari hjer í Reykjavík og á Akureyri, fer hjeðan alfarinn á morgun, og er ferðinni fyrst heit- ið til Noregs. Mr. Arneson hefir kynt sig sem góðan dreng og hefir eignast hjer marga vini. Fjórir vjelbátar stunda nú drag- nótaveiðar frá Reykjavík og leggja afl>a sinn upp í Sænsk-ís- lenska frystihúsinu. Afli hefir ver- ið heldur tregur undanfarið. G.s. Primula var væntanleg frá Leith kl. 7 í morgun. Max Pemberton og Bialdur eru að búa sig út á ísfiskveiðar. Þýskur togari kom í gær með veikan mann. Knattspyrnukappleiknr verður háður í kvöld kl. 9 á íþróttavell- inum milli knattspyroumanna af skemtiferðaskipinu „Atlantis“ og K. R. Undanfarin ár hefir K. R. kept við þennan flokk og hefir bæjarbúum þótt það ágæt skemt- un og svo mun einnig verða í kvöld. Fjórir skátar, Björn Jónsson, sem vár foringi, Hákon Sumar- liðason, Pjetur Sigurðsson og Ell- ert Theodórsson, eru nýkomnir úr ferð til Langjökuls. Voru þeir einn dag á Þórisjökli og þrjá daga á Langjökli. Gengu þaðan í Þjófa- dali, á Hveravelli, Kerlingarfjöll, í Hvítárnes og að Gullfossi. Það- an með bíl til Reykjavíkur. Kaptein R. Nærvik, flokksstjóri Hjálpræðishersins í Reykjavík, er nýlega kominn til baka úr sigl- ingu. í Noregi tók hann þátt í árs- þingi Hjálpræðishersins, og enn- fremur einu stærsta þingi, sem háð hefir verið í heiminum, hinu alþjóðlega sunnudagaskólaþingi í Osló. Fulltrúar frá 54 mismun- andi löndum mættu á þessu þingi. Kapteinninn heldur fyrstu samkomu sína annað kvöld kl. Mim hann þar gefa stutt yfirlit yf- ir ferð sína. Foringjar af þremur þjóðum taka þátt í samkomunni með söng, ræðum og hljómleikum. Allir velkomnir. 120.000 laxaseiði voru nýlega flutt frá Iriakstöðinni, við Elliða- árnar til Austurlands. Var sumt af þeim sett í Laxá í Hornafirði og hitt í ár á Hjeraði. Flutningur- inn tókst svo vel, að ekki drápilst nema örfá seiði. Flaggkepni (Handicap) fer fram á golfyellinum í kvöld og hefst kþ 6 eftir hádegi. Að lokinni kepni vérður golfkennaranum, Mr. Arne- son haldið kveðjusamsæti. Skorað á alla. golffjelaga að mæta. . v 1 Cí; !k . !' '!(f Tí";] 'vkC'i 'ý MORÖUH^LáBIÖ z o V ?;% FYRST hinn lokkandi ilmur — dá- samlegur, hressandi. SÍÐAN, bragðið óviðjafnanlega — ljúffengt, fullkomið. OG LOKS, hin hressandi áhrif — þreytan er horfin, gleðin endurvak- in. Starfsþrá yðar hefir aftur náð hámarki sínu. EKKERT ER EINS HRESSANDI ÁRLA MORGUNS SEM GÓÐ- UR KAFFISOPI. — SANNARLEGA er ekki völ á öðrum drykk, sem veitir yður meiri gleði og unað. ó. J. & K.-kaffi er framleitt úr dýr- ustú og bestu kaffibaunum og sent í verslanir bæjarins beint úr brenslu- ofnunum. Það kemur því ávalt til yðaío NÝTT, ILMANDI, UÚF- FENGT OG HRESSANDI. •Y 'íB-guil: ■. , LÁTIÐ Ó. J. & K.-KAFFI VEKJA YÐUR Á MORGN- ANA. Rauðavatn. Fyrir eitthvað 30 árum ljet Guðmunclur Magnússon prófessor flytja bleikjuseiði í Rauðavatn í Mosfellssveit. Lifðu þau þar og döfnuðu og var um tíma talsvert af smásilungi í vatn- inu. En frostaveturinn rnikla, 1918, heldu menn að vatnið hefði botn- frosið og iallur silungur í því drepist. Svo hefir þó ekki verið, því að nú er talsv.ert um silung í vatninu, og einhverjir veiddu þar tvær smábleikjur á stöng á sunnu- daginn Útvarpið: • Miðvfkudagur 29. júlí. 10,00 Veðurfregnir. 12,00 Hádegisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Hljómplötur: a) Ljett lög; b) Sönglög eftir Brahms. 20,00 Erindi: Iðnaðarþyltingin enska á 18. og 19. öld, II (Geir Jónasson magister). 20.30 Frjettir. 21,00 Einíeikur á celló (Þórh. Arnason). 21.30 HljómþÍÖtút: Nútímátóúlist (til kl. 22.00). Corn Flakes Og All Bran er komið aftur u/u Sími 1228. §••••#••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• •••••••••••••••••#••••••••••••••••••••«*«**•••••• Tðmbnrverslan P. W. Jacobsen & S8n. Stofnuð 1824. Símnefni: Granfuni — Carl-Lund«gMÍe, H&bcnk«7n C- Selur timbur > stærri og imcrri Kwdingum frú Kaup- oaannahöfn. — íiík til akip&imföa. — Emnig heila íikip&fBrma frá Svíþjóð. Hefi verslað við fshtnd í meir en 30 ár. • t« > • • • • • • v • • • • • • • • • • * • a • • » -t*i • • • • 2 • •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.