Morgunblaðið - 02.10.1936, Side 7
Föstiidagur 2. október 1936.
MOKG ú'NiiLAÐItV
Úrvals
Kartðflur,
/
ódýrar í sekkjum.
CiUÍRÍÍaldi
G.s. Island
fer sunnudaginn 4. þ. m.
kl. 8 síðd. hraðferð til Kaup-
mannahafnar (um Vestm.-
eyjar og Thorshavn).
Farþegar sæki farseðla í
dag og á morgun.
Tilkynningar um vörur
komi sem fyrst.
Skipaafgr. Jes Zimsen
Tryggvagötu. — Sími 3025.
Hefi flutt
bókbandsvinnustofu mína af
Brekkustíg 7 á Hávallagötu
53 (kjallara).
Þnrst. Sigurbjörnssou
Sími 4334.
Dagbók.
I.O.O.F. 1 s H81028>/2 = XX
□ Edda 59361067 — Fjárhags-
st. Fyrl. R.: M.: Lsiti í □ og hjá
S.: M.: til mánudagskvelds.
VeSrið í gær (fimtud. kl. 17) :
Alldjúp lægð og nærri kyrstæð
um 1200 km. suðvestur af Reykja
nesi. Veldur hún SAstormi við
suðvesturströnd Islands, en ann-
ars ef hægviðri um alt land. Hiti
8—12 st.. Víðast þurt.
Veðurútlit í Reykjavík í dag:
Stinningskaldi á SÁ. Úrkomu-
laust að mestu.
Eimskip. Gullfoss er væntanleg
ur til Vestmannaeyja um hádegi
í dag. Goðafoss kom til Hamborg
í gær. Brúarfoss var á Reyðarfirði
í gær. Dettifoss fór vestur og
norður í gærkvöldi kl. 10. Lag-
arfoss er á leið til Djúpavogs frá
Leith. Selfoss fer til Vestfjarða
og Breiðafjarðar á laugardaginn.
Spegillinn kemur út á morgun,
tvöfalt hlað.
Joan Crawford, ameríska leik-
konan fríða, leikur aðalhlutverkið
í kvikmynd, sem Gamla Bíó sýn-
ir í fyrsta skifti í kvöld og nefnd
er „Ást og prettir“. Crawford er
með vinsælustu kvikmyndadísum,
sem hjer eru sýndar í kvikmynd-
um, og ’stór er sá hópur kvik-
myndahiisgesta, sem ekki lætur
neina Crawford-mynd ósjeða.
Hjálpræðisherinn. I kvöld kl.
8V2 Helgunarsamkoma. Margir
foringjar. Allir velkomnir.
Germanía lieldur fund í Odd-
fellowhúsinu í kvöld kl. 9.
Síðasti háskólafyrirlestur Bor-
bergs forstjóra um dönsku al-
þýðutryggingarnar verður fluttur
í dag ld. 6 í 1. kenslustofu Há-
skólans.
Munið að tilkynna Morgunblað-
inu hvert þjer flytjið núna um
mánaðamótin, svo að þjer fáið
Morgunblaðið mgð jnorgunkaff-
inu í nýja bústaðnum.
Sjálfstæðisflokkurinn í Færeyj-
um hefir gefið út yfirlýsingu þess
efnis, að ef svo fari, að sjálf-
stæðismaður verði kosinn fyrir
liönd Færevja á danska Lands-
þingið, verði hann utanflokka, eða
gangi ef til vill til koshinga með
stjórnarflokkunum. Sambands-
flokkurinn lýsir yfir því, að ef
sambandsmaður verði valinn,
verði hann fylgjandi sambandinu
við Danmörku, sameiginlegu lög-
gjafarvaldi, ríkismáli og ríkis-
fána. (FÚ)
Hlutavelta K. R. Söfnunin er
nú í fullum gangi og '<-ru þeir,
sem starfa að söfnuninni, beðnir
að koma með drættina í K. R.
húsið éftir kl. 1 á morgun.
Guðspekifjelagar. Fyrsti fund-
ur Septímu í kvöld kl. 8,30.
Útvarpið:
Föstudagur 2. október.
12.00 Hádegisútvarp.
15.00 Veðurfregnir.
19.20 Hljómplötur: Ungversk lög.
20.15 Bækur og menn' (Vilhj. Þ.
Gíslason).
20.30 Upplestur: Úr „Virkum
dögum“ eftir Guðm. Hagalín
(frú Guðný Hagalín).
21.00 Kvöld Bandalags íslenskra
skáta: Ræður og ávörp; sam-
tal; söngur; við varðeldinn (til
kL 22)~ ^ - [ð-td
. llíii V..- ' <
1.00 MENN í ATVINNU-
BÓTAVINNU.
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU.
menn, sem fækkað væri í bæjar-
vinnunni.
Borgarstjóri upplýsti, að ef
meining tillögumannsins væri sú,
að taka ætti þá menn nú í at-
vinnubótavinnu, sem hættu vinnu
í bæjarvinnunni, myndi sú úthlut
un ekki koma rjettlátlega niður,
því að margir verkamenn væru
ver settir. Það fje, sem bærinn
hefði yfir að ráða til atvinnubóta,
væri einnig takmarkað, en mein-
ingin væri að dreifa því, svo að
vinna gæti haldist til áramóta.
Yrði hinsvegar farið strax að
fjölga í vinnunni upp í 140,
myndi afleiðingin verða. sú, að
fjéð nægði ekki til áramóta.
Tillaga Sig. Ól. var feld með
8 :6 atkv.
Bóluskoðun
í Hafnarfirði fer fram laugardaginn 3. okt. í Bæjarþings-
salnum kl. 1 e. h.
Þórður Edilonsson.
Þjóðverjar heimta
nýlendur.
FRAMH. AF ANNARI SÍÐU.
með gjaldeyrisverslun og taka
upp fjögra ára áætlun Hitlers
um að gera Þjóðverja sjálfum
sjer nóga.
Ef skuldirnar verða færðar
niður og Þjóðverjar fá aftur
nýlendur, sem geti lagt þeim
til hráefni, þá sjeu þeir reiðu-
búnir til að lækka gengi marks
ins og selja það við hverju því
gengi, sem samkomulag verði
um.
Úrvals dilkakjöt til söltunar.
Eins og að undanförnu seljum við dilkakjöt í heilum
kroppum til söltunar, og bjóðum yður nú úrval úr bestu
sauðfjárhjeruðum Borgarfjarðar og Dalasýslu.
Fjeð er nú með vænsta móti, svo nú er margur
kroppurinn fallegur úr þessum viðurkendu fjársveitum.
Sendið okkur pantanir yðar sem fyrst, meðan úrvalið .er
mest.
m
Matarverslun Tómasar Jónssonar,
Laugaveg 2. Laugaveg 32.
Sími 1112. ■ Sími 2112.
Bræðraborgarstíg 16.
Sími 2125.
Siið. Lifur. Mör
fæst nti daglega.
iHit
ii< •
Heiðruðum viðskiftavinum er bent á að panta sem
fyrst, því fyrri part þessa mánaðar er vænsta fjenu
slátrað.
Matarverslun Tómasar Jónssonar,
Laugaveg 2.
Sími 1112.
Laugaveg 32.
Sími 2112.
Bræðraborgarstíg 16.
Sími 2125.
Frá Hvammstanga
Af Strðndum
F
Ur Breiðafjarðardolnm
er nýja dilkakjötið sem við seljum núna
Ranpið vænsta og besta kjöð-
ið, það veffður drýgst,
Komið með Kjötílát og látið okkur spaðsalta fyrir yður til vetrarins.
Herðubreið, Frfkirkjuveg 7.
Sími 2078.
0
0
0
Velkomin I nðgrennið!
I Hvað vantar I búrið!
í slátrið, til niðursuðu,
garðávöxtur, sykur og
mjölvara með' lægsta
dagsverði.
vuiRimui,
alstaðar nálægir.
ft
XI
■ "U
ahtóí
TÍÍidf
• ttltf
Tfiifl
Það úrskurðast hjer með, að ógreidd gjöld af bifreið-
um, sem greiðast eiga til lögreglustjóra í Gullbrinþu- og
Kjósarsýslu og Hafnarfirði, og í gjalddaga eru fallin,
verða.tekin lögtaki á kostnað gjaldenda, að viku liðinni
frá birtingu úrskurðar þessa.
Sýsluraaður Gullbringu- og Kjósarsýslu óg tí’ftfjaffógeti Hafiiarfjáfðaf-
kaupstaðar, 30. septejnber l!Í36.
Bergur Jónsson.