Morgunblaðið - 13.12.1936, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.12.1936, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 13. des. 1936. LJuybGi- o Edda 593612157 — 1 Atkvgr. I.O.O.F. = Ob. 1 P. —11812158>/4 — K. E. I.O.O.F. 3= 11812148 = 2. T. E. Veðrið í gær (langard. kl. 17): Hæg N- eða NA-átt rneð 4—8 st. frosti um alt land og víðast úr- komulaust. Grunn lægð og nærri kyrstæð milli Islands og Noregs og ný lægð við Suður-Grænland, á hreyfingu austur eftir. Er búist við að hún nálgist S-strönd ís- lands á morgun ög valdi vaxandi A-átt. Veðurútlit í Reykjavik í dag: Hægviðri fram eftir deginum, en síðan vaxandi A-átt og sennilega snjókoma með kvöldinu. Morgunblaðið er 12 síður í dag, auk Lesbókar. Blöðin eru merkt I (8 síður) og II (4 síður). Bamaguðsþjónusta á Elliheim- llinu í dag kl. 4. Ragnheiður litla á Reykjum, sem ljest af brunasárum á dögun- um, verður jarðsungin frá Lága- felli á rnorgun. Húskveðja hefst að Heykjum kl. 120 hádegi. Jólaannimar eru byrjaðar fyrir alvöru. Allir fara . að, hugsa fyrir jólagj öfunum og öðrum undirbún- ingi fyrir hátíðarnar. Verslanir bæjarins tjalda sínu fegursta *krúði -og í dag keppast þær um að sýna í gluggum sínum hvað þæ:r hafa á boðstólum. Bæjarbúar munu að vanda veita sýningar- gluggum yerslananna eftirtekt og auglýsingar eru aldrei betur lesn- ar en fyrir jólin, þegar allir eru að leita að jólagjöfum. Hjónaband. 1 gær voru gefin íaman í hjónaband af sr. Bjarna Jónssyni ungfrú Svava Ólafsdótt- ir og Þórarinn Pjeturss. Heimili wngu hjónanna er á Smiðjustíg 5 B. Betanía. Samkoma : kvöld kl. ‘80- Jóhs. Sigurðsson, frá Akur- «eyri, talar. Allir velkomnir. Knattspyrnufjel. Haukar í Hafnarfirði hjelt skemtifund í ■gærkvöldi að Ilótel Birninum. í’ormaður fjelagsins, Hermann Cruðmundsson, setti fundinn og Sas upp fjelagsblaðið: Iþróttapilt- urirm. Forseti Iþróttasambands Islands flutti erindi um: íþróttir <og bindindi, og knattspyrnukenn- ari fjelagsins, Halldór Árnason, Ihjelt ræðu um knattspyrnu. Síð- an skemtu menn sjer við samræð- jar og spil fram eftir kvöldinu. "Eimskip. Gullfoss kom frá út- löndum kl. 5 síðd. í gær. Goðafoss ▼ar væntanlegur frá útlöndum kl. 9 í morgun. Brviarfoss fór til út- landa kl. 12 á miðnætti í nótt. Dettifoss kom til Reykjarfjarðar M. 2% e. h. í gær. Lagarfoss kom lil Kristiansand í gærkvöldi. Sel- foss er á Önundarfirði. Heimatrúboð leikmanna, Hverf- Ísgötu 50. Samkomur í dag: Bæna- flamkoma kl. 10 f. h. Barnasam- koma kl. 2 e. h. Almenn samkoma M, 8 e. h. I Hafnarfirði, Linnets- stíg 2. Samkoma kl. 4 e. h. Allir velkomnir. E.s. Edda kom til Ardrossan í Skotlandi í gærmorgun og fór samdægurs áleiðis til ítalíu. Farþegar með Brúarfossi til út- landa í gærkvöldi: Anna Valentin, Sigríður Haraldsdóttir, Jens Möll- er, sendikennari, Anna II. Þor- láksson, Kristján Torfason, Nils Ramqvist, Konrad Galey, Rich. Eiríksson, Jón Björusson, Ólafur Jóhann Sigurðsson, og' 13 þýskir sjómenn. Fisksölusamlag var stofnað í Danmörku í gær, og nefnist það Danske Fiske-exportörers Fælles- forbund. (FÚ.) Lögþingið í Færeyjum samþykti í gær að setja á stofn skrifstofu í Kaupmannahöfn. (FÚ.) Oskar Wisting, skipstjóri, sem var í för með Amundsen á heim- skautaferðum hans, er nýlega lát- inn, og var jarðaður í gær í Hor- ten. (FÚ.) Hjálpræðisherinn. Samkomur í dag: kl. 11 lielgunarsamkoma, kl. kl. Sþó e. h. talar kapt. Nærvik. Efni- „Er jeg mætti óþektum“. Fundur í kvöld kl. 8,30. Markús Sigurðsson talar. Allir velkomnir. Peningagjafir til Vetrarhjálpar- innar. B. S. 10 kr., einn af ,,Otur“ 5 kr., Þorsteinn Sch. Thorsteins- son 500 kr., Elísabet Kr. Foss. 10 kr., N. N. 15 kr., Viðtækjaverslun ríkisins 25 kr., Bifreiðaeinkasala ríkisins 25 kr., G. M. Lok. 28 a 2 kr., Ól. P. 30 kr., Starfsmenn í Steindórsprenti kr. 32,05, G. K. 5 kr., Bárugata 33 2 kr., Gunnl. Jónss. Fálkag. 13 25 kr., R. A. 5 kr. Kærar þakkir. F. h. Vetrar- hjálparinnar, Stefán A. Pálsson. Áhöfnin af þýska togaranum „Wien“, sem strandaði á Baltka- fjöru á dögunum, fór utan með Brúarfossi í gærkvöldi. Bað skip- stjóri Mbl. að flytja sínar lijart- anlegustu árnaðaróskir og þakk- læti til allra, sem greitt hefðu götu skipshafnarinnar *hjer á landi. 1 því sambandi mintist hann sjer- staklega á hinar frábæru viðtök- ur, sem hann og skipverjar hans hefðu fengið á bæjunum Hólm- um, Bakka og Bakkalijáleigu. Rómaði skipstjóri mjög gestrisni fólksins á bæjunum og aðbúnað allan, er skipbrotsmennirnir komu á bæina, eftir að hafa ferðast til bæja í 17 stiga frosti, kaldir og illa til reika. Vetrarhjálpin. Ekátarnir fóru í fyrrakvöld um Mið- og Vesturbæ- inn til gjafasöfnunar fyrir Vetr- arhjálpina, og varð árangur þeirra ferða afbragðs góður, svo að fram úr fór bestu vonum. Frá 313 gef- endum söfnuðust í peningum kr. 1451.22 og þar að auki kynstrin öll af fatnaði, matvælum og hvers konar gjöfum. Eru samt ekki öll kurl komin til grafar, því sumir voru ekki tilbúnir með gjafir sín- ar, aðrir ekki heima 0. s. frv., og óska þeir nú óðum að Vetrarhj. vitji gjafanna til þeirra. Sýnir þessi ágæti árangur enn á ný hversu miklurn vinsældum Vetrar- Heimdallnr hjálpin á að fagna hjá bæjarbúum, og er ljóst dæmi um hina alþektu hjálpfýsi Reykvíkinga. Þá má og ekki gleyma því, hvaða hlut skát- arnir eiga hjer að máli, velvilja leirra og dugnaði, og er líkleg-t að vinsældir þeirra eigi sinn þátt í þessum prýðilega árangri. Útvarpið: Sunnudagur 13. desember. 10.50 Morguntónleikar: Brahms: a) Symfónía, nr. 1; b) Seren- ade; c)Akademiski forleikurinn. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 Þýskukensla, 3. fi. 13.25 Dönskukensla, 3. fl. 14.00 Messa í Fríkirkjnnni (sjera Árni Sigurðsson). 15.15 Miðdegistónleikar: Lög eftir rússnesk tónskáld. 16.30 Esperantókensla. 17.00 Frá Skáksambandi Islands. 17.40 Útvarp til útlanda (24.52m). 18.30 Barnatími. 19.20 Hljómplötur: Ljett klassísk lög. 20.30 Erindi: Um löghlýðni (Björn Blöndal Jónsson löggæslum.). 20.55 Kórsöngur (Karlakór Reykjavíkur). 21.30 Upplestur: Úr ritum Jóns Trausta, IV. (Sigurður Skúlason magister). 21.55 Danslög (til kl. 24). Mánudagur 14. desember. 8.00 Morgunleikfimi. 8.15 íslenskukensla. 8.40 Þýskukensla. 12.00 Hádegisútvarp. 19.20 Hljómplötur: Fiðlulög og píanólög. 20.00 Frjettir. 20.30 Erindi: Hávaði, einangrun og hljómsalir (Gunnlaugur Briem verkfr.). 20.55 Einsöngur (Gunnar Páls- son). 21.20 Um daginn og veginn. 21.35 Alþýðulög, leikin og sungin. 22.05 Hljómplötur: Beethoven: Kvartett, Op. 18, nr. 1 (til kl. 22.30). Mikill undirbúningur undir stórsíldveiðar. Khöfn 12. des. FÚ. Það er búist við óvenjulega mikilli þátttöku í veiði stórsíld- ar frá Noregi. Um 300 snurpi- nóta skip taka þátt í henni nú, en voru 230 skip í fyrra, og eru þar á meðal mörg ný stór- skip. Það eru taldar horfur á góðri sölu og að síldarolíuverksmiðj- umar muni taka við mikilli síld. Fiskniðursuðuverksmiðjur í Stavanger eru í þann veginn að senda vörur til verslunarf je- lagsins Watson í Englandi fyrir 3.5 miljónir króna. Trúlofunarliringaiia úr og klukk.ur kaupa menn sjer í hag hjá §i{jarþóri. Hafnarstræti 4. " (att| c mi« k fatahrcioffttn o$ íittttt I $«u9«'934 JSím„ 1300 Jteafci.cifc. :Óðam nálgast fólin. Sendið okkur því föt yðar eða annað til hreinsunar, litunar eða pressunar, sem fyrst. r Sækjum. — Sími 1300. — Sendum. Ráðníngarstofa Reykjavfkurbæjar Lækjartorgi 1 (1. lof(i) símft 4960. Karlmannadeildin opin frá kl. 10—12 f. h. og 1—2 fi,h. Kaupmenn, kaupfjelög og iðjuhöldar, ef þið þurfið á auknum vinnukrafti að halda fyrir jólin eða endranær, þá leitið til Ráðningarstofunnar. Þar eru skráðir atvinnulaus- ir karlmenn og konur, með þeirri sjérþekkingu, er hentar atvinnurekstri yðar. Þau heimili eða vinnuveitendur, sem þurfa að láta vinna einhver verk fyrir jólin eða síðar, ættu strax að snúa sjer til Ráðningarstofunnar, því fjöldi atvinnulausra verkamanna eru þar skráðir og á reiðum höndum til áð taka að sjer, vinnuna. Munið að skrifstofan aðstoðar við hverskonar ráðn- ingar án endurgjalds. Ráðningarslofa Reyk|avíkar. Hi6 iiilenska foruritaffelug Ný búk: Grettis saga ísmundarsonar Bandamannasaga. Odds þáttr Ófeigssonar. Guðni Jónsson gaf út. — Verð 9.00 heft, 15.00 skinnband. Fæst hjá bóksölum. Bókawerwlun Slgfú«ar Kyinundwvonai og BÓKABÚÐ AUSTURBÆJAR BSE. Laugavegi 34. SYKVR. heldur fund í Varðarhúsinu annað kvöld (mánudagskvöld) kl. 8V2. - DAGSKRÁ: 1. Kristján Guðlaugsson: Sjálfstæðisstefnan og sósíal- isminn. 2. Ólafur Gunnarsson: Æskan og kommúnisminn. 3. Fjelagsmál: Fánaliðið, bókasafn ungra Sjálfstæðis- manna o. fl. Stjórnin. Lifur og hjörtu. Bögglasmjör. Tólg. KjitUBin MllMO, Hafnarstræti 18. Sími 1575. Útvegum sykur með stuttum fyrirvara út á Cubaleyfi á hvaða höfn sem óskast. Sykuriím afgreiðist frá Englandi, þar sem hann er full- rafíneraður og jafngildir enskum sykri áð vörugæðum. Sig. Þ. 5t?ialöberg. heildsalan, *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.