Morgunblaðið - 22.12.1936, Side 6

Morgunblaðið - 22.12.1936, Side 6
M 0 R G U NBLAÐIÐ Þriðjudaffur 22. des. 1936. g á iuiái; Stórir konfektkassar ~-*rrn Ko nf eklbúðln Uppsölnm. fáið bjer best og ó- dýrast í Milnerskfötbúð Leifsgötu 32. Sími 3416. ------BÆKUR— sendar Mbl. Margrjet Ravn: Eins og allar hinar. Helgi Valtýsson íslenskaði. — Akureyri, Þorsteinn M. Jónsson 1936. Þetta er önnur bók þessarar norsku skáld konu, sem þýdd hefir verið á íslensku. Hin heitir „Sunn- evumar þrjár“ og kom út í fyrra. Var hún einnig þýdd af Helga og gefin út af sama forlagi. Sú bók hefir átt afar miklum vinsældum að fagna, einkum þó í hópi æskumeyja landsins, enda er hún efalaust einhver hin allra skemtilegasta saga af því tæi, er birst hafði þá á íslensku. Og sama dóm mun þessi nýja bók hljóta. — „Eins og allar hinar“ er bráðskemtileg saga, sem ætla má að allar ungu stúlkurnar keppist við að lesa. Þar er sagt frá tveimur stöllum þeirra, Betan Brede og „Drotningunni af Saba“ og þeim er nú vert að kynnast. Margit Ravn er rösklega fimtug að aldri, og hóf ekki rithöfundargöngu sína fyr en árið 1927. „í einu vet- fangi vann hún hug og hjarta norsks æskulýðs, og svo kom hver ungmeyjabókin á fætur annari, fjörugar, glað værar og skemtilegar". Og nú eru þessar skemtilegu ungmeyjabækur orðnar 9 talsins, og í ráði, að þær verði allar þýddar á íslensku, eftir því sem þýð. segir í eftir- mála bókarinnar. Þarf ekki að efa, að ungu stúlkurnar taka þeirri fregn með fögnuði. E. Sæm. Maituna litla ll. Eftir frú E. de Pressence, frumritað á frönsku, þýðendur Jóhannes úr Kötlum og Sigurður Thorlacius. Þorsteinn M. Jönsson gaf út með meðmælum skólaráðs barna- skólanna. Fyrra heftið kom í fyrra. Er þetta í útgáfu þeirri, sem nefnist Úrval úr heimsbókmentum barna og unglinga. Þetta er fjórða bókin í röðinni. Tvær þær fyrstu voru Kak, eftir Vilhjálm Stefánsson. Bækurnar eru allar í sáma broti og samskonár bandi og mun út- gefandi ætlast til þess, að með tímanum verði úr þessu samfelt bókasafn fyrir börn og unglinga. '7. nýkomið ,; H Ítalíu. A. Einarsson&Funk Líftryggingarfjelagið ANDVAKA, (íslanclsdeildin). Almennar tryggingar. Líftryg-^ingar. Barnatrgyggingar. H j ón atrygging-ar. N em endatryg'g’in var. Lækjartorgi 1. Sími 4250. Jppaklútamöppiir.i VASAKLÚTAR og HÁLS- KLÚTAR eru góðar og ó- dýrar JÓLAGJAFIR. SKERMABÚÐIN, Laugav. 15. T rúlof unarhringana úr og klukkur kaupa menn sjer í hag hjá SijJurþór. Hafnarstræti 4. 35 sálmar. Útgefandi síra Árni Sigurðsson. — Hjer er ekki stór bðk á ferðinni, aðeins lítið kver, sem hægt er að hafa %-Vasa sínum. En þetta litla sálmakver er útbúið með smekkvísi, og hefir það vakað fyrir útgefanda, að góð- •ir sálmar kæmu fyrir augu manná í fögrum og vond- , uðum búningi. Kver þetta ér gefið út í ákveðnum til- gangi, ekki aðeins til þess að menn sjái það og lesi það, heldur til þess, að það sje notað á guðsþjónustustöðum, ám. ö. qc að sálmarnir sjeu sungnir; Það er gott, að altaf bætast við prentaðir sálmar. Það eru ekki orðnar fáar sálmabækur, sem búið er að gefa út í K.F.U.M. fyrir tilstilli síra Fr. Fr„ sem sjálfur hefir ort fjöldamarga sálma. Það má segja, að bverju kristilegu starfi fylgi nýjar sálmabækur. Til.er mjög vönduð sálmabók Sunnu- dagaskólans í K.F.U.M., og - Kristniboðsfjelögin hafa gefið út sálmabók. Fyrir nokkrum árum gaf próf. Har. Níelsson út 77 sálma, og nú hefir síra Árni Sigurðsson gefið út 35 sálma, sem allir hafa birst áður, eru t. d. 26 þeirrá í Sálmabókarviðbætinum. Við lestur sálmanna, sem kver þetta hefir að geyma, verður fljótt gengið úr skugga um, að enginn af höfundum sálmanna og enginn af ættingjum höfundanna getur gert athugasemdir. Út- gefandinn hefir verið svo forsjáll að ná til höfundanna eða erfingja þeirra og ná fullu samkomulagi við þá um alt orðaval, svo að þar hefir enginn bókstafur og ekk- ert stafstrik raskast. Er því engrar mótstöðu að vænta úr þeirri átt, og því engin hætta á, að bannað verði að syngja sálmana. En það er ekki nóg, þó að bann liggi ekki við söngnum. Þá fyrst kemur þessi litla sálmabók að því gagni, sem útgefandinn ætlast til, er sálmarnir verða víða sungnir og verða til þess að efla lofgjörð og gleði. Vona jeg, að útgefandi og notendur getj sam- eiginlega glaðst yfir því, að þessir sálmar og andlegu ljóð verði til andlegrar uppbyggingar á heilögum stund- um. Bj. J. Skuggarnir af bænum. (Skáldsaga eftir Ólaf Jóh. Sigurðsson). — Þessi höfundur var kornungur, þegar hann byrjaði að skrifa bækur. Árið 1934 kom út eftir hann bókin ,,Við Álftavatn“ og önnur út- gáfa af henni árið eftir. í fyrra gaf hann út „Um sumar- kvöld“ og nú kemur skáldsaga frá honum. Margt i'leira hefir hann skrifað, og er það ekki lítið, sem liggur eftiv svo ungan mann. Hann hefir orðið vinsæll, því að hann hefir haft næma frásagnargáfu. 1 þessari bók lýsir hann sveitarlífí, þar sem „fólkið bíður eftir sólunni, sem annað hvort felur sig bak við Fjallið, eða bak við ský“. Á. Ó. naxassar Brjefapressur ur Myndabækur ida- tVIótunarleir Spil úr leðri 'Spilakassar 5s" kitablýantar Úitabækur o. fl mesti fjöldi af bók ^tugum til jólagjafa. Lækjargötu 2. Hangikjötið frá Liverpool er reglulegur jólamatur. Munið eftir að biðja um grænar baunir með. I mati n n í dag. Ný stórlúða. SaltfiskbAðin, Hverfisgötu 62. Sími 2098. Veggspeglar innrammaðir og án ramma, Skaftspeglar, Töskuspeglar (tvöfaldir), Glerhillur og baðherbergisáhöld eru góðar og gagnlegar jólagjafir. Ludvig Storr. Laugaveg 15.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.