Morgunblaðið - 16.10.1936, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.10.1936, Blaðsíða 5
I'östudagur 16. okt. 1936. MORGUNBLAÐIÐ 5 Ræktunarfjelag Norður- lands var stofnað 1903. Var þá höfuðáhersla lögð á að koma upp trjáræktar- stöðinni, en tilraunir voru þar aðeins á byrjunarstigi, aðeins smáreitir bar sem ýmislegt smávegis var reynt. En alt af var tilraununum haldið áfram ]dó skrykkjótt gengi. Það er fyrst á síðari árum, sem þær hafa verið settar í kerfi og færðar í hað snið, sem viðhaft er í hliðstæðum stofnunum er- lendis. * Áburðartilraunir. Jeg hefi gert hjer m. a. tilraun- ir með áburð, bæði tilbúinn áburð og búfjáráburð. Hvað við- víkur tiibúna áburðinum hafa ver- ið gerðar tilraunir með mismun- andi tegundir áburðar, mismun- andi tíina hvenær borið er á og xnismunandi áburðarsamsetningu. Niðurstaðan af samanburði á á- burðartegundum hefir orðið sú, að á saltpjeturstegundum, hvort held ur er kalk-, kalkammon eða Chile-saltpjetri, væri ekki veruleg- nr munnr og ekki heldur á Nitro- Tphoska og bremiisteinssúru amm- •oniaki. Fleiri tegundir hafa verið reyndar, svo sem saltsúrt amm- oniak, trollamjöl og þvagefni, en það reyndist lakara, eins og raun- ar var fyrirfram vitað. Við tilraunir um áburðartímann hefir aðallega verið notaður salt- •pjetur og Nitrophoska og reyndir þrír mismunandi tímar, þ. e. fyrst í maí og um miðjan og síðast í ;sama mánuði. Yfirleitt má segja að áburðartíminn í miðjum maí .rgefist jafnbest. Þegar vorar ‘Snemma er betra að bera á fyr én á köldum vorum er árangur svip- áður, áburðurinn tekur ekki að verka fyr en skilyrðin eru fyrir .hendi. Eeynt hefir verið að tví- •skifta saltpjetrinum, þannig, að bera nokkuð á strax að vorinu og :hitt á milli sjátta. Þetta hefir sýnt Iheldur betri árangur, en vafasamt sað það svari kostnaði þar sem jþað eykur vinnu. Jeg hefi einnig, hjelt Ólafur áfram, borið síldarmjöl og fiski- mjöl saman við útlendan áburð bg :má hiklaust segja að með núv. verðlagi í útlöndum á þessum af- urðum okkar, þá sje fjarri því að þær komi til greina í samkepni við útlenda áburðinn. Tilraunir með þennan samanburð hafa stað- ið í 4 ár og eru meðaltalstölur þriggja ára svo: Vaxtarauki í 100 kg. heys pr. lia. Tilbúinn áburður 36 hestar Síldarmjöl 17 hestar Fiskimjöl 21 hestur Áburðarskamtarnir hafa verið jafngiidir skamtar, þ. jurtanær- andi efní þau sömu í þeim öllum, en afleiðingin hefir verið sú, að þurft liefir að nota af fiskimjöli og síldarmjöli y3—y2 stærri skamt. miðað við þyngd, heldur en af saltpjetri. Raddir þær sem komið hafa fram um notkun mjöls í stað saltpjeturs eru því alveg út í loft- ið. Næringarefnin í síldarmjöli eru í þungleystum samböndum, í eggjahvítu o. s. frv., en í nitro- .phoska eru þau miklu auðleystari. Árangur af grasræktartilraun- um Ólafs Jónssonar í stöð Ræktunarfjelags Norðurlands. Eftir frjettaritara Morgunblaðsins. í einum poka síldarmjöls er að- eins 7—10% af köfnunarefni, en í sömu þyngd af Nitrophoska, er 14% af köfnunarefni. Hjer er því auðsær munur. * Merkilegar tilraunir með búfjáráburð. Margvíslegar tilraunir hafa verið gerðar hjer um notk- un búfjáráburðar. Binkum eru það tilraunir með að bera áburð undir piógstrengi eða bera hann ofan á, eins og vant er. í fyrra tilfellinu er borið á til margra ára, landið er plægt og borið í Geymslur fyrir þvag þurfa því ekki aðeins að vera lagarþjettar, heldur einnig loftþjettar. Ymsar fleiri áburðartilraunir hafa verið gerðar, en þær eru smærri og er ekki ástæða til að fjölyrða um þær. Grasræktartilraunir. Pá kom Ólafur að grasrækt- artilraunum sínum. í stöð R. N. hafa verið komnar saman helstu grasræktaraðferðir, sem tíðkaðar hafa verið, og eru það: í fyrsta lagi þaksljettuaðferðin. Þessi aðferð hafði almennasta til- TlÐINDAMAÐUR Morgunblaðsins á Akureyri hitti fyrir nokkrum dögum Ólaf Jónsson, framkvæmdastjóra Ræktunarfjelags Norðurlands að máli og bað hann að segja sjer frá sumarstarfseminni og tilraunum þeim, sem fje- lagið hefir haldið uppi. Tilraunastöð R. N. og Sámsstaðir í Fljótshlíð, auk lítilsháttar á Eiðum, eru þeir staðir á land- inu, þar sem nú eru framkvæmdar sjerstakar tilraunir um búnaðarhætti, og eiga þessar stofnanir það fullkomlega skil- ið að landsmenn veiti því starfi athygli, sem þar er unnið. Hjer birtist frásögn Ólafs. plógförin og strengjunum svo velt en Þykir nn of dyr. niður aftur. Þessi tilraun hefir verið lögð þannig að hún átti að standa í 6 ár og hefir hún nú staðið þann tíma, en þó ekki gerð upp fyrir síðasta árið. Saman- burður á tveimur reitum, þar sem annar hefir verið óhreyfður og borið ofan á sama áburðarmagn hvert ár og liinn hefir verið plægður og -borið undir sama magn og hinn fær í 6 ár, þá er iitkoman nú eftir 5 ár, ef við segjum að fyrri reiturinn gefi 100 þá gefur sá seinni 157. Það er því þriðjungsmunur á eftirtekj- unni í fimm ár. Þetta hlutfall lækkar í ár, því vöxturinn á plægða blettinum er afar ör fyrstu árin. Þó mun endanlegt hlutfail verða nálægt 1 y2. Auk þessa hefir verið reynt 4 og 2 ára áburðarmagn, og hefir niðurstaða þess farið í sörnu átt. Vaxtarauki er þó naumast eins. Það sýnist þess vegna best að bera a. m. k. 6 ára áburðarmagn undir, en síð- ur til skemri tíma. Einnig liefir verið reynt að plægja upp og bera ofan á, en ekki undir, til að sjá áhrif losunarinnar á landið, og hefir komið í ljós, að losun hefir dálitla þýðingu, en þó tiltölulega litla. Hlutfallið er 100 á móti 104,7. Einnig hafa hjer verið gerð ar tilraunir um samanburð á því að nota búfjáráburð, þar sem sett er saman í eitt bæði mykja og þvag eða hvort út af fyrir sig. Það hefir reynst miklu hagkvæm- ara að aðskilja þvag og mykju og hefir komið í ljós, að með því að halda þvaginu sjerstöku, þá fæst áburður, sem er alt að því eins auðleystur og fljótverkandi og saltpjetur. Hjer við bætist, að þvag þarf enga ávinslu. En þeg- ar öllu er blandað saman, er alt það besta úr þvaginu rokið burtu þegar borið er á. Köfnunarefnið í þvaginu breytist auðveldlega í ammoníak og það rýkur burtu. í öðru lagi sjálfgræðslan. Þessi aðferð var upp á sitt besta um og eftir 1920, og þá talin fram- tíðar ræktunaraðferðin. í þriðja lagi sáðsljettan. Hún I fyrra tilfellinu eru það verkan- ir þess forða af frjóefnum, sem safnast hefir fyrir með búfjár- áburðinum og auðleysta næringin í tilbúna áburðinum, sem verkar saman. í síðara tilfellinu er um engan næringarefnaforða að ræða, en búfjáráburður of torleystur til að ‘géta géfið jáfnháa uppskeru. Leið til að spara köfnunarefnisáburð. Olafur vjek þá næst að til- raunum til að ná tökum á því að rækta einhverjar belg- jurtir með grasinu til að spara liafði verið reynd hjá R. N. frá köfnnnarefnisáburð. Til þess verð því fyrsta, þrátt fyrir almenna ótrú, og reyndist heldur ekki sem best, en það orsakaðist aðeins af vöntun á nógu góðum áburði til aS fylgja þessari ræktunaraðferð eftir með. Þessar tilraunir hófust 1927 og hafa nú staðið í 9 ár og árangur reiknaður út af 8 árum. Tilraunir hafa verið gerðar: 1. í gamalræktuðu túnþýfi, a) með búfjáráburði, b) með tilbún- um áburði. 2. Óræktað land og sömu und- irliðir. Uppskerumeðaltal 8 ára hefir orðið mælt í hestum á hvern ha. Þak- Sjálf- Sáð- sljetta. græðsla - sljetta. I a. 54 54 73 I b. 74 69 89 II a. 47 46 63 II b. 52 49 71 Vaxtarauki af sáðsljettu var því frá 15—19 hestar pr. ha. fram yfir hinar aðferðirnar. Fyrstu árin var notaður bú- fjáráburður þar sem þvag og mykja var saman. Þau ár var ! uppskera eftir tilbúinn áburð mun hærri en eftir búfjáráb. Svo var farið að nota þvag og mykju sitt í hvoru lagi í hlutfallinu 2:1. Þá skifti svo um, að Uppskeran eftir búfjáráburðinn varð jafnhá og eftir þann tilbúna, og hefir verið það síðan. Eftir að búfjáráburð- ur hafði verið notaður á nokkurn liluta tilraunarinnar í 6 ár, var breytt til og borinn á tilb. áb., og óx uppskeran þá til mikils muna. Þar sem aftur var skift um frá tilbúnum áburði til búfjáráburð- ar, lækkaði uppskeran verulega. ur að sjá fyrir því, að til staðar sjeu þeir gerlar, sem lifa á rót- um belgjurtanna og binda köfn- unarefnið. Fyrst var byrjað með smárategundirnar, hvítsmára, rauðsmára og Alsikusmára. Það kom þegar í Ijós, að smárateg- undirnar smituðust af sjálfu sjer, gerillinn var til í landinu. Það hefir tekist vel að fá hvítsmára til að vaxa í grasblöndu, og fleiri tilraunir sýna, að hann getur gef ið alt að 25 hesta vaxtarauka pr. ha. í samanburði við smáralaust graslendi. Svarar þetta til sama magns af köfnunarefni, sem er í þrem sekkjum saltpjeturs, og ætti því að mega spara þá sekkjatölu á hvern ha. árlega. Tilraunir með þetta liafa stað- ið í 5 ár. Smáriiin helst ágætlega frá ári til árs, en best er að slá snemma, því smárinn þolir illa að grasið vaxi honum yfir höfuð. Af sáningu rauðsmára og Alsiku- smára hefir aftur ekki fengist við unandi árangur, og liggja til þess ýmsar orsakir. Ymsar tilraunir hafa verið gerðar með aðrar belg- jurtir, t. d. baunir, lúpínur og flækjur. Erturnar og flækjurnar hafa gefið góðan árangnr, en nm lúpínurnar er það að segja, að þær hafa ekki þýðingu nema sem áburðarjurt, nema ef takast nlíétti að rækta þær nýju þýsku Mþín- ur, sem komið hafa fram á síð- ari árum. Það má spara grasfræ meira en gert er. Mikið hefir verið gert af því hjer að reyna mismunandi aðferðir við sáningu grasfræs, sáð tíma, sáðmagn o. fl. Sjerstök á- stæða er til að minnast á, að svo virðist, sem nægilegt sje að nota 30 kg. af grasfræi á ha. í stað 40 kg., sem. venjulega er talið að þurfi. Þetta blessast þó aðeins ef undirbúningur lands og aðbúnað- ur þess er í lagi. SJÁLFVlRKt ÞVQTTAEFNI óiko&Ugt ejörir' þvottiag (njallhvltana áa þesa að haaa aja nuddafior a•f , blaikjaðttr._____ Bankabyggsmjöl fæst i Békin sem þfer þurfið að eignasl, Iieitir Várkir dagar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.