Morgunblaðið - 29.07.1936, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.07.1936, Blaðsíða 4
4 Miðvikudaghm ?8: #1| Framhald a( 3. sfiðti. „ Eru Islendingar orðnir þess sinnis að þeir láti hýða sig á almanna færi — fyrir borgun?“. áhyggjum s'num á utanr'kis- málaráðuneyti Dana til þess að fyrirbyggja að „fjsuidsam- leg skrif“ birtist um land vort. Eftir heimkomu Staunings flytja dönsku blöðin ummæli um ísland, sem mótmælt væri jafnharðan, ef íslenska stjórn- in væri á verði. Stjórnarblöðin lögðu áherslu á það á dögunum, að Extra- blaðið væri saurblað ,,mesta sorpblað Kaupmannahafnar" o. s. frv. En úr því að ástæða var til að mótmæla „fjandsam- legu skrifi“ í slíku blaði, hversu miklrt meiri ástæða er þá ekkí til að mótm.æla sams- konar skrifum, og jafnvel ennþá illkynjaðri, þegar þau birtast í blöðum, sem njóta fylsta trausts, ekki síst þegar ummælin eru höfð eftir mönnum á hæstu stöðum eða verða með miklum rjetti rak- ! in beint til þeirra. Stauning sjálfur hefir ekki farið dult með það í blaðavið- tölum, að fjárhagur Islands væri mjög bágborinn. Orðum slíks manns er ekki einungis veitt athygli í Danmörku, held- , ur og í þeim löndum, sem við íslendingar eigum mikið undir, að lánstraust okkar fari ekki alveg forgörðum. Slík ummæli geta því ekki verið til bóta íslenskum mál- stað. Eða hvað segja menn um það, þegar „Politiken" birtir viðtal við Stauning undir feitri fyrirsögn: SAMNINGAR VIÐ ÍS- LENDINGA OG FÆREY- INGA UM RÍKISSTYRK TIL EFLINGAR ATVINNU- LÍFINU. Enginn íslendingur trúir því, þótt djúpt sje sokkið, að ís- lenska ríkisstjórnin hafi sótt um danskan ríkisstyrk til eflingar atvinnulífinu hjer á landi. En hvers vegna mótmælir stjórnin þessu ekki. Það er sýnilegt að „ritskoðun" sú, sem danska utanríkismála- ráðuneytinu var hjer ætlað að framkvæma, kemur að engu haldi. Og þó 'verður að segja það, að „fjandsamlegustu ummæl- in“, sem ennþá hafa birst um Island, eftir að við fengum full- vreldisviðurkenninguna, er grein in í Socialdemokraten, þar sem íslendingar eru notaðir sem grýla á Færeyinga. Hafi nokkurn tíma verið ásiæða til mótmæla, þá var það, er' slík ummæli birtust. En hjer var ekki hægt um vik. Socialdemokraten er blað Staunings. Stauning er nýkom- inn frá Islandi, og það er óhugs- andi að blaðið hefði alt í einu farið að draga ísland fram, sem víti til varnaðar, ef Stauning hefði ekki fyrir sitt leyti álitið eftir viðtal við stjórnina „sína“ hjer, að óhætt væri að leysa frá skjóðunni. Stjórnin okkar er eins og mús undir fjalaketti. Fyrir heim- sókn Staunings gerði hún sig , afar breiða er illa var látið af I * fjárhag landsins í „ómerkileg- asta sorpblaði Kaupmannahafn- ar“. Þegar Stauning lýsir fjár- hagnum mjög á sömu lund, lygnir hún augunum og hefst ekki að. Þegar Socialdemokrat- en — blað Staunings — gerir okkur að grýlu á „minstu syst- ur“ í Færeyjum er þetta látið gott heita. Og þegar Folitiken talar um danskan „ríkisstyrk“ til íslands í fyrirsögn að við- tali við Stauning, þá er þetta talið gott og blessað. Fyrir fám vikum hafði stjórn- in þann skilning á hlutverki sínu að henni bæri að mótmæla, „fjandsamlegum skrifum“ um ísland. Nú er eins og íslend- ingum komi þetta ekkert við framar. Það er danska utanrík- ismálaráðuneytið sem á að sjá um „ritskoðunina“. Hvað boðar' þetta dauðamók? Ber að skilja það sem tákn þess að „sigraðir menn verði að sætta sig við alt“? Hafa Danir fyrir „hjálpina“ í landhelgismálunum og utan- ríkismálunum -— að ógleymd- um „ríkisstyrknum“ — áskilið sjer að mega niðra íslending- um eftir vild og nota þá jafnvel sem grýlu, ef því væri að skifta? Eru íslendingar orðnir þess sinnis að þeir láti hýða sig á almannafæri un? fyrir borg- Þangað fara Reykvfkingar um næstu helgi! Þriggja daga háttða- liöld á Þingvðllnm. Nýjar kartðflur Grettisgötu 46. Sími 4671. Verslunarmenn halda sína árlegu hátíð að Þing- völlum um næstu helgi. Verður þar fjör og gleði í þrjá daga samfleytt. Undirbúningsnefnd verslunar- manna hefir gert márgskonar ráð- stafanir til þess að fólki geti liðið sem best þessa þrjá daga á Þing- völlum. Tjaldbúðir hafa verið reistar; hestar með öllum reið- týgjum verða til leigu, bátar a Þingvaltavatni og hátíðargestir fá ókeypis veiðirjettindi i Þing- vallavatni og auk þess verða bíl- ar til taks til skemtiferða um ná- grennið. Þá geta gestir fengið að tjalda í ÞingvaHa, og Brúsastaðalandi án endurgjalds. Á laugardags og sunnudagskvöld verður símstöðin á Þingvöllum opin til miðnættis 'Gistingu og mat í Yalhöll verða menn að panta fyrir fimtudags- kvöld. Hátjðin hefst á laugardags- kvöld með dansleik í Valhöll. Sunnudagínn 2. ágúst heldur hátíðardagskráin áfram með því að Lúðrasveit Reykjavíkur leikur nokkur lög í Almannagjá. Því næst flytur Stefán Stefánsson er- indi á Lögbergi um hinn forna þingstað. Kappleikur um knatt- spyrnubikar O. John- son & Kaaber. Eftir matarhlje, sem verður milli 12 og 2 leikur Lúðrasveitin við knattspyrnusvæðið. Kl. 2y2 hefst spennandi knattspyrnukapp- leikur milli starfsmanna heild- sala og smásala um hinn fagra bikar sem 0. J. & Kaaber gáfu í fyrra. Smásalarnir unnu kappleikinn í fyrra, Munu heildsalarnir hafa fullan hug á að vinna að þessu sinni. Yerður því ekki gott að segja um úrslitin. Eftir að khattspyrnunni er lok- ið, verða frjálsar skemtanir.' ■ Um kvöldið leikur Lúðrfasveitin og dansleikur verður í Valhöll. Að dansleiknum loknum verður flug- eldum skotið. Á mánudagsmorgun verður far- ið í skemtiferð um Þingvallavatn og nágrenní Þingvalla. Eftir há- degi verða frjálsar skemtanir. Frá 8—11 um kvöldið verður dans- leikur í Yalhöll og að honum loknum verður skemtuninni slitið með flugeldasýningu. DráKarvexílr falla á 1. fimtaRluta útsvara þessa árs um mánaðamótin. Jafnframt fellur í gjalddaga 3. fimtihluti útsvara. Gjald- dagi 1. fimta hlutar var 1. júní og og 2. fimta hlutar 1. júlí. Bæjargjaldkeri Reykjavíkur. Veðdeildarbrjef 10. fiokkur. Hef verið beðinn að kaupa nokkur þúsund. Lárns Jóhannesson, Iiæstarjettarmálaflutningsmaður. Suðurgötu 14. Sími 4314. Sími 2039. Seljum nú flestar tegundir af grænmeti. Mikið úrval af lifandi blómum. Flóra Fyrlrligglandl. Rúgmjöl, Haframjöl fínf og gróft, Hrísgrjón, hellensk og pplsk, Hrísmjöl, Hveiti og Sykur. . . I 5ig. Jp. Skjalöberg. Riiðugler. Útvegum allar tegundir af rúðugleri frá Þýskalandi og Belgíu. Eggert KristjánssDn S, Ca. Ný bék. Sálmasöngsbók til kirkju- og heimasöngs. — Búið hafa til prentunar: Sigfús Einarsson og Páll ísélfsson. Verð ib. kr. 20.00. — Fæst hjá bóksölum. Bókaverslun ttigfúsar Eymundssonar og Bókabúð Ansturbæjar, B. S. E„ Laugaveg 34. Glænýr smálax óg reyktur rauðmagi Verslunln KfSt & Fiwkur Sfimar 3828 og 4764 Lax, uýr og reyktur. Hólsfjalla hangikjöt, Tómatar, Blómkál, I Rófur. Rabarbari. Jóhannes Jóhannsson, Gnmdarstíg 2. — Sími 4131.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.