Morgunblaðið - 15.12.1936, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.12.1936, Blaðsíða 4
4 í»riðjudagur 15. des. 1936. MORGUN B LAÐIÐ(> K Ólafur Thors: Kosningar í vænduin. FRAMHALD AF 3. SÍÐU. Bað er kunnara en frá þurfi að segja, að fram til þessa hef- ir iFramsóknarflokkurinn talið sigivera til hægri við Alþýðu- floljkinn, og Alþýðuflokkur- inn; hefir talið sig standa til vinstri við Framsóknarflokk- inný;Alþýðuflokkurinn hefir nú að vísu frá öndverðu farið ódult með það, að hann teldi mál- efnasamning þann er stjórnar- floýkarnir gerðu með sjer eft- ir |jðustu kosningar að lang- sanflega mestu eða jafnvel að öllwleyti tekinn upp úr hinni svoKölluðu fjögurra ára áætlun Alþ^ýðuflokksins. Framsóknar- flokkurinn hefir hinsvegar þver neitað þessu, og haldið því fram, að enda þótt málefna- saníningurinn hafi ekki með öllú.verið í samræmi við óskir Framsóknarflokksins, eí' hann hefði mátt ráða stjórn lan ísins og löggjöf, þá fari því þó mjög fjarri að Alþýðuflokkurinn hafi þar einn öllu um ráðið. Samn- ingurinn sje eins og eðlilegt verði að telja, er um slíkt samkomulag milli tveggja flokka sje að ræða, samningur um lausn þeirra málefna, som flokkarnir eru sammáia um, og hafi báðir flokkarnir orðið að slá af kröfum sínum og óskum til samkomulags. Framsóknar- flokkurinn hefir þannig aflaö sjer kjörfylgis í sveitunum með því að halda því fram við kj s- endur sína, að hann standi til hægri við Alþýðuflokkinn, og freistað þess að halda því kjör- fylgi með því að staðhæfa að enda þótt hann hafi neyðst til að stíga spor í áttina til Al- þýðuflokksins, fari því fjærri að hann hafi svo mikið sem stigið fæti í forgarð sósíalista- ríkisins, hvað þá meira. Þetta samstarf hafði nú stað- ið í rúm tvö ár. Nær óslitið hafa stjórnarandstæðingar deilt á Framsóknarflokkinn fyrir það að hann hafi svikið trún- aðinn við bændur og gerst á- nauðugur þjónn sósíalistanna, og enda þótt Framsóknarflokk- urinn hafi reynt -að verja sig eftir því sem föng stóðu til, þá er það ekkert launungarmál, að hann hefir átt í vök að verjast meðal bænda, og hafa margir af kjósendur Framsóknarflokks ins litið illu auga til samvinn- unnar við sósíalista. Þegar hjer er komið sögu, heldur Alþýðuflokkurinn flokks fund sinn um mánaðamótin október og nóvember nú síðast- liðin. Á þessum fundi samþykk- ir Alþýðuflokkurinn og birtir opinberlega í blöðum sínum nýja starfsskrá, sem liggur langt til vinstri, eigi aðeins við þann málefnasamning sem stjórnarflokkarnir höfðu komið ^ sjer saman um að leggja til. grundvallar fyrir samvinnu, heldur og við þá stefnu, sem Alþýðuflokkurinn hefir til þessa talið sig mundi fylgja. Jafnframt krefst Alþýðuflokk- urinn að þessi nýja starfsskrá Sje í öllum atriðum. lögð til grundvallar fyrir samstarfinu milli stjórnarflokkanna, og samþykkir að ef Framsóknar- flokkurinn gangi elcki að þess- um skilyrðum, innan þriggja mánaða, skuli samvinnunni tafarlaust slitið. Þó að nú Framsóknarflokk- urinn hefði ekkert látið til sín heyra í þessu máli, og engu svarað þessum hrokafullu skila- boðum, er ekki nema eðiilegt, að kjósendur landsins gerðu ráð fyrir að þing yrði rofið og stofnað til nýrra kosninga. Það er, sem fyr segir, kunn- ugt, að mörgum framsóknar- mönnum þótti hann stiga of langt til vinstri, þegar hann gerði hinn svokallaða málefna- samning við sósíalista eftir síð- ustu kosningar. Nú er þess krafist, að enn sje stigið 'til vinstri, og eigi aðeins í þau spor sem sósíalistar stóðu í þegar þeir leituðu kjörfylgis við síðustu kosningar, heldur og yfir gamla Alþýðuflokkinn og enn lengra til vinstri, í átt- ina til kommúnista, alla leið þangað sem Alþýðufl. nú er kominn með hinni nýju starfs- skrá. Það er eðlilegt að talið sje að Framsóknarflokkurinn hiki við að taka slíka ákvörð- un, og ekki síst þegar þess er gætt, að þess er nú eigi ein- göngu krafist að hann gangi af trú sinni og stefnu í einu sem öllu, og án allra undanbragða, heldur og að hann láti allan metnað og sjálfsvirðingu fylgja með í kaupbætir. Því það er augljóst mál, að ef sósíalistar hefðu ætlað að láta sjer nægja, að Framsóknarflokkurinn sviki öll sín kosningaheit, og fylgdi sósíalistunum 'yfir í áttina til kommúnismans, ef þetta var það eina sem máli skifti, eða jafnvel eingöngu það sem aðal- máli skifti, en ekki hitt, að auðmýkja Framsóknarflokkinn og beygja hann í augsýn al- þjóðar, þá hefðu sósíalistar samið við hina svokölluðu sam- herja sína áður en þeir gerðu opinskáa og birtu í blöðum sín- um hina nýju flokkssamþykt og þau skilaboð að Framsókn- arflokkurinn skyldi þegar í stað „í öllum atriðum“ aðhyllast hana, ella yrði „samvinnunni slitið“. Þegar svona er í pottinn búið, sjá allir heilvita menn, að ekki er lengur um að ræða neina samvinnu, heldur vald- boð af hendi sósíalista með al- veg fullkominni fyrirlitningu fyrir sínum fyrri samherjum, sem undir öllum eðlilegum kringumstæðum hlýtur að leiða til þingrofs og nýrra kosninga í sjerhverju lýðræðislandi. * Það má náttúrlega hugsa sjer, að ef Framsóknarflokk- urinn hefir enga sjálfsvirðingu og engan metnað, er þess albú- inn að s'víkja öll sín kosninga- loforð, og hugsar um það eitt, að fá að nafninu til að hanga við völd, há hafi hann átt þess kost að freista þess að telja kjósendum sínum trú um að hin nýja starfsskrá fæli ekkert það í sjer sem andvígt væri stefnuskrá og kosningaloforð- um Framsóknarflokksins, enda þótt fullvíst megi telja að fæst- ir af kjósendum flokksins hefðu | látið villa sjer sýn í svo aug- l. ,ósu máli. Á þennan hátt hefði |þá Framsóknarflokkurinn get- að komið sjer undan þingrof- ■ inu, ef hann hefði til þessa ekk- ert um þetta m.ál sagt, og vilj- að sætta sig við að ganga undir okið. En hjeðan af er þetta of seint, því Framsóknarflokkur- inn hefir þegar talað skýrt og greinilega, og með þeim orðum algjörlega lokað fyrir sjer þess- um útgöngudyrum. * Þykir mjer nú rjett að birta úr stjórnarblöðunum nokkur ummæli, meðal margra, sem greinilega sýna og sanna, í fyrsta lagi, að mikið ber á m. illi stjórnarflokkanna í þessu máli, og í öðru lagi að hvorug- ur flokkanna hefir í hyggju að láta undan, en af' því leiðir að eigi virðast vera neinar aðrar útgöngudyr fyrir hendi en kosningar. Hinn 5. nóvember birtir Al- þýðublaðið hina svokölluðu starfsskrá. í upphafi starfs- skrárinnar segir: „Leggur 13. þing Alþýðu- sambands íslands fram eft- irfarandi starfsskrá, sem það krefst að lögð verði til grund vallar Ibggjafarstarfi Alþing- is og stefnu ríkisstjórnar- innar í. atvinnumálum á næstu tveim árum“. Og ennfremur segir blaðið í niðurlagi starfsskrárinnar: „Fyrir því felur 13. þing Al- þýðusambands Islands sam- bandsstjórninni og þingmönn um Alþýðuflokksins forust- una um framkvæmd ofanrit- aðrar starfsskrár, leggur fyr- ir þá að hefja þegar að sam- bandsþingi loknu öflugt starf fyrir framgangi hennar, en ef sýnt verður innan þriggja mánaða frá slitum sambands- þingsins, að hún fáist ekki í öllum atriðum lögð til grund- vallar löggjafarstarfi og stefnu núverandi ríkisstjórn- ar á næstu árum, að slíta samvinnu um ríkisstjórnina og leggja þessa starfsskrá fram sem lágmarkskröfur Alþýðuflokksins fyrir kjós- endur Iandsins“. Tveim dögum síðar, eða þ. 7. nóvember gerir hú Nýja dag- blaðið þessa starfsskrá að um- ræouofni. Er sýnilegt að Fram- úknarjlokkurinn vill fara með löndum og ekki segja meira en hann hefir í hyggju að standa undir öllum kringumstæð- um. Samt tekur blaðið til sjer- stakrar umræðu eitt- af aðalat- riðum hinnar nýju stefnuskrár, nefnilega ríkisútgerð togara, og fer um hana svofeldum orð- um: „Framsóknarflokkurinn m.un, eins og þingmenn Alþýðu- flokksins raunar vita, e k k i telja það koma til m á 1 a , að stofna ríkisút- gerð togara“. Alþýðublaðið lætur ekki á sjer standa, að svara þessari boðsendingu Framsóknarflokks- ins, og flytur þegar í stað svo- hljóðandi ávítur til forystu- manna Framsóknarflokksins: „Alþýðublaðið verður aj láta ráðandi menn Framsóknar- flokksins vita það í eitt skifti fyrir öll, að Alþýðuflokkur- inn væntir þess, að þrír mán- uðir nægi til þess að þeir geti gengið úr skugga um það, hvort það er vilji Fram- sóknarkjósendanna, alveg eins og óteljandi manna, að hvert einasta atriði í starfsskrá Alþýðuflokksins verði framkvæmt á næstu tveim árum,“. Þessu svarar svo Nýja dag- blaðið strax daginn eftir, eða þann 8. nóvember, þannig: „Ef Alþýðuflokksmönnum dettur t. d. sá barnaskapur í hug, að neita þátttöku í stjóm, nema því að eins að ríkisútgerð togara verði framkvæmd, þá geta þeir al- veg eins afhent Ólafi Thors stjórnina strax í dag“. Til marks um það, hvernig blöð Framsóknarflokksins út um landið taka valdboði Al- þýðuflokksins, skulu hjer að- eins tilfærð ummæli úr Fram- sóknarblaðinu „Degi“, dags. 12. nóv., svohljóðandi: „Að þessu sinni skal enginn dómur lagður á starfSskrána sjálfa, þó mun áreiðanlega vera í henni atriði, sem for- ingjum Framsóknarflokksins er vitanlegt er að Framsókn- armenn fallast als ekki á, svo sem ríkisútgerð togara. Framsóknarflokkurinn lætur ekki kúgast. Þessi krafa um skilyrðislausa hlýðni Fram- sóknarflokksins er blábert hnefahögg í andlit Fram- sóknarmanna. Svar við því hnefahöggi er einfalt og ó- brotið. Það svar verður að vera á þessa leið: Við Fram- sóknarmenn látum hvorki Al- þýðuflokksforingjana eða aðra skipa okkur fyrir verk- um, ef Alþýðuflokkurinn æskir þess má hann sigla sinn eigin sjó fyrir okkur“. * Jeg hirði nú ekki að tilfæra fleiri ummæli stjómarblaðanna um þetta deilumál, enda á það að vera með Öllu óþarft. Málið liggur alveg skýrt fyrir. Sósíal- istar krefjast þess að starfs- skráin verði lögð til grundvall- ar samstarfinu „í öllum at- riðum“, en heimta ella „að samvinnunni um ríkisstjórnina verði þegar i stað slitið“ og gengið til „nýrra kosninga“. Framsóknarmenn svara um hæl og segja, að Framsóknarflokk- urinn telji það ekki „koma til mála“ að fylgja starfsskránni, og bæta því við, að ef Alþýðu- flokksmönnum dettur „sá barnaskapur í hug“, að halda fast við eitt aðalatriðið í starfs- skránni, þá lgeti þeir eins vel þegar í stað sagt sig úr stjórn landsins. Og utan úr dreifbýl- inu berast foringjum Fram- sóknarflokksins skilaboðin um það, að Framsóknarflokksmenn muni alls ekki fallast á, eða sætta sig við starfsskrána, krafa sósíalista „um skilyrðislausa hlýðni Framsóknarflokksins" sje blátt áfram „hnefahögg í andlit Framsóknarmanna“. „Framsóknarflokkurinn lætur ekki kúgast“. „Ef Alþýðuflokk- urinn æskir þess, má hann sigla sinn eigin sjó fyrir okkur“. Þetta eru skilaboð kjósenda Framsókparflokksins til for- ystumannanna hjer í Reykja- vík, og ’slík skilaboð torvelda auðvitað forystumönnunum að renna frá sínum eigin skýru og ótvíræðu ummælum, enda þótt þeir sjálfir síðar kynnu að óska þess. Við þetta ætla jeg ekki frá eigin brjósti öðru að bæta en þessu: Jeg tel heimildir Sjálfstæðis- blaðanna fyrir fregninni um þingrof og nýjar kosningar ör- uggar og óyggjandi. Mjer sýnist að allur almenn- ingur í landinu hljóti að telja þingrof og nýjar* kosningar rökrjetta og raunar alveg óum- flýjanlega afleiðing af hinni nýju starfsskrá A'þýðiVIokks- ins. Og loks tel jeg að eftir að Alþýðuflokkurinn hefir sett fram kröfuna um að hin nýja starfsskrá verði í „öllum at- riðum“ lögð til grundvallar fyr- ir samstarfinu á næstu tveim árum, og að „hvert einasta at- riði“ hennar verði framkvæmt, og eftir að Framsóknarflokk- urinn er búinn að svara þeirri kröfu með því, að „ekki komi til mála“ að framkvæma stefnu skrána, og að slík krafa sje „krafa um skilyrðislausa hlýðni FramsóknarfIokksins“ og „blá- bert hnefahögg í andlit Fram- sóknarmanna“, — að eftir alt þetta, að viðbættri yfirlýsingu Framsóknarflokksins um að „Framsóknarflokkurinn láti ekki kúgast“, og „Alþýðuflokk- urinn megi sigla sinn eigin sjó“. Þá hljóta a. m. k. allir þeir, sem eitthvert mark taka á for- ystumönnum stjórnarliðsins að gera ráð fyrir þingrofi og nýj- um kosningum. Framsóknarflokkurinn hefir ákveðið að rjúfa þing. Framsóknarflokkurinn getur að ví'su vikið frá þeirri ákvörð- un. En geri hann það, mun al- ment verða talið, að sósíalistar hafi þekt sitt heimafólk, þegar þeir ráku „blábert hnefahögg í andlit framsóknarmanna", til þess þannig að svínbeygja sam- herjana til „skilyrðislausrar hlýðni“. En þýðir nokkrum flokki að leita kjörfylgis eftir slíka háð- ung? Og er þá ekki skárra að kasta teningunum strax? Alt bendir til þingrofs og nýrra kosninga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.