Morgunblaðið - 12.08.1936, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 12. ág. 1936»
Grænmetiseinkasalan fær 800-1000
kartöflusekki frá útlöndum.
Framhald af 4. sfitlu.
Grein Jóhanns t>. Jósefssonar.
Um sama leyti og fsl. kartöflur
streyma á markaðinn.
Ríkisverslunin var tóm
þegar engar íslenskan
kartöflur voru fáanlegar.
Skipulagsleysi
„ski pulagsins".
RAUÐU blöðin hafa stundum verið að guma
af því undanfarið, hve mikið ríkisstjórn-
in hafi gert til þess að auka kartöfluframleiðsl-
una í landinu. . . .
Sjálfsagt er að fagjia því, sem vel er gert
á þessu sviði, því að það er blátt áfram þjóðinni
til skammar, að hún skuli ekki rækta nægar kart-
öflur til eigin neyslu.
En hvað hefir ríkisstjómin af
að státa í þessu efni?
Jú, hún beitti sjer fyrir því,
að sett voru lög, sem einokuðu
innflutning erlendra kartaflna.
Með þessu hefir vafalaust átt
að koma „skipulagi" á verslun-
ina og sjá um, að „bölvaðir
kaupmennirair“ yfirfyltu ekki
markaðinn til stórtjóns fyfir inn
lenda framleiðendur.
Undanfarin ár hefir það ver-
ið þannig, að erlendar kartöfl-
ur hefir þurft að flytja inn frá
áramótum og fram yfir mitt
sumar, eða4>ar til innlendu kar-
töflurnar komu á markaðinn.
Venjulega koipu innlendu kar-
töflurnar ekki neitt að ráði á
markaðinn fyr en í ágústlok.
En breyting varð á þessu í
fyrrasumar. Þá komu innlendu
kartöflurnar á markaðinn 14
rpánuði til 3 vikum fyr en vant
Vár að vera.
Þetta stafaði aðallega af
tvehnú:
í íyrsta lagi því, að innlend-
ir ffarnleiðendur sáu fram á, að
þeir féngju hest verð fyrir vör-
una, ef hún kæmisjt snemma á
markaðinn.
I öSru lagi því, að framleið-
endur voru hvattir til þess, þar
sem uppskeruskilyrði voru góð,
að fá fljótþroska afbrigði. Með
því værí þeirra hagur vissari.
Þessi breyting var mjög til
bóta, og það er áreiðanlegt, að
ekkert verður meiri hvatning
fyrir menn hjer, til þess að
auka kartöfluframleiðsluna en
það, ef hægt er að fá þroskaðar
kartöflur á miðju sumri. Þá
fæst hæst verð fyrir vöruna, og
salan er jafnan viss.
*
Nýjar, ágætar íslenskar kar-
töflur fóru nú í sumar að koma
á markaðinn fyrstu dagana í
ágúst. Og nú streyma kartöfl-
urnar að úr öllum áttum.
En hvernig hefir hinu marg-
lofaða „skipulagi“ tekist að
vernda þessa innlendu kartöflu-
framleiðslu?
í júnímánuði var hjer almenn
vöntun á kartöflum, en þá var
skortur á kartöflum hjá ríkis-
versluninni. Þetta ,,skipulag“
kom innlendum framleiðendum
að engu gagni, því ísl. kartöfl-
ur voru þá ekki fáanlegar.
En nú með síðustu skipum
fær hin ,,skipulagða“ ríkisversl
un 800—ÍOOO sekki af kartöfl-
um, samtímis því, sem innlend-
ar kartöflur streyma á markað-
inn!
Hvaða vit er í svona „gkipu-
lagi“?
Nú er kartöflutunnan seld á
38 krónur og er það sennilega
helmingi hærra verð en verður
á komandi hausti. be-t
Myndi ekki rjettara, að láta
innlenda framleiðendur sitja að
þessu verði, í stað þess að hrúga
inn erlendum kartöflum? Það
hefði áreiðanlega heyrst hljóð
úr horni, ef kaupmenn hefðu
þessu ráðið. En nú er alt goítt
og blessað, vegna þess, að það
er „skipulagið“ og ríkiseinok-
unin, sem þessu ræður.
*
Framleiðsla innlendra kart-
aflna verður vafalaust meiri nú
en nokkru sinni áður.
Stafar það af því, að menn
hafa verið mjög hvattir til þess
að auka framleiðsluna, og heit-
ið verðlaunum fyrir. Er ekki
nema gott um þetta að segja.
En hvernig er búið í haginn
fyrir framleiðendur, þegar að-
al-uppskeran kemur á markað-
inn í haust?
Hann skipulagði
byltinguna á Spáni.
Sanjurjo, hershöfðinginn. sem fórst
í flugslysi, er hann var á leiðúmi
frá Lissabon til þess að taka við
forustu uppreisnarliðsins á Spáni.
Því er fljótsvarað. Þar hefir
ekkert verið gert.
Jú, stjórnarblöðin hafa sagt,
að það ætti að byggja kartöflu-
kjallara í Reykjavík, til þess að
geyma í kartöflurnar, en hann
er ókomin ennþá. Og annars-
staðar heyrist ekki nefnt, að
neitt eigi að gera til þess að
vefja þe'ssa vöru skemdum, sem
óhentug geymsla getur valdið.
Það gagnar lítið, að vera að
hvetja menn til að auka kart-
öfluframleiðsluna og heita verð-
launum úr ríkissjóði fyrir, ef
aðbúnaðurinn verður svo þann-
ig, að varan ónýtist meira og
og minna og verður að engu.
Slík ráðsmenska verður hefnd
argjöf fyrir bændur.
von Ribbentrop
sendiherra í London.
FRAJVIH. AF ANNARI SÍÐU.
Otnefning hans hefir mikla
stjórnmálalega þýðingu. Nú
fara í hönd mikilvægir samn-
ingar í Briissel (eða London)
og í Genf. I byrjun september
verður haldin fimmveldaráð-
stefna (Locarnoráðstefnan), og
síðar í sama mánuði kemur
Þjóðabandalagið saman.
Á þessum fundum verður
gerð ennþá ein tilraun til þess
að koma skipun á málefni Ev-
rópuþjóðanna, svo að friður
megi haldast.
Sjúkrasamlag
Reykjavtkur
Austurstræti 10.
Afgreiðslutími, alla virka
daga, frá kl. 10 f. h. til kl.
4 e. h.
(Inngangur í skrifstofuna
er sami og í Braunsverslun).
heitið handbært. Páll koxn ekki ná-
Iffigt þessu, ekki datt hafnarnefnd
í hug að reyna það að útvega lán
| fyrir „tilstilli“ uppbótarþingmanns-
|ins. Svo galar Páll á eftir; „Áður
hefi jeg upplýst o. s. frv.“. —
Ríkisstjórnin tjáði mjer á þing-
inu að það væri öldungis ómögu-
legt fyrir ríkissjóð >annað en dreifa
f járveitingunni á svona langan
tíma.
Getur verið áð svo sje nú, þó
hafnarfjárveitingum til okkar hafi
ekki verið svo smáskift áður.
En þetta leiddi það af sjer að
lántökuleiðina varð að fara, og
hafnarsjóður verður að bera vexti
af lánunum í þessi 3 ár svo það
verða að lokum um 108—109 þús.
kr. sem höfnin fær, eða aðeins
snöggt um hærri upphæð en tillaga
Páls hljóðaði uppá, sú sem hann
kyngdi lifandi, þegar Eysteinn leit
á hann. Þetta kallar PáU svo
,handbærar“ 120 þúsunair.
Hjer með er þá hinni fjórðu
slefgrein Páls uppbótarþm. í Al-
þýðublaðinu gerð skil. í öllum þeim
atriðum er máli skifta hefi jeg
enn sýnt og sannað ósannsögli
Páls og raupgimi.
Hann átti upphafið með róg-
grein sinni, nafnlausri, að þessúm
skrifum. Nú síðast vill hann láta
„stoppa“ svargreinar mínar og er
það von að hann vilji það helst.
Þær skilja hann í hvert skifti eftir
berann að ósannindum. Nú getur
hann sest á ný í vefstólinn.
Jeg tel ekki rjett að hrella Pál
meira með síldarbræðslustjórninni.
Hann segist, nú hafa flúið þaðan
undan ábyrgðinni af stjórnarstörf-
um meðstjórnenda hans. Hún hefir
líklega ekki verið fyrirferðarmikil
ábyrgðin af stjómarstörfum Páls
Sjálfs, að minsta kosti var það ekki
sú ábyrgð sem lagðist þungt á Pál
eftir eigin sögn hans.
Þá mætti minnast stuttlega á
það hvemig Páll hefir gengið á
móti ýmsum tiUögum til hagsbóta
fyrir Vestmannaeyjar á Alþingi.
T. d. malbikunarfjárveitingu á
þinginu 1935, en sem 'íiann þó
hafði áttað sig á heilu ári slð,ar.
Hann kom í veg fyrir að ljós-
magn Stórhöfðavitans væri auk-
ið. Fjöldi vjelbátaformanna hafði
sent skrifleg tilmæli til þingsins og
beðið um það ,að vitinn væri bætt-
ur með auknum ljósstyrkleika, en
Páll mat það einkis. Hann bar
fram, til þess að stöðva þetta mál,
tillögu um miðunarvita, sem nú er
fengin vissa fyrir að ekki verður
settur á Stórhöfða, og sem, enda þó
úr því hefði orðið, h.efði verið
gagnslaus fyrir allan fjölda bát-
anna.
Tillaga frá mjer um það í vetur
að efnalitlir menn yrðu styrktir til
kartöfluræktar, í sambandi við út-
mælingu matjurtagarða þeirra er
bærinn lagði til, fann ekki náð
fyrir augum Páls.
í tvö þing — þau einu sem hann
hann hefir setið — hefir hann lagst
á móti því að bænum væri hjálp-
að til að eignast viðunandi hús
fyrir Gagnfræðaskólann.
En hann hefir aftúr á móti
gengið dyggileg.a fram í því sem
„stuðningsmaður núverandi ríkis-
stjórnar“ að hiaða á almenning í
Eyjum allskonar sköttum og ál'ög-
um til ríkissjóðs bæði beinum og
óbeinum.
En lögunum um lítilsháttar tekju
auka fyrir bæjaxfjelagið hefir hann
reynt að hnekkja, þó ekki hafi i
haun reynst þess umkominn.
Þetta, er það sem PáU segir um
sjálfan sig í einni Alþýðublaðs-
grein, ;að sje að fara til þings til
að „styðja að velferðarmálum Eyj-
anna“.
Páll hefir I hinum mörgu skrif-
um sínum sýnt góða mynd iaf því
hvernig hann heldur að uppbótar-
þingmaður eigi að haga sjer á Al-
þýðuflokksvísu.
En fyrir mig er það talsverður
erfiðisauki að verða að setja. þenn-
an uppbótarþingmann á knje mjer
hvað eftir annað til að reyna að
koma því I höfuðið á honum hvað
gerst hefir á Alþingi í hverju ein-
asta máli, sem hann nefnir í skrif-
um sínum.
Yerst er samt að þetta er hálf-
gerð Kleppsvinna, því að meðfædd
náttúra Páls til að snúa öllu öfugt,.
virðist ætla að verða náminu rík-
ari og er það illa farið.
Jóhann Þ. Jósefsson..
Mennirnir sem
fórust á Línuveiðar-
anum „Örninn“.
Skúli Sveinsson, 2. vjelstjóri, 34
ára, Brekkustíg 25. Hann var
kvæntur en barnlaus.
Guðmundur Albertsson, mat-
sveinn, 23 ára, Yesturbraut 22,.
kvæntur og átti eitt barn.
Sigurður Sveinsson, háseti, 53
ára, Hverfisgötu 7, kvæntur og
átti eitt bam innan við fermingu.
Þorsteinn Guðmundsson, háseti,
40 ára, Merkurgötu 14, kvæntur
og átti eitt bam.
Jón Bjaxnason, háseti, 37 ára,
Selvogsgötu 16 B. Kvæntnr og átti
3 börn í ómegð.
Jóbann Símonarson, háseti, 61
árs, Merkurgötu 12, átti konu og
uppkomin böm,
Hjörtur Andrjesson, 37 ára, Lang
eyrarveg 2, lætur eftir sig konu
og tvö böm í ómegð.
Feðgamir Jóhannes Magnússon
og Magnús Jóhannesson, tvítugur
piltur, Oldugötu 6. Jóhannes lætur
eftir sig konu og 3 böm, eitt inuan
við fermingu.
Sigurður Bárðarson, 23 ára,
Vesturbraut 6, ókvæntur, en sá
fyrir aldraðri móður sinni.
Reimær Eiríksson, 29 ára, Bmnn-
stíg 4, einhleypnr maður.
Gunnar Eyþórsson, 16 ára, Hverf
isgötu 17 C.
Mennimir frá Ólafsvík vornt
Jóhannes Jónsson, 29 ára.
Hjörtur Guðmundsson, 20 ára.
Kristján Friðgeirsson, 29 ára.
*
Línuveiðarinn „Öminn“ var 100
smálestir brúttó að stærð. Bygður í
Noregi 1903 og því orðinn 33 ára
gamall.
Frá Noregi var hann seldur tií
Færeyja og þaðan keypti O, Elling
sen kaupm. hann 1927.
Síðan var hann gerður út hjeðan
úr Reykjavík og hjet þá „Pjet-
ursey“.
Núverandi eigéndur vom Sam-
vinnufjelagið „Emir“ I HafnarfirðL