Morgunblaðið - 18.09.1936, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.09.1936, Blaðsíða 2
MURGUNBLAÐItí Föstnda^nr 18. sept. 1938. ÍTARLEG FRÁSOGN SJÓMANNSINS UM CHARCOT-SLYSIÐ. Síðasta verk dr. Charcot: Hann bjargaði mátinum. Hvernig Gondiec bjargaðist í land! Líkin verða flutt til Revkjavíkur í dag. ER þriðji stýrimaðurinn frá Pourquoi pas?, er komst lífs af, hafði náð sjer nokkuð eftir hið mikla sjóvolk, gat hann gefið nokkuð gleggra ýfirlit en áður um hið stór- kostlega slys. í nokkrum atriðum bar honum þó ekki saman við sjálfan sig, enda var hann allan miðvikudaginn næsta örvinglaður. Hann segir, að á skipinu hafi alls verið 40 manns, og því hafi alls drukknað þarna 39. Voru þarna 5 vísindamenn, 7 yfirmenn og 28 skipverj- ar aðrir. En eftir því, sem næst verður komist af frá- sögn hans, hefir slysið borið að með þessum hætti: Skipið var komið vestur fyrir Garðskaga kl. 6 á þriðjudags- kvöld, en þá sneri það við. Var þá ofsarok skollið á, svo það gat mjög lítið haft sig á móti veðrinu. Þriðji stýrimaður var á vakt frá því um miðnætti og til kl. 4. Allan þann tíma, alt frá kl. 6, þangað til kl. að ganga sex um morguninn voru þeir dr. Charcot og skipstjórinn Le Conniat á stjórnpalli. Klukkan þrjú um nóttina sáu þeir vita, en vissu ekki gjörla, að því er hann heldur fram, hvaða viti það var. dr. Charcot í vinahóp. dr. Charcot (snýr að vanganum Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavfk. Ritstjófár: jón Kjartansson og Valtýr Stefánsson — ábyrgðarmatSur. RitstjÖrn og- afgreiðsla: Austurstfæti 8. — Sími 1600. Auglýsingastjóri: B. Hafberg. Auglýsingaskrif átof a: ■> Austurstræti 17. — Sími 3700. Heimasímar: Jón Kjartansson, nr. 3742 Valt^ýr Stefánsson, nr. 4220. Ájrtti Óla, nr. 3045. E. Hafberg, rir. 3770. Áskriftagjald: kr. 3.00 á mánuði. í lausasölu: 15 aura eintakið. 25 aura með Lesbók. Tvennir tfmar. Það ér gamah að sjá hvernig Alþýðublaðið sfángast við sjálft sig þessa dagana. Hingað til hefir jafnan kveðið við úr því horni, að útgerðarmenn sjeu skyldugir til að halda úti skip- um, hvort sem vel veiðist eða ekki, hvort sem markaður sje til fyrir framleiðsluna eða ekki. Skipin eiga að ganga til veiða, þótt fyrirsjáanlegt tap sje á útgerðinni, vegna þess að hags- munir sjómanna og verka- manna krefjast þess að atvinnu- rekstrinum sje haldið áfram. Þetta hefir verið tónninn í Alþýðublaðinu hingað til, og ó- talin eru þau illyrði, sem ís- lenskum útgerðarmönnum hafa verið valin, þegar svo hefir staðið á að þeir hafa neyðst til að takmarka atvinnurekstur sinn um veiðitímann. Nú snýr Alþýðublaðið alveg við röksemdum sínum í um- ræðum þeim,- sem orðið hafa Um síldveiðarnar við Faxaflóa. Nú er ekki lengur ásökun sú, að útgerðarmenn dragi sig í hlje, heldur hin, að þeir vilji fganga út í ófæru, vilji reka at- vinnuna meira af kappi en for- sjá. Hjer við Faxaflóa er upp- gripaafli af síld. Ekkert virðist því til fyrirstöðu að hægt sje ' að moka á land tugum þúsunda tunna í viðbót við það, sem þegár hefir veíðst, er á sjó gefur. 1 Én það er eins og Finni Jóns- syni og fjelögum hans hafi ekki komið til hugar að hlutverk þeirra vséri áhnað og meira en að sjá Rússum fyrir ódýrri síld. Þeir virðast,. vera alveg búnir að gleyma þeirri kröfu sinni að útgerðii>a, beri að reka með hagsmuni sjómannanna fyrir iiaugum, Þeir hafa féngið umráð yfir framleiðslunni á þessu sviði. Óg þeirra bjargráð eru að banna framleiðendum að selja vöru sina og síðan að skipa þeim að hætta að framleiða. Þeir Finnur og fjelagar hans liggja undir ámæli fyrir að hafa selt af sjer í samningunum við Rússa. Ofan á þetta bæta þeir svo því, að vilja stöðva atvinnú- reksturinn í eindæma aflatíð. Og þó er það skoðun þeirra, sem ti’ þekkja, að markaður væri fáanlegur fyrir alla þá síld, sem aflast kynni við Faxaflóa í haust, ef síldarútvegsnefnd kæmi þar hvergi nærri. Klukkan ;fjögur fór 3. stýri- maður af vakt, og ætlaði að leggja sig tíí svefns. En honum varð ekki svefnsamt. Kom hann á stjórnpall klukkan finfim. Og skömmu seinna var hann send- ur undir þiljur eftir sjókorti. Hann telur að það hafi verið kl. 5.15, sem hann kom aftur upp á stjórnpallinn. En í þeim svifum steytti skipið á skeri, enda sáu þeir þá af stjórnpall- inum að þeir voru komnir inn í mikinn skerjaklasa. Eitthvað hefir skipið laskast er það þarna steytti á grunni. Og í þeim svifum slasaðist bátsmaður skipsins allmikið. Leki kom að skipinu, og vjel- in stöðvaðist. Ætluðu skipverj- ar að fara að nota dælurnar, en þær gengu ekki. Voru þá undin upp segl, stór- segl og fokka. En nú sentist skipið í öldu- rótinu svo að segja af einu skerinu á annað, uns það rakst á hið síðasta með meira afli en nokkru sinni fyr. Og þá brotn- aði framstefni þess mjög, svo sýnt var, að ferð þess yrði ekki lengri. Þegar hjer var komið, telur stýrimaður að klukkan hafi ver- ið 5.45. Þá höfðu allir skipverjar fengið björgunarbelti eða bjarghringa, og sumir höfðu flotholt á handleggjunum. Voru nú björgunárbátar leystir. I skipinu var 1 stór björgun- arbátur, annar minni, og 4 dor- íur. Það sýndi sig brátt, að ekk- ert lið var í bátunumf Sumum hvolfdi, en aðrir brotnuðu strax éða sukku. Fram að þessu hafði þriðji stýrimaður verið á stjórn- palli ásamt skipstjóra og dr. Charcot. Það síðasta, sem stýrimað- ur heyrði |frá skipstjóra vár, að hann sagði skip- verjum, að hver yrði að reyna að bjarga sjer, sem best hann gæti. Máfurinn. En af dr. Charcot er það að segja, að er hann sá hvernig komið var, og skipstjóri hafði gefið hina síðustu fyrirskipun sína, gekk dr. Charcot af stjórn palli og niður í káetu, til þess að leysa úr fangelsi vin sinn máfinn, er þeir skipverjar höfðu haft með sjer frá Græn- landi, og getið var um hjer í blaðinu í gær. Bjargaði hann máfinum upp á þiljur, svo hann gæti fleygur farið ferða sinna, þegar þeir skipverjar voru komnir í heljar greipar. Stýrimaður ætlaði fyrst í stóra bátinn. En hann brotnaði. Þá fór hann í eina ,,doríuna“. Komst hann þangað við þriðja mann. En hún sökk að skamri stundu liðinni. Þá náði hann í ofurlítinn viðarbút. Fleytti 'hann sjer um stund með trje þessu.# En nokkru síðar bar hann þangað, sem landgöngu- stigi var, og náði hann þar handfestu. Þegar þessu fór fram, sá hann fjölda fjelaga sinna í sjónum umhverfis sig. En síðasta sá hann þá á stjórnpalli dr. Charcot og skipstjóra, er hann áleit alla aðra komna af skip- inu. Stýrimaður hefir sagt, að annar skipverji hafi náð taki í landgöngustiganum, og haldið sjer þar um hríð. En eigi hafi .liðið á löngu fyr en þessi fje- lagi hans uppgafst, slepti tak- inu, og hvarf í sjóinn. Og er frá leið misti stýri- maður sjálfur meðvitund, og veit ekki hvað gerst hefir, fyr en tveir menn reistu hann á fætur á þuru landi. á miðri mynd) í Revkjarík 1931. Björgunar- mennirnir. Nú víkur sögunni til manna í landi. Menn af Álftanesi og í Straumfirði urðu varir við skip- sfrandið í birtingu á miðviku- dagsmorgun, og gengu strax á fjörur. Ekkert var þá farið að reka úr skipinu. Kristján Þórólfsson heimilis- maður að Straumfirði, sá kl. 9 hvar landgöngustiginn flaut skamt frá landi út af svo- nefndri Hölluvör. Þar eru klett- ar við sjóinn, en mjó vík milli klettanna. Maðurinn lá í sjónum undir stiganum að mestu, hjelt með hægri hendi í stigann, en með þeirri vinstri hjelt hann undir hnakka sjer. Þegar hann kendi grunhs, slepti hann takinu á flekanum, og skolaði alda honum þá inn í þrönga klettavík. Hljóp Kristján nú fram á klettinn og náði í hönd manns- ins. En við það hrapaði hann sjálfur í sjóinn. En þó tókst honum að komast í land og ná manninum með sjer. Guðjón Sigurðsson bóndi í Straumfirði kom nú þarna að og hjálpaði Kristjáni að bera FRAMH. Á SJÖTTU StÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.