Morgunblaðið - 26.09.1936, Qupperneq 2
2
MCJKGUJS’ JiLAÐLÐ
Laugardagur 26. sept. 1936.
Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Rltstjórar: J6n Kjartansson og
Valtýr Stéfánsson —
áby rgSarmatSur.
Rltstjórn og afgreiSsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Auglýsingastjðri: E. Hafberg.
Auglýsingaskrif stof a:
Austurstræti 17.— Sími 3700.
Heimaslmar:
J6n Kjartansson, nr. 3712
Valtýr Stefánsson, nr. 4220.
Árni Óla, nr. ,3045.
B. Hafberg, fir. 3770.
Áskriftagjald: kr. 3.00 á mánuBi.
í lausasölu: 15 aura eintakið.
25 aura meS Resbók.
Dauðatrú
Alþýðublaðsins.
Síldinni er daglega mokað
upp í þúsundum tunna hjer við
Faxaflóa. En það eru fleiri en
aumingja sí'ldin sem láta á-
netjast, þessa dagana. Alþýðu-
blaðið hefir í umræðum þeim,
sem orðið hafa um þessar síld-
veiðar komíst í þá flækju, að
ekki virðist undankomu auðið.
í gær kemst blaðið að þeirri
niðurstöðu, að það Sje ekki
Finnur, heldur ,,íhaldið“, sem
ráðið hafi hve mikið var selt
af síld til Rússlands! Og ann-
f ’■
að, sem það lætur frá sjer
fara er ekki vitúrlegra, nema
síður sje.
Blaðið kemst svo að orði:
,,Um 60—70 bátar stunda
veiðar við Flóann í reknet. Afli
undanfarið, bendir til, að á
skömmum tíma mætti veiða og
salta — ekki 1 tug þús. tunna,
— heldur mörg þúsund tunn-
ur. Hver vildi svo æskja, að
kalla yfir fiskimennina, fólkið í
landi, lánstofnanir, þær hörm-
ungar fjárhagslega, sem af því
leiddi. Enginn, nema Morgun-
blaðið“.
Já, mikill þjóðar-voði er hjer
á ferðinni!
Faxaflói er fullur af síld, dag
lega mokað upp þúsundum
tunna!
Ógnin, sem felst í þessum
upphrópunum Alþýðublaðsins,
er því líkust, sem hjer væri
verið að SQgja frá einhverjum
voðalegum vágesti, sem öslaði
að landi, skiljandi eftir sig
dauða og tortímingu.
Matthías var ekki kvíðnari,
þegar hann ávarpaði hafísinn:
„Ertu kominn, landsins forni
fjandi“ — heldur en Alþýðu-
blaðið er nú yfir ágangi þess-
arar glitrandi sjávarskepnu.
Já, mikil ósköp væri til þess
að vitaA ef sjómenn}rnir hjeldu
áfram að moka upp síldinni!
Það yrði líklega hallæri pm
alt. land! , , j
Hvaða trú er það, sem lýs-
ir sjer í þessum kveinstöfum
Alþýðublaðsins? c Er- það trúin
á' sjómn vjð strendur .lands-
ins, sem áframha 1 dandirbjarg-
ræði íslensku þjóðarinnar!
Nei, það er alt' önnur trú.
Trú, sem Alþýðublaðið húfir
lengi boðað — trúin á „dauð-
ánn Qg . allsleýsið"!
En þótt Alþýðublaðið telji
erfiðleika á, því' að fá mark-
að fyrir Faxaflóa síldina, mun
því þó reynast ennþá erfjðara
að fá markað fyrir dauðakenn-
'ingar sínar í íslenskum at-
vinnumálum.
SOKN HAFIN A BILBAO.
V ------
Uppreisnarmenn verjast enn i Alcazar-víginu.
KAUPMANNAHÖFN f GÆR.
FRÁ FRJETTARITARA MORGUNBLAÐSINS.
FRESTUR sá, er uppreisnarmenn höfðu
gefið íbúunum í Bilbao og Santander
til þess að gefast upp, var útrunninn
í nótt sem leið. Höfðu borgirnar þá ekki viljað
gefast upp.
Uppreisnarmenn hafa nú umkringt Bilbao að
miklu leyti. Sendu þeir í gærkvöldi seinustu á-
skoranir sínar til borganna um það, að gefast
upp, í gegn um útvarpið. Ella hótuðu þeir því, að
hefja sókn þegar með morgni.
I F.Ú. skeyti segir að skömmu eftir kl. 1 um nóttina hafi
uppreisnarmenn farið að hreyfa sig í áttina til Bilbao og sæki
nú að borginni bæði að austan og sunnar.
flin Irækilega vörn
Italir koma ekki
til Genf.
Mussolini ætlar fyrst að leggja
alla Abyssiníu undir sig.
Alcazarvígið. Þennan turn hafa u ppreisnarmenn enn á sínu valdi.
KAUPMANNAHÖFN I GÆR.
FRÁ FRJETTARITARA MORGUNBLAÐSINS.
ERLENDIR blaðamenn, sem hafa komið
til Aicazar-vígisins, þar á meðal
frjettaritari Reuters frjettastofu,
segja að það sje ekki satt, sem stjórnin í Madrid
tilkynti í gær, að vígið væri fallið.
Stjórnarherinn hefir aðeins náð nokkrum
hluta af því, en uppreisnarmenn hafa enn í sínu
valdi mestan hluta þess. Hafast þeir við í neðan-
jarðarhvelfingum, og halda uppi látlausri orustu
við stjórnarherinn. En her uppreisnarmanna
nálgast nú Toledo.
Enska blaðið „Daily Telegraph“ hyggur þó að sókn upp-
reisnarmanna hafi stöðvast fyrir undarlegt örþrifaráö, sem
stjórnin greip til, til þess að 'hefta sóknina að Toledo og Madrid.
Ljet hún brjóta stíflur í Alberché-fljótinu, en við það ruddust
tíu miljónir teningsmetl'a af vatni niður dalinn og skall flóð-
bylgjan yfir hjeraðið austan við Toledo. Virðist svo sem hun
hafl eiriangrað fremsta sóknáilið uppreisnarmanna 'hjá” borg-
mm.
I F.Ú. skeytum segir að
stjórnarherinn hafi náð nokkr-
úm mikilsverðum hlutum Al-
cazar-kastala. Til dæmis hafí
þeir á sínu valdi rústirnar af
eldhúsinu, borðstofurnar, mat-
arbúrið í kjallaranum og vatns-
geymsluna. Ef uppreisnarmenn
hefði ekki tapað þessum hlut-
um vígisins, gæti þeir varist
lengi ennþá.
Uppreisnarmenh sækja úú til
Toledo að vestan og norðán. I
gær voru þeir sagðir 10 mílur
frá borginni, eh í dag er sagt að
nokkur hluti hers þeirra sje
kominn fast að borginni, og
,muni verða kominn inn í hana
áður en dagurinn er á enda.
Þetta er samkvæmt frjettum
frá uppreisnarmönnum, en frá
stjórninni hafa engar frjettir
borist þessu til staðfestingar,
eða hnekkis.
KBH. I GÆR.
EINKASKEYTI TIL
MORGUNBLADSINS.
'T'IMES segir að Italir
muni tæplega segja
sig úr Þjóðabandalag-
inu, en sennilega muni
þeir hvorki taka þátt í
fundum í Genf nje Lo-
carnofundi fyr en Abysj
siníumálið sje til lykta
leitt á þann hátt, sem
ítalir vilja.
Það ganga þær fregn-
ir, að Mussolini hafi gef-
ið Graziani hershöfð-
ingja skipun um það, að
leggja sem fyrst undir
sig þaðj sem eftir er af
Abyssiniu, sjerstaklega
ivesturhluta landsins, þar
sem hin sjálfstæða
stjórn í Gore fer nú með
völd. Er búist við því, að
það muni taka 6 mánuði.
Reynt að blíðka Itali.
London í gær F.tí.
Þjóðabandalagsþingið kom
saman á fund í gærkvöldi, og
voru sex varaforsetar kosnir.
Venjulega eru þeir kosnir sem
nafngreindir menn, en frá því
var vikið í þetta skifti, og var
kosið um þá, sem fulltrúa ríkj-
anna. Þetta var gert til þess, að
unt væri að kjósa fulltrúa Ital-
íu. Kosningu hlutu fulltrúar:
Frakklands með 49 atkvæðum,
Stóra-Bretlands með 47 at-
kvæðum, Júgó-Slavíu með 44
atkvæðum, Canada með 39 at-
kvæðum, Sovjet-Rússlands með
36 atkvæðum og Ítalíu með 32
atkvæðum.
Á þennan hátt er Þjóða-
bandalagsþingið að gefa Ítalíu
í skyn, að tilgangurinn með því
að leyfa abyssinsku fulltrúun-
um setu á þingi hafi ekki ver-
ið sá, að móðga Italíu.
Abyssiniukeisari kom til
baka til Englands í dag. Á
meðal þeirra, er voru í för með
honum, var Ras Desta.
sjer að nota þessa samkomu
Þjóðabandalagsins til að koma
á Vestur-Evrópu sáttmála með
þátttöku Þjóðverja og ítala, eh
með atkvæðagreiðslunni hafi
Italía verið útilokuð frá þátt-
töku í starfi Þjóðabandalagsins
að þessu sinni og Vestur-Evrópu
sáttmálinn þar með að engu
gerður.
Journal (franskt) skellir
skuldinni af eftirlátsseminni við
Abyssiniu á Litvinofí, fulltrúa
Rússa, og kveður hann hafa
veitt Þjóðabandalaginu rýt-
ingsstungu með afstöðu sinni.
Kveður blaðið ákvörðunina
móðgun við Itali.
Daily Mail (enskt) segir að
Þjóðabandalagið hafi í gær
framið einhverja þá mestu!
skyssu, er það hafi nokkuru
sinni hent.
Itölsku blöðin tala um „Mesta
þorparabragð Þjóðabandalags-
ins“ og „Brúðuleikhúsið í
Genf“ o. s. frv.
Franski blaðamaðurinn Par-
tinex segir í grein um málið, að
með þessum úrslitum sje álit
Frakklands og Englands kom-
ið niður að lágmarki (F.Ú.).
in harðorð.
Figaro (franskt) segir að
Bretar og Frákkár hafi ætlað
Vænlegri horfur
f Kina.
London 25. sept. F.U.
Ástandið í Shanghai er nú
ekki talið eins alverlegt í dag
og það var í gær. Japanska her-
stjórnin hefir dregið til baka
meginið af því herliði, sem hún
hafði sett þar á land, og halda
nú japanskir sjóliðar aðeins
vörð um það svæði, þar sem
Japaninn var myrtur á dögun-
um. Japanska stjórnin hefir
sent Nanking stjórnínni mót-
mælaskjal, og óskað þess, að
stjórnin ábyrgist, að slíkir at-
burðir endurtaki sig ekki. Full-Í'
trúi í utanríkismálaráðuneytinu
hefir neitað því algerlega áð
samkomulagsumleitanir milli
japönsku og kínversku stjórn-
arinnar hafi farið út um þúfur,
og utanríkisráðherra Japana
hefir fullvissað breska sendí-
herrann, Sir Robert Clive, um:
það, að japanska stjórnih
Pí efði alls ekki í hyggju að grípa
til neinna örþrifaráða.