Morgunblaðið - 14.10.1936, Síða 4

Morgunblaðið - 14.10.1936, Síða 4
4 M 0(R GUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 14. okt. 1936. | £ | Önnur grein Lutz Koch. | ^♦.^♦♦^^^♦♦^♦❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖‘W Knattspyrna og sund verða aðal íþróttir íslendinga. „Finnar eru fámenn þjóð ... Knattspyrna og sund verða aðalíþróttir íslend- inga. Loftslag landsins gerir það að verk- um. Með góðum styrk frá því opinbera geta íþróttagreinar þessar orðið þjóðaríþróttir landsmanna, í orðsins bestu merkingu. Auðveldast er að koma sjer fyrir með knattspyrnuna. Völl er al- staðar hægt að fá, og jafnvel 22 manna knattspyrnuflokk, sem fá brennandi áhuga fyrir íþrótt þessari, hvort svo sem menn kunna íþrótt þessa betur eða ver. íslendingar geta og komist langt í sundi. Það sýndi hinn mikið umtalaði sundknattleikur þeirra í Berlín. Þeir hafa til þess góða lík- umshæfileika. Með góðri þjálfun gætu þeir jafnast á við sundflokka annara þjóða. 1 Berlín tóku menn tillit til,' að íþróttagrein þessi er aðeins tveggja ára gömul á- íslandi, svo hún er þar á byrjunarstigi. Sundhraðinn kemur með þjálf- un. Jeg býst við að seigla íslend- inga komi þeim til þess að þjálfa sig ,vel í íþrótt þessari. Fornsög- urnar geyma endurminningar um mikil sundafrek. Er ætlandi að hin uppvaxandi íslenska kjmslóð, hafi þau vel í minni, og finni til skyld- unnar, að vera eigi eftirbátar for- feðranna. En íslensku sundmennirnir verða að læra. reglur leiksins. Og til þess þurfa þeir erlendan þjálf- ara. Ætti það ekki að vera frá- gangssök að koma því í kring. Þegar sundhöllin í Reykjavík er fullgerð, ætti að vera hægt að æfa sundknattleik allan ársins hring. En til þess að góður árang- ur fáist í þessari íþrótt sem öðr- um, þurfa íþróttaiðkanirnar. að komast á hinn breiða grundvöll skólanámsins, því til þess að hægt verði að fá fyrsta flokks sund- knattleikaflokk, þarf að vera hægt að velja þá bestu sundmenn úr miklum fjölda. Sundnámið þarf að byrja í skólunum á aldrinum 10— 12 ára, svo börnin læri á þeim aldri rjettar reglur og stíl skrið- sundsins. Þá geta 16—18 ára ung- lingar, er þeir hafa fengið fulla líkamskrafta, náð hinum mesta hraða, eins og Japanar sýndu í Berlín, sem náðu heimsmeti með jafnvel 16 ára skólabörnum í sín- um hóp. Svipuðu máli er að gegna með knatspvrnuna. Sú íþrótt verður að komast í skólana, og verður að ætla nemendunum stundir til æf- inga. Til þess að verða fyrsta flokks knattspyrnumaður, er nauð- synlegt að nema reglur og stíl á unga aldri. En til þess að örfa áhugann og tryggja framfarirnar, þarf að fá érlenda íþróttakennara til lands- ins. Auk þess verður að gera áætlun um framtíðarskipulag íslenskra i íþróttamála. Og leggja verður á- herslu á, að í þeim iþróttagrein- um, sem aðallega eru iðkaðar, verði jafnan hægt að fá saman- burð á íslenskum og erlendum af- rekum. Meðan á Olympíuleikunum stóð hafði jeg gott tækifæri til þess að kynnast binum íslensku íþrótta- mönnum. Jeg komst að raun um, að þeir hafa allir brennandi áhuga á því, að komast sem lengst á íþróttabrautinni, og vilja á því að vinna sjer frægð og frama. Með slíkum brennandi áhuga er hægt að komast ótrúlega langt, ef áhug- inn er notaður til þess að auka þjálfunina og koma íþróttaiðkun- um í fast horf. Finnar eru fámen'n þjóð. Þeir hafa þó unnið mikil íþróttaafrek og hlotið verðugan heiður fyrir. íslendingar eru fámennari. Samt ættu þeir að geta látið á sjer bera á sviði íþróttanna, ef einbeittur vilji er fyrir hendi, sem fær að njóta sín undir góðri stjórn, og íþróttamennirnir finna, að þjóðin fylgir þeim af alhug. Enginn getur neitað því, að ís- lenskum íþróttamönnum hefir far- ið fram hin tvö síðustu ár, og hin þróttamanna standi erlendum í- þróttaafrekum enn að baki. Verkefnin fyrir íslenska íþrótta- frömuði eru óendanleg — og Um leið óviðjafnanlega aðlaðandi, þar sem alstaðar eru framfarir fyrir stafni, á öllum sviðum er um um- bætur að ræða og vinnu sem á að bera ávexti fyrir framtíð þjóð- atinnar. (í næsu grein ræðir L. Koch um íslenska glímu, hlutverk henn- ar og framtíð). Til Hallgrímskirkju í Saurbæ frá S. E. Ó. 10 kr., ónefndum 2 kr., H. P. 5 kr., Kristni Guðmunds- syni 10 kr., S. 3 kr. Vetrarstarfsemi K. R. er byrjuð. I gær byrjaði K. R. sína fjöl- breyttu vetrar-íþróttastarfsemi. Verður henni hagað líkt og áður. Fimleikar verða fyrir telpur, stúlkur, drengi og fullorðna karl- menn og' stjórnar Benedikt Ja- kobsson æfingum eins og að und- anförnu. Einnig kennir hann frjálsar íþróttir. Knattspyrnuæfingar innanhúss verða einnig líkt og áður. Eru þær „tekniskar“ og stjórna þeim hinir góðkunnu þjálfarar K. R. Guðmundur Ólafsson og Sigurður Halldórsson. Þeir sem taka þátt í þessum æfingum þurfa að tala við kennarana og fá leyfi hjá þeim. Hnefaleikaæfingar fyrir byrj- endur fara fram í K. R.-húsinu, en fyrir þá sem lengra eru komnir í Stúdentagarðinum. Kennari í hnefaleikum verður Þorsteinn Gíslason. Þá verður einnig æfður róður og glíma, og sund í sundlaugun- um. Sundæfingunum sjórnar Björgvin Magnússon frá Kirkju- bóli. Annars geta fjelagar K. R. sjeð nákvæmlega stundatöfluna í fje- lagsblaði K. R., sem kom út í gær. 1 gær kl. 5—6 byrjaði telpna- flokkur 7—12 ára, kl. 6—7 telpna- flokkrn 12—15 ára, kl. 8—9 1. fl. kvenna, kl. 9—10 frjálsar íþróttir, kl. 10—11 hnefaleikar fyrir byrj- endur, glíma og róður. 1 sumar hefir verið mikið líf og fjör í allri íþróttastarfsemi K. R. og fjelagið hefir verið mjög sig- ursælt. Það byrjaði á að vinna Drengjahlaup Armanns í vor, Alls- herjarmót í. S. í. og hlaut þá einu sinni enn titilinn „Besta íþrótta- fjelag íslands“. Á Meistaramótinu hlaut það 10 meistarapeninga af 16. Einnig vann það Drengjamót Ármanns. 1 knattspyrnú vann það öll haustmótin og Reykjavíkur- mótið mjög glæsilega. K. R.-ingar í sum- hlaup- Undanfarna vetur hefir vetrar- starfið einnig verið mjög líflegt og nú á komandi vetri munu marg ir sækja hinar fjölbreyttu íþrótta- æfingar sem fjelagið hefir uppá að bjóða, og ekki síst fyrir það að K. R. hefir ágætum kennurum á að skipa. Einnig undanfarna vetur mun K. R. fara í göngu- og skíðaferðir og munu margir hlakka til þeirra ferða, því þær hafa verið bæði skemtilegar og hressandi. K. R,- ingar eru nú að reisa nýjan skíða- skála á Skálafelli á Mosfellsheiði. Verður nánar skýrt frá því hjer í blaðinu bráðlega. íslenska íþróttahreyfing hefir kom ist í samband við íþróttalíf um- hafa sett mörg ný ísl. met heimsins, enda þótt afrek ísl. í- ^ ar í frjálsum íþróttum og um. Húsgagn^áklæði útvega jeg. — Fallegt og fjölbreytt sýnis- hornasafn fyrirliggjandi. Friðrik Bertelsen. Hafnarstræti 10—12. Sími 2872. ÚIBOÐ. Þeir, sem gera vilja tilboð í raflögn í Háskóla íslands, vitji teikninga og útboðslýsinga til undirritaðs, Ljósvalla- götu 12, fyrir kl. 3 síðd. á fimtudag 15. þ. m., gegn 5 króna skilatryggingu. Jón Gaufi. Kaupum flöskur þessa og næstu viku. Móttaka í Nýborg. Áfengisverslun rikisins. Nokkur eintök af íslenskum þjóðlögum, eftir prófessor Bjarna Þorsteins- son, fást í Bókav. Mímir h.f. Austurstræti 1. -■' Sími 1336. • TiKiiburverslun • P. W. Jacobsen ék Sön. £ Stofnuð 1824. q Símnefni: Granfuru - Carl-Lundsgade, Köbenhavn C. Selur timbur í stærri og smærri sendingum frá Kaup- 9 mannahöfn. -- Eik til skipasmíða. - Einnig heila ® skipsfarma frá Svíþjóð. • æl Hefi verslað við ísland í meir en 80 ár. Bogi Ólafsson: Kenslubók í ensku handa byrjendum, er komín út. Aðalsala í Bókaverslun §igfúsar Eymnndssonar og BÓKABÚÐ AUSTURBÆJAR BSE. Laugavegi 34. Ljereft útvegum við frá ítalíu með sjerstaklega hagkvæmu verði. Talið við okkur sem fyrst. Eggert Kristjánssan S Co, Sími 1400.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.