Morgunblaðið - 03.10.1936, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.10.1936, Blaðsíða 6
G MOEGUNBLAÐIÐ Laugardagur 3. október 1936 Áhrif skátahreifingar- innar á uppeldismál. fllit D. Scti. Thorsteinsson og Steingrfms Arasonar. SKÁTAFJELÖGIN ætla að selja merki á götum bæjarins á morgun til ágóða fyrir f jelagsskap sinn. Skátaf jelags- skapurinn er sá æskulýðsfjelagsskapur, sem hlotið hefir einna mesta útbreiðslu um allan heim síðan skömmu eftir aldamót, er Sir Baden-Powell stofnaði fyrstu skátasveitina. I öllum löndum, þar sem skátafjelagsskapur hefir vérið stofnaður, hefir hann hlotið vinsældir og haft góð áhrif á upp- eldismál þjóðanna. I tilefni af merkjasölu skáta hefir Morgunbl. snúið sjer til tveggja merkra manha, sem þekkja skátahreifinguna af eig- in reynd og beðið þá að láta álit sitt í ljósi um fjelagsskap- inn og tilgang hans. Davíð Sch. Thorsteinsson læknir, sem frá fyrstu héfir verið ötull stuðn- ingsmaður skátafjelagsskapar- ins segir: „VERTU VIÐBÚINN“. „Tilgangur skátahreyfingar- innar er að fá unglinga til að temja sjer ýmislegt verklegt, sem síðar geti komið þeim að haldi til þess að geta orðið að góðum og duglegum borgurum í mannfjelaginu. Einkum er' lögð stuiyi á að vekja hjá þeim sjálfbjargarviðleitni og ábsrrgð- artilfinningu, skyldurækni, lög- hlýðrii, starfsfýsi, sannleiksást, orðheldni, hjálpfýsi við þá sem eru minni máttar. Þeim er og innrætt að vera dýravinir, í stuttu máli: Kristilegt siðgæði. Kjörorð þeirra er: Vertu viðbúinn (til að verða að liði hvar sem þú getur). j^yrir tæpum 30 árum kom út fyrsta skátabókin. Höfundur hennar var hinn heimsfrægi Baden-Powell, faðir skátahreif- ingarinnar, en SÚ hreifing breiddist brátt út um allan heim og þykir hvarvetna hið ágætasta uppeldismeðal fyrir æskulýðinn í öllum löndum. Skátar temja sjer meðal ann- ars ferðalög, ratvísi, eftir landabrjefum, útilegur, mat- reiðslu o. m. fl. Lítilsháttar læra þeir líka svokallaða „hjálp í viðlögum“, þ. e. að veita hina nauðsynleg- ustu hjálp þegar slys ber að höndum, og er mjer sönn á- nægja að votta er mjer er per- sónulega kunnugt um að sú hjálp þeirra hefir oft orðið að liði, og að það fer í vöxt að þeirra sje leitað í þessu skyni. Þá er og ánægjulegt að sjá að skátar eru æ aftur og aftur kallaðir til þess að hjálpa til að halda uppi reglu þar sem margt fólk er saman komið, og að þeim fer það jafnan vel úr hendi, jafnvel að dómi útlend- inga, og er skemst á að minn- ast aðstoð þeirra og alla fram- komu við hina nýafstöðnu sorg- arathöfn hjer í feæ. iJeg óska að skátahreifingin megi þróast og þrífast sem allra best hjer á landi, því að hjer er hennar ekki hvað síst þörf! D. Sch. Thorsteinsson. „BÆTT ÞAÐ, SEM AFLAGA FER“. Steingrímur Arason kennari, segir svo um áhrif skátahreif- ingarinnar á uppeldismál þjóð- arinnar: — Skátahreifingin bætir upp þá galla, sem eru á skólaupp- eldinu, bóknáminu og kyrsetun- um.Skátahreifingin kennir ung- lingunum að starfa með hend- inni og hjartanu ef svo mætti að orði komast. Skátar læra að starfa að settu marki og læra að því leyti til að haga störfum sínum eins og fullorðnir menn. Skátum er kend hjálpfýsi gagn- vart dýrum og mönnum og læra þeir til þess margvísleg störf. Þó að svo kunni að fara að skátarnir fái ekki beinlínis þörf fyrir alt, sem þeir temja sjer og læra í fjelagsskap sín- um, hefir starfið þroskandi áhrif á unga fólkið, sem lær- dómsins nýtur. Alt starf skátanna miðar að því að bæta það, sem aflaga fer, þess vegna er skátahreif- ingin nauðsynleg þjóðfjelaginu. Nýtt grænmeti. Harðfiskur Riklingur Sardínur Rækjur Gaffalbitar Ostar Ósætt kex Maggi og Knorr Súpur. fæst í Haustmarkaður K. F. U. M. í gær byrjaði K. F. U. M. sinn árlega haustmarkað. Er markað- urinn nú í hinu nýja ófullgerða húsi K. F. U. M. En fjelagið er nú að byggja, eins og kunnugt er, mikið þrílyft steinhús við gamla húsið við Amtmannsstíg. í gær var mikil ös á markaðn- um og mikið keypt. Þar voru seld ar allskonar matvörur, sem nöfn- um tjáir að nefna, vefnaðarvör- ur, búsáhöld, bækur, málverk og margt fleira. Yörubirgðirnar í gær gengu mjög til þurðar. En kl. 3 í dag verður markaðurinn opnaður að nýju, og þá verður margt á boð- stólum. Aðsóknin í gær var eins og á mestu útsölu. En ekki verð- ur hún minni í dag. Allir vinir og velunnarar K. F. U. M. mæta á haustmarkaðnum í dag og á morgun, og á hluta- veltunni á morgun, sem byrjar kl. 3. TRYGGINGALÖGIN í DANMÖRKU. PRAMH. AF FJÓRÐU SÍÐU. styrk vegna einhverra sjer- stakra atvika, svo sem þegar sængurkonur eru styrktar, eða menn fá styrk vegn sjúkdóms- áfalla. Þá er ekki um neinn rjettindamissi að ræða. í öðrum flokki er sjerstakur sveitarstyrkur, sem afturkræfur er, og menn eiga að endur- greiða. En í þriðja flokki eru vand- ræðamenn svo sem drykkju- menn og flækingar, menn sem hirða ekki um að sjá sjer og sínum farborða. Þeir missa kosningarrjett, við fenginn styrk. Þá hafa hin nýju framfærslu- lög ráðið bót á því misrjetti, sem átti sjer stað milli sveitar- fjelaga, þannig, að sveitar- og bæjarfjelög, sem hafa mjög mikil útgjöld til framfærslu, fá styrk frá hinum, sem hafa ljett- ara ómagaframfæri. Fátækraframfærið í landinu var svipað árið 1933—34, eins og útgjöldin voru til elli-, sjúkra- og örorkutrygginga. Eii' auk þess eru atvinnuleys- istryggingarnar. Árið 1933—34 námu greiðslur til atvinnulausra 46 milj. kr. Um 400 þúsund manna voru þátttakendur í þeim tryggingum og af þeim voru það ár um 150.000 at- vinnulausir. Af þessum 46 milj. krónum greiddi hið opinbera 29 milj. kr. það ár, en verkamenn sjálf- ir 17 milj. krónur. Þegar hin nýju tryggingalög gengu í gildi, var hverjum manni í landinu sent um það brjef, þar sem lögin voru út- skýrð, skyldur manna og rjett- indi. Á tímabilinu frá 1. okt. 1933 til 30. sept. 1934, áttu ,menn að ganga af frjálsum vilja í sjúkrasamlögin. — Og síðasta hálfa mánuðinn, áður en frestur þessi var útrunninn, flutti útvarpið ítarlegar skor- anir til manna. Þetta alt kom að góðu ^haldi. Flestir gáfu sig fram af fúsum vilja. Franska Alþýðu- fylkingin óttast fascista. Frankinn skráður 105.58 miðað við £. London í gær. FÚ. ÁL hefir verið höfðað af frönsku stjórninni gegn de la Rocque, foringja gömlu „Eldkrossa“-fjelaga franskra fasista. Er hann kærður um að hafa brotið gegn ákvæðum stjórnarinn- ar, með því að endurskipu- leggja fjelagsskap fasista eftir að hann hafði verið bannaður, undir nafninu: „franski social flokkurinn“. Viðskifti hófust á ný í kaup- höllinni í París í gær. Gengi frankans var 105.58, miðað við sterlingspund, er viðskiftum lauk. Gengisjöfnunarsjóðir Frakk lands, Bretlands og Bandaríkj- anna voru allir notaðir til þess að minka gengissveiflurnar. Á hlutabrjefamarkaðinum stigu hlutabrjef um 20% og þar yfir, og einnig verðbrjef, en þar sem eftirspurn var mikil, en sala lít- il, var þessi verðhækkun meira í orði kveðnu en virkileikanum. Forvextir við Frakklands- banka voru í gær lækkaðir úr 5% í 3%. Dánardægur. Frú Jónína Margrjet Pálsdótt- ir, kona Guðna Jónssonar magist- ers, andaðist í fyrrinótt. Yeiktist hún snögglega síðastliðinn laug- ardag af lífhimnubólgu, og komu allar lækningatilraunir fyrir ekki. Frú Jónína var 30 ára, er hún andaðist, dóttir Páls bónda Gríms sonar frá Óseyrarnesi, síðast á Nesi í Selvogi. Hún var fríð kona og vel gefin. Er mikill harmur kveðinn að manni hennar og 5 börnum á ungum aldri, við frá- fall hennar í blóma lífsins. Afmælisminning. Þann 9. þessa mánaðar varð jötugur Helgi Þorsteinsson trje- smiður í Borgarnesi. Hann er fæddur 9. sept. 1866. Foreldr- ar hans voru: Þorsteinn Magn- ússon, bóndi að Gljúfrá í Borg- arhreppi og Helga Helgadóttir. Ungur fór Helgi úr föðurhúsum og dvaldist á ýmsum stöðum. Er hann var innan við tvítugt, fluttist hann að Munaðarnesi til Björns Þorlákssonar snikkara, var hann og heimili hans orð- lagt fyrir myndarskap á þeirri tíð. Hjá Birni dvaldi Helgi nokk ur ár, eða fram yfir tvítugsald- ur, og lærði hjá honum trje- smíði, og hefir hann stundað þá iðn síðan. Hefir hann einnig verið talinn hinn vandaðasti smiður og þola verk hans vel samanburð við verk hinna yngri smiða. Á tímabili kendi hann ipiltum smíðar, sem nú eru allir hinir nýtustu menn, og munu jafnan bera til hans hlýjan hug. Einnig var Helgi gæslumaður unglingastúkunnar í Borgar- nesi um nokkur ár og fórst það starf mjög vel, eins og vænta mátti, því hann hefir verið prúðmenni og hinn samvisku- samasti í öllu því, er hann hef- ir tekið sjer fyrir hendur. Mesta hluta ævinnar hefir hann dvalið í Borgarnesi. Þó hefir hanrt stundað búskap nokkur ár í sveit, meðal annars á Kolbeins- stöðum í Hnappadalssýslu- Helgi er kvæntur Elísabetu Þórðardóttur, mikilhæfri konu. Á heimili þeirra hjóna hefir ávalt ríkt hin sanna gestrisni og myndarskapur. Helgi er að eðlisfari gleði- maður og fjelagslyndur, og ósjerplæginn í öllum viðskift- um. Hann er stefnufastur í landsmálum og kvikar þar ekki fyrir hverjum þyt. Ellina ber hann vel, er Ijettur í hreyfing- um, sem ungur væri. Óskum við vinir hans á þess- um tímamótum, að ævikvöldið megi verða bjart og friðsælt, eins og líf hans hefir jafnan verið. Kunningi. Skátar. Ernir og Væringjar mætið í Miklagarði á morgun, sunnudag, milli 10—12 f. h.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.