Morgunblaðið - 22.09.1936, Side 6
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 22. sept. 1936.
Háskóiarektor Niels
Dungal svararöllum
tmútum stjórnarblaö-
anna lið fyrir lið.
Frá Niels Dungal prófess-
or hafa Morgunblaðinu bor-
ist eftirfarandi athugasemd-
ir:
Út af skrifum Nýja dagblaðs-
ins og Alþýðublaðsins í gær og í
dag vil jeg leyfa mjer að gera
eftirfarandi athugasemdir:
1. Við hverja Háskólasetningu
er það venjja að geta helstu við-
burða hins liðna Háskólaárs. Veit-
ing prófessorsembættisins ‘í laga-
deild var að dómi allra Háskóla-
kenuara sá atburður, sem gaf
mest tilefni til umhugsunar og var
því óhjákvæmilegt og í alla staði
eðlilegt að taka málið fyrir í setn-
ingarræðunni.
2. Setning Háskólans er hjer
eins og við alla aðra háskóla há-
tíðleg athöfn, sem fer fram eftir
föstum reglum, sem hefir verið
stranglega fylgt alla tíð frá stofn-
un háns. Hefst hún mpð þ(eim hætti
að hátíðafjóð Háskólans eru sung-
rj i
in í tveim köflum og flytur rektor
á mipi þeirra setningarræðu sína.
Þegar. H'áslrólaborgarabrjef hafa
verið afhent nýju stúdentunum,
endar athöfeiín með því að súng-
inn er þjóðsöngurinn. I»að er fast-
ur siður að enginn takí til máls
við þessa athöfn nema rektör.
3. Háskólakennarar höfðu í
skýrslu sin^, 'állir serii éirin, lýst
því yfir, að hr. tklriifUr Arnáson
væri ámælisverður ef hanri tætíi
’að sjer professorsembættið. Þess-
ari yfirlýsingu var ekki samrým-
anlegt að bjóða hann sjerstaklega
velkominn.
4. Herra Þórði Byjólfssyni var
þakkað fyrir störf sín víð setn-
ingarræðu rektors í fyrra, með því
að hann vari þá að ýfirgefa Há-
skóJann og. búið að^skipa hann í
Hæstarjett. Fyrir Jáví var ekki
ásteða tilíiað þakka V>ufim aftur
í haust.
5. Háskólinn hafði áður en setn-
ing fór fram boðið dr. Vilhjálmi
Btefánssyni í samsæti honum til
heiðurs og þótti mjer því ekki
ástæða til að ávarpa hann sjer-
staklega við Háskófasetninguna.
6. Setning Háskóla'n.s er fólgin
í athöfninni og er "iþess vegna
hvorki hjer nje annars staðar til
siðs að lýsa því sjerstaklega yfir
að Háskólinn sje settur, enda hef-
ir það aldrei verið gert hjer í þau
25 ár sem vjfjáskólinn hefir staðið.,
Reykjavík, 21. sept.
Niels Dungal.
Viðskiftahallinn var
ca. 46 milj. í stjórnar-
tíð umbótaflokkanna
Eftir dr. Odd Guðjónsson.
SJÁLFVIRK1
ÞVOTTAEFNI
Odtoðl*at
QJflpér þvottlno
mjallhvftann én
þess afl hann aja
nuddaður e ð a
b I e l k J a ð u r
GREIN mín í Mbl. í gær
hefir farið all óþyrmi-
lega í taugarnar á Nýja dag-
blaðinu, ef dæma má af þeinr
hrópyrðum, er það hreytir
úr sjer í dag. Blaðið er samt
aupjsýnilega í hinum mestu
vandræðum.
Það finnur, að almenningur trú-
ir ekki longur á blekkingar þess
um viðskiftajöfnuðinn, og sjer nú
aðeins eina leið út úr ógöngunuiu.
Hún er sú að reyna að telja les-
endum sínum trú um að jeg sje
ekki læs!
Blaðið hefir dottið ofan á þetta
snjallræði við að rekast á smá-
vægilega orðatilfærslu í grein
minni, sem olli því, að jeg taldi
viðskiftajöfnuð ársins 1935 óhag-
stæðan um ca. 7 milj. kr., í stað
ca. 5 milj. kr., eins og hann varð
raunverulega. Þessi missögn var
að sjálfsögðu þegar í stað leið-
rjett, enda þótt h4n raskaði eng-
an vegin-n kjarna þess, sem frám
var haldið.
En það er harla, athyglisvert,
að Nýja dagblaðið treystár sjer'
ekki til að mótmæla því, að við-
skiftajöfnuður þjóðarinnar við út-
löúd hafi, samkvæmt skýrslum
sem til eru, verið óhægstæður
um ca. 8 milj. kr. árið 1929,
um ca. 17 milj. kr. árið 1930,
um ca. 6 milj. kr. árið 1931,
um ca. 10 milj. kr. árið 1934,
um ca. 5 milj. kr. árið 1935.
Það er , segja, að á 5 stjóm-
arárum „umbótaflokkanna", hafi
viðskiftahallinn við útlönd numið
ca. 48 milj. kr.
Nýja dagblaðið hefir einnig orð-
ið að viðurkenna, að á tímum ,,í-
haldsstjórnarinnar“, 1932 og 1933,
hafi verið flutt út umfram inn-
flutt fyrir kr. 12.9 milj. Bða fyrir
upphæð, sem nægir til að jafna
þær ósýnilegu greiðslur, er þjóðin ,
í þessi. tvö ár þurfti að standa:
skil á til útlanda.
Þessar tölur um viðskifti þjóð- [
arinnar við útlönd, hefði Nýja!
dagblaðið átt að vjefengja, úr því
að það fann hvöt hjá sjer til að
ræða málið frekar. En af skiljan-
legum ástæðum kýs það annan
málflutning, sem er betur við þess
hæfi og innræti.
Og svo að lokum eitt enn. Nýja
dagblaðið kvartar sáran yfir því,
að jeg kenni stjórnum „umbóta-
flokkanna“ ranglega um, að við-
skifti þjóðarinnar hafi verið ó-
hagstæð á árunum 1929—1931 og
1934 og 1935. Þetta er ekki alls-
kostar rjett. Jeg kom ekki með
neinar ásakanir í garð þessara
stjórna um þetta atriði. Grein mín
var fyrst og fremst skrifuð til að
leiðrjetta rangfærslur blaðsins um
viðskifti þjóðarinnar í tíð „íhalds-'
ins“ 1932 og 1933. En jeg gerði |
jafnhliða dálítið annað og það ‘
sárnar blaðinu mjög, af því að
jeg notaði þar þess eigin rök og
sýndi þar með óheiðarlega mál-
færslu blaðsins sjálfs.
Jeg benti sem sje mjög hóg-
værlega á, að ef Nýja dagblað-
ið fullyrðir, að viðskiftajöfnuð-
ur áranna 1932 og 1933 sje að
öllu leyti á ábyrgð þeirrar
stjórnar, sem þá er við völd, þá
verði blaðið einnig að viður-
kenna, að þeir sem fara með
stjórn landsins fyrir og eftir
þetta tímabil, beri sömu ábyrgð
á, hvernig viðskifti þjóðarinnar
við útlönd eru í þeirra stjórnar-
tíð.
Bftir svari blaðsins við grein
minni að dæma, vill blaðið
erin ekki fallast á að vera sjálfu
sjer samkvæmt í þessu máli. En
blaðið sjer og finnur, að það hefir
hlaupið á sig, og er orðið bert að
blekkingum. Með því má ef til
vill afsaka hið eymdaijlega svar
þess við grein minni.
19. sep»t. 1936.
Oddur Guðjónsson.
Pjetur Magnússon
Kínar B Guðmundsson
Guðlaugur Þorláksson
Fímar 3602, 3208, 2002
Austurstræti 7.
Skri'fstofutími kl. 10—12 ne 1—9.
Jafnfrarat því að Skandia-
xnótorar hafa fcngið miklar
endurbætnr, eru þeir nú
lækkaðir í verði.
Áðaiumboðsmaður
Garl Proppé
Einkennilegasta íslenska sundlaugin
gjöreyðilögð.
Sundlaug Eyfellinga
fvltist af aur í óveðrinu.
$úUmla5i
hefia* hlotiH
bestu metlmæli
EGjGERT claessen,
hæstarjettarmálaflutningsmaður.
Skrifstofa: Oddfellowhúsið,
Vonarstræti 10.
(Iraigangur um austurdyr).
Iofviðrinu mikla í vikunni
sem leið kom hlaup í
Lau^ará í Eyjafjöllum.
Rennur á þessi fram hjá
Seljavöllum og upp með
henni, hátt uppi í fjallinu,
var sundlaug Eyfellinga, hin
einkennilegasta sundla-ug,
sem til var h.jer á lancli.
Áin hljóp á laugina og
ónýtti hana gjörsamlega,
braut algjörle^a af gafl
hennar, sem að ánni vissi,
þótt ramger væri, fylti
sundþróna af aur o.o: .errjóti,
svo að nú er sljett yfir hana.
Sundlaug þessi var 7—8 ára
gömul, og var það íþróttafjelag
Eyfellinga, sem ljet gera hana,
með ærnum kostnaðí og fórnfýsi.
Var þó nokkuð um það deilt fyrst
í stað, hvar laugin skyldi vera,
því að sumir óttuðust Laugará
og skriðuhlaup úr fjallinu. En
svo var laugin bygð þarna undír
háum klctti og átti hann að varna
skriðuhlaupum.
Sundlaugin var 25 metrar á
lengd og 6—8 metra breið, dýpi
1—21/2 m.
Þegar laugin var fullger, settu
Eyfellingar á sundnámsskyldu hjá
sjer, og hefir fjöldi manns lært
að synda þar á undanförnum ár-
um. í sumar voru bygðir klefar
við laugina og standa þeir enn.
Eyfellingum þykir sem von er
skaði mikill að missi sundlaugar-
innar, og munu hefjast handa um
að koma sjer upp annari laug,
eða gera við þessa. Væri ekki
nema sanngjarnt, að hið opinhera
styrkti þá -að einhverju leyti til
þess, þar sem tjón þetta er af
'náttúrunnar völdum.
Sennilega verður horfið að því
að moka upp sundþróna og gera
við bana, steypa öflugri varnar-
garð meðfram ánni, og sprengja
úr ánni kletta, svo að vatnsrensl-
ið hafi frjálsari framrás. Verður
þetta ódýrara heldur en að gera
nýja sundlaug, vegna þess hve
mikil mannvirki eru þarna uppi
í fjallinu óskemd enn.
Búnaðarfjelag fslands
sjálfstæð stofnun.
FRAMH. AF FIMTU SÍÐU.
stofnað að mjög miklu leyti að
’ástæðulausu, þótt löggjafarnir
telji það atriði smávægilegt, þá
er þó ástæða til í sambandi við
það, að gera sjer greití fyrir vinm-
ingnum. Það eina sem talið hefir
verið fjölgun Búnaðar}*rigsfulltr.
til ágætife er þrið, að irieð pvi gíetí
hvert sýslufjelag efþnast. sinn full-
trúa á Búnaðarþingi. Þar er til
að svara, að svo stórkostleg fjölg-
u.n fulltrúa er ekki náuðsynleg til
þess að það náist, sem hjer er
gert rá.ð fyrir. í öðru lagi eru
mörg hinna eldri sambanda, sem
ná yfir fleiri en eina sýsln, það
búnaðarfjelagslega þroskuð og
rótgróip, að slíkur metingur kem-
ur eigi til greina, auk þess sém
engin trygging er fyrir því í jarð-
ræktarlögunum, að frambjóðend-
ur og kosnir BúnatSárþihgsfuíltrú-
ar verði jafnt dreifðir eftir sýslu-
fjelögum, og þar sem staðhættir
valda því innan sambanda, að óá-
nægja gæti risið af þessum ástæð-
um, mvmdi áreiðanlega mega úr
því bæta án þess að bylta öllu
skipulagi fjelagsskaparins. Þunga-
miðja þessa máls verður þá sú:
Að Búnaðarfjelag íslands hefir
síðan fyrir aldamót og á í fram-
tíðinni, eitt að byggja upp sitt;
skipulag í samræmi við óskir og
tillögur búnaðarfjelágsskaparins í
landinu, þ. e. bændanna sjálfra —
en ekki eftir valdboði frá æðri
stöðum, og þegar bændurnir al-
ment fara að óska eftir beinu
kosningafyrirkomulagi til Búnað-
arþings, þá fyrst kemur til kasta
Búnaðarþings að rannsaka, hvern-
ig því yrði hest, fyrir komið.
Búnaðarþingi, 14. sept. 1936.
Jakob H. Líndal. Ólafur Jónsson.
Sveinn Jóns|on. Jón Sigurðsson.
M.s. Dronning Alexandrine fór
frá Vestmannaeyjum í gærmorg-
un áleiðis til Færeyja, Leith og
Kaupmannahafnar.
! ’ 14 a
I p?