Morgunblaðið - 26.09.1936, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 26.09.1936, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 26. sept. 1936. 1 | Framh. af 5. siða. .. Garðar Gislason: Kjölverslunin II. Gærar. Kaupl gærur. Ilækkað verð. 5ig. Þ. 5kjalöberg. Annar kaupmaður, sem ekki TÍrðist, hafa brotið reglur nefnd- arinnar, hefir sláturhús, kjöt- Tinslu og kjötsölu við hlið kaup- fjelags í fjölmennum kaupstað. Undanfariii . ár hefir hann með miklum eftirgangsmunum fengið slátrunatjleyfi af mjög skornum skamti, en mi virðist engrar miskunnár að vænta. Neitunin hljóðar þannig: Reykjavík 31. ág. 1936. N. N. „Á fundi nefndarinnar í dag var yðar synjað um sláturleyfi, þar sem ekki verður sjeð ann- að, en að þjer getið fengið nóg kjöt keypt á Siglufirði með heildsöluverði, og því ekki sjá- anlegt, að yður nje öðrum sje greiði gerður með því að veita yður slikt leyfi. Auk þess slátr- uðuð þjer ekki á Siglufirði ár- ið 1933, og því vafasamt, hvort nefndin nokkurn tíma mátti veita yður sláturleyfi, enda þó það hafi verið gjört, meðfram af misskilningi. Yirðingarfylst. KjÖtverðlagsnefndin“. etta er sjerlega bagalegt fyr- ir viðkomandi mann, þar sem hann hefir lagt mikið fje í vjelar til kjötvinslunnar og hefir í sumar neyðst til þess að kaupa dýru verði margar smálestir af freðkjöti frá ísafirði og Reykja- vík til vinslu, til þess að full- nægja nokkr.um kröfum* viðskifta- manna, með því að ekkert kjöt var fáanlegt á staðnum. Nú er honum vísað til kaupfje- lagsins sem eina kjötsalans í kaupstaðnum, þrátt fyrir það- þótt það sje dýr og óþarfur millfliður, sem engar birgðir hef- ir á boðstólum þegar mest á ríð- ur, samkvæmt fenginni reynslu. Þá þekki jeg þriðja kaupmann- inn, er stendur einn uppi með slátrun og kjötverslun við hlið voldugasta kaupfjelagsins og tal- inn er að hafa selt of mikið kjöt innanlands af síðustu fram- leiðslu. Áður en skipulagíð kom til sölunnar seldi hann um 70% af kjöti sínu innanlands. Nú er slátrunarleyfi hans þannig, að raunverulega var honum skipað með alt sitt kjöt á norska mark- aðinn, þótt hann hafi nú eftir mikla eftirgangsmuni fengið leyfi til þess að selja eitthvað af nýju kjöti meðan á slátruninni stend- ur. Annars munu slátursleyfi flestra kaupmanna nú vera bund- in því skilyrði, að þeir selji ekki yfir % part af kjöti sinu á inn- lendum markaði og að frá þvi kjötmagni sje dregin „umfram- sala síðasta árs“. Og að þeir kaupi ekki fje á fæti, eins og áð- ur er getið. Allir sanngjarnir menn hljóta að viðurbenna, að hjer er um hróplega hlutdrægni að ræða, ekki aðeins gagnvart kaupmönn- um, heldur einnig gagnvart þeim framleiðendum og neytendum, sem vilja hafa frjálsræði til þess að ákveða, hvar þeir selja eða af hverjum þeir kanpa sinn kjöt- bita. Til þess að gefa mönnum hug- mynd um, hvaða fjárhags- lega þýðingu það hefir fyrir kaupmenn, að þeim er vísað á lakasta markaðinn, birti jeg hjer verð það, sem nefndin hefir á- kveðið fyrir síðasta árs fram- leiðslu. Er þetta verð þó ekki það, sem bændum raunverulega hefir verið greitt, því það er án tillits til þess, í hvaða ásigkomu- lagi kjötið er selt, og verða kaup menn auðvitað að fylgja því verðlagi, sem samvinnufjelögin ákveða. Útflutt saltkjöt 0,67% að viðb. Útflutt freðkjöt 0,82 að viðb. Kjöt selt innanlands er áætlað Árið áður (1934) var verðmis- munurinn á saltkjöti og freðkjöti 13% eyrir að meðtalinni verðupp- bót. Verðlag nefndarinnar á út- fluttu saltkjöti og freðkjöti er bygt á upplýsingum frá SÍS, sem kaupmenn álíta of hátt að því er saltkjötið snertir, en of lágt á freðkjötinu. Þeim reiknast, að norska verðið hafi að jafnaði orðið sem næst 0,62 pr. kg. netto, én bændum mun víðast hafa ver- ið borgað um kr. 0.88 pr. kg. fyr- ir I. flokks kjöt. Er hjer um að ræða raunverulegan verðmismun, er nemur kr. 0,26 pr. kílógr., eða að frádreginni verðuppbótinni (H% eyrir) 14i/2 eyrir pr. kg., sem kaupmenn verða að borga úr eigin vasa á þennan kjötflokk, ef þeim er meinuð betri sala. En með tilliti til þess verðs, sem bændum hefir verið borgað, hlýtur freð- kjötssalan að hafa gefið hærra verð, en upp hefir verið látið. Það virðist því vera sanngirnirkrafa, að þeir, sem neyddir hafa verið til þess að selja á lakasta mark- aðinum, fái meiri uppbót af fje því, sem eftir stendur í Verðjöfn- unarsjóði. Ennfremur má benda á það, hve bagalegt það er fyrir kaup- menn, að Kjötverðlagsnefndin gefur þeim ekki slátrunarleyfin fyr en í byrjun sláturtíðar. Gefst þeim því oft ekki svigrúm til þeas að gera nauðsynlegar ráðstafan- ir, afla sjer salts og umbúða og leyfi ríkisstjómarinnar til Noregs sölu, en þær umsóknir era venju- lega heimtaðar fyrir 1. ág. ár hvert. Ff þess er ekki kostur, að Kjötverðlagsnefndin hætti störfum, væri full þörf á því, að hún sýndi mönnum meira jafn- rjetti, velvilja og sanrigirni. Og þess verður að krefjast, að lög- unura og framkvæmd þeirra verði breytt í þá átt, sem hjer er farið fram á. 1) Að fjárslátrun og kjötsala innanlands verði frjáls þeim sem fullnægt geta skilyrðum þaraðlútandi (um sláturhús, heilbrigðisráðstöfun og hrein- læti), svo og verslun með lif- andi fje. 2) að verslun með kjöt sje frjáls manna á milli. 3) að þeir, sem eigi hafa að- stöðu til freðkjötssölu, sitji fyrir innanlandsmarkaði, ef salan er ekki frjáls. 4) að kjötverðlag nefndarinnar sje hið sama á öllu landinu á sambærilegu kjöti, eða ekki meiri verðmismunur en sem svarar flutningskostnaði á hinn besta innlenda markað. 5) að verðjöfnunargjaldið jafni verð á öllu sambærilegu útfluttu dilkakjóti, hvort erÓj gjaldi 0,11,5, eða 0,78 pr. kg. erðj.gjaldi 0,03, eða 0,85 pr. kg. ð hafi selst að meðalt. 0.90 pr. kg. heldur sem það er fryst eða saltað. 6) að kaupmenn og kaupfjelög, er standa utan við SÍS, eigi kost á frystingu og geymslu á kjöti sínu við kostnaðar- verði, í þeim frystihúsum, sem notið hafa fjárstyrktar af almanna fje, og að þeir aðilar eigi aðgang að ensk- um markaði með freðkjöt í hlutfalli við SÍS. 7) að slátrun sje engin tímatak- mörk sett og að sláturleyfin (ef leyfi þarf að gefa) sjeu gefin öllum samtímis, ekki síðar en 1. ágúst ár hvert. 8) að heildsölu- og smásöluverð nefndarinnar sje nægilega birt í blöðum og í útvarpinu á hverju laugardagskveldi í sláturtíðinni, er gildi fyrir komandi vibu. 9) að unnið sje að aukinni sölu erlendis á kjöti og öðrum sláturafurðum. 10) að umboðsmenn eða trúnað- armenn nefndarinnar sjeu ekki sjálfir við slátrun eða kjötsölu riðnir, nje í þjón- ustu þeirra fyrirtækja, er hafa slátrun eða kjötsölu á hendi. 11) að skipaður sje einn maður í nefndina eftir útnefningu Verslunarráðs íslands, eða að kaupmönnum sje gefinn kost ur á að hafa trúnaðarmann í nefndinni með aðstöðu til þess að rannsaka alt það, er að kjötsölunni lýtur. Að lokum óska jeg þess, að Kjötverðlagsnefnd og aðrir hlutaðeigendur taki þessar athuga- semdir og tillögur til vinsamlegr- ar meðferðar og leitist við að draga úr þeim skaða og óþægind- um, og þeirri óánægju, sem lögin valda. Efast jeg þá ekki um það, að betur verður náð því marki, sem á að vera aðal tilgangur þeirra, að greiða fyrir kjötsöl- unni. ALT til reknetavetða, dragnólaveiða. VERSIUN O. ELLIBÍGSEN. Kaupsjslumenn, útgerðarmenn og iðjuhóldar. Þegar yður vantar verkamann, sjómann eða iðnaðarmann, til ein- hverra starfa, sparið þjer yður fyrirhöfn með því að hringja til Ráðn- ingarstofu Reykjavíkurbæjar. Stofan leggur áherslu á að útvega rjetta manninn til verksins og reynir að láta þann fá vinnuna sem í svipinn hefir mesta þörf fyrir hana. Skráðir atvirmuurrisækjendur í karlmanna-deildinni eru eingöngw heimilisfastir Reykvíkingar. Oll aðstoð við ráðningar fer fram án endurgjalds. Róðningarstofa Reykjavíkurbæjar. Lækjartorgi 1. Sími: 4966. GÆRUR KAEPIR Heildverslun Garðars Gíslasonar. Utvega frá Þýskalandl allskonar: smávörur, verkfæri, hurðarhúna, skrár o. fl. Friðrik Hafnarstræti 10—12. (Edinborv). Berielsen. Sími 2872.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.