Morgunblaðið - 01.10.1936, Side 6

Morgunblaðið - 01.10.1936, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur L október 1936, StyðjiQ hlutaveltu Sjáltstæðismanna! Ávarp frá hlutaveltu- nefndinni. SJÁLFSTÆÐISMENN hafa nú eignast sumarskemtistað, og engum blandast hugur um hversu mikil nauðsyn er að bæta staðinn til þess að hann geti orðið fullkom- inn að mannvirkjum, eins og hann er fullkominn frá náttúrunnar hendi. Skemtistaðarmálinu var hrint af stað, fyrst og’ fremst fyrir áhuga, fórnfýsi og samheldni Sjálfstæðismanna. Ávaxtanna af þessu nutu þúsundir manna á öllum aldri á þessu sumri, sem nú er að kveðja. Sjálfstæðismenn hafa J nu fundið þann stað, þar sem þeir munu koma saman í framtíð- inhi til útiskemtana, þar sem menn geta hvílst og notið heil- jiæmrar útivistar á sólbjörtum sumardögum. Þeir eru ákveðnir í því að gera þennan stað svo úr garði, að þar skorti ekkert sem verða má til að gera stað- inn fullkominn. En til þess þarf áframhaldandi áhuga, fórnfýsi og samheldni. Væntanlegar umbætur kosta mikið fje og verður nú hafist handa að safna því meðal flokksmanna. Einn liður í þess- ari söfnun er, að ákveðið hefir verið að halda hlutaveltu' til ágóða fyrir skemtistaðinn. Hlutaveltan verður haldin í Iþróttahúsi K. R. n. k. fimtudag 8. þ. m. MINNI EYSTEINS. PRAMHALD AP 3. SÍÐU Bækurnar kvaðst, Steinþór hafa tekið úr bókaskáp Ásgeirs Pjet- urssonar, bróður Ouðmundar Pjet- urssonar símritara. Kvaðst Stein- þór hafa haft leyfi Árna Agústs- sonar til þess að „pantsetja" bækurnar. Arni kannaðist þó ekki við þetta, enda átti hann ekki með að leyfa þetta, þar sem hann átti ekki bækurnar. En Steinþór gerði meira en að pantsetja hækurnar; hann reyndi að selja þær og afhenti að lok- um í umboðssölu, þar sem hók- salinn vildi ekki kaupa. Að því er snertir bók. Jónasar Jónssonar frá Hriflu, sem var meðal þeirra bóka, er Steinþór Næstu daga mun verða leit- jfðk úr ^ókaskáp Asgeirs Pjeturs- að til Sjálfstæðismanna í Rvík|sonar’ skýrði Ás^eir lögreglunni og Hafnarfirði og farið fram á að þeir leggi eitthvað af mörk- um eftir getu hvers eins. Von- andi þarf ekki að hvetja Sjálf- stæðismenn til að taka vel í þetta mál. Einnig mun skrifstofa Varð- arfjelagsins taka við gjöfum og veita allar upplýsingar, sem snerta hlutaveltuna. — Sími skrifstofunnar er 2339. Skrif- stofan mun og sjá um að mun- ir verði sóttir til þeirra er þess óska. Sjálfstæðismenn- vinnið allir að því að gera þetta að stærstu og veglegustu hlutaveltu ársins. Hlutaveltunefndin. þannig frá, að þá bók hefði hann fengið að láni hjá bróður sínum, Guðmundi Pjeturssyni símritara. Guðmundur símritari kvað þetta rjett vera, en hann kvaðst hafa fengið bókina að láni hjá Eysteini Jónssyni fjármálaráð- herra. Og „við nánari athugun“ kveðst Eysteinn ráðherra minn- ast þess, að þetta muni rjett vera. * Hjónaband. S. I. laugardag voru gefin saman í hjónaband af sjera Bjarna Jónssyni ungfrú Anna Einarsdóttir og Jón Hans- .son Hoffmann, Kárastíg 8. SJÁLFVI RKt ÞVOTTAEFNI ötkoðUok QJðrir«þ vottion mjallfivftann á 9 þass að haaa sj'e nuddaður «0? b I a i k) a ð u r. Það, sem vekja mun athygli í sambandi við þessa frásögn lög- reglunnar, er minnisleysi Ey- steins ráðherra, þegar lögreglu- fulltrúinn spurði hann á dögunum um þessa bók Jónasar Jónssonar. Þá mintist ráðherrann ekki þess, að bókin hefði nokkurntíma í hans vörslu verið. En þegar Guðmundur símritari Pjetursson ber það síðar fyrir lög reglunni, að hann hafi fengið hók- ina að láni hjá Eysteim, man ráð- herrann alt í einu, að bókin hafði verið í hans vörslu og að hann hafði lánað Guðmundi bókina! En það er gott að minni ráð- herrans hefir batnað. Kanske minnið eigi enn eftir að batna svo, að ráðherrann fari að muna hvernig hann hefir glatað vasa- bókinni. Máske nú komi upp úr kafinu, að ráðherrann hafi einn- ig lánað einhverjum góðkunn- 1 ingja og flokkshróður þá frægu ' hók. Framhald al 3. siðii: Min stórfenglega sorgarathöfn. presturinn Quentel, er hingað kom með Aude, hann er prestur við sjóliðaspítala í Brest. Hann var aðstoðarprestur við athöfn- ina. Djákni var sr. Jóhannes Gunnarsson, en subdjákni var sr. Liedekerken. Sr. Boots stjórnaði messusöng, að því leyti, sem söfn uðurinn annaðist sönginn. Kirkjufýlkingin gekk út á götuna, þar sem kisturnar stóðu. Þar las hinn franski prestur hæn, og stökti vígðu vatni á kisturnar. Þá byrjaði líkhringing frá hin- um hljómmiklu klukkum Landa- kotskirkju, og voru níi kisturnar bornar hver af annari í kirkju. Báru sjóliðar franskir kisturnar, og voru 8 um hverja kistu. En þar eð þær eru tvöfaldar, zink- kistur innan í trjekistunum, reyndust þær allþungar fyrir hina vösku sjóliðsmenn. Meðan kisturnar voru hornar í kirkju, stóðu skátarnir meðfram kirkjustígnum, með drjúpandi fánastengur. Kistunum var raðað á hvíta hurðarstóla um þvera kirkjuna framan við kórinn. Nú gekk líkfylgdin í kirkju, og fyltist kirkjan á svipstundu. Sjóliðar þeir, . sem kisturnar háru, skipuðu sjer umhverfis kór- inn. En önnur sveit sjóliða gekk í kirkjuna og stóð heiðursvörð við kisturnar, með sverðin við hlið. Skátaf.ylkingin gekk síðust í kirkju, og stóðu skátar, meðan á messunni stóð, í tveim röðum inn eftir kirkjugólfi. Biskup skrýddist nú messu- skrviða í hásæti sínu. En messugerðin hófst með því að söngsveit iitvarpsins, undir stjórn Páls ísólfssonar, söng inn- göngusálminn „Requiem ætern- am“ (Eilífu hvíld), með lagi Cherubini. Og enn söng útvarps- söngsveitin „Kyrie eleison“ (Drottinn miskuna þú oss) með lagi eftír sama höfund. Söngur þessi hljómaði ákaflega vel í hinni háhvelfdu kirkju, og voru allir viðstaddir þegar mjög snortnir af hinni hátíðlegu at- höfn. Þá tónaði hiskup hæn fyrir þá framliðnu. En sr. Liedekerken sub djákni tónaði pistilinn úr Páls- brjefi t.il Þessalóníkumanna. Þá söng sr. Boots og safnaðar- kórinn sálminn „Dagur reiði, dag ur hræði“ (Dies iræ), en sr. Jó- hannes tónaði síðan guðspjallið. Sjérstakur ræðustóll hafði ver- ið settur upp fyrir hiskup í fram anverðum kór. Þar var nú út- varpstæki. Nú flutti hiskup líkræðu sína. Mælti hami á franska tungu, en frönsku talar hann sem væri hún móðurmál hans. Ræðu sína flutti hann af næmri tilfinningu, en með þeim skör- ungsskap, sem honum er lagið. Lýsti hann fyrst hinu ægilega slysi, söknuði þeim og harmi, sem það hefir valdið í Frakklandi, og samúð þeirri, sem komið hefir hjer í Ijós í því tilefni. Hann lýsti æfistarfi og afrek- um dr. Charcot, mannkostum hans, m. a. trúrækni hans, en hana hafði hann m. a. sýnt með því að gefa Landakotskirkju lík- neski af Jeanne d’Are. Hann talaði og um fjelaga dr. Charcot og hinn mikla harm ætt- ingjanna, er beima sitja og áttu von á að fagna þeim heilum á húfi. Eftir ræðuna hvarf biskup frá hásæti og fór nú hin kirkjulega athöfn fram, það sem eftir var, fyrir altari. Kórdrengir komu nú með reyk- elsisker og var reykelsi borið fyrir altari. En útvarpskórinn söng „Mi- sere mini mei“ (Aumkið mig). Þá tónaði hiskup „Prefatiu“ fyrir altari. Yar síðan hringt bjöllum í kór.Byrjaði nú lágasöng ur, og var sungið „Sanctus". Þá var haldið uppi altarissakra menti, en heiðursvarðmenn hljesu í lúðra, og Ijetu þá skátar þeir, er á kirkjugólfi stóðu, íánastengur drjúpa, en hermenn hjeldu sverð- um á lofti. Því næst söng útvarpskórinn „Pie Jesu“. Þá tónaði hiskup „Faðir vor“. Þá söng sr. Boots og safnaðarkórinn „Agnus dei“. Þá neytti hiskup altarissakra- mentis. Þá tónaði sr. Quentel „Requiescant in pace“. Þá las biskup lokaguðspjallið við há- sæti, klæddist kórkápu og söng yfir kistunum og stökti yfir þær vígðu* vatni og veifaði reykelsi. Síðan skrýddist biskup stór- kápu og kórdrengir skipuðu sjer til útgöngu, en líkhringjng hyrj- aði. Gekk nú skátafylkingin fyrst úr kirkju, og stóð sem fyr tveim megin við kirkjustíginn. Þá gengu iít kórdrengir, prestar og biskup. Þá gengu sjóliðarnir fram og báru kisturnar úr kirkju. Voru þær settar á hurðarstóla á kirkju- stígnum. En síðan óku hílar fram, einn og einn, og voru kist- urnar settar á bílana við kirkju- hliðið við Túngötu. Alls voru líkvagnar 12. Þá hófst líkfylgdin að skips- hlið. í fararhroddi gekk skáta- sveitin, þá lúðrasveit Reykjavík- ur, þá kirkjufylkingin, kórdreng- ir, prestar og biskup með kross í fararbroddi. Þvínæst komu líkvagnarnir. Gekk hin vopnaða sveit, sem verið hafði á heiðursverði í kirkjunni, með fyrsta vagninum, þar sem var kista dr. Charcot, en sjóliðar þeir, er verið höfðu líkmenn, gengu samhliða hinum vögnunum. Þá gekk söfnuðurinn, sem ver- ið hafði í kirkjunni, ræðismaður Frakka og yfirforingjar frönsku skipanna fyrst, þá ríkisstjórnin íslenska, þá ræðismenn o. s. frv. Var farið austur Tiingötu, og Kirkjustræti, norður Pósthús- stræti, niður á Tryggvagötu, vest- ur Tryggvagötu og síðan niður á GrófarbryggjuJ Alla leiðiná frá Landakoti og niður að • höfn stóð mannfjöldi á gangstjettum, ungir og gamlir, með alvörusvip, er líkfylgdin fór fram hjá. En mestur mannfjöldi var við höfnina. Þar höfðu jnenm klifrað upp á vöruhlaða, upp á hiisaþök og hvarvetna sást til manna, þar sem útsjón var að fá. En þó svona mikill mannfjöldi væri, bar livergi á trafala af troðningi, eða að nokkur maður raskaði þeim friði og þeim helgi- blæ, sem verið hafði yfir allri þessari stórfenglegu athöfn. Þótti aðkomumönnum, sem var, að þetta bera vott um hluttekn- ing bæjarbúa og menniiigarbrag. Er líkfylgdin kom fram á Gróf- arbryggju, fór hún fram bryggj- una austanverða og sneri síðan upp bryggjuna vestanverða, þar sem var flutningaskipið Aude. Lúðrasveitin hafði leikið sorg- argöngulög alla leiðina frá Landa- koti, og ljek nú eitt lag á bryggj- unni. Þá var blásið í lúður til merkis um, að athöfninni væri lokið, en fallbyssuskot dundu frá L’Audacieux, er lá á ytri höfn- inni. Franski ræðismaðurinn Zar- zechi og yfirforingjar frönsku skipanna staðnæmdust við fremsta líkvagninn við skipshlið. Þar kvaddi ríkisstjórn þá og ræð- ismenn, er í líkfylgdinni voru. Yfirforinginn á L’Audacieux Ijet þess getið þarna á bryggj- unni við mann einn, er hann átti þar tal við, að hann óskaði eft- ir að kveðjur hans yrðu fluttar til björgunarsveitarinnar á Akra- nesi, sem fór með vjelbátnum Ægi á strandstaðirin, og bát- verja á vjelbátnum, fyrir vask- lega framgöngu á strandstaðmnri, svo og til heimilisfólksins . í Straumfirði og á Álftanesi, fyrir björgunarstarf ]>ess og drengi- lega framkomu. Er líkfylgdin livarf af Grófar- bryggju og mannfjöldinn tók að dreifast, var klukkan rúmlega 11. Mesta athygli af þeim, sem í líkfylgdinni voru, vakti Gonidec, sá er lífs komst af úr strandinu. Hann sat utarlega í kirkjunni viS sálumessuna. Meðan á athöfninni stóð, gat hann oft ekki tára bundist. Hann fer með franska herskip- inu heimleiðis. Síðan hann kom hingað til bæjarins úr Straum- firði, hafa ýmsir reynt að gleðja hann, og hefir hann eignast hjer marga kunningja. Hann bað einn þeirra í gær, að koma hjer á. framfæri þakklæti sínu til þeirra, sem greitt hafa götu hans, og árna þeim allra heilla. Hann kvaðst hafa tekið þvf ástfóstri við þenna bæ, að hann vildi helst vera hjer sem lengst. LETÍ'It) upplýsinga um brunatryggmgar og ÞÁ MUNUÐ ÞJER komast að raun um, aS bestu kjörin FINNA menn hjá Nordlsk Brandforslkring A.s. á VESTURGÖTU 7. Sími; 3569. Pósthólf: 1018,,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.