Morgunblaðið - 02.10.1936, Page 6

Morgunblaðið - 02.10.1936, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 2. október 1ÍHJ6. Arngrímur Bjarnason ritstjóri fimtugur. Arngrímur Bjarnason ritstjóri Testurlands á fimtugsafmæli í dag. Sendir Morgunblaðið þessum ótrariða og ötula flokksbróður bestu hamingjuÓKkir. Arngrímur lagði fyrir sig prent iðn á unga aldri, og reyndist þar, s«m annaísstaðar, ötull starfs- maður. En snmma hneigðist hug «r hans að afskiftum af opinber- om Atilum, enda er maðurinn glöggskygn og hugkvæmur, og hefir einlægan áhúga á því, að leggja sem flestum umbótamáíum Kð sitt. Kann jeg ekki að rekja starfs- sögu Arngríms, því viðkynning ekkar er aðeins frá hinum síðari árum, enda verður þessi orðsend- ing engirí * æfiminning. En alt frá okkar fyrstu kynn- ingu hefj jeg haft af henni bæði ánægju og gagn. Með sáma brenn andi áhuga og skarpri athugun kryfur Arngrímur hvert mál til oiergjar, er hann hefir afskifti af. Hispurslaus og einbeittur, sem hann er, 'lætur hann jafnan skoð- anir sínar afdráttarlaust í Ijós. Hann er maður ótrauður í hverri viðureign, og mun seint æðrast, þó á móti blási. Af slíkum mönn- urn er jafnan hins besta styrks að vænta. ftæðumaður er Arngrímur góð- ur, riikfimur . og mælskur vel. Kemur þar fram skýr frásagnar- tetjn hans og glögg skilgreining á aðalatriðum og aukaatriðum bvers viðfangsefnis. Þó Arngrfrfinr sje hinn mesti starfsmaður o'g eljumaður, hafa kjör hans verið fremur þröng. Með stóran barnahóp hefir hann •rðið að brjótast áfram, og oft orðið að skifta starfsdegi sínum milli margra óskyldra verkefna. Um langt skeið var hann full- trúi á Fiskiþingi, enda hefir hann látið mál útgerðarinnar sig miklu skifta. En landbúnaðarmál um er hann kunnugur, þar sem hann hefir t. d. jafnframt marg- Víslegum störfum á ísafirði rekið bú á Mýrum í Dýrafirði. Hin margháttuðu störf Arn- gríms samfara skarpri athugun á hverju því, sem fyrir augu hans ber, hafa gert hann að þeim fjölskygna umbótamanni, sem þann er. Hann er blaðamaður, er lætur sjer ekkert óviðkomandi, er að gagni má -verða fyrir flokk hans, fyrir hjerað hans og bæjar- fjelag og alþjóð manna. Er vonandi, að hann eigi enn langa starfsæfi fyrir höndum. Baráttuaðferðir verkalýðssamtakanna. Ofbeldi og Alþýðublaðlð. I givin í Alþýðublaðinu í gær gerir blaðið að um- talsefni ofbeldisverk sem það telur að framin hafi veúð, og segir í því sambandi: „Verkalýðs- samtökin hafa aldrei tekið upp slíka baráttuaðferð“. Þessi umsögn blaðsins liefir í sjer fólgin svo óskammfeilin ósann- indi að flestum kunnugum blöskrar, jafnvel þó Alþýðublaðið eigi í hlut. Því hvað er það sanna í þessu efni ? Sannleikurinn er sá að í að- albardögum verkalýðssamtakanna, verkföllunum, hefir aðal-„baráttu- aðferð“ verkalýðssamtakanna ein- mitt verið fólgin í ofbeldisverkum. Þetta er auðvelt að sanna með sögu flestra verkfalla á síðari ár- um. Menn minnast barsmíðanna, menn minnast þess þegar ráðist hefir verið með ofbeldi á bíla, flutningi þeirra kastað af þeim o. s. frv. En það er meira, sem hjer ligg- ur fyrir, en sjálf ofbeldisverkin af hendi verkalýðssamtakanna. Yerkalýðsfjelögin eru komin lengra á leið í ofbeldinu en að fremja sjálf ofbeldisverkin. Þau eru komin það langt á þessari braut að þau virðast, vera búin að fá stjórnarvöldin til þess að skifta sjer ekkert af ofbeldisverk- um — ef aðeins verkalýðsfjelögin eiga í hlut. Þessu til stuðnings vil jeg minna á tvö verkföll hjer Reykjavík, síðastl. haust. Á jeg hjer við verkfall húsgagnasveina og verkfall gagnvart smjörlíkis- verksmiðjunni ,,Svan“. f báðum þessum verkföllum voru framin ofbc.ldisverk af hendi verkalýs- samtakanna, og var leitað aðstoð- ar lögreglunnar hjer í Reykjavík gegn ofbeldisverkunum. En lög- reglan neitaði að veita vernd gegn ofbeldisverkunnm. Út af þessu skrifaði Vinnuveitendafjelag ís- lands lögreglustjóranum í Reykja- vík hinn 28. okt. f. á. svohljóð- andi brjef: „Til lögreglustjórans í Reykjavík. Frá tveim fjelögum vorum hefir oss borist vitneskja um, að í byrj- uíi þessa mánaðar hafi lögreglan hjer í bænum neitað þeim um að- stoð gegn ofbeldisverkum gagn- vart þeim, sem í annað skiptið voru framkvæmd af hjerumbil 15 mönnum, en í hitt skiptið 20 til 30 mönnum í sameiningu, og stóðu í sambandi við vinnudeilur.Kveðst annar tjeðra fjelaga vorrá' hafa ai\ tal við lögreglustöðina, en hinn segist hafa talað við lögreglustjóra sjálfan ■ Út af þessu leyfum vjer oss að spyrjast fyrir um það hjá yður, herra lögreglustjóri, hvort, og þá að hve miklu leyti, að ákveðið hefir verið að synja vinnuveitend- um hjer í bænum um vernd og aðstoð lögreglunnar gegn ofbeld- isverkum manna“. Þrátt fyrir ítrekunarbrjef hefir lögreglustjórinn ekki svarað þessu brjefi enn þann dag í dag. Má geta nærri hvort „stjórn hinna vinnandi stjetta“ hefir ekki átt hlutdeild í þessari aðstöðu lög- reglunnar. Bvona er þá komið um vernd manna, gegn ofbeldisverkum — ef þau eru unnin af hendi verkalýðs- samtakanna. Þau hafa „frítt slag“. Og svo hefir Alþýðublaðið djörf- ung til þess að berja sjer á brjóst og hrópa: „Verkalýðssamtökin hafa aldrei tekið upp slíka bar- áttuaðferð“!! Éeýkjavík, 1. okt. 1936. Eggert Claessen. _________________________________ 1 dag: Ný lifur og hjörtu með tækifærisverði. Kjöfbúð Kfartans Milner. Leifsgötu 32. Sími 3416. MÍLAFUITIÖNGSSERIFSTOFA Pjetnr Magnússon Einar B. Guðmundsson Gnðlaugnr Þorláksson Símar 3602, 3208, 2002 Aukturstræti 7. Skri’fstofutími kl. 10—12 ag 1—6. Veitinga og greiða- sala í bænum. A fundi bæjarráðs 30. f. m. var samþykt að af- greiða til bæjarstjórnar eftirfarandi tillögur, snertandi veitinga og greiðasölu í bænum: 1. Bæjarstjórnin skorar á lögreglustjóra að láta fram- fylgja því ákvæði lögreglusam- þyktar bæjarins, sem bannar að veitinga- og greiðasölu megi hafa í öðru húsnæði en því, sem heilbrigðisnefnd og bæjarstjórn hafa samþykt. 2. Setur bæjarstjórn eftirfar- andi lágmarksskilyrði fyrir því, að samþykkja húsnæði til slíkra afnota: a. Að þar geti að m. k. 20 manns setið við borð, án þess að þrengslum valdi. b. Að eldhús fylgi húsnæð- inu. • c. Að innangengt sje greið- lega að vatnssalerni og þvotta- skál fyrir gesti og starfsfólk. d. Að inngangur í veitinga- stofur sje greiður og þannig að ekki verði gengið um sölubúð. 3. Felur bæjarstjórn bæjar- ráði að úrskurða hvort þar skuli leyfð veitinga- og greiða- sala, sem æskt 'verður eftir, að fengnum tillögum heilbrigðis- nefndar og með hliðsjón af framangreindum skilyrðum. SKipstjórar stofna „Skipstjórafjelag Islands". Þami 16. apríl síðastl. ko»* nokkrir skipstj. af ísl. versluuai'- skipum og af varðskipum ríkis- ins saman á fund og stofnuð* með sjer fjelagsskap til að vimaa að áhugamálum sínum. Fjelagi® hlaut nafnið Skipstjórafjelag M fl. lands. || Fyrsti aðalfundur f jelagsins var haldinn hinn 1. þ. m. að Hót- el Borg og var kosin stjórn og- endurskoðendur fyrir næsta ár. Þessir voru kosnir: Einar Stef- ánsson, skipstj. e.s. Dettifoss, for maður, Ásgeir Sigurðsson, skip- stjóri e.s. Esju, varaformaður, Friðrik Ólafsson skipherra, ritari, Pjetur Björnsson, skipstj. e.s. Goðafoss, gjaldkeri, Jóh. P. Jóns- son, skipherra e.s. Þór, varameð- stjórnandi. Endurskoðendur voru kosnir: Ásgeir Jónasson, skipstjóri e.s. Selfoss, og Ingvar Kjaran, skip- stjóri e,s. Súðin. Ný barnabók. Nýkomin er í bókaverslanir falleg barnabók, sem heitir Kátir krakkar. Er þetta þula eftir unga stúlku, sém heitir Katrín Árnadóttir, með fjölda teikninga eftir Tryggva Magnússon listmálara: Bókin er mjög snotur að frágangi og svu ódýr, að allir geta eignast hana. Tflkyiuiiiig. Við undirrifaðir hðfum opnað málaflutningsskrifstofu og fasteignasfilu i Lækjargölu 6 A., I iweim deildum. Málafluiningsskrifsiofan annasi iircrs- konar lögfræðissiörf, s. s. málfluining, samn- ingagerðir og innheimiu skulda, livar sem er á landinu. Sjersiök dhersla verður lögö á að Innheimiur verði f 1 jóii og vel af hendi leysiar. Skrifstofutími kl. 10—12 og 1—5. Fasieignasalan annasi kaup og sölu fasieigna og skipa i Reykjavik og úf um land. Sjersiök áhersla verður lögð á fljóia og ábyggilega afgrelðslu. Skrifstofutími kl. 10—12 og 1—7. Jafnframt tilkynnist að Fasieignasalan Austursiræti 17 er fluli i Lækjargöiu 6 A. Alfred Gfslason. lósef M. Thorlacius. Heimasími 2389. Heimasími 4110. Skrifstofusími 4825.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.