Morgunblaðið - 18.09.1936, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.09.1936, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 18. sept. 1936. Charcof-slyglff Hvernig umhorfs var ð strandstaðnum. PRAMH. AF ANNARI SÍÐU. manninn upp úr flæðarmálinu. Þegar þeir voru komnir nokk- urn spöl áleiðis heim að bæn- um, en það er stutt leið, gat hinn sjóhrakti maður gengið. En mállaust virtist hann vera og eins og í leiðslu. Nú leiddu þeir manninn heim til bæjar, en heimafólk tók við honum til hjúkrúna,r. En þegar átti að færa hann úr fötum, sýndi hann alt í einu mótþróa, og vildi enga aðhlynningu þýð- ast. En smátt og smátt varð hann meðfærilegri og sofnaði, er hann hafði fengið yl og hressingu. En mjög var hann dasaður allan miðvikudaginn og eins og viðutan. í gær var hann alt annar maðuh, mikið hressari í bragði. Hann kemur sennilega hingað til bæjarinstí dag, ásamt franska ræðismanninum, sem kom á strandstaðinn í gær. Hvernig umhorfs var. Ofangreind frásögn er sam- kvæmt símtali við Árna Óla blaðamann, en Árni fór á mið- vikudag upp að Straumfirði laridveg og kom þangað að af- líðandi hádegi í gær. Um aðkomuna þar upp frá sagði Árni meðal annars í sím- ta.li; Öll líkin, en þau eru 22, sem fundist höfðu, er hjer var kom- ið sögu, hafa verið flutt að Straumfirði. Þau hafa verið lögð hlið við hlið í túnbrekku skafnt frá bænum. Er lík dr. Charcots í miðju. Hann er klæddur blá- um ferðafötum með svart háls- bindi á gulum leðurstígvjelum. Flest eru jlíkin alklædd. En af klæðnaði nokkurra verður sjeð, að mennirnir hafa klætt sig í flaustri. Sum eru líkin berfætt. Lík skipslæknisins Parat er með óbrotin gleraugu. Ef nokkur .líkanna hefði ekki sár á höfði, er líkast því, sem þarna sjeu menn sofandi. Því ró og friður er í svip þeirra, en engin angisí Um alla strandlengjuna á Álftanesi og í Straumfirði, er nú hrönn á'f rekaldi. Þar eru stór flök sS skipinu, bátabrak og bjálkar. Innarí um' þetta eru brotin húsgögfi/^iskápár og skrifborð, skúffur og hillur, bjarghringir og fatnaður. Þar eru brot úr aHskopa,r yísindaáhöldum, og smáhlutír ýmslr, kerti og brúð- ur, eða annað smálegt, sem skipverjar hafa haft sjer til gamans. Á miðvikudagskvöld sást í skipsflakið út á skerinu Hnokka. En á fimtudagsmorg- un var það gersamlega horfið, liðað í sundur. Hnokki er kollótt sker, sem kemur upp um fjöru. Kunnugir menn segja, að ef Pourquoi pas? hefði rekist fram hjá þessu skeri, þá myndi það hafa komist alveg upp í landsteina. Því innan við skerið er all- djúpt og hefði skipið þá kom- ist einmitt á stórskipaleiðina inn að Straumfirði. Það kom til orða í gær, að „Hvidbjörnen“ yrði sendur til Straumfjarðar til þess að sækja líkin. En ekkert varð úr því. Vjelbáturinn Ægir, sem fór þangað á . miðvikudagsmorgun er þarna enn. En hann mun flytja líkin öll, sem fundin verða í fyrramálið, hingað til bæjarins. Leggur hann senni- lega af staf hingað um hádegi. Varðskipið ,,Hvidbjörnen“ fer á móti bátnum upp að Akranesi og fylgir honum hingað. Líkin verða flutt í Landakot. Vafalaust telja bæjarbúar það vel til fallið, að dregnir verði fánar í hálfa stöng um það leyti, sem vjelbáturinn Ægir kemur með líkin hingað. Talið er líklegt að það verði um klukkan þrjú í dag. Komið hefir til orða, að franskt herskip verði sent hing- að til þess að flytja líkin heim til Frakklands. En ekki mun það hafa verið afráðið í gær- kvöldi hvort svo yrði. TÍMAGIMBILL í GAPASTOKKNUM. FRAMH. AP FIMTIT SÍÐU. „stjórn hinna „vinnandi stjetta" hafi þótt ilt aðkomu að stjórn- artaumunum 1934, og það er heldur ekki að furða, þótt Nýja dagbl. finnist mikið til um af- rekin þau, sem unnin hafa ver- ið í því ,,að koma jafnvægi á“ viðskiftajöfnuð þjóðarinnar við útlönd!! Forystugrein Nýja dagbl. er samt margra hluta vegna at- hyglisverð. Hún sýnir átakan- lega þá eymd, sem málflutn- ingur blaðsins er sokkinn í. Og hún sýnir ennfremur sorglega vel, að blaðið skirrist ekki við að afneita fortíð húsbændanna sinna, hvenær sem það heldur, að sjer sje hagur í því. I forystugrein þeirri, sem hjer hefir verið gerð að umtals- efni, leikur blaðið þenna lodd- araleik. En í fáfræði sinni verð- ur það til þess a.ð sverja af sín- um mönnum þátttöku í máli, sem þeim mátti vera heiður að. Gat blaðið snoppungað sig öllu betur og eftirminnilegar? 16. sept. 1936. Oddur Guðjónsson. Næturvörður er þessa viku í I Ingólfs Apóteki og Laugavegs Apóteki. —Hræddur------- við spánska fordæmið. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS KHÖFN 1 GÆR. í skeyti frá París til danska blaðsins „Politiken“ segir, að franska stjómin hafi losað sig við fjölda starfsmanna og em- bættismanna, og skipað í þeirra stað trygga fylgismenn sína, einkum innan hersins og flug- flotans, og í dómstólum lands- ins. Ofundið land i Norðurhðfum? PRÓFESSOR Hobbs frá Michigan há- skóla hefir komið fram með þá kenningu, að fyrir norðvestan Grænland sje stórt land flæmi, sem enginn hafi fundið ennþá. Dr. Niels Nielsen heldur því fram, að þessi kenning próf. Hobbs sje bygð á athugunum dr. Vilhjálms Stefánssonar og Pearsys (símar frjettarit. Mbl. í gær). Ólíkleg tilgáta segir dr. Vili hjálmur Stefánsson. Morgunblaðið hafði tal af dr. Vilhjálmi Stefánssyni í gær- kvöldi. Hann sagði m. a.: Jeg þykist vita, hvað hjer sje átt við. Það, sem jeg hefi lagt til þessara mála, er í stuttu máli þetta: Jeg fór í einni af ferðum mínum 150 kílómetra norður í haf frá Elles Ringnes eyju. — Sjávardýpi var þarna ekki meira en 500 metrar. Venjulega er sjávardýpi þannig, að landgrunn, með alt að 200 metra dýpi nær um 50 km. út frá landi. En þar tekur við aðaldýpi, sem er þetta 2—3000 metrar. Or því að jeg fann ekki slíkt dýpi, þó jeg færi svona langt frá landi, 150 km., þá kunna menn að draga þá ályktun, að land sje á'því óþekta svæði þar norður af. Og Peary gekk eitt sinn á fjall á norðurenda Highberg- eyjar, og áleit að hann hefði þaðan komið auga á land, sem væri um 200 km. í burtu og væri þá á þessum slóðum. En Wilkins flaug þarna ná- lægt árið 1927, og hann sá ekkert land. Því tel jeg lík- legra, að enda þótt sjávardýpið bendi til að svo gæti verið, þá sje þarna ekki um land að ræða. Jeg hefi aldrei haldið því fram að svo væri. Súðin var á Akureyri í gær. Spegillinn kemur út á morgun. Frá Isafirði: Þök tók af húsum og bátar skemdust. MIKLAR skemdir hafa orðið á ísa- firði af völdum suðvestan fárviðrisins. Frjettaritari vor á ísa- firði símar: I fárviðrinu rak á land vjel- bátinn Rafnar, og skemdist hann mikið. Vjelbáturinn Hekla laskaðist og trillqbátar og smá- bátar mölbrotnuðu. Hafnarstræti er stórskemt af sjógangi og er það illfært af bifreiðum, enda fult af alls- konar reka úr bátum, viðum úr bryggjum o. fl. Vjelbáturinn Björn, 16 smálestir, strandaði á Mal- eyri, Hestfirði, og er talið að hann sje mikið skemd- ur. Sumir segja að hann sje ónýtur. Báturinn hafði flutt allmargt berjafólk frá Isafirði til Hest- fjarðar, en lenti í hrakningum. Sumt af fólkinu hafðist við í tjöldum í fyrrinótt, en um 20 manns hafðist við í bátnum. Slitnuðu festar hans um miðja nóttina og rak hann á land. Bjargaðist fólkið á land. — Fólkið, sem hafðist við í tjöld- unum misti þau út í veður og vind. Leitaði það bæja og var loks sótt á vjelskipinu „Huginn annar“. í Hnífsdal fauk hús Ingólfs Jónssonar af konu og tveim börnum, og björguðust þau nauðulega. Þau sakaði þó ekki. Skemdir á öðrum húsum urðu miklar. Á Flateyri fauk þak af íbúð- arhúsi og hlaða Guðjóns Jó- hannssonar. Miklar skemdir urðu á smábátum. — Nokkuð skriðurensli varð á Breiðdals- heiðarvegum við rafveitu Isa- fjarðar og urðu skemdir tals- verðar. Skúr fauk alveg og tjöld verkamanna. I Álftafirði fauk þak af salt- húsi og nokkuð af íbúðarhúsi á Langeyri og hlöðuþak í Súða- vík hjá Grími JJónssyni. I Bolungavík fauk þak af í- búðarhúsi Hjálmars Guðmunds- sonar í Meirihlíð, hlöðuþak í Þjóðólfstungu hjá Jóni J. Ey- firðing og mikið af heyjum. Heyskaðar meiri og minni urðu um allar nærsveitir. dr. CHARCOT MINST í KHÖFN. FRAMH. AF FJÓRÐU SÍÐU Þeir Ejnar Mikkelsen skip- stjóri, Dr. Niels Nielsen, Amdrup varasjóliðsforingi og ijöldi ann- ara vísindamanna og landkörm- uða, harma mjög þann mikla missi, sem vísindin hafi hjer orð- ið fyrir. Forseti enska landfræðifjelags- ins telur Dr. Chárcot hafa verið einhvern hinn göfugasta heim- skautakönnuð, sem heimurinn hafi átt. (Skv. einkask. og FÚ). Slðturtfðin er nú byrjuð. Eins og tmdanfarandi ár út- vegum við yður alt, sem með þarf til þess að blóð- mörinn og sláturafurðimar verði hreinasta lostæti. Álaborgar rúgmjölið seljum við á 15 aura % kg. Það er af öllum talið vera besta rúgmjöl, sem völ er á. Úrvals gulrófur ódýrar. Allskonar krydd. Hvítan pipar, steyttan og heilan negul, engifer, salt- pjetur, edik, ediksýra, lauk- ur góður o. fl. o. fl. Notið g ó ð u vörumar frá okkur. . Nýkomið: Llfur og hiförfu. Kjötböð Reykjavíkur Vesturgötu 16. Sími 4769. nýr laukur og grænmeti. Ágætur súr hvalur. Itúrf ell Laugaveg 48. Sími 1505. ;:4 , ' s^sri með morgunkafíinu. Nýfr kaupendur fá blaðíð ókeypis fil luewlkoinandi mánaðamóla. Hringift í síma 1600 og g e r i s t kaupendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.