Morgunblaðið - 01.10.1936, Síða 4

Morgunblaðið - 01.10.1936, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 1. október 1936. Stldarvitvegsnefnd staðfestir skrif Morgnnblaðsins um Faxasíldina. Leyfir §oUun á um 14 þúsund tunnum. Sölumöguleikar i Þýskalandi, Amerfku og Svfþjóð! Hvað verður úr „hörm- ungum“ Alþýðublaðsins ? „Þ AR sem ekki hefir verið fyltur matjes- síldarkvóti til Þýskalands, eru líkur til að eitthvað megi selja á þann markað af ljettsaltaðri Faxasíld til reykingar“. „Ennfremur má vera að selja megi lítið eitt af svilfullri Faxasíld til Ameríku og sömuleiðis er nú þegar gerður samningur um sölu á 2000 tunnum af ljettsaltaðri síld til Svíþjóðar“. Þannig hljóðar upphaf tilkynningar þeirrar frá Síldarútvegsnefnd, sem birtist hjer í blaðinu í dag. Og með tilliti til þessara sölu- möguleika á Faxasíld, sem Síld arútvegsnefnd hefir nú alt í einu komið auga á, leyfir nefndin söltun frá 150—225 tn. á bát, eða sam.tals um 14 þús. tunnum. Þessi tíðindi munu gleðja þann fjölmenna hóp sjómanna og verkamanna, sem atvinnu liafa við síldveiðarnar hjer við Faxaflóa. Meðan Síldarútvegsnefnd sat norður á Siglufirði heyrðist aldrei annað frá henni, viðvíkj- andi Faxasíldinni en aðvörunin fræga, til útgerðarmanna, að salta ekki síldina. En það var i raun og veru sama og að banna mönnum að veiða síld nema ísaða á Þýskalandsmark- aðinn. En útgerðarmenn undu þessu illa og kröfðust þess, að Síld- arútvegsnefnd kæmi hingað suður til skrafs og ráðagerða. Það varð úr, að nefndin kom suður og hafa útgerðarmenn setið á ráðstefnu með nefnd- inni síðan. Árangurinn af þessum sam- tölum varð sá, sem að framan .greinir, að nefndin hefir nú leyft söltun á nál. 14 þúsund tunnum Faxasíldar. Sá stóri galli er þó hjer á gjöf Njarðar, að Síldarútvegs- nefnd heimtar að hafa sjálf með höndum sölu á allri mat- jesverkaðri síld, en það er ein- mitt þessi tegund síldar, sem mestir möguleikar eru fyrir, að því er snertir Faxasíldina. En þess verður að vænta, að enda þótt nefndin taki einka- sölu á þessari síld, leyfi hún útgerðarmönnum að útvega kauptilboð í síldina. Einnig verður að krefjast ^þess af nefndinni, að hún, eða menn úr henni verði hjer altaf !til staðar, til þess að líta eftir ! verkun síldarinnar og taka á móti kauptilboðum. * Morgunblaðið fagnar því, að þetta hefir þá unnist í þessu umþráttaða Faxasíldarmáli. Atvinna þeirra 800—1000 manna, sem vinna við síld- veiðarnar hefir verið trygð. En hvað segir Alþýðublaðið nú?, Á dögunum sagði þetta !,,málgagn hinna vinnandi stjetta": „Allir, sem hugsa um þessi mál af dálítilli skynsemi hljöta að sjá, að það nær ekki nokk- urri átt, að leyfa söltun hjer á Faxasíld". Og Alþýðublaðið sagði meira. Það sagði að söltun Faxasíldar mundi „kalla f járhagslegar hörmungar y fir fiskimennina, fólkið í landi og lánstofnan- irnar“!! Alþýðublaðið var einnig á dögunum að fjandskapast við útgerðarmenn fyrir það, að þeir skyldu salta síld í óleyfi Síldar- útvegsnefndar. Þessi söltun fór fram vegna þess, að útgerðarmenn höfðu ákveðið kauptilboð í síldina frá Svíþjóð, en Síldarútvegsnefnd vildi ekki samþykkja, enda þótt verðið væri sæmilegt. | En nú hefir síldarútvegs- nefnd loks sjeð sig til knúða að samþykkja tilboðið. Og nú er síldin fyrirliggjandi í tunn- unum á landi. Fjandskapur Alþýðublaðsins í garð verkalýðsins hefir enn ný verið afhjúpaður. Blaðsnep- úllinn ætti því að fara að skammast sín og hætta að telja |sig málgagn „hinna vin„andi stjetta“ í landinu. Fulltrúar Norðurlanda í Genf, utanríkismálaráðherrar Dana, Munch, Svía, Sandler, Norð- manna, Koht, og Finna, Wicksell. Myndin er tekin síðastl. vor. Tilkynning frá Síldarútvegsnefnd. Þar sem ekki hefir verið fyltur Matjessíldarkvóti til Þýskalands, eru líkur til að eitthvað megi selja á þann markað af ljettsaltaðri Faxasíld til reykingar. Enn fremur má vera, að selja megi lítið eitt af svilfullri Faxasíld til Ameríku og sömu- leiðis er nú þegar gerður samningur um sölu á 2000 tunnum af ljettsaltaðri síld til Svíþjóðar. Með tilliti til þessa hefir Síldarútvegsnefnd ákveðið að veita reknetabátum, er veiðar stunda sunnanlands, veiðileyfi til söltunar sem hjer segir: a) 225 tunnur á hvern bát, sem veitt hefir í Rússasölu 200 tunnur eða meira. b) 150 tunnur fyrir aðra báta. Síld sú, sem söltuð kann a$ hafa verið utan Rússasamnings, áður en veiði- leyfi þetta er gefið, dregst frá framangreindu söltunarleyfi. Ekki verður leyfður útflutningur á síld nema hún sje seld eigi lægra en með eftirfarandi lágmarksverði, frítt um borð: Saltsíld venjuleg — magadregin . — hausskorin og slógdregin — hausskorin og’ slægð Kryddsíld kverkuð — hausskorin — hreinsuð Flökuð síld Óverkuð saltsíld (rundsaltað) kr. 21.00 — 22.75 — 26.50 — 29.00 — 28.00 — 30.00 — 32.00 Útflutningur á síld í umboðssölu verður alls eigi leyfður. 41.00 19.00 Sala á skoskverkaðri (matjesverkaðri) síld fer fram fyrir milligöneru Síldar- útveersnefndar. Um leið og síldarútflytjandi sækir um útflutningsleyfi verður hann að gefa upp af hvaða bátum síldin hefir verið söltuð. Vegna óseldra síldarbirgða, sem liggja hjer í landi, og mikils framboðs á síld annarsstaðar frá, vill nefndin enn á ný vara síldarsaltendur við að salta síld nema þeir hafi trygga sölu fyrir hana. Hvað viðkemur sölu á skoskverkaðri síld, getur nefndin að sjálfsögðu enga ábyrgð tekið á, hve mikið verði hægt að selja af henni. Nefndin vill brýna fyrir mönnum að vanda verkun og aðR'reiningu síldarinn- ar sem best, þar sem búast má við, að ekki sje unt að selja hana að öðrum kosti, og ber hver saltandi fulla ábyrgð á sinni framleiðslu. Síldarútvegsnefnd.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.