Morgunblaðið - 14.10.1936, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.10.1936, Blaðsíða 2
MURGUNHLAÐltí --uidUíUi- —----- Miðvikudagur 14. okt. 1936. Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Rltstjórar: Jðn Kjartansson og Valtýr Stefánsson — ábyrgrðarmaSur. Ritstjðrn og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Slmi 1600. Auglýsingastjðri: E. Hafberg. Auglýsingaskrifstof a: Austurstræti 17. — Slmi 3700. Heimaslmar: Jðn Kjartansson, nr. 37i2 Valtýr Stefánsson, nr. 4220. Árni Óla, nr. 3045. E. Hafberg, nr. 3770. Áakriftagjald: kr. 3.00 á mánuðl. í lausasðlu: 15 aura eintakiB. 26 aura með Lesbðk. Haftastefnan Það þarf ekki að lýsa því hörmungarástandi sem ríkt hef- ir í viðskiftalífi heimsins und- anfárin 7 ár, alt síðan kreppan dundi yfir Bandaríkin haustið 1929. Sú kreppa varð víðtæk- ari og afleiðingaríkari en áður hefir þekst. Húh breiddist eins og skæðasta farsótt land úr landi. Atvinnulífið gekk úr skorðum, bankar og fyrirtæki hrundu, vinnufúsir menn urðu miljónum saman að sitja auð- um höndum. Þegar slíkar hörmungar dynja yfir, er leitað allra ráða til að afstýra þeim, og eins og oft vill verða þegar svo stendur á, er gripið til örþrifaráða. Flestar þjóðir^ripu til þeirra ráðstaftí'na.’ sem handhægastar þóttu í bili: Róttækra takmark- ana á öllum innflutningi. Þetta er það*'séfh líáiiað hefir verið haftastefnan. Þótt stefna þessi hafi fengið mikið fylgi í framkvæmdinni, Kkifa merkustu hagfræðingar og stjórnmálamenn litið á hana sem fullkomið neyðarúrræði. — Afúm saman hafa verið uppi h.áværar raddir meðal allra mennírigáfþjóðá, að höggva þessar viðjar sém állra fyrst. Nú berast þær fregnir utan úr1, heimittutíi, sém benda til þess, að loksins sje að rofa til í þessum efriúm. ITelstu við- skiftaþjóðir heimsins ræða nú þann möguleika, áð hverfa frá haftastefnunni og leggja grundvöll að auknum viðskifta- um þjóða í milJi. Stjórnarflokkarnír íslensku hafa litið haftastefnuna nokkuð öðrum augum en þeir menn, sem mest álits njóta meðal stór- þjóðanna. Hjer hefirhaftastefn- an verið prjedikuð í orði og verki, ekki sem bráðabirgða- ráðstöfun, heldur sem heilbrigð viðskiftastefna og fjárhagsleg allra-meina-bót. Ög nú þegar stórþjóðirnar eru að fæða um að Ijetta höft- unum, skín í gegnum öll skrif stjórnarblaðanna, að hjer eigi ekki að rýmka, heldur herða á fjöírunum. Og þó hafa fáar þjóðir verið eins grátt leiknar vegna þessarar stefnu sem ein- mitt við Istendingar. Allir íslendingar verða að vona að haftastefnan hafi lifað sitt fegursta — eða öllu heldur sitt ljótasta. Og takist stórþjóð- unum fyrir sitt leyti að leysa þennan viðskiftalega rembi- hnút, þá verður engri stjórn á íslandi stætt að halda höftun- um uppi. 400 ÞÚS, MANNS BERJAST Á MADRID-VÍGSTOÐVUNUM. StjórnarliOið undirbýr gagnsókn fyrir vestan Madrid. Rússar senda flugvjelar og flug- menn til §pánar. PEGAR uppreisnarmenn hefja allsherj- arsókn sína á Madrid, er búist við, að háð verði stærsta og grimmilegasta or- ustan síðan heimsstyrjöldinnni lauk. Tvö hundr- uð þúsund uppreisnarmenn standa nú andspænis tvö hundruð þús. stjórnarliðum, og munu því sam- tals 400 þúsund manns taka þátt í orustunum, sem telja verður úrslitaorusturnar í spönsku borgara- styrjöldinni. Stjórnarherinn er nú að undirbúa ákafa gagnsókn að vestanverðu við Madrid til þess að rjvifa hring uppreisn- armanna um borgina (sítnar frjettaritari vor). Franska blaðið „Le Matin“ segir frá því, að til Barce- lona sjeu komnir frá Odessa 30 rússneskir hern- aðarsjerfræðingar og að 20 sovjetflugmenn sjeu lagðir af stað til Spánar, til þess að taka þátt í bar- dögunum í liði stjórnar- innar. Þá segir blaðið, að sovjet- rússneska hafi ákveðið 4ð,,.tgka upp reglubundnar skipaferðir milli Odessa og Barcelona (segir í Berlínar- fregn FtJ). Rússneska stjórnarblaðið ,,Is- vestia“ birtir á fremstu síðu þakkarávarp frá Caballero, forsætisráðherra Madridstjórn- arinnar til rússnesku sovjet- stjórnarinnar, fyrir afstöðu þá, sem hún hafi tekið í málum Spánar. í fyrradag var barist í nánd við San Martin, á vígstöðvun- um fyrir sunnan Madrid, og stóð bardaginn um yfirráðin yf- ir akveginum milli Avila og Toledo. Uppreisnarmenn segja, að þeir hafi hrundið árás stjórn arhersins, en stjórnin tilkynnir, að hersveitir hennar hafi hald- ið velli (segir í Lundúnafregn FÚ), Á öðrum vígstöðvum um- hverfis Madrid hefir ekkert borið til tíðinda undanfarið og má vera að því hafi valdið hin geysilega mikla rigning, sem þar hefir staðið. Um Oviedo er nú líkt á kom.ið og um Toledo, síð- ustu dagana sem barist var um borgina. Stjórnarliðar hafa nú hrakið uppreisn- armenn úr öllum bygging- um borgarinnar nema dóm kirkjunni og vopnaverk- smiðju einni, en herlið Mára og málaliðs frá Mar- okkó er á leiðinni til Ovi- edo til aðstoðar uppreisn- armönnum. Franco hershöfðingi. Hvað er Hitler að brugga? Londoii í gær. FÚ. Hitler hefir kvatt Göb- bels útbreiðslumálaráö- herra á fund sinn í Berchtesgaden, ásamt ráðlierrum sínum um hermál, flotamál og flug mál, og kenslumálaráð- herranum, og er ekkert látið uppi að svo stöddu um tildrögin að fundi þessum, en búist við, að einhver mikilsverð yfir- lýsing verði gefin út að honum loknum, er snerti stjórnmál Evrópu, *-------------- ísfiskssölur, Brimir seldi afla sinn í Wesermúnde í gær, 86y2 tonn, fyrir 16,700 ríldsmörk. Frá Frakklandi. Kommúnistar valda vaxandijkmdroða. Hrottaleg óskammföilni í garð Hitlers. Þýska blaðið »,,Ber- liner Börsen Zeit- ung“ skýrir frá því í sambandi við óhemju móðgun, sem foringi franskra kommúnista hefir sýnt Hitler, að Le- brun forseti hafi í hót- unum að segja af sjer, ef hinn taumlausi áróð- ur kommúnista verði ekki stöðvaður. Kommúriistaforinginn Thorez Botaðí tækifærið á fundi 1 Strassburg á sunnudaginn til að fara hinum háðulegustu orð- um um Hitler. Framan á ræðupallinum þar sem Thorez hjelt ræðu sína var hengd upp hrottaleg teikn- ing af Hitler, með morðhníf. í ræðu sinni á Thorez m. a. að hafa kallað Hitler „svarinn óvin Frakklands“. í þýskum blöðum kennir mik- illar reiði yfir þessum atburði. Hefi,r sendiherra Þjóðverja í París farið á fund inanríkis- ráðherrans Salaengro og mót- mælt ummælum Thorez.Þarsem mótmæli Þjóðverja eru munn- leg, en ekki skrifleg, þykir lík- legt að málið verði þar með látið niður falla. í blöðum í Elsass er þess krafist að Elsass fái að vera í friði fyrir „rússnesku pestinni“. LÍK SKIPVERJA AF POURQIJOI PAS? REKUR. „Tími oldcar er kominn til að hefjast lianda....“ De la Rocque í ræðu, sem hann flutti á sunnudaginn. Menn óttast, að fas- cistabylting í Frakklandi hefjist á föstudaginn. Símagjöld milli ís- lands og útlanda verða lækkuð. Lík eins skipverjanna af „Pourquoi pas?“ fanst í fyrra- ; dag rekið skamt frá bænum Straumfirði. | Líkið verð.ur flutt til bæjar- ins í dag með vjelbátnum „Von- in“ frá Akranesi, og jarðsett hjer. Jarðarförin fer fram í fyrra- málið frá Landakotskirkju, og liefst athöfnin "kl. 9 árdegis. GUÐM. HLÍÐDAL, póst- og símamálastjóri kom í dag til Osló eftir að hafa tekið þátt í norrænu síma- þingi í Stokkhólmi og verið í Khöfn, Berlín og London í erindum s'ímans. Hann skýrir frá því í viðtali, við Aftenposten, að hann búist við því, að samningaumleitanir, sem hafa átt sjer st.að um lækk- un á símagjöldum milli fslands og útlanda, muni bera þann árang- ur, að gjöldin lækki til muna. Þá hefir Hlíðdal einnig leitað samninga hjá Norslí elektrisk By- rá um stækkun talsímastöðvar- | innar fyrir Reykjavík og Hafnar- ' fjörð. (Samkv. einkask. til FÚ)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.