Morgunblaðið - 02.10.1936, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.10.1936, Blaðsíða 5
5 Föstudagur 2. október 1936. MORGUNBLAÐIÐ FLESTUM, sem hafa alist upp í grasgefnu, lág- lendu hjeruðunum sunnan- lands eða norðan, hlýtur að bregða í brún, er þeir sjá Vestfirði. Þar ganga fjöllin há og hrikaleg niður á sjó, snarbrött og gróðurlaus víð- ast hvar. Hvert klettabeltið tekur þar við af öðru ofan- til og má oft telja þau 20— 30, en neðst taka við illfær- ar urðir og skriður. „Þetta er ekkert landslag. Það er bygging“, sagði útlendur ferðamaður, sem sá Vest- firði af sjó. Þessi laTidshluti sýnist lítt eða ekki byggilegur þéim, sem sigla með ströndum fram. Bn firðimir 'bæta hann og af þeim dregur hann nafnið. Djúpir firðir skerast þar ■ hvarvetna langt inn í landið og eru þar víða öruggar og ágætar hafnir, en fiskisæl mið skamt und- an landi, enda er sjávarútvegur víða aðal-atvinnuvegurinn á þess- um slóðum. Aftur sýnast land- kostir Etlir, jafnvel víðast inni í fjörðunum. Einnig þar eru fjöllin sæbrött og gróðurlítil og lítið sem ekkert undirlendi, nema þar sem dalverpi ganga niður að sjó. í ‘þeim er oftast nokkuð graslendi og þó af skornum skamti og er eihn bær eða fleiri í hverjum dal. Hjeðan úr Patreksfjarðarkauptúni ;sjást ekki færri en 9—10 dalverpi hinumegin fjarðarins og greina þau allhá fell eða fjöll, sem ganga fram að sjó. Patreksfjarðarkauptúii er norð- an fjarðarins og gengur þar þrí- hyrnd, rennsljett eyri — Vatn- eyrin — út í fjörðinn, en „vatnið“ er dálítil tjörn yst á eyrinni. Fjörðurinn og fjöllin sunnan hans með öllum dalverpunum blasa við mót suðri, en að norðan rís hár •og snarbrattur fjallgarður rjett fyrir ofan eyrina eins og risavax- inn skjólveggur, enda mun hjer r skjólsælt í norðanátt. Innan eyrar- ínnar er nokkur hjalli neðst í fjallinu, og hefir hann þó verið að mestu leyti urð ein. Hann ligg- ur inn á Geirseyri og er þar engin veruleg eyri en talsvert undirlendi fyrir mynni tveggja dalverpa, Litladals og Mikladals. Þar hefir myndast dálítið þorp við sjóinn, •er Pjetur Ólafsson rak þar útgerð og verslun. Nú eru verslunar- og útvegshúsín lokuð og læst, og alt í -óhirðu. Manui verður það allajafna fyrst fyfir við skipulags- gerð að líta fyrst á aðstöðuna við sjóinii og- þar næst landkostina, því bæir þurfa á miklu landi að halda til ræktunar, sumarbeitar og margs annars. Mjer sýndist fyrst að jeg sæi hjer lítið sem ekkert af nýtilegu landi, því varla mætti telja skriður og urðir neð- an fjallsins nýtilegt land til jarð- ræktar. Jafnvel sjálft Vatneyrar- túnið er ekkert annað en nýgrónir malarkambar og standa steinvöl- urnar enn upp úr víða hvar, þrátt fyrir girðingu og góða rækt. Smár- gata ofan Eyrinnar lieitir Urðar- gata og Patreksfirðingar kalla ■ekki alt „urð“. Fjallshlíðin og hjallinn inn að Geirseyri hefir upprunalega verið urð ein og -skriður, og víða hafa björg oltið •ofan úr fjallinu. Gamli kirkju- Patreksfjörður — í nútíð og framtíð. Eftir Guðmund Hannesson, prófessor. garðurinn er að vísu á hjallanum, en þar held jeg að menn hafi frekar verið „urðaðir“ en grafnir. Nú er liann fluttur inn fyrir þorp- ið á einn grjótmelinn. Geirseyrarlandið hefir ætíð verið stórum betra, enda er mikill hluti þess orðinn að grænu túni. En enginn skal ætla sjer að plægja það, því alt hefir það verið grjót- melar eða urðir. Ekki eru heldur dalirnir, Litlidalur og Stóridalur, stórum betri. Mestur hluti þeirra er grjót og gróðurlitlir melar. Manni verður litið yfir fjörðinn og suður í dalina. Þar gætu þorps- búar ef til vill keypt sjer land. Þó eru annmarkar á þessu. Landið er víðast lítið og kostarýrt, en svo mikið útfiri, sker og brim, að oft ■ er þar ekki 1 ndandi á vetrum. Það er eins og þorpsbúum sjeu allar bjargir bannaðar, enda verða þeir að fá mjólk alla leið sunnan af Rauðasandi. Og dýr er hún — 40 aura lítrinn — eins og í Reykja- vík. Jeg hefi ekki yagt söguna nema hálfa. Neyðin hefir kent Pat- reksfirðingum að rækta bera möl stórgrýtismela og jafnvel gras- lausar urðir. Ólafur heit. Jóhann- esson breytti Vatneyrinni í tún og allstórum fláka af stórgrýttu gras- lendi utan til í hlíðinni. Þá eru og Hjallabúarnir vel á veg komnir að rækta upp allan grjóthjallann og grjótskriðurnar neðst í fjall- inu, en Gei i'S'yrarbóndiiin o. fl. hafa gert Geirseyrarlandinu svip- uð skil. Þess eru dæmi að menn hafi sótt mold og þökur yfir fjörð- inn til þess að hylja grjótið. Með þessum hætti tognar furðanlega úr landinu og lialdi menn svo áfram til þess alt er uppunnið sem hugsanlegt er að rækta, munu bæjarbúar ekki lenda í mjólkur- skorti, nema bærinn vaxi stórum. En með hvaða kjörum fæst þá að rækta grjótið ? Arsleigan er 15—25 kr. af dagsláttu, en 5—10 fyrstu árin er landið afgjaldslaust. Hagabeit fyrir kú er 15—25 kr., en kr. 1.00—1.25 fyrir kind. Hvað segja bændur vorir um slíkan bú- skap? Vatneyrin er eins og liún væri sköpuð til þess að vera bæj- arstæði og útvegspláss. Utan til á henni er mjög aðdjúpt og er þar vönduð hafskipabryggja og ofan hennar ýms útvegshús, en yst hin nýja karfamjölsverksmiðja þeirra, sona ÓI. heit. Jóhannessonar. Hún er líklega þrifalegasta og falleg- asta verksmiðjan á landinu og sett svo vel, að enginn óþrifnaðul* staf- ar af henni. Bryggju, útgerðarhús- um og verksmiðjunni er svo vel skipað að tæpast verður á betra kosið og ágætir þurkreitir taka strax við ofan húsanna. Fiskflntn- ingur er auðveldur um reitina eft- ir hallalausri járnbraut. Byggingin á Eyrinni er annars aðallega ein bogadregin húsaröð meðfram sjónum að sunnan og önnur minni við Urðargötuna ofan Eyrinnar. Annars er Eyrin græn sljetta og „Vatnið“ yst. I því hefir verið gerður grænn hólmi og kom þar óðar upp æðar- og kríuvarp, svo. Vatnið er nú mesta bæjar- prýði. Alt er þetta svo'snoturt og hreinlegt að það er aðdáunarvert. Vatneyrin er eitthvert þrifaleg- asta þorpið á landinu og fallegur minnisvarði yfir Ól. heit. Jóhann- esson. En tímarnir breytast, og í öll- um landþrengslunum hjer verður að nota Eyrina meira en gert hefir verið. Nýja skipulagið gerir að vísu ráð fyrir að þriðjungur hemiar verði útvegspláss, en að liiun hlut- inn verði notaður til bygginga og óbygðra valla. Nálægt miðbiki bygða svæðisins kemur prýðileg- ur leikvöllur fyrir börn, en ofan þess, þar sem landið fer að hækka, kemur skemtigarður bæjarbúa. Þar er dýpri jarðvegur og líklegt að trje og runnar geti þrifist þar vel. Ætti garðurinn því að geta orðið bæjarprýði, þegar búið er að Íaga hann og rækta. Gæti liann náð alla leið til Vatnsins. Rjett hjá því kemur óg íþróttavöllur. bæjarins. Það hefði getað farið vel að hafa barnaskóla, samkomu- hiús o. fl. á Eyrinni, en nú hafa þessi hús verið bygð á öðrum stöð- um. Götur á Eyrinni verða bjart- ar með grænum forgörðum, en ekki verður levft að byggja þar hærri hús en tvílyft. Vegurinn milli Vatneyrar og Geirseyrar liggur nú fremst á hjallanum í fjallinu og er ein húsaröð ofan hans, með nokkrum forgörðum. Þessu skipulagi hefir að mestu verið haldið og fá þá flest húsin alldjúpa baklóð, sem nær upp að fjallinu. Þar þrífast kartöflur og grænmeti ágætlega og geta sum húsin fengið auk þess túnblett fyrir eitt, kýrfóður eða svo, ef húseigendur eru svo ötulir að þeir geti breytt ski’iðun- um í grösug tún. Það þótti ekki ráðlegt að byggja þar meira vegna grjóthruns og skriðna úr fjallinu. Á Geirsevri var gert skipulag með líkum hætti og á Vatneyri með vænum bæjarvelli, leikvöllum barna o. þvíl., en af því landrými er þar allmikið, voru lóðir víðast hvar gerðar svo ríflegar, að þar I Forgöngumaður skipu-1 } lagsmála í kaupstöðum | flandsins, Guðmundur pró-| ffessor Hannesson, vinnur | 1 á hverju sumri að skipu-1 | lagi nokkurra kaupstaða. | [ Hann er þá um kyrt um | itíma á þessum stöðum, tili I þess að kynna sjer alla | 1 staðhætti, og gera grein [ Ifyrir hvernig haganlegastl Isje að haga byggingumj íþar í framtíðinni. 1 Guðmundur var um tíma I | vestur á Patreksfirði í | I þessum erindum snemma í | | september, og ritaði þar [ | meðfylgjandi athuganir og | [ hugleiðingar um þenna [ Ikaupstað, hvernig þar er| fnú, og hvaða stakkaskift-[ | um kaupstaðurinn á að j |taka í framtíðinni, sam-[ j kvæmt tillögum þeirra[ * skipulagsnefndarmanna. ! ^iH»nininin>imw»nniiMMinHiniMnn»nHnimmm»fH)mmir mætti rækta mikið af kartoflum, * rófum og grænmeti. Þessum rækt- unarlóðum fylgir og sá kostur að gerlegt er að hafa fjós, fjárhús, hænsnahús o. þvíl. í iriiðjum bak- görðum, sem eru 70—80 metra' breiðir, milli bakhliða húsanna. Sem stendur er þar lítið um at- vinnu og ætti mönnum því að vera kærkomið að liafa smávegis bú- skap og jarðrækt í hjávérkum, Það er og liollara fyrir börnin að hafa eitthvað að starfa heima við en að flækjast altaf á götunni. — Þá var og gert ráð fyrir því að nokkur útvegur risi þar upp á ný og honum ætlað pláss. Þetta er eina leiðin til þess að verulega lifni yfir þessum bæjarhluta. Allir, sem jeg talaði við, ljetu allvel af afkomu almennings á Patreksfirði, töldu hana öllu betri en annars* gerist á Vestfjörð- um og væri þetta einkum að þakka útgerð þeirra sona Ól. heit. Jóhannessonar. Þeir eiga 2 togara og auk þess verksmiðjuna, og inunar um þetta í ekki stærri bæ. Var mjer sagt, af fleirum, að sam- komulag væri gott milli þeirra bræðra og vinnufólks, bæði á sjó og landi, og er það ekki lítill stuðningur fyrir atvinnulífið. Þrif og þorski bæjanna er að mestu kominn undir duglegum og hag- sýnum atvinnurekendum og’ sjást þess víða dæmi á Vestfjörðum. Meðan Pjetur Thorsteinsson rak útgerð í Bíldudal spratt þar upp laglegasta þorp og allar höndur höfðu nóg’ að gera. Síðan hann hvarf burtu hefir öllu farið aftur. í sumum af jiorpum vorum er afturförin svo mikil að fólki fækkar. Væri það ekki ágætt verk- efni fyrir forkólfa verkalýðsins að reisa þessi framfaralausu þorp við? Þar er lítið um auðvald og „arðræningja", svo þetta ætti að vera ljett verk samkvæmt kenn- ingum þeirra. Ef þeim tækist þetta hefðu þeir unnið sjer nokkuð til ágætis. Jeg hefi áður minst á ræktunar- landið hjer á Patreksfirði, sem er lítið annað enurðir og grjótmel- ar. Jeg vildi að sem flestir bændur sæju það. Það hlyti að verða þeim ógleymanlegt og mikil hvatning til þess að rækta sitt góða land. Hjer er ekki að tala um plóg og lierfi, traktora eða þiúfnabana. Ræktunin hlýtur að byrja með jámkörlum og vogartrjám til þess að losa versta grjótið og þá með dynamíti til þess að sprengja stærstu björgin. Þá. er næst að koma grjótinu burtu, koma því fyrir í grjótgörðum eða liaugum. Þegar þessi mikla þraut er yfir- unnin má fara að nota skófluna til þess að laga þann litla jarð- veg, sem fyrir finst, eða flytja hann að. Þannig er urðunym breytt smámsaman í grasgefin tún, þó erfitt sje, og var mjer meðal annars sýndur dálítill tún- blettur, sem áttræður maður hafði ræktað úr grjóturð einni. Það er ekki að ástæðulausu þó menn spyrji livort alt þetta borgi sig. Vafalaust telja Patreksfirðing- ar að það geri það. Þeir verja tómstundum, og atvinnuleysisdög- úm til þess að breyta urðum og skriðum í frjósöm tún og garða. Með tímanum gefur þetta tals- vert í aðra liönd og þar á ofan hrósa menn frægum sigri yfir því að liafa barið á tröllum, breytt tröllabygð í mannabvgð. En ekki mun það hlíta að taka bankalán til slíks, jafnvel heldur ekki að vinna það með daglaunamönnum. En væru mennirnir betur farnir, þó þeir gengju með höndurnar í vösunum og læsu bölbænir yfir auðvaldi atorkumannanna ? Jeg hefi ekki orðið þess var að menn noti hjer hin ágætu járn- bentu vogartrje við grjótvinnu, sem Danir fluttu hingað fyrStir mannaj er höfnin var gerð í Reykjavík. Jeg vil benda Patreks- firðingum á að þau eru ágæt áhöld og ljetta stórum grjótvimiu. Patreksfirði, 9. sept. 1936. G. H. Nýslátrað kjðt ir fí heilam kroppum. jpp;.: Dilkaalátnr, Mör, Svið. (sviðin og ósviðin). Lifur, Hförtu o. fl. Garðar Gíslason, Skjaldborv við Skúlagötu. Sími 1500.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.