Morgunblaðið - 18.09.1936, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.09.1936, Blaðsíða 7
Föstudagur 18. sept. 1936. MOKGUNJJLAÐIt) R Minningarorð um frú Guðrúnu Björnsdóttur. Presthólnnt. Frú Guðrún Björnsdóttir frá Presthólum andaðist hjer í bæn- úm 11. þ. m., og verður lík henn- ar í dag flutt til greftrunar norð Ur til átthaga hennar. Hún hafði legið veik hjer syðra uin skeið, en Tar annars síðustu árin heimilis- föst fyrir norðan, á Sigurðarstöð- um eða Presthólum, eftir að hún hætti störfum hjer í Reykjavík. En hingað kom hún, eftir að hún misti mann sinn, sjera Lárus Jó- hannesson á Sauðanesi. Dætur þeiría eru frú Lára, ekkja Ólafs Jónssonar læknis, frú Maren, kona Rúts Jónssonar, ea ein syst- irin, Bcrgljót kenslukona, d'ó í spönsku veikinni 1918. Frú Guðrún var komin nokkuð ¦á níræðisaldur, fædd 27; nóv. 1853, dóttir Björns Skúlasonar, umboðsmanns, og Bergljótar Sig- urðardóttur frá Krossavík. Þær vora systur, frú Guðrún og frú Ragnhildnr, kona Páls Ólafssonar skálds. Frú Guðrún var sögð mikil fríðleikskona í æsku sinni og alla tíð var hún svipmikil kona og fyrirmannleg og auð- þekt hvar sem hún fór. Hún var harngóð kona og vinföst og rausn arleg búkona. Hún var ör kona Og ákaflynd nokkuð og mesta málafylgjukona, og ljet mörg mál ti] sín taka, þegar hún var í broddi lífsins. Hún var meðal þeirra, sem mest beitti sjer fyrir kvenrjettindamálum hjer og var ein af þeim konum, sem fyrst voru kosnar í bæjarstjórn hjer í Reykjavík, ásamt frú Bríeti Bjarnhjeðinsdóttur, frú Þórunni -Tónassen og frú Katrínu Magn- ússon. 1 bæjarstjórn beindist á- hugi hennar mest að heilbrigðis- Tiiálum og fræðslumálum og sjer- stakléga ljet hún sjer ant um fræðslu kvenna og jafnrjetti : þeirra og karla til embætta, og hún var ein af þeim, sem mest beitti sjer fyrir stofnun náms- styrktarsjóðs kvenstúdenta. Eftir að frú Guðrún fluttist úr Re.ykja- Tík hætti hún að mestu afskiftum af opinberum málum, en áhugi "heimar var mikill fram til þess síSasta. Með frú Guðrúnu er fall- m í valinn kona, sem var ísenn stórbrotin kona í gömlum stíl og ¦eiu af brautryðjendum hinna nýju kvenrjettinda í landinu. Minningarorð um Bjðrn R. Stefánsson fyrv. alþm. Kabarbarl. Hvítkál Blómkál Gulrætur Tómatar Púrrur Dill. fUUailatdi Lítil, góð fbúð 1 Austui-bænum til leigu. A. S. I. vísar á. 1 dag verður til moldar bor- inn Björn R. Stefánsson, fyrrum alþingismaður. Hann andaðist 9. þessa mánaðar. Hafði hann verið mjög heilsutæpur undan- farin misseri og legið langar legur. Björn varð 56 ára gamall, fæddur 21. maí 1880 á Desjar- mýri. Voru foreldrar hans Ste- fán prestur Pjetursson og kona hans Ragnhildur Björg Metú- salemsdóttir, hins sterka Jóns- sonar í Möðrudal. Eftir að Björn hafði lokið námi við Möðruvallaskólann 1899, fjekst hann um tíma við kenslu og verslunarstörf. En árið 1902 rjeðist hann starfs- maður hjá Pöntunarf jelagi Fljótsdalshjeraðs á Seyðisfirði, en Jón heitinn bróðir hans — Filippseyjakappi —¦ veitti því fjelagi þá forstöðu. Því næst fluttist Björn til Breiðdalsvík- ur og var þar verslunarstjóri næstu 10 árin. En á Reyðarfirði var hann kaupmaður frá 1913 —19. — Fluttist hann þá til Reykjavíkur og hefir stundað skrifstofustörf hjer í bænum síðan. Björn kvæntist 17. desember 1901, eftirlifandi ekkju sinni Guðnýju Haraldsdóttur Briem. Var hún manni sínum mjög samhent og ágætiskona í hví- vetna. Var heimili þeirra rómað fyrir gestrisni og myndarbrag. Þau hjónin eignuðust einn son, Harald að nafni. Hann ljest uppkominn ári'ð 1930, og var foreldrúnum hinn mesti harmur að fráfalli hans. Auk þess fóstruðu þau hjónin tvö börn, Björn R. Stefánsson var á- gætlega gefinn maður og á- hugamaður mesti um stjórnmál. Var hann mesti áhrifamaður í S.-Múlasýslu á sinni tíð. Var þingm. Sunnmýlinga frá '16-'19. Hann hafði mikið yndi af þjóð- legum fræðum og hefir ýmis- legt birst eftir hann í þeirri grein. Ber alt það, sem eftir hann hefir sjest, þess merki, að hann var ágætlega ritfær og kunni vel að segja frá. I daglegri framkomu var Björn hið mesta ljúfmenni, glaðvær og ræðinn. Hann var drenglyndur maður og vinfast- ur, og svo innrættur, að hann gerði ekki viljandi á hluta manna.- I. O. O. F. 1189188i/2. VeSrið í gær (fimtud. kl. 17): Lægðarsvæði helst enn yfir NA- Grænlandi og veldur SV-átt hjer á landi. Vindur er sumstaðar all- hvass vestanlands og með regn- skúrum, en austanlands er þurt yeður og vindur öllu hægari. Önnur lægð er norður af Azor- eyjum á hægri, hreyfingu norður eftir. Veðurútlit í Reykjavík í dag: Stinningskaldi á SV. Skúrir. ísfisksala. Max Pemberton seldi í Cuxhafen í gær 98.362 smál. fyrir 28,177 ríkismórk. íþróttasamband íslands byrj- ar nú vetrarstarfsemi sína, og verður skrifstofa sambandsins framvegis opin fyrir meðlimi sambandsins á mánudögum kl. 5i/£—714 síðd. á miðvikudög- um kl. 8—9 síðd. og verður for- setinn þá til viðtals, og á föstu- dögum kl. 8—10 síðd. Væntir stjórn í. S. I. þess, að íþrótta- menn leiti til skrifstofunnar um upplýsingar og leiðbeiningar, sem hún getur látið þeim í tje. Einnig er bókasafn sambands- ins ætíð til afnota fyrir þá, sem þess óska, og vilja fræðast um íþróttamál. Skrifstofan er í Mjólkurfjelagshúsinu, herbergi 26, sími 4955. Hjálparstöð Líknar fyrir berkla veika, Templarasundi 3. Læknir- inn viðstaddur mánud. og mið- vikud. kl. 3—4. og föstud. kl. 5-6. Innanfjelagsmót K. R. í frjáls- um íþróttum fyrir unglinga inn- an 19 ára og drengi innan 16 ára, hefst á morgun, laugardag, kl. 6 síðdegis og heldur áfram á sunnu dagsmorgun kl. 10 og aftur kl. 1 e. h. Nefndin. M.s. Dronning Alexandrine er væntanleg hingað að norðan snemma á morgun. Eimskip. Gullfoss fór frá Vest- mannaeyjum í gær áleiðis til Leith. Goðafoss kom til Patreks- fjarðar um hádegi í gær. Brúar- foss er í Khöfn. Dettifoss kom til Rotterdam í fyrrakvöld. Lag- arfoss kom til Hamborgar í fyrradag. Selfoss er í Antwerpen. ísland fer frá Höfn áleiðis til Reykjavíkur á sunnudagsmorgun. Hjálpræðisherinn. í kvöld kl. 8y2 opinber samkoma. Lautn. Sigurðsson o. f 1. Allir velkonmir. Knattspyrnukappleikur fer fram í kvöld kl. 6 (ef veður leyf- ir) milli starfsmanna hjá Shell og B. P. Kept verður um silfur- bikar, sem gefinn var í fyrra. Ungbarnavernd Líknar, Templ- arasundi 3, er opin á fimtud. og föstud. kl. 3—*. Eftirlitsmaður með fóðurásetn- ingi og sauðfjárböðunum var kosihn á bæjarstjórnarfundi í gær. Sigurður Gíslason lögreglu- þjónn hlaut kosningu. Borgarstjóra var á bæjarstjórn arfundi í gær falið að nefna mann af hálfu bæjarstjórnar í stjórn námskeiða og vinnu fyrir atvimmlausa æskumenn. Atvinnu málaráðherra hefir af ríkisins hálfu útnefnt Vilhjálm S. Vil- hjálmsson blaðamann. Sjómannastofan er í dag opn- uð að nýju, eftir dálítið sumar- hlje. Húsakynni stofmmar eru hin sömu og aður á Norðurstíg 4. Við bjóðum alla sjómenn hjartanlega vélkomna i hin góðu herbergi stofunnar. til að lesa þar bliið, skrifa brjef og því um líkt. Hvergi mun kaffi og aðrar veitingar verða betri og ódýrai'i ¦ Þingvallaferðii1 ~" verða framvegis kl. 10y2 árd. frá Reykjavík ög^kl. 6 síðdr frá Þingvöllum. *'! ¦ ¦ ¦:'. Bifrelðastöð StellidÓM. Tveggja íliúða hús á góðum stað í bænum er til sölu, með tækifærískjörum. SigurSur Guðfónssoo, lögfræðingur. *>M Austurstræti 14. 13 o Sími 4404. Vídalínsklaustur að Görðum, hugleiðingar um menningarmál eftir Jens Bjarnason. ------Verð kr. 1,00.------ Fæst í Bókavcrsliin Sis*fúsar Eymundsson«r og BÓKABÚÐ AUSTURBÆJAR BSE. Laugavegi 34. GÆRUR. Kaupi gærur hæsta verði. n 5ig, Þ. Skjalðberg. Mótorbátur. Vaudaður mótorbátur, 18 smálestir að stærð, með 52/60 Hk. Tuxham vjel, er til sölu. i Eggert Krístjánsson Et Cd. Eystri solubúOin í Austurstræti 3 er til leigu frá 1. október n. k. — Einnig 3 herbergi á fyrstu hæð með inngang frá Veltusundi. Semja ber við eigandann, Jón Brynjólfsson. i en á Sjómannastofunni. Um leið og stofan er opnuð að þessu sinni, viljum við nota tækifærið og þakka þeim mörgu blaðaút- gefendiim, sem sýnt hafa stof- unni þá velvild að senda henni blöð- sín endurgjaldslaust, og væntum við að mega njóta hinn- ar sömu velvildar framvegis. F. h. Sjómannastofunnar. Sigurður Guðmundsson. < Útvarpið: Föstudagur 18. september. 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisiitvarp. 15.00 Veðurfregnir. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Hljómplötur: Ljett lög. 19.45 Frjettir. 20.15 Bækur og menn (Vilhjálm- ur Þ. Gíslason). 20.30 Erindi: Frá Malaya-skaga, IV: Togleðrið (Sigfús Halldórs frá Höfnum). 20.55 Hljómplötur: a) Sönglög við íslenska texta; b) Þýskir tónsnillingar (til kl. 22). i U9Í.R firi M.sj Dronning ¦ Alexandrine fer sunnudaginn 2Q. þ. m. kl. 8 síðd. til Kaupmanna- hafnar (um Vestmannaeyj- ar og Thorshavn). Farþegar sæki farseðla í dag. Tilkynningar um vörur komi sem fyrst. Skipaafyr. ies Zimsen Tryggvagötu. Sími 3025.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.