Morgunblaðið - 16.10.1936, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.10.1936, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIFT AMAL. Onnur viðskiftakreppa innan þriggja ára... Afundi breska vísindafje- lagsins í Blackpool — Englandi — fyrir skömmu, akýrði hinn kunni hagfræðing- ur Sir Wiliiam Beveridge, sem er í stjórn breska atvinnuleysis- sjóðsins fráþví aðsjóðurinn væri nú að safna í sarpinn, til þess að vera viðbúinn þegar næsta kreppa skellur á. „Jeg geri ráð fyrir“, sagði hann „að innan þriggja ára vaxi tala atvinnu- leysingja upp í 2.2 milj. og er það lágmarkstala (tala atvinnu leysingja er nú 1.6 milj.). — Sumir telja að tala atvinnuleys- íngja í Bretlandi verði þá orð- in alt að því 3 miljónir!“ * Innan þriggja ára, sagði Sir William. Hann gerir þá ráð fyr- ir að næsta kreppa skelli á í' Bretlandi á næstu þrem árum. í Bretlandi hófst viðskiftabat- inn árið 1932 eftir kreppuna, sem hófst 1929, eða eftir að Bretar höfðu leyst sterlings- pundið frá gullinu. Árið 1932 var tala atvinnuleysingja í Stóra-Bretlandi (mánaðameðal- tal) 2.8 milj. Næsta ár, 1933, var mánaðameðaltalið 2.5 milj. 1 júní 1934, var tala atvinnu- leysingja komin niður í 2.1 milj. og í des. sama ár í 2.08 milj. I júlí 1935 var atvinnuleys- ingjatalan komin undir tvær miljónir og samkvæmt síðustu skýrslum er tala atvinnuleys- ingja í Bretlandi, ekki nema 1.6 milj. Framleiðsluvísitalan í Bret- landi (1929 = 100) var 1933, 87,9, en 1935, 104,3. Heildsölu- verð (vísitalan) var 1933 = 85,7, en 1935 = 89.6. Sýna tölur þessar viðskiftabatann í Bret- landi. * Þannig má lengi telja. En eitt er eftirtektarvert. Bati þessi hefir að mestu leyti komið að innan, þ.e. hann byggist ekki á aukningu utanríkisverslunarinn- ar. — Heimsviðskiftin hafa aldrei verið meiri en 1929. Við skiftaveltan í millilandavið- skiftum nam það ár 289 miíj- örðum RM. — Síðan hefir hún hrapað djúpt. Þessi velta var árið 1934 ekki nema 96 mil- jarðir marka og 1935, 90—100 miljarðir marka (ágiskun). Á þessu tímabili hefir hlutur Breta í heimsviðskiftunum næst um staðið í stað. Hann var árið 1929 13.8%, 1932 13.6% og 1934 14.2%. Að verðmagni hjelt hlutur Breta áfrarn að falla, þar til 1933, að hann hækkaði lí'tilsháttar og aftur lítilsháttar 1934. Þegar á það er litið, að framleiðslan í Bret- landi er farin fram úr því sem hún var mest 1929, en yeltan í millilandaviðskiftum hefir hrapað um þriðjung á s*ma tímabili, verður ljóst, að SaíJskiftabatin* í Bretljindi hef- ir aliur komið að innan frá þjóðarbúskap Breta sjálfra. ] * ] Þetta hefir mikla þýðingu. Þótt gert sj e ráð fyrir að inn- ; anlandsmarkaður Breta sje nú þegar orðin mettur, þá hafa i Bretar þó enn ráðrúm til þess ; að auka viðskiftaveltusína. Utan , ríkisverslunin er ennþá að kalla óplægður akur. j Það er að segja: Bretar ráða .ekki einir yfir því, hvort þeir | geti aukið utanríkisverslun Þessi vaxandi bjartsýni kom m. a. fram á þingi Þjóðabandalags- jins í sept., sem gerði samþykt ^um að skora á allar þjóðir að að vinda að því bráðan bug að nema úr gildi hömlur á heims- viðskiftunum. sína. Allar þjóðir verða að leggja hönd á plóginn til þess að plægja þenna akur. Bretar eru ífyrir löngu tilbúnir ‘að leggja fram sinn skerf. Það hefir staðið á öðrum. Stærsti Þrándur í götu heims- viðskiftanna hafa um margra ára skeið verið innflutnings- kvótarnir og gjaldeyrishöml- urnar. Hvorttveggja er afleið- ing óeðlilegs verðmismunar á 'gjaldeyri þjóðanna, sem hefir neytt sumar þjóðir, sem hafa haldið gjaldeyri sínum í of háu verði, til að vernda þetta verð með innflutningskvótum og gjaldeyrishömlum. Þær þjóðir, sem hafa haldið gengi gjald- eyris síns hlutfallslega of háu, eru fyrst og fremst gulllöndin Frakkland, Holland, Sviss, Italía og Þýskaland, og auk þess Tyrkir, Grikkir, Lithauar, Pólverjar o. fl. Þessi lönd hafa verið Þrándur í götu heims- viðskiftanna. Þessum steini er nú rutt úr vegi. Flestar þessar þjóðir hafa fært gengi gjaldeyris síns til samræmis við stórþjóðirnar Breta og Bandaríkjamenn. Við það hafa erl. vörur á inn- anlandsmarkaði þessara þjóða hækkað í verði og getur það að nokkru leyti komið í stað innflutningshaftanna. Samtímis hafa vörur þessara þjóða lækk- að í verði á erlendum markaði miðað við hinn erlenda gjald- eyri, og þannig er þessum þjóð- um gert kleift að taka upp sam- kepni við þær þjóðir, sem áður höfðu felt gengi gjaldeyris síns. * Leiðin er nú opin fyrin frjáls- ari heimsviðskiftum. Kvótarnir og tollarnir eru nú þegar farnir að hverfa. Til dæmis: 15% saltfisktollinum hefir verið af- ljett í Ítalíu, í Frakklandi hafa allir kvótar Lavalstjórnarinnar verið numdir úr gildi; 50% te- tollurinn hefir verið feldur úr gildi í Hollandi o. s. frv. Þetta er þó aðeins byrjunin. Hin breytta afstaða á eftir að koma fram í verslunarsamningum. — Ennfremur má búast við hröð- um viðskiftabata í þeim lönd- um, sem nýlega feldu gengi gjaldeyris síns og í kjölfar bat- ans fer vaxandi kaupgeta fyrir innlendar og erlendar vörur. Menn spá uppgangstímum. En þessir uppgangstím- ar eiga ekki að standa nema í 2—3 ár. Þá kemur næsta kreppa, segir Sir William Bev- ’ eridge. Síðasta kreppa hófst 1929 og það er gömul reynsla að milli þess að tvær kreppur skelli á, líði 7—10 ár. Kreppan er engan veginn „eins og vindurinn, sem engin jveit hvaðan kemur og hvert fer“. Hún er einn þátt.urinn í | viðskiftalífi þjóðanna, og þessi þáttur hefir verið rannsakaður 'ofan í kjölinn. Viðskiftakreppa 'skall á 1836 og aftur 1847. Síðan með 10 ára millibili 1857 og 1867. Aftur skall á kreppa árið 1873 og stóð hún lengi. Viðskiftaörðugleikar hjeldu á- fram í ýmsum löndum þar til 1895. Aftur skall á kreppa 1907 og um það leyti sem stríð- ið hófst, virtust öll sólarmerki benda til þess að kreppa væri yfirvofandi. Stríðið hófst áður en krepp- an skall á, og síðan hófst uppbyggingarstarfið eftir stríð- ið, og því fylgdu uppgangs- tímar 1927—1929. En árið 1929 skallávíðtækasta kreppan sem yfir heiminn hefir komið og það eru ekki. nema 2—3 ár síðan að viðskiftabatinn fór að gera vart við sig aftur. Síðustu vikurnar hefir verið ruddur veg urinn fyrir enn örari viðskifta- bata. Og um sama leyti eru menn farnir að tala um næstu kreppu. * Lítill vafi er á því, að Sir William Beveridge hafi rjett fyrir sjer. Hann hefir bæði þekkingu og sögulega reynslu fyrir því. Fyrir okkur Islend- inga varðar það mestu, að við gerum okkur grein fyrir lög- máli viðskiftalífsins um upp- gangstíma og kreppu. Þessa þekkingu má nota til þess, að gera ráðstafanir til þess, að mæta vondu árunum með því að nota góðu árin vel. Leiðirnar til þess hefir hið frjálsa framtak einstaklingsins jafnan fundið með velviljuðum stuðningi rík- isvaldsins. Hættan er þar sem misviturt og illviljað stjórnarfar hefir hnept viðskiftin í fjötra. Geymsla. Reiðhjól tekin til geymslu á Laugaveg 8, Laugaveg 20 og Yest- urgötu 5. Símar 4661 og 4161. 0»lBn. Umsóknir um námsstyrk samkvæmt ákvörðun Menta- málaráðs (kr. 1.0,000), sem veittur er á fjár- lögum ársins 1937, sendist ritara Mentamála- ráðs, Ásvallagötu 64, Reykjavík, fyrir 1. des- ember 1936. Styrkinn má veita konum sem körlum, til hvers þess náms, er Mentamálaráð telur nauðsyn að styrkja. Umsóknir uiti styrk til skálda og listamanna, sem veiltur er á fjárlðgum ársins 1937 (kr. 5990,00), send- ist ritara MentamálU' ráðs, ísvallagfttu 64, Reykfavík, fyrir I. des- ember 1936.] Ljereft útvegum við frá Ítalíu með sjerstaklega hagkvæmu verði. Talið við okkur sem fyrst. Eggert Kristjánssan B Co. Sími 1400. Bogi Olafsson: Kenslubók í ensku handa byrjendum, er komín út. Aðalsala í Bókavecslnn Si^fúsac Eymundssonac og BÓKABÚÐ AUSTURBÆJAR BSE. Laugavegi 34.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.