Morgunblaðið - 13.12.1936, Blaðsíða 2
2
'£gf.r
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 13. des. 1936.
Fjárhagsáætlun Reykjavíkur
fyrir næsta ár.
Mefl ÍOO km. hraða
ú Vífil§taðavafni.
/
Útgjöldin hækka enn vegna
aðgerð ríkisvaldsins
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurbæjar fyrir árið 1937
var lögð fram á síðasta bæjarstjórnarfundi, og
verður endanlega afgreidd í næstu viku.
Heildarútgjöldin eru áætluð um 5.8 milj. kr., en voru
5.1 milj. á áætlun yfirstandandi árs. Hækkunin stafar að-
allega frá tryggingalöggjöfinni, sem kemur til að verða
bænum dýr, svo og frá auknum kostnaði af löggæslu og
skólahaldi.
Skal lijer skýrt frá helstu breyt-
ingum, sem verða frá síðnstu á-
ætlun.
Tekjur af eignum bæjarins eru
áætlaðar 556 þús., og er það um
50 þús. kr. hækkun frá síðustu á-
setlun.
Fasteignagjöld eru 612 þús. og
er það 20 þús. kr. hækkun.
Ýmiskonar starfræksla. Þar eru
tekjur áætlaðar hinar sömu og
síðast, 212 þús. kr.
Endurgreiddur fátækrastyrkur.
Áætlunin nemur 57 þús. og er það
42 þús. kr. lækkun, sem stafar af
nýju framfærslulögunum.
Endurgreiddur sjúkrastyrkur frá
Öðrum sveitum. Þessi liður er á-
áetlaður 3 þús., en var síðast 10
þús.
Frá Tryggingarstofnun ríkisins
til ellilauna og örorkubóta 200
þús. kr. Þetta er nýr liður, en á
móti kemur gjaldamegin margfalt
hærri liður, svo að hjer er ekki
um að ræða nýja tekjulind fyrir
bæinn; síður en svo.
Ýmsar tekjur eru áætlaðar 166
þús. á móti 118 þús. síðast. Hækk-
tinin stafar af framlagi ríkissjóðs
til lögreglunnar, 53 þús., er ríkis-
sjóður greiðir eftir að fjölgað hef-
ir verið lögregluliðinu frá áramót-
Úm. Fjölguu lögreglunnar hefir
að sjálfsögðu í för með sjer veru-
lega hækkun útgjalda fyrir bæ-
ínn, og nemur sú útgjaldaa\ikning
miklu meiru en framlagi ríkis-
sjóðs.
Utsvör o. fl. Þessi tekjuliður er
nú áætlaður tæpar 4 milj. kr. á
ínóti um 3.7 milj. síðast. Liðurinn
aundurgreinist þannig: Utsvör:
8.8 milj. (3.5 síðast), skattur sam-
▼innufjelaga og ríkisstofnana 100
þús. (90 þús.), hluti bæjarsjóðs
af tekjuskatti 90 þús., útsvör ann-
ara sveitarfjelaga 1 þús. kr.
Stjórn kaupstaðarins áætluð 66
þús., og er það sama og. síðast.
Skrifstofur bæjarins 317 þús. á
móti 311 þús. síðast.
Löggæslan. Þessi gjaldaliður er
nú áætlaður 329 þús., en var 225
síðast. Hækkunin stafar af fjölg-
un lögregluliðsins í bænum, sem
dómsmálaráðhei’ra hefir fyrirskip-
að.
Heilbrigðisráðstafanir. Þessi lið-
úr er áætlaður 266 þús., á móti
255 þús. síðast.
Fasteignir. Þessi liður er áætl-
*ður eins og síðast, um 65 þús. kr.
Ýmiskonar starfræksla. Einnig
með sömu upphæð, 262 þús. kr.
Til framfærshunála er nú áætl-
aðar 1.3 milj. kr., og er það nál.
eins og í síðustu áætlun.
Tryggingarlögin. Hjer kemur
nýr liður sem nemur hvorki meira
nje minna en 618 þús. kr. Á móti
kemur 200 þús. tekjumegin frá
Tryggingarstofnun ríkisins, eins
og áður var frá skýrt. Einnig
sparast útgjöld, sem loru bá, t.
d. til berklavarna o. fl.
Almenn styrktarstarf'semi. Þessi
liður hefir lækkað all-verulega; er
nú áætlaður 424 þús., en var 626
þús. í síðustu áætlun. Lækkunin
stafar af því, að framlag til
berklavarna, sjúkrakostnaður o. fl.
fellur niður og kemur undir liðinn
næsta á undan (t'ryggingarnar);
En þrátt fyrir þessa lækkun, og
þrátt fyrir 200 þús. kr. framlag
frá Tryggingarstöfnun ríkisiús
nemur byrði bæjarsjóðs af trygg-
ingalöggjöfinni a. m. k. 150—200.
þús. kr.
Til gatna eru áætlaðar 297 þús.,
á móti 274 þús. síðast. Hækkunin
stafar af aukinni götulýsingu.
Slökkvistöðin. Útgjöld til henn-
ar eru áætluð 129 þús., en voru
107 þús. síðast. Hækkunin stafar
af nýju brunasíinakerfi, sem fyrir-
hugað er að leggja.
Barnaskólarnir. Til þeirra eru
áætlaðar 556 þús., og er það 80
þús. kr hækkun frá síðustu áætl-
un. Hækkunin stafar aðallega frá
því, að ráðgerð er viðbygging við
Reykjavegsskólann, 50 þús. kr.
þús., á móti 104 þús. síðast. Þess-
Til mentamála eru áætlaðar 116
ar eru helstu hækkanir: Gagn-
fræðaskólinn í Rvík 5 þús., Versl-
unarskóli íslands 2 þús„ til að-
stoðar við matjurtarækt 3 þús.,
Heintilisiðnaðarfjelag íslands 3
þús.
íþróttir, listir o. fl. Til þessa
eru áætlaðar 79 þús., en voru 65
þús. síðast. Aðalhækkunin er 20
þús. kr. viðbót til undirbúnings
íþróttasvæðis við Skerjafjörð
Ýms gjöld eru áætluð 65 þús.,
voru 59 þús. síðast.
Tillög til sjóða 128 þús., á móti
125 þús. síðast. Sjóðirnir eru:
Skipulagssjóður 25 þús., Eftir-
launasjóður 35 þús. og Bvggingar-
sjóður verkamanna 68 þús.
Lán. Þessi gjaldaliður er áætl-
aður 670 þús. og er það sama upp-
hæð og síðast. Liðurinn sundur-
liðast þannig: Afborganir 220 þús.,
endurgreiðsla á atvinnubótalánum
150 þús. og vextir 300 þús.
Vanhöld á tekjum eru áætluð
hin sömu og í síðustu áætlun, 150
þús. kr.
ísbátur þeirra Hannesar og Karls
á Vífilsstaðavatni. Hannes stýrir
bátnum.
Tekjufaalli i fjirhags-
áætlun ísafjarðar.
Þar sem sósíalist-
ar ráða . . .
VI, LOi U-g Ojí. .
Fjárhavsáætlun ísafjar
arkaupstaðar var a
greidd í fyrrakvöld með I
þúsund króna tekjuhalla.
Utsvör eru áætluð 206 þúsund
krónur og er það sama uppliæð og
í fyrra.
Nýir gjaldaliðir eru engir svo
teljandi sje.
Sjálfstæðismenn fluttu breyt-
ingatillögur um tekjuhallalausa
fjárhagsáætlun.
Einnig báru þeir fram till. um að
heildarupphæð útsvara yrði 200
þúsund krónur, því margir gjald-
endur lækka stórum, óhjákvæmi-
lega. Fáir gjaldendur bætast aftur
á móti við.
Sósíalistar vörðust allra svara
um hvernig fylla ætti tekjuhalla-
gatið.
En búist er við að úrræði þeirra
verði vörugjöld. Arngr.
Snorralíkneskið í
Revkholti.
Khöfn 12. des. FÚ.
Norska Snorranefndin hefir
tilkynt að það sje nú trygt, að
Snorralíkneski verði reist á
Reykholti, eins og ákveðið var.
Á nú að hefja fjársöfnun til
þess að einnig verði hægt að
reisa líknesi í Noregi, sem sje
ámboðið Snorra og segir í þyí
sambandi við þetta sje metnað-
armál Norðmanna.
Fíladetfíusöfnuðurinn. Samltoma
í Varðarhúsinu á morgun kl. 5 e.
h. Ræðumenn; Erié Ericson, Krist
ín Sæmunds og Jónas Jakobsson.
Söngur og hljóðfærasláttur. Allir
velkomnir. Sunnudagaskóli fyrir
börn kl. 4 e. h.
Issiglíagamaður segi frá
reynslu sinni.
Vetraríþróttir fara stöðugt í vöxt hjer á landi.
En auk algengustu íþróttanna, skíðaferða og
skautaferða, hafa einstaklingar og fjelög farið
að iðka nýjar íþróttagreinar, sem lítið eða ekkert hafa
þekst hjer áður. Ein þessara íþrótta, sem er tiltölulega
lítið þekt hjer á landi, er sigling á ís.
Tveir ungir menn hjer í bænum, þeir Haunes Þórarinsson og Karl
Einarsson bátasmiður, hafa smíðað sjer ísbát, liinn mesta kostagrip.
Bát þessum hafa.þeir siglt á Vífilsstaðavatni og láta þeir injög vel af
livað íþrótt þessi sje skemtileg.
Um leið og Morgunblaðið fekk mynd af bát þeirra fjelaga til þirt-
ingar, bað það Hannes Þórarlnsson að segja frá siglingu á ís.
Hannesi sagðist svo frá:
Frá því við vorum smádrengir
höfum við haft gaman að sigla
bátum lijer á höfnþmi og nágfenni
bæjarins. Við komum okkur
snemma upp litlum seglbát og
sigldum honum öllum stundum
innan og utau Iiafnarinnar.
í einni slíkri ferð barst talið
að ísbátum og strax vaknaði hjá
okkur áhugi fyrir að eignast ís-
bát.
Ur framkvæmdum varð þó ekki
fyr en haustið 1935, að við lögð-
um útí að siníða ísbát, að mestu
eftir fyrirmynd úr amerísku tíma-
riti.
Þegar þáturiim var fullgerður
fluttum við liann suður á Vífils-
staðavatn og þar sigldum við lion-
um að staðaldri þann vetur.
— Er smíði slíks ísbáts vanda-
söm? spyrjum vjer Hannes.
— Við smíðina er nauðsynlegt
að fara eftir teikningu, en teilin-
ingar af ísbátum er auðvelt að fá
t. d. í amerískum siglingatímarit-
um. Ameríkumenn hafa mikla
reyflslu í þessum efnum og ísbát-
ar eru geysimikið notaðir t. d. á
vötnunum í Kanada.
Þá er nauðsynlegt fyrir þá ís-
lendinga, sem vilja byggja sjer
slíka ísbáta, að sníða Jiá við sitt
hæfi á meðan menn eru að fá
leikni í meðferð þeirra. Á jeg þar
við að best sje að liafa bátana
ljetta og einfalda og ódýra, en
þetta er vel hægt að samrýma
þeim eiginleikum, sem ísbátur þarf
að hafa, til þess að hann sje
skemtilegur.
Trjesmíðin jiarf að vera Ijett en
þó traust; skautana er mikill
jvandi að smíða, og mun ekki öðr-
um hent en járnsmiðum. Þeir
þurfa að vera úr stáli og egg-
| hvassir. Seglin verða að vera í
jrjettu hlutfalli við stærð bátsins.
— Og hvaða ráð viljið þjer gefa
I þeim mönnum, sem kynnu að
byggja sjer ísbáta ?
— Jeg ráðlegg mönnum að
klæða sig mjög vel, heit ullarföt
eru nauðsynleg, góðir hanskar eða
vetlingar, eitthvað hlýtt á fótuin,
’ vegna þess að við siglinguna mynd
'ast mikill súgur.
Að sigla venjulegum bát er ólíkt
að sigla ísbát, til dæmis verður
maður að halda stýrinu vel föstu,
minsta hreyfing á stýrinu getur
orsakað slæma sveiflu á bátinn.
Fyrst um sinn er -vendingin erf-
iðust, en kemur fljð.tt. Þegar mað-
ur vendir, skal leggja hægt á
stýrið eftir þörfum.Það kom fyrir
okkui’ í fyrstu vendingunum að
báturinn lagði okkur af sjer á ís-
inn og helt sjálfur áfram. Yegna
hinnar miklu ferðar sem á hátn-
um er, skal maður gæta vel að
ekln sje opnar vakir eða steinar á
ísnum, enda er nauðsyn að hafa
augun vel opin fyrir öllu sem
hætta getur stafað af. Mín reynsla
er sú að liætta sje mikil að sigla
ísbát á sprungnum ís.
— Sigla. bátar þessir liratt?
— Já, þeir geta farið með geysi
hraða í góðum byr. Það kom ekki
ósjaldan fyrir, að við kæmumst
upp í 100 km. liraða á klukku-
stund, á Vífilsstaðavatni í fyrra-
vetur. Og þá er nú spennandi að
sitja við stýrið, segir Hannes bros-
andi. Vivax.
lslendingum boðið
á kaupstefnu í
Helsinki.
Islendingum hefir verið boðið
að taka þátt í kaupstefnu í
Helsingfors 10.—18. .apríl,
næsta ár. Samkvæmt upplýs-
ingum sem Morgbl. hefir feng-
ið frá ræðism. Finna hjer í
Reykjavík, L. Andersen, verð-
ur útlendingum leyft að taka
þátt í kaupstefnunni, en það
hefir ekki verið leyft fyr.
Þetta leyfi er aðeins bundið
því skilyrði að vörur þær, sem
sýndar verða á kaupstefnunni,
sjeu ekki framleiddar einnig í
Finnlandi.
íslendingar hafa oft sótt um
að fá leyfi til að sýna fram-
leiðslu sína á þessari stefnu,
síðast á stór-kaupstefnunni
1935, en á þeirri kaupstefnu
var aðeins sýnd innlend fram-
leiðsla.
Veðurfar hefir verið stirt við
ísafjarðardjúp nndanfarið, en
nokkur afli í Djúpinu, þegar gef-
ið hefir á sjó.
/