Morgunblaðið - 11.10.1936, Síða 6
M OIUít; NLLAÐIÐ
S&iití'zjgur 11. ókt. 1036.
5----------
Leikhúsið
§ *
t>Í >00
Sfónlfeibur í 5 þáKum, effir
Carl Gandrup,
Leihslfóri Haraldur B|firnfson.
Velunnarar íslenskrar leiklistar
báfa ástæðu til að gleðjast yfir
J)ví, hvernig Leikfjelag Reykja-
víkur hyrjar vetrarstarfsemi sína
að þessu sinni. Leikrit þetta, sem
fjel.agið hefir valið sjer að við-
fangsefni, er eitt hið efnisríkasta
«g innviðamesta, - sem hjer hefir
verið gýnt á síðari árum.
Á þossari hraðfleygu öld kvik-
myndaleiks og kvikmyndatækni,
þar. sem bíógestir eru vandir á að
geta á stuttri sýningu fengið yf-
irlit yfir æfisögu manna og jafn-
vei þjoða, hafa leíkrítaskáld þau,
er semja fyrir leikhús, seilst ínn
á svið svipaðrar tæknií í leikrita-
gerð sinni, og samið leikrit sin í
köflum, sem ná yfir langar manns
æfir, eða gefa í svipmyndum út-
sýn yfir marglitt og fjölskrúðugt
mannlífið. (á xuj
Leikrit Gandfups @f með þess-
um svip. Það ðr æfisaga Beate,
konu, sem liggur á banasænginni
og bíður eftir reikningskilum
dauðans. Leikritið byrjar þannig
Og endar með andláti kennar. Bn
á milli þessara þátta, sem báðir
til samans eru lokaþátturinn í lífi
hennar, eru sýndir þrír megin
þættir æfí hennár, og er hún gift
kitt’ Fivorum1 mánninum í þáttum
þéggifmf’ÞnWýaf’ Par-ð hún ekkj^
á sjnni margbreýtilegu æfi;'1 Bl
við (lauðans dyr, í upphafi leiks-
spyr hún son sinn, prest,
bveirn þessara þríggja eiginmanná
húp. mupj hitfa þýnumegin. Henni
er ekki óttalaust, áð einhvef
'þ.eirrá kunni áð hafa lént á vérri
Staðnum — og þá ef til vill liann.
sem „hún unni mest“, maðuriim.
sém lenti í fángbliS^fj/rjr að háfá
örðið marmsbaniV Óg ‘fvrirfór sjer
ifi
síðan.
4) rb-f'
í þeim þáttunum, sem á eftir
ífeoma, tekst höfundi alveg meist-
aralega að rekja þræði þá, sem
örlaganornirnar spunnu líf Beate,
kohunnar, scm lefkrit þetta fyrst
og fremst fjallar um.
'~Væ:ri freistándi að rekja hjer þá
| khildarfeögu 'hánar. Én í þeirri
von, að bæjarbúar kynnist henni
á leiksviðinu, verður því slept
hjer--*&> úífestíii wgsbt:
Þegar1 'frú Soffía' Göðlaugsdótt-
¥f' ’ eftir ' Wðkkurra! ‘ára burthvarf
frá ; leiksviði, hóf hjér leikstarf-
semi áð nýjú, gát verið á því
nokkur vafi, hvort hún myndi
endurheimta þá innri andans
glóð, seín áður hafði kveikt og
viðlialdið lífi listar í leik hennar.
En í þessu mikla hlutverki Beate
stendúr frú Soffía sterkar sem
leikkona, en nokkru sinni áður.
Hjer var hinn innri eldur, sem
aldrei blossaði ótaminn, en bar-
uppi leik hennar frá fyrstu byrj-
pn, til enda, gegnum ólíka þætti
leiksins. — í hinum fyrsta
hjónabandsþættinum er hún eins
og nývaknað blóm, sem gæti
„fölnað á einni hjelunótt". 1 2.
þætti er hún hin draumlynda
syrgjandi ekkja, er lifir í and-
rúmslofti liðna tímans, fjarlæg
manni sínum, sem áleit að hann
gæti keypt alt fyrir peninga sína,
ást konunnar sem annað. En í 3.
þættinum er leikur hennar hvað
formfástastur, þar sem „eldborgin
er orðin hraun“, eins og Matthías
komst að orði í kvæði um kunn-
ingjakonu sína.
Ollum stigum kvenlegrar ang-
istar, ástar og haturs lýsti Soffía
í þessum leik sínum, svo henni
skeikaði ekki — og heldur ekki,
þegar hún á banasænginni, með-
heilaga ritningu í höndunum, gaf
innsýn í þá sál, sem liðið hafði
svo margvísleg vonbrigði — en
komist hafði gegnum alla myrk-
viði lífsins með arineld æskuástar
sinnar að leiðarljósi.
Hið litla íslenska leiksvið stækk
aði við þá framtnistöðu.
Áhorfendur dæma og meta leik
samleikenda frú Soffíu við leik
hennar.
Bjarni Bjarnason ljek fyrsta
eiginmanninn. Hefir honum senni
lega verið falið það hlutverk
vegna þess, að það hentar, að þar
sje söngmaður. Er ekki ástæða til
að fjölyrða um leik ha.u^. Áður
mun það hafa verið dregið í efa
hjer, hvort þátttaka hans í leik-
starfsemi bæjarins sje honum og
leiklistinni heppileg. Á frumsýn-
ingunni skálmaði hann um sviðið,
þuldi það, sem hann átti að segja,
og vantaði -- því miður —- ákáf-
lega tilfinnanlega að gera úr leik-
pessónunni þapn þróttmikla, á-
hrifaríka listamann, er hann, átti
að sýna.
Hefði endurminning Beáte um
þetta glæsimenni ekki átt að lifa
sem rauður þráður gegnum síð-
ari leikþætti, Iiefði þetta<i%ert
minna til. En af því svoiúí&kið
veltur einmitt á þessari þ?rsónu,
varð leikur hans meiri Ijtöur á
leiksýningunni sem heild.
Þegar svo Brynjólfur Jóhann-
esson kemur til sögunnar, sem
eiginmaður nr. 2, er alt öðru
máli áð gegna. Hann hefir hjer,
sem oftar, skapað leikpersónu,
sem menn muna eftir.
Og þó gæti Brynjólfur ein-
mitt lært á þessum leik. Hann
vantar hvorki fjölbreytni nje til-
finning fyrir efni og persónum.
En hann skortir stundum þjálfun,
hann „hleypur upp“, ef svo mætti
að orði komast um leikara, eins
og vekringa. Hann ætti sjálfur
að heyra og sjá, hve miklu betur
hann nær rjettum áhrifum í leik
þessum, þegar hann breyfir sig
og talar í sterkum, lágum tónum
— eins og frú Soffía gerði svo
vel.
Þriðja eiginmanninn leikur
Haraldur Björnsson, dómsmála-
Soffía Guðlaugsdóttir.
Beate listamannskonan í 2. þætti.
ráðherrann tifvonandi, járnkarl-
inn, sem á að vera, er giftist
Beate til’fjár.
Það vantar ekki, að Haraldur
kunrtí að koma fyrir sig orði á
leiksviði, segja1 áherslusetningarj
svo þær stingast í meðvitund á-
heýréfidanna. Og hartn nær að
haldá1 eftirtekt áliorferulanna ó-
skertri frá upphafi til enda. En
betur hefði farið á, og nær mun
það anda leikritsins, ef hann
hefði fengið fyrirmannlegri og
virðulegri blæ yfir persónu þessa.
Mishepnað gerfi, sem ’ minti of
mikið á nýríkan uppskafning,
skemdi fyrir honum.
Gestur Pálsson leiktir heimilis-
lækni Beate, og heldur leikur
hans áfram gegnum áílá þættina.
Hann hefir únnið á í léik sínum
, , t O f, h - • j - •
á síðustu árum. Smékkvísi hans
befir kent honum, hve langt hann
má voga sjer í túlkun tiífinningá.
Hann hefír ékki hljómmiklá
stréngi á horþu sinni. En hann
hefir sjálf'ssköðun, sem leiðir
hann til framfara. í jiessti leikriti
er hann hínn úmhyggjú'Sámi hóll-
vinur konunnar í 40 ár, er gefur
fyrst ást sína til kynna, þegar lniii
er liðin.
- Yel mætti margt gott segja um
leik þeirra, sém hafa ijiþini hlut-
verk. Gunnþórunn sýnir þarna
aldraða skejy.tilega ráðskonu með
hinu alkunná, fjöri sínú og kímni.
Indriði Waagé leikur ógáfaðan
ríkismannsson, að vísu nokkuð
,,yfirdrifinn“ í meðferð hans, en
kátlega gerðan. Og Lárus Ing-
ólfsson klæðir sig þariia í gerfi
manns, sem með miður góða sam-
visku fær kærkomna hughreyst-
ing hjá málafærslumanni sínum.
Iíann varð alveg nýr fyrir leik-
húsgestum, og verður meira af
honum vænst en áður, eftir þenna
leik hans.
En þó ýmislegt mætti betur
fara, eins og minst hefir verið
á, raskar það ekki þeim heildar-
svip, að hjer hafi sameinaðir
kraftar Leikfjelagsins komið upp
óvenjulega gó.ðri sýningu, tekið
upp leikrit, sem er mikið í snið-
um, meistaralega samið, og fært
það í búning, sem er virðulegri
og áferðarbetri, en menn eiga
hjer að véhjast.
V. St.
Uppreisn á galeiðunum.
Fredric March sem galeiðuþrællinn Jean Valjean.
Nýja Bió:
Vesalingarnir (Les Miserables),
eftir Victor Hugo.
Leikendur: Charles Laughton
og Fredric March.
• „LES MISÉRABLE“ —
Vesalingarnir — þetta sígilda
bókmentaafrek franska ritsnill-
ingsins Vietor Hugo hefir nú einu
sinni enn verið kvikmyndað. Frum
sýning á Vesalingunum var í
Nýja Bíó í gærkvöldi. Þessi nýja
kvikmynd er tekin af ameríska
1 fjelaginu United Artists undir
leikstjórn R. Boleslawski, en aðal-
hlutverkin leika tveir bestu skap-i
gerðarleikarar Ameríku og Eng-
lánds, Fredric! March og Charles
Laughton.
*
• „VESALINGARNIR“ eru
svo kunnir meðal íslenskra bóka-
lesenda, áð óþarfi er að rekja efni
sögunnar. Við eigum því láni að
fagna að éiga þetta meistaraverk
heimsbókúientatína á voru eigiil
máli í prýðilega gerðri þýðingu
eftir Vilhjálm Þ. Gíslason skóla-
stjóra, Einar H. Kvaran og Ragn-
ár E.-Kváran. —En einmitt fyrir
það áð' jVesal iiTgAfnir" eru þektir
og að verðugu virtir hjer á landi
munu kvikmyndahúsgestir veita
kvikmyndinni athygli og meta þá
list, sem í henni felst.
*
• KVIKMYNDIN fær vitan-
lega tvöfalt listgildi fyrir leik
hinna miklu Ieikara Fredric
Mareh (Jean Valjean) og Charles
Laughton (Javert). Laughton hef-
ir aldrei fyr sýnt neitt svipað í
leik og er þá langt til jafnað, en
March sýnir svo næman skilning
á hinu margbreytilega hlutverki
sínu, að maður undrast hæfileika
hans. Leikur þeirra beggja er svo
raunverulegur að áhorfandinn
hrífst með viðburðunum og fylgist
með lífi og sálarbaráttu þessara
tveggja óhamingjusömu manna.
*
• í NÝJA BÍÓ í gærkvöldi
fengu kvikmyndahúsgestir að sjá
verulega list, sem ekkert leikhús
á Norðurlöndum að minsta kosti
gæti boðið upp á. Sjerstaklega er
það leikur Charles Laughton, sem
sker Túlkun hans á lögreglu-
manninum Javert er stórkostleg
og hann sýnir skálkinn í nýrri
mynd, enda hefir hann fullkom-
lega bylt um öllum fyrri „kröf-
um“, sem .gerðar hafa verið til
fanta á leiksviði. Hið næstum góð-
mannlega, já jafnvel barnalega
andlit hans getur eklri sannfært
mann um að þarna fari maður
með hreinár eða góðar hugsanir.
Javert lögreglumaður mun seint
líða þeim iír minni, sem sjeð hafa
Laughtón í hlutverki háns.
*
n FREDRIC MA.RCH til
hróss er, að þrátt fyrir hinn
snildaríégá leik Laughtóns hverf-
ur hans hlutverk engan veginn.
Hann sýnir tilf i nniiigamanninn
Jean Valjean með þeirri snild,
scui fáir mundu eftir leika. Hann
sýnir galeiðuþrælinn í allri hans
éymd, og hann sýnir öngu síður
ijborgarstjórann og verksmiðju-
éigandann, sem .aldrei gleýmir að
berjast fyrir niálum þeirra sem
órjetti eru beittir í þjóðfjeláginu.
*
% ÖNNUR IILUTVERK í
myndinni er vel með farið. Sjer-
staklega hlutverk biskupsins, Bien-
venu, sem leikið er af Sír Cadric
Hardwiche. — Auk þess sem kvik-
myndin er listaverk Itvað leik
snertir, er hún spennándi, (Elt-
ingaleikurinn í skóginum og í
skolþræsum Parísarborgar > og
götubardagarnir). í fáum orðum
kvikmynd, sem allir munu hafa
ánægju og gagn af áð sjá.
Vívax.
Nýkomtð:
Káputau, silkiljereft, heklugarn,
margir litir, tvinni, silkitvinni,
sokkabandatey gj a.
Alt fyrsta flokks vörur.
Véfslunin Frön.
Njálsgötu 1.