Morgunblaðið - 19.09.1936, Qupperneq 8
8
MORGUNRLAÐIÐ
Laugardagur 19. sept. 1936u-
Fomsalan, Hafnarstræti 18,
selur með tækifærisverði ýmis-
konar húsgögn og lítið notaða
karlmannafatnaði. Nú m. a. á-
igæt svefnherbergissett og fall-
eg Buffet. Sími 3927.
Útvarpsta^ki, 6 lampa, Mar-
coni, til sölu, með tækifæris-
verði. Upplýsingar í síma 3548
og eftir kl. 7 í 2294.
Einbýlishús í Vesturbænum
til sölu. Lítil útborgun. Upplýs-
ingar gefur Jónas H. Jónsson.
Sími 3327.
Rabarbari, ný ppptekinn. —
Þorsteinsbúð, Grundarstíg 12.
Sími 3247.
Trúlofunarhringana kaupa
menn helst hjá Árna B. Björns-
syni, Lækjartorgi.
Kaupi íslensk frímerki hæsta
verði og sel útlend. Gísli Sig-
urbjörnsson, Lækjartorgi 1. —
Opið 1—4.
Rabarbaraplöntur, stórar og
ódýrast fást í Suðurgötu 10.
Sími 4881.
Búsáhöld allskonar og gler-
vörur fyrirliggjandi svo sem:
iKaffikönnur og katlar, pottar,
j skaftpottar, skálar allskonar,
■ pönnur, fötur og balar, hnífa-
:pör, mjólkurkönnur, diskaí,
,bollar og skálasett. Hitabrúsar,
! margar tegundir, og gler í
jhitabrúsa seljum við ódýrt. —
Verslunin NOVA,Barónsstíg 27
— Sími 4519.
Dagbókarblöð Reykvíkings
Rúgmjöl, besta tegund 0.15
pr. y2 kg. Þorsteinsbúð, Grund-
arstíg 12. Sími 3247.
Hveiti, Alexandra í 10 pu.
pokum, heilum pokum og smá-
sölu, ódýrt í Þorsteinsbúð,
Grundarstíg 12, Sími 3247.
Gott piano til sölu, til sýnis
á Laugaveg 5, — Hatta- og
Skermaverslunin.
Stoppaðir stólar, ottomanar,
legubekkir, og dýnur, altaf
ódýrast í Körfugerðinni.
Kaupi gull hæsta verði. Ámi
Björnsson, Lækjartorgi.
Nýkominn saumur, 1 Y2 til 8
tomma. Innrömmun ódýrust.—
Verslunin Katla, Laugaveg 27.
Ctgerðarmenn! Sel Ódýra Og
góða beitusíld, eins og að und-
| anförnu. Steingrímur Árnason,
'sími 1059.
Kjötfars og fiskfars, heima-
tilbúið, fæst daglega á Frí-
i kirkjuvegi 3. Sími 3227. Sent
heim.
Tek að mjer smíði á allskon-
ar húsgögnum. Harald Wendel,
Aðalstræti 16.
Nýtísku raramalistar fyrir-
Iiggjandi. Friðrik Guðjónsson,
Lahigaveg 17.
Vjelarehmar fást bestar hjá
Poulsen, Klapparstíg 29.
Kaupi gamlan kopar. Vald.
Poulsen, Klapparstíg 29.
Kensla í notkun bifreiða,
undir minna og meira próf,
sími 3805. Heima kl. 5—7. —
Zophonías.
SajtaS-fiMtcliS
5 lyklar á hring töpuðust 10.
þ. m. Skilist á Lögreglustöð-
ína.
Oslóbúum er skemt yfir eftir-
farandi atviki, sem sagt er i
að gerst hafi í spilavítinu í
Monte Carlo fyrir nokkru:
Kvöld eitt sat stúlka frá Ósló
við borð með frönskum manni,
sem orðlagður var fyrir hepni í
spilamensku. Þarna sópaði hann
til sín hverri fjárupphæðinni af
annari, meðan kvenmaðurinn tap
aði stórfje. Loks þótti henni nóg
um, og hún sneri sjer að hinum
hepna spilamanni og bað hann
að gefa sjer gott ráð, svo að hún
gæti unnið, þó ekki væri nema í
eitt skifti.
— Takið 100 franka seðil og
leggið hann á tölu, jafn háa og
aldur yðar er, sagði hann. Og jeg
skal ábyrgjast, að þjer vinnið á-
litlega fúlgu.
Stúlkan hugsaði sig dálítið um,
rjetti höndina hikandi yfir núm-
erin, og lagði síðan 100 franka
seðil á nr. 29.
j Rjett á eftir var hrópað:
— Rautt nr. 40 hefir unnið!
— Guð minn góður, hrópaði
stúlkan ósjálfrátt svo hátt, að
. Norðmenn, sem sátu nálægt
henni, heyrðu. — Bara að jeg
hefði sett upphæðina á rjetta
tölu, þá hefði jeg unnið.
*
| •
1 Trúlofunarhijngar í Þýskalandi
mega, eftir valdboði stjórnarinn-
ar, nú aðeiná vera iir efni, sem
svarar % gulls, eða 8 karat. Er
þetta gert vegna þess, að mikill
gullskortur er í Þýskalandi um
þessar mundir.
*
Isólskini“ heitir nýjasta
kvikmynd Jan Kiepura, og
var frumsýning á henni fyrir
skömmu í Vínarborg. Hinn vin-
| sæli söngvari varð að „syngja
|sjer leið“ í gegnum fjöldann, sem
stóð fyrir utan kvikmyndahús-
ið, áður.en hann komst inn, til
þess að vera viðstaddur frum-
sýninguna. Að henni lokinni
varð hann á ný að „taka lagið“
fyrir fólkið úti á götu.
*
Prófessor Seentgyorgyi, hinn
ungverski vísindamaður,
sem fann upp C-fjörvi, hefir nú
eftir því sem stórblöð álfunnar
segja frá, fundið upp nýtt fjör-
efni, sem á að vera mjög gott við
blóðsjúkdómum.
*
„Marlene-eoektail“ er drykkur,
sem Marlene Dietrieh hefir sam-
ið uppskriftina að. Hann er ekki
hættulegur fyrir kvenfólk, eins
og sumir aðrir drykkir með sama
nafni, því að innihald hans er
jarðarberja- og rabarbara-saft,
sem blandað er saman, og hunang
sett út í. Blandan er framborin
ísköld.
*
Þegar Toscanini stjórnaði
hljómsveit sinni við hátíðaleikana
í Salzburg hjerna á dögunum,
gleymdi hann alveg, að tónleik-
unum var útvarpað. Útvai'ps-
hlustendur heyrðu því glögt, að
„meistarinn“ raulaði undir með
hugfanginni röddu, jafnframt því
sem hann stjórnaði hljómsveit-
inni.
*
Læknirinn: Ef þetta lyf reynist
yður ekki vel, getið þjer komið
aftur og fengið eitthvað annað.
Sjúklingurinn: Gæti jeg þá
ekki alveg eins fengið eitthvað
annað strax?
Gluggahreinsun og loftþvott-
ur. Sími 1781.
Úraviðgerðir afgreiddar fljóttr,
og vel af úrvals fagmönnum>
hjá Árna B. Björnssyni, Lækj-
artorgi.
Atvinnulausar stúlkur, sem
hafa í hyggju að taka að sjer
aðstoðarstörf á heimilum hjer-
í bænum á komandi vetri, ættu.
í tíma að leita til Ráðningar-
stofu Reykjavíkurbæjar, þar
eru úrvals stöður við hússtörf
o. fl. fyrirliggjandi á hverjum
tíma. Ráðningarstofa Reykja-
víkurbæjar, Lækjartorgi 1. —
Sími 4966.
Borðið í Ingólfsstræti 16.
Sími 1858.
Lærling vantar. Saumastofa.
iSigríður Jónasdóttir. — Öldu—
götu 8.
I Hlín fáið þjer ódýrustu og
smekklegustu peysurnar, bæði á
börn og fullorðna. Prjónastofan
Hlín, Laugaveg 10. Sími 2779.
Nýir kaupendur að Morgun-
blaðinu fá blaðið ókeypis til>
næstkomandi mánaðamóta.
Friggbónið fína, er bæjarins-
besta bón.
Café — Conditori — Bakaríp
Laugaveg 5, er staður hinna
vandlátu. Sími 3873. Ó. Thor-
berg Jónsson.
ETEEL M. DELL:
ÁST OG EFASEMDIR 5J#
fremst er að komast burt frá Nettu Ermsted. Hún er
gjörsamlega tilfinningalaus, og móðurást þekkir hún
ekki, svo að það er ástæðulaust að barnið sje hjá
henni. Telpan þarf að komast eitthvað burt, í heilnæmt
loftslag, til fólks, sem henni þykir vænt um. Me^
þessu áframhaldi má búast við því versta“.
Bernard var mjög áhyggjufullur á svip, en rödd
hans var föst og ákveðin, þegar hann svaraði. „Jeg
hefi einmitt látið mjer detta það sama í hug. Haldið
þjer, að móðir hennar fengist til þess að fela hana
minni umsjá?“
Ralston hnyklaði brýrnar. „Yðar umsjá? Eigið þjer
við, að þjer vilduð taka hana til fósturs?“
„Já“, svaraði Bernard með sinni sannfærandi og
rólegu röddu. „Mig hefir lengi langað til þess að
heyra, hvað yður findist um það?“
Ralston horfði á hann með aðdáunarsvip.
„Þá fáið þjer sannarlega nóg að hugsa“, sagði hanu.
Bernard brosti. „Jeg hefi tekið það alt saman til
yfírvegunar. Þjer vitið, að það fellur mjög vel á með
okjjur. Jeg veit hvernig á að fara að henni, og jeg
þykist geta gefið henni ánægjulegt og heilnæmt upp-
elði“.
Ralsfon majór lagði það ekki í vana sinn að slá
fó*jk1 gullhamra, en nú sagði hann eftir nokkra um-
hugsun: „Það væri án efa það besta, sem hent gæti
telpuna, að þjer tækjuð hana til fósturs. Og hvað
móður hennár viðkemur, þá held jeg að það kostaði
ekki mikla fyrirhöfn að fá samþykki hennar".
Nokkru síðar ók Ralston burt, en Bernard settist við
rxim Tessu og vakti yfir henni. Þegar langt var liðið
á kvöld, opnaði hún loks augun og rjetti strax
út höndina, þegar hún sá Bernard.
„Hefirðu setið hjerna allan tímann, Bernard
frændi?“, spurði hún. Hún var enn ekki vöknuð til
fulls’.
Bernard laut yfir rúmið og greip hönd hennar. „Já,
prinsessa litla. Jeg mátti til að gæta þín“.
Hún horfði á hann með tárin í augunum. „Bernard
frændi. Jeg hefi stöðugt verið að biðja síðan á afmælis-
daginn minn, af því að þú sagðir að jeg ætti að gera
það. En það ber engan árangur“.
„Um hváð hefir þú verið að biðja, vina mín?“
„Jeg hefi beðið þess heitt og innilega, að jeg yrði
dóttir þín“, syaraði hún með grátstafinn í kverkunum.
,Jeg hefi beðið þess eins vel og jeg mögulega get, og
þetta er heitasta óskin, sem jeg á til. Jeg held, að jeg
gæti orðið svo góð ef þú ættir mig, og það hefi jeg
líka sagt guði, en hann hefir víst ekki heyrt það“.
„Jú, jeg held nú samt, að hann hafi heyrt það“,
svaraði Bernard blíðlega. „Hann mun ávait uppfylla
óskir þínar, og þessa líka, áðnr en líður á löngu“.
„Heldurðu það?“, sagði Tessa og bros færðist yfir
andlitið. „Veistu það fyrir víst?“
„Já, jeg veit það“, svaraði Bernard rólega. „En
Bláklukka litla prinsessa verður að vera þolinmóð. Það
er ekki gott, að við fáum óskir okkar uppfyltar alt of
fljótt“.
„Vil'dir þú eiga mig?“, spurði Tessa og lagði hend-
urnar utan um hálsinn á honum.
„Já, það getur þú verið viss um“, svaraði hann.
Nokkrum dögum seinna, þegar Ralston majór hafði
rannsakað Tessu nákvæmlega, átti Bernard aftur langt
samtal við hann. Ótti læknisins hafði ekki verið ástæðu-
laus. Hann sagði, að Tessa þyrfti' fyrir alla muni góða
aðhlynningu og hjúkrun.
„Það skal hún líka fá“, svaraði Bernard. „En eins og
nú stendur á, get jeg með engu móti farið frá Stellu.
Vonandi líður ekki á löngu, áður en aftur kemst ró á.
í herbúðunum“.
„Já, það skulum við vona“, svaraði Ralston. „En jeg
skal biðja konuna mína fyrir Tessu, þegar þjer farið
til Bhulwana. Hvenær ætlið þjer að tala við frú Erm-
sted?“
„í kvöld“, sagði Bernard ákveðinn.
Ralston brosti. Svipurinn á andíiti Bernards minti
hann ósjálfrátt á Everard. „Já, þjer ættuð að gera
það liið allra íyrsta“.
En tækifærið til þess að tala við Nettu Ermsted var
þegar gengið Bernard úr greipum. Því að þegar hann
kom heim til Ralston seinna um kvöldið til þess að
liitta hana, koin majórinn til inóts við liann alvarlegur
i bragði, og rjetti honum skrifað pappírsblað.
„Frú Ermsted hefir augsýnilega sjeð fyrir mann-
kærleika yðar“, sagði hann.
Bernard fletti í sundur brjefinu og las eftirfarandi.
línur:
„Kæra Mary! f
Aðeins nokkrar línur, til þess að senda þjer og öðr-
um kunningjum kveðju. Til þess að útiloku allan mis-
skilning, ætla jeg að biðja þig að segja þeim, að jeg:
hefi nú loks ákveðið að velja þá leið, sem þegar á alt
er litið, hæfir mjer best. Hvað Tessu viðkemur, þá
arfleiði jeg þann fyrsta, sem vill eiga hana, að henni.
Kanske hinn æruverðugi faðir, Bernard Monck, vilji
gera það góðverk að taka hana. Hjá mjer vekur telp-
an engar hlýjar hugsanir. Mínar bestu þakkir fyrir
alla ykkar fyrirhöfn — því miður til einskis — til
þess að fá mig til þess að fylgja dygðarinnar drfiðtt
braut.
Þín einlæg
Netta.