Morgunblaðið - 19.09.1936, Page 3

Morgunblaðið - 19.09.1936, Page 3
Laugardagur 19. sept. 1936. MORGUNBLAÐIÐ 3 Myndir af skipsböfninni á Pourquoi pas? Þ. 6. sept. síðastliðinn var Meulenberg biskup í Landakoti sæmdur merki heiðursfylkingarinnar frönsku. Atliöfnin fór fram um borð í Pourquoi pas? Þá voru þessar myndir teknar. Á myndinni til vinstri sjest dr. Cliarcot, taka í hönd biskups, á,- hinum myndunum sjást aðrir skipverjar. Gonidee er lengst til vinstri í fyrirliðabúningi á 2. mynd. 'Á „Hvidbjörnen“ kom með líkin í gærkveldi. Likin flutt úr v.b. „Ægi“ i „Hvidbjörnen" við ViDey. EINS og getið var um í blaðinu í gær, átti . vjelbáturinn „Ægir“ frá Akranesi að taka lík skipverjanna af „Pourquoi pas?“ í Straumfirði og flytja þau til Reykjavík- ur. Én fætta breyttist á síðustu stundu Jjannig, að það var ráðið af, að „Ægir“ skyldi fara með þau til Akraness, en þar yrði þau flutt um borð í danska varðskipið „Hvidbjörnen“, sem fór þang- að upp eftir í þeim erindagerðum. Ofsaveður var efra 1 gærmorgun og var eng- inn hægðaríeikur að 'koma líkunum um borð í „Ægi“. Þó tókst það óhappalaust, en tvísýnt var um hríð, hvort „Ægir“ mundi komast út. Þó lægði ofurlítið upp úr hádeginu og tilkynti „Ægir“ þá, að hann mundi leggja af stað og vera kominn til Akraness klukkan f jögur. Hvidbjörnen kom til Akra ness kl. 1 og beið þar. Um kl. 3% kom franski konsúll- inn, Gonidec, skipverji af Pourquoi pas?, Pjetur Þ.J. Gunnarsson og blaðamenn, sem fóru upp í Straumfjörð með bíl til Akraness og fóru um borð í „Hvidbjörnen“. Var þá sjógangur mikill. Rjett eftir, kom ,,Ægir“ til Akraness. Voru þá flögg dregin á hálfa stöng í þorpinu Vegna kviku þótti ekki viðlit að flytja líkin milli skipanna. Varð það því að ráði, að bæði skipin skyldi fara inn á Eiðisvík, í hlje við Viðey og líkin flutt þar um borð í „Hvidbjörnen“. Þetta var gert. Lagðist „Æg- ir“ síbyrt við varðskipið í lygn- um sjó og var nú farið að flytja líkin. Um borð í „Hvidbjörnen" höfðu verið smíðaðir flekar með fjórum hönkum og böndum á miðju. Voru líkin lögo á fleka þessa jafnharðan og þau komu upp úr lest skipsins. Var breitt yfir andlit þeirra allra og þau, sem voru fatalítil, vafin í dúk. Hendur þeirra voru krosslagðar á brjóstinu og síðan voru þau bundin föst á flekana og rjett upp á þilfar, en þar tóku sjólið- ar við þeim og báru þau aftur eftir þilfarinu, og var þeim þar raðað hlið við hlið og fánar breiddir yfir þau. Að þessu loknu helt „Hvid- björnen“ til Reykjavíkur, og um leið var danski gunnfáninn dreg- inn á hálfa stöng í skut, og franski fáninn á hálfa stöng á aftursiglu. Þegar til Reykjavíkur kom voru allir liðsforingjar komnir í viðhafnarbúninga sína og með sverð við hlið. Heiðursvörður stóð á þilfari. Sjá: ÞEGAR LÍKIN VORU FLUTT í LAND, bls. 4. Togarinn Gullfoss fór norður í gær. Er hann leigður til fisk- flutninga af Kaupfjelagi Eyfirð- inga. Fimm meon túk út af norsku skipi Harmfregn norsks skipstjóra. FIMM MENN tók út af norsku skipi í óveðr- inu aðfaranótt 16. þi m. Varðskipið Ægir kom með skipið hingað til Rvík- ur í ffærkvöldi. Fór Ægir í fyrrinótt kl. 2 að sækja skipið, sem var á hraknin.2:i undan Búðum ' a Snæfellsnesi. Þegar Ægir kom vesfur kl. 8 í gærmorgun, lá skipié uppí í landsteinum í stórsjó og álands- vindi. Tókst að skjóta línu úm borð í skipið og dró Ægir það til Rvíkur. Eftir upplýsingum, sem Mbl. aflaði sjer í gærkvöldi, var skip- ið statt hjer í flóanum, þegar 6 veðrið skall á aðfaránótt 16. þ\ m. í stórsjó, sem reið yfir skip- ið um nóttina, tók út fimtii menn. Skipstjórann tók einnig út, en hann náði í línu og gat hafið sig á línunni um borð aftur. Sjö- undi maðurinn slasaðist allmikið. Aldan braut stórbómuna og stór-gaffalinn og allar rúður í stýrishúsinu, og fleira brotnaði, Vjelin bilaði og liraktist skip- 'ið nú undan veðri. Setti það npp neyðarmerki, og í fyrradag sást til þess úr Ólafsvík. . Slysavarnafjelaginu var gert aðvart og fór það fram á, að annað varðskipið yrði sent vest- ur, og var Ægir sendur. Skipið heitir Reform og er rúml. 100 smál. Eimskip. Gullfoss er á leið til Leith frá Vestm. Goðafoss er á Onundarfirði. Brúarfoss er í Kaupmannahöfn. Dettifoss er í Rotterdam. Lagarfoss er í Ham- borg. Selfoss er í Antvrerpen. Frásögn Árna Óla frá Slraumfirði. Gonidec skýrir gfátandi frá slysinu. MJER verður minnisstæð alla æfi koman til Straumfjarðar um daginn. Yfir Straum- fjörð urðum vjer að fara á ferju. Rjett eftir að vjer vorum lentir kom Gonidec Eugene, franski sjómaðurinn, á móti okkur. Hann var í fötum, sem honum höfðu verið lánuð á bænum, og voru honum alt of stór, því að hann er lágur maður, en hnellinn að sjá og herðabreiður. Berhöfðaður hárið í storminum. Þegar hann sá franska ræðis- maxminn fór hann að há- gráta og nötraði af ekka og geðshræringu. Köfnuðu fyrstu orðin í hálsi hans, en hann jafnaði sig þó furðu fljótt og fór að segja frá slysinu í stórum dráttum. En hvað eftir annað rann út í fyrir honum og varð lítið samhengi í frásögninni. Var það síst að furða, þar sem hann var svo að segja nýsloppinn úr hinum ægi- legasta lífsháslta, og hafði mist alla skipsfjelaga sína, 39 talsins, í einu vetfangi. Var auðsjeð og auðheyrt, að hann var alls ekki með sjálfum sjer. Þegar hann hafði jafnað sig nokkuð, fylgdi hann oss þangað er fjelagar hans lágu. Var það í grænni grasbrekku í skjóli. Lágu þarna 22 lík hlið við hlið og breitt segl yfir. Franski ræðis- maðurinn bauð, að seglinu skyldi • lyft frá andlitum þeirra og Goni- dec segja sjer nöfn mannanna. Sló þá út í fyrir honum aftur, er hann leit framan í röðina af náfölum andlitum fjelaga sinna og brostin augu þeirra, en þó gat hann skýrj; skilmerkilega frá nöfnum þeirra, allra. Það var iiryggiieg sjón að líta þarna yfir, en eigi fráfælandi, því að eins og jeg hefi áður sagt var líkast því sem menmrnir svæfi var hann, og flaksaðist kolsvart þarna saman undir einni ábreiðu, Andlit flestra voru me| öllu ó- sködduð og friður og ró hvíldi yfir svip þeirra. , — Undarleg eru forlögin, heyrði jeg Pjetur Gunnarsson segja við hlið mjer. Á sunnudag- inn var voru flestir þessir menn heima hjá mjer glaðir og kátir. •Þeir höfðu ástæðu til þess, .því að, rannsóknaferðin í sumar hafði gengið betur en nokkur önnur rannsóknaf ör „Pourqnoi pas ?“, og vísindalegur árangur orðið meiri en nokkuru sinni áður. Þeir hlökkuðu til þess að koma heim — og nú liggja þeir liðin lík hjer uppi í Straumfirði. Alt fólkið í 'Straumfirði hafði tekið ástfóstri við Gonidec, og hann ekki síður við það, því að enda þótt hann ■ skildi ekki það, sem fólkið sagði, þá skildi hann hjartalag þess. Þetta mátti glegst sjá, þegar hann átti að kveðja það. Hann gat ekki látið tilfinn- ingar sínar í ljós. með orðum, en hann faðmaði hvern mann að sjer og kysti á báðar kinnar, og nú voru það þakklætistár, sem streymdu niður . kinnar hans. Gonidec er 29 ára gamall. Hann er giftur og á foreldra á lífi. Heimilisfólkið bað að segja hon- um, að það bæði að heilsa heim til hans, og að það -Isaknaði hans mjög mikið. Árni Óla.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.