Morgunblaðið - 03.10.1936, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.10.1936, Blaðsíða 8
8 MORGUN^LAÐID Laugardagur 3. október 1936 r Ullartau í kjóla og pils, skóla kápur, plíseruð pils á börn og unglinga. Guðrún Heiðberg — Austurstræti 14 (gengið inn úr Pósthússtræti). Nýkomin kápuefni í ýmsum tegundum og litum. Guðrún Heiðberg, Austurstræti 14. — (Inngangur úr Pósthússtræti). Klæðaverslun Guðm. B. Vik- ar. Laugaveg 17, sími 3245. — tJrval af hinum góðu Gefjunar- fataefnum stöðugt fyrirliggj- andi. Hlý og endingargóð. Föt sauniuð með stuttum fyrirvara. Fataefni tekin til saumaskapar. Kaupi gull og silfur hæsta verði. Sigurþór úrsmiður, Hafn- arstræti 4. Kaupi tómar flöskur og glös. Ásvallagötu 27, kl. 2—5 síðd. Sími 4612. Bifreiðar af ýmsum tegund- um, til sölu. Heima 5—7, sími 3805. Zophonías. Stórt úrval af rammalistum. Innrömmun ódýrust. Verslunin Katla, Laugaveg 27. Kau i íslensk frímerki hæsta verði og sel útlend. Gísli Sigur- björnsson, Lækjartorgi 1. — Opið 1—5. Kaupi gull hæsta verði. Ámi Björnsson, Lækjartorgi. Kaupi gamlan kopar. Vald. Poulsen, Klapparstíg 29. Vjelareimar fást bestar hjá Poulsen, Klapparstíg 29. Fornsalan, Hafnarstræti 18, seíur með tækifærisverði ýmis- konar húsgögn og lítið notaða karlmannafatnaði. Nú m. a. á- gæt svefnherbergissett og fall- eg Buffet. Sími 3927. Trúlofunarhringana kaupa menn helst hjá Árna B. Björns- syni, Lækjartorgi. Kanarífuglar til sölu. Upp-^ lýsingar í síma 4437. Fjallagrös seljum við ódýrt. Verslunin Nova, Barónsstíg 27, sími 4519. 'J Kjötfars og fiskfars, heima- cilbúið, fæst daglega á Frí- kirkjuvegi 3. Sími 3227. Sent heim. Athugið! Enskar húfur fyrir drengi og fullorðna, hattar og fleira. Karlmannahattabúðin. — Handunnar hattaviðgerðir sama stað. Hafnarst^æti 18. t>að er gott að hafa ,,Freia“ kökur og brauð með kaffi. Lít- ið inn. „Freia“, Laufásveg 2, sími: 4745. „Freia“ brauð. ,,Freia“ kök- ur allskonar. ,,Freia“ fiskfars. „Freia“ fiskbúðingur og „Freia“ fiskibollur, er það lang besta, sem hægt er að fá. — „Freia“, Laufásveg 2. sími 4745 A Gott herbergi til leigu á Lokastíg 11 niðri. Að- gangur að eldhúsi, ef vill. 4 lítil herbergi og eldhús, eða 2 tveggja herbergja íbúðir með aðgangi að eldhúsi, til leigu strax í Ánanaustum. Upplýs- ingar hjá verkstjóranum, sími 4338. Stór sólrík stofa í kjallara á Bergstaðastræti 67, til leigu, nú þegar. Fremur lítið herbergi til leigu Laufásveg 63. Sími 3877. Danskur stjórnmálamaður, Poul Rassmussen að nafni, var eitt sinn að halda ræðu á pólitískum fundi í Kaupmanna- höfn. Einn áheyrenda greip fram í fyrir honum og kallaði „Asni!“ Poul Rassmussen varð ekki svara- fátt. Hann sneri sjer strax að fundarstjóra og sagði: „Það var einhver áheyrandi að hiðja um orðið. Hann sagði aðeins, hvað hann væri, en ekki hvað hann gerði“. * Einn af framhjóðendum Alþýðu- flokksins í Noregi var að halda ræðu um daginn á Jaðri, og sagði: — Ef verkamannastjórnin fer með v*ld í Noregi í fjögur ár enn, þá skal ekki vera eftir einn einasti atvinnuleysingi í landinu. Rödd í salnum: Alveg íýett. Þeir verða allir dauðir úr hungri. * Hundurinn er talinn heilög skepna í þorpi einu í Kína. Er á- stæðan sú, að þvi er sagt er, að einu sinni endur fyrir löngu á hundur að hafa bjargað þorps- híium undan ásælni ræningja- flokks, er ætlaði að ráðast inn í þorpið. * Júlíana Hollandsprinsessa keypti sjer reiðhjól um daginn með tveim sætum. Eftir hátíða- höldin, í tilefni af trúlofuninni, ætla þau hjónaefnin, Júlíana prinsessa og Bernhard prins, í langt ferðalag og á reiðhjólið að vera aðalfarartækið. ¥ reta Garbo er altaf við og við sögð í þann veginn að giftast. Nú á væntanlegur eiginmaður hennar að vera kvikmyndaleikarinn George Brent, og fylgir það sögunni, að hann sje jafndulur í skapi ,og fámáll og Garbo sjálf. * iskupinn í Winchester í Englandi er yfir sextugt, en þegar hann fer í vísitasíu, tekur hann sjer staf í hönd og fer fótgangandi um biskups- dæmið. * 116 ára gamalt mál kom fyrir hæstarjett í Póllandi um daginn. Árið 1820 gerði keisar- inn upptæka álla búshluti bónda eins þar í landi. Hann höfðaði mál til að leita rjettar síns, en það drógst stöðugt að það kæmi í dóm. Nú hafa barna börn bóndans áfrýjað málinu til hæstarjettar. * Ellefu ára gömul stúlka í bæn- um Roquefort í Frakklandi hefir farið þess á leit við Lehrun forseta, að hún fái undanþágu undan giftingarlögunum, þar eð hún hefir í hyggju að ganga í heilagt hjónaband nú á næstunni. 1 Frakklandi eru það annars lög, að stúlkur eigi að vera 15 ára, áður en þær leggja út í hjónabandið. Kenni þýsku. Sigurður Jón- asson, Ægisgötu 10. 'Sími 2657. Maður vanur kenslu óskar eftir heimiliskenslu. Les með- börnum og unglingum. Upplýs- ingar á Laugavegi 86 A. Orgel og pianókensla. Upp- lýsingar í síma 2025. Sundmaður, sem getur kent byVjendum sund, getur fengið aðstöðu til fullkomnunar og þjálfunar í sundlistinni í nokkr- ar vikur. Upplýsingar. Sigur- jón Pjetursson, Afgr. Álafoss- j%£étfntUn<jao Friggbónið fína, er bæjarins iesta bón. Hattastofa mín er flutt S Austurstræti 17 (L. H. Muller) Hattar saumaðir eftir pöntun. Hattar gamlir gerðir sem nýir.. Hattar saumaðir upp úr herra- höttum. Kristín Brynjólfsdóttir. Hanskagerð Reykjavíkur, er flutt í Tjarnargötu 10. Inn- gangur frá Vonarstræti. Piltur getur komist að með öðrum til undirbúningsnáms undir Mentaskólann á prests- heimili nálægt Reykjavík. Upp- lýsingar í síma 3388. 2 herbergi og eldhús óskast nú þegar. Fyrirframgreiðsla. — Upplýsingar í síma 3305 kl. 10—12. Herbergi. Gott stórt og rúm- gott hérbergi til leigu. Upplýs- ingar í síma 1125. Japanar eru færir í flestan sjó. Þeir búa til ,,skoskt“ whisky, „hinn rjetta“ bjór og „svenskar“ eldspýtur. Nú eru þeir líka byrjaðir á maccaroni- framleiðslu. Kom fyrsta send- ingin frá þeim um daginn — ,til Ítalíu. Fœði og einstakar máltíðir í Café Svanur við Barónsstíg. Sjómenn, ferðamenn, og Reykvíkingar; munið braut- ryðjanda í ódýrum mat. Borð- ið á Heitt & KaLt. Gluggahreinsun og loftþvotÞ- ur. Sími 1781. Oraviðgerðir afgreiddar fljótt og vel af úrvals fagmönnum. hjá Árna B. Björnssyni, Lækj- artorgi. S3E9BBD igm?»a,assa,3B3i:£.,'.::^ja«ga.ag. ETHEL M. DELL: ÁST OG EFASEMDIR gQ. lengi. Jeg kom aðeins til þess að segja yður það, sem Bernard ekki getur sagt yður, án þess að rjúfa heit sitt“. „En kæra barn“, tók Bernard frammí fyrir henni. Stella klappaði róandi á öxl hans. „Mjer fanst rjett- ast, að þjer fengjuð að vita það, Sir Reginald“, hjelt hnn áfram. „Sjerstaklega, vegna þess, að það er mín vegna, sem þessu máli hefir verið haldið leyndu. — Fyrst er að minnast á þær grunsemdir, sem urðu til ]»ess að Everard sótti um lausn frá herþjónustu. Allir hjeldu, að hann hefði ráðið Dacre bana uppi í fjöllun- um. Jeg festi meira að segja trúnað á það“, sagði hún og rödd hennar titraði. „Þó hafði jeg minni ástæðu til þess en nokkur önnur manneskja, því að hann hafði svarið sakleysi sitt fyrir mjer, en vildi þó ekki segja alla málavöxtu. En sannleikurinn var sá, að Dacre var alls ekki dáinn. En Everard hófst handa, vegna þess, að hann fjekk ]»á fregn, hálfum mánuði eftir brúðkaup okkar, að Rájph ætti aðra konu á lífi í Englandi. Everard gerði honum það skiljanlegt, aá liann yrði að draga sig í ldje og láta ekki sjá sig framar. Síðan kom hann til mín, dulbúinn sem Indverji, og sagði mjer, að mað- urinn minn væri dáinn. Yður er sjálfsagt kunnugt um, hve vel hann kann að dulbúa sig“, hjelt hiin á- fram. „Jeg þekti hann alls ekki, og fór aftur heim, í þeirri trú, að jeg væri ekkja. Ari síðar giftist jeg Ev- er^rd, og unni honum heitt. Það var skömmu áður en Erjnsted kapteinn var myrtur, og við urðum að hverfa heim xir brúðkaupsförinni vegna þess. Litiu síðar, er sumarið fór í hönd, urðum við að skilja, og jeg fór til Bhulwana og átti barnið. Meðan jeg var þar, frjetti Everard, að kona Ralphs hefði dáið, rjett áður en jeg varð konan hans. En það þýddi það, að jeg var ekki lögmæt eiginkona Everards, og barnið okkar því ekki hjónabandsbarn. En þar eð jeg lá þungt haldin um þær mundir, mintist hann ekkert á þetta við mig“. „Nei, auðvitað ekki“, sagði Sir Reginald. „Jeg skíl það vel núna, að hann sagði mjer það ekki þá“, hjelt hún áfram. „En hann hefði átt að segja mjer það séinna, þegar jeg var farin að halda — eins og allir aðrir — að hann hefði verið valdur að dauða Ralphs Dacre“. „Jeg sagði það líka við hann, að það væri rangt af honum að lialda því leyndu“, sagði Bernard. Stella leit á hann. „Já, það var rangt af honum“, sagði hún að lokum, „en hann gerði það af ást til mín, hann hjelt, að stoltið væri mjer meira virði en ásit mín. Og mig undrar ekki, þó hann hjeldi það. Jeg hafði gefið honum góða ástæðu til þess. Jeg vildi ekki hlusta á hann, vildi ekki ttúa því, sem hann sagði, og rak hann burtu . . . .“ Stella þagnaði í miðri setningu og andvarpaði. „Mjer er kvalræði að hugsa til þess“, sagði hún. „En nú ætla jeg að reyna að bæta fyrir brot mitt, og jeg þakka guði fyrir, að jeg fæ tækifæri til þess“. Rödd hennar titraði, og Bernard þrýsti hönd henn- ar til þess að hughreysta hana. „Já“, sagði hann og horfði á Sir Reginald. „Nú er Ralph Dacre dáinn, því að það var liann, sem var- skotinn í skóginum fyrir tveimur dögum“. Sir Reginald stóð á fætur og gekk til Stellu. „Kæra, frú“, sagði hann blíðlega. „Jeg er yður þakklátur fyrir, að þjer liafið trúað mjer fyrir þessu. Jeg veit, hve erfitt það hefir verið fyrir yður, og jeg dáist að yður fyrir það. En nú langar mig til þess að biðja yð- ur fyrir skilaboð til mannsins yðar. Viljið þjer bera honum skilaboð frá mjer?“ „Já, það geri jeg með gleði“, svaraði hún. Sir Reginald klappaði á hönd hennar. „Viljið þjer þá vera svo góðar og segja honum, að indverslta ríkið megi ekki við því að missa eins góða staid'slcrafta og hann hefir getað látið því í tje. Segið homnn enn- fremur, að staðan sem einkaritari ininn standi honum til boða, ef liann vilji. Jeg get og látið þess getið, að sú staða hefir mikla framtíðarmöguleika í för með sjer“. „Er yður alvaraf“ spurði Stella. Sir Reginald brosti innilega. „Já, auðvitað. Jeg' get fullvissað yður um það, að hann gerði mjer mikinn greiða með því að þiggja tilboð mitt. Og jeg vona, al þjer gerið yðar ítrasta til þess að fá hann til þess“. „Já, það geri jeg“, sagði hún. „Veslings Stella“, sagði Bernard. „Þú, sem hatar Indland“. Hún sneri sjer snöggléga að honum, næstum reiði- leg á svip. „Hvernig vogar þú þjer að bera mjer það á brýn. Ef jeg er hjá Everard, er jeg sælasta mann- eskjan undir sólinni, hvar sem jeg er“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.