Morgunblaðið - 03.10.1936, Page 2

Morgunblaðið - 03.10.1936, Page 2
2 MURGUNBLAÐIÐ Laugardagur 3. október 1936 Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Ritstjórar: J6n Kjartausson og Valtýr .Stefánsson — ábvrgðarmaöur. Ritstjórn og afgreiösla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Auglýsingastjóri: K. Hafberg. Auglýsingaskrifstof a: Austurstræti 17. — Sími 3700. Heimasímar: Jón Kjartansson, nr. 3742 Valtýr Stefánsson, nr. 4220. Árni Óla, nr. 3045. E. Hafberg, nr. 3770. Áskriftagjald: kr. 3.00 á mánuði. í lausasölu: 15 aura eintakið. 25 aura met5 Lesbók. Furðulegnr misskílningur. Alþýðublaðið segir rjettilega frá því, að hjer á landi sje hóp- ur manna, „svo blygðunarlaus, að hann notar hvaða bardaga- aðferð sem er, ef hann heldur, ranglega eða rjettilega, að hann geti orðið pólitískum and- stæðingum til miska, þjófnaður heimilda ekki undanskilinn". Seinasta dæmi þessarar iðju, sem Alþýðublaðið fordæmir af miklum krafti, er auðvitað birting vasabókarblaða Ey- steins. Höfum vjer áður lýst áliti voru á því athæfi, eins og stjórnarblöðin hafa getið um, og óþarft að endurtaka það. En það eru miklu fleiri en nazistapiltarnar, sem fylla þennan blygðunarlausa hóp, sem Alþýðublaðið talar um. Og vei'ður að segja, að höggur sá er hlífa skyldi, þegar rauðu blöðin fara að vékja athygli á því. Sú spilling, sem lýsir sjer í athæfi nazistanna, er engan vegin ný eða frumleg. Hafa stjórnarblöðin árum saman gengið á undan með góðu eft- irdæmi í birtingu illa fenginna heimilda, svo sem kunnugt er. En auðvitað geta nazistarnir ekki rjettlætt sig méð þessu, frekar en þjófurinn með því, að annar hafi stolið á undan honum. Dæmi stjórnarflokk- anna getur, hvorki í þessum efnum nje öðrum orðið til eft- irbreytni, heldur æfinlega til viðvörunar. En það er annáð atriði í sam- bandi við birtingu minnisblað- anna, sem vert er að vekja at- hygli á. Alþýðublaðið segir að nazistamir muni fá þungan dóm „fyrir að hafa birt einka- samtöl, sem varða utanríkismál, samtöl, sam vörðuðu fjárhag ríkisins“. Eins og kunnugt er, var blað nazistanna gert upptækt. Að- eins örlítið af upplagi blaðs- ins komst út meðal almennings. En þá bregður svo kynlega við, að sjálft Alþýðublaðið birt- ir alt meginefnið'úr hinu upp- tæka blaði. Alt það, sem Mbl. hefir birt af minhisblöðum Ey- steins; er tekið upp úr — Al- þýðublaðinu! Samtímis því, sem lögreglan, samkvæmt skipun ríkisstjórnar- innar, keppist við að stöðva út- breiðslu hins saknæma efnis, er verið í óðaönn að prenta hið sama saknæma efni í stuðn- ingsblaði hinnar sömu ríkis- stjórnar! Hafa menn sjeð furðulegri skrípaleik? 150 ÞOS. HERMANNA FRANCOS VIÐ MADRID. Uppreisnarmenn reyna að stöðva síðustu flutningaleiðina til Madrid. Franco gerður að einræðisherra. Þúsundir bætast í stjórn- arliðið í Madrid daglega. RJETT þegar úrslitaorusturnar í borgara- styrjöldinni á Spáni eru að hefjast um höfuðborgina Madrid, hafa uppreisnar- menn lýst yfirhershöfðingja sinn Franco, einræð- isherra á Spáni. Var hann sjálfur látinn velja titil sinn, en hann kaus að verða kallaður: ,,æðsti maður stjórnarinnar á Spáni“ (head of the Gov- ernment of Spain). 150 þúsund manna lið uppreisnarmanna hefir nú verið dregið saman til vígstöðvanna við Mad- rid og mörg hundruð flugvjelar. Uppreisnarmenn bæta stöðugt við sig liðsauka frá Marokkó, þar eð floti stjórnarinnar á Gibraltarsundinu treyst- ir sjer ekki til að leggja til orustu við flota upp- reisnarmanna, og flutningar því auðveldir yfir sundið. Kílómetra langar raðir af bifreiðum. Samtímis dregur Madrid að sjer liðsafla hvaðanæfa. — Daglega eru þúsundir Madridbúa skráðir til herþjónustu í borgaraliðið. Á einustu leiðinni, sem opin er til Madrid, að suðaustan, streyma margra kílómetra langar raðir af bifreiðum með vistir og nýja liðsauka úr hjeruðunum, sem enn þá halda trygð við stjórnina. Hersveitir uppreisnarmanna frá vígstöðvunum við Toledo, stefna nú í áttina norður, til þess að loka þessari leið. Stjórnin segir, að hersveitir hennar hafi veitt þeim viðnám, þrjár mílur fyrir austan Toledo. Leiðinni til Salamanca frá Madrid lokað. í frjettunum frá Madrid er ennfrem,ur sagt, að uppreisnar- menn hafi gert mikið áhlaup á hersveitir stjórnarinnar nálægt Siguenza, norðaustan við Madrid, en að stjórnarherinn hafi brotið það á bak aftur, og hafi 200 menn fallið úr liði uppreisn- armanna. Þá er einnig sagt, að um 200 manns hafí farist, er Oviedo varð fyrir loftárás. Uppreisnarmenn tilkynna, að þeir hafi náð fjallaskarði í Guadarramafjöllunum, er járnbrautin frá Madrid til Salamanca liggur í gegnum. (Salamanca er á vestanverðum Spáni, og mik- ilvæg járnbrautarskiftistöð. Um hana liggur leið til Oviedo og Santander á Norður-Spáni, og einnig til Portúgal). 4 miljarðar pesos fluttir frá Madrid. Þegar spánska þingið, Cortes, kom saman í gær, voru flugvjelar stjórnarinnar á sveimi yfir Madrid, til þess að verja þinghússbygginguna fyrir loftárás af hálfu upp- reisnarmanna. í þingfundinu tóku þátt sex hugdjarfir menn úr stjórnarandstöðuflokkunum. Þingið samþykti meðal annars að veita Böskum sjálfstjórn í þakklætisskyni fyrir trygð þeirra við Madridstjórnina. í frjett frá Burgos er sagt, að 4 miljarðar pesos (sem jafn- gildir um 100 sterlingspunda), hafi verið sendir frá þjóðbank- anum í Madrid til Alicante og Cartagena, og eigi þetta fje að sendast til annara landa. (Samkv. einkask. og Fl ). Mussolini stórkanslari. Italia keisararíki? f skeyti frá Róm til Ritzau- frjettastofunnar segir, að flugufregnir gangi um það, að konungsríkið ítalía verði lýst keisararíki og Mussolini verði gerður að stórkanslara á 14 ára afmæli fasistagöngunnar til Rómaborgar 28. október næstkomandi. (Samkv. einkask. og FU). Rússar vilja ekki kaupa sfld NorBmanna. Vegna dvalarleyfis Trotskys! VEGNA þess að norska stjórnin hefir veitt. Trot- sky dvalarleyfi í Noregi vilja Rússar ekki kaupa síld af Norðmönnum. Norski Stórþingsmaðurinn Mowinckel skýrir opinberlega frá því í dag, að sala mikillar norskrar síldar, sem Rússar ætl- uðu að kaupa af Norðmönnum hafi nú gengið til baka, og segir hann að ástæðan til þess sje óánægja Rússa í garð norsku stjórnarinnar fyrir það, að hafa gefið Trotsky dvalar- leyfi í landinu. Norsku íhaldsblöðin eru þeirrar skoðunar, að dvöl Trot- skys þar í landi muni hafa þær afleiðingar, að keppinautar Norðmanna á sviði síldar og fisksölumála, muni standa þar betur að vígi. BÆNDAFLOKKSMAÐ- UR MYNDAR STJÓRN I FINNLANDI. Khöfn 2. okt. FU. Forseti Finnlands hefir snúið sjer til formanns Bændaflokks- ins í finska þinginu, Kailo, með tilm.ælum um, að hann tækist á hendur að mynda nýja stjórn. Rudolf Hess. Franco vill vinna vináttu Breta. Þakkarávarp tíl fulltrúa Hitlers! ER Franco var gerður að einræðisherra, ljet hann svo um mælt, að hann skyldi sjá um, að enga vantaði brauð að eta. Hann lýsti yfir því: „að við erum reiðubúnir að gera versl- unarsamninga við hverja þá þjóð, sem ekki hefir sýnt okk- ur óvináttu. En við æskjum ekki sambands við þær þjóðir, sem berjast gegn menningu vorri“. í útvarp uppreisnarmanna í Sevilla hefir verið tilkvnt, að eng ir af foringjum uppreisnarmanna myndu láta land af hendi, sem hagsmunum Breta við Gibraltar eða siglingaleiðinni til Indlands gæti stafað hætta af. > Fyrsta embættisverk Franco var að gefa út skjal, með fána- litum gamla konungsfánans, þar sem talin eru upp ýms hryðju- verk, er talið er að fylgismenn alþýðufvlkingarinnar á Spáni hafi framið frá því er uppreisnin hófst. Afrit af þessu skjali voru send til Genf, og útbýtt þar með- al blaðamanna á Þjóðabandalags- þinginu, og allra fulltrúanna, og eitt eintak lagt inn á skrifstofu Þjóðabandalagsins. En Avenol, aðalritari þess, neitaði að taka á móti því. Þá sendi Franco hershöfðingi einnig skeyti til Rudolf Hess, full- trúa Hitlers, þar sem hann þakk- ar honum fyrir samfagnaðarskeyti það, er Hess sendi uppreisnar- mönnum, er Toledo var unnin, og óskar Franco liinu þýska ríki góðs gengis og frægðar í fram- tíðinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.