Morgunblaðið - 24.12.1936, Blaðsíða 2
2
IViUP.Gt! NBLAÐjl J
Fimtudaj, ir 24. tícs. 19r 3.
STANLEY
BALDWIN
fremsti stj órnmálamaður Breta.
að nafni
B. Macdonald, var eldheitur
STANLEY BALDWIN, valda-
mesti lýðræðissinninn í Ev-
rópu, er gott dæmi þess, hvernig
skapgerðin getur sigrað allar að-
stæður. Þessi maður var svo ó-
þektui' fyrir fimtán árum, að
mjög háttsettur maður í íhalds-
flokknum játaði, að hann þekti
Baldwin ekki í sjón, þegar hann
varð forsætisráðherra. I dag er
hann á miðjum stjórnmálaferli,
sem gæti mint á Gladstone, að
minsta kosti hvað lengd snertir.
Hinn einfaldi leyndardómur þessa
valds er, að fólk treystir honum,
— eða að minsta kosti treysti
honum þangað til abyssinsku
f riðar till ögurnar fóru út um(
þúfur.
gtanley Baldwin er áreiðanlega
ekki í hópi hinna svokölluðu;
„gáfumanna“, og hann er heldur
ekkert sjerstaklega snjall eða
duglegur. En hann er persónu-
gerfingur John Bull, traustur,
hleypidómalaus, virðulegur, —
ímynd hins áþreifanlega. Baldwin
er sextíu og níu ára og enginn
hefir sjeð hann æstan. Hann hefir
aldrei flanað að neinu, hann talar
aðeins þegar nauðsynlegt er að
tala, ekkert fær hruudið hinum
rólegu skoðunum hans. „Hið and-
lega heimili Stauley Baldwins er“
— eins og sagt hefir verið — „síð-
asta vígið, sem fellur“.
*
En Baldwin er annað og meira
en ímynd John Bull. Eftir
því, sem vinur hans einn sagði
mjer, er íhygli hans með þeim
dularhlæ, sem einkennir norræna
menn. Það má segja að hann melti
með sjer viðfangsefnin. En upp af
þessu vaxa svo ákvarðanir hans.
Hann er tilfinninganæmur og
getur vakið geðhrif, jafnvel hjá
enskum áheyrendum. Hann er ein-
lægur og hreinlyndur. Hálfur
lyndisstyrkur hans er af „andleg-
um“ rótum runninn.
*
Ferill Baldwins.
Baldwin fæddist að Bewdley in
Worcestershire — sem er
kjördæmi hans — árið 1867. Faðir
hans, Alfred Baldwin, undir-for- *) Hann hefir skrifað a einum
stjóri Great Western járnbraut- stað, ef til vill ekki í hreinustu
arfjelagsins og stjórnandi firm- alvöru, að það hafi verið metnað-
ans Baldwins Ltd., éius af hinum ' ur hans um eitt skeið að verða
miklu járniðnaðarfyrirtækjum járnsmiður.
Englands. Baldwinsættin stofnaði
fyrirtækið og hafði starfrækt það
fjóra ættliði, frá því um miðbik
18. aldar. Baldwin er typiskur Eng
lendingUr, það er að segja móðir
hans var af skoskum ættum og
faðir hans velskur. Móður-afi hans
var meþodistaprestur
G
hannmaður og skrifaði bæklinga
gegn áfengisneyslu. Ein móður-
systir hans giftist málaranum
Burne-Jones, önnur Sir Edward
Poynter, þriðja var móðii- rithöf-
undarins Rudyards Kipling. Kip-
ling og Baldwin eru þannig systra
synir.
*
Baldwin hefir lýst því,#) þegar
hann.fjell við inntökupróf í Harr-
ów„ Honum fjell það illa, en hann
seg'ir; „Jeg náði mjer eftir það á
komandi árum, þegar jeg komst
að raun um að tveir af þektustu
samtíðarmönnum mínum í opin-
beru lífi Breta, höfðu sömu sög-
una að segja“. Annar þeirra var
F. E. Smith, sem seinna varð
Birkenhead lávarður. Þegar Bald-
win minnist á þetta segir hann að
það sje í fyrsta skifti sem hann
hafi komist á bekk með gáfu-
mönnum. Auðvitað var þetta ó-
notaleg hnúta til Birkenhead, því
hann hafði einu sinni gert lítið
úr gáfum Bladwins. En Birken-
head var stórgáfaður maður, en
þótti ekki staðfastur að sama
skapi. Að afloknu námi á Harrow
fór Baldwin á Háskólann í Cam:
bridge. „Jeg gerði ekkert á há-
skólanum“, segir hann. Og í einni
af ræðum sínum segir hann: „Þá
hæfileiká sem jeg kann að hafa,
á jeg að þakka, að jeg ofbauð
þeim ekki í æsku“. Nokkuð ólíkt
Trotsky eða Mussolini!
*
Hann gekk nú í járniðnaðar-
fjelag föður síns, og ekk-
ert. er hermt frá opinberum ræðu-
höldum hans eða öðrum slíkuin
afrekuin nærri tuttugu ár. „Jeg
var á útkjálka", segir hann. Faðir
Heimsblöðin eru sammála um að dást að framkomu
Stanley Baldwins“. Þannig var komist að orði í
Lundúnaútvarpinu eftir að konungsdeilan í Englandi var leyst,
— einstæðasta og erfiðasta vandamál sem komið hefir fyrir í
sögu breska konungsveldisins frá upphafi vega. Vegur Baldwins
hafði minkað í Abyssiníudeilunni og var jafnvel um það rætt þá,
að þess myndi skamt að bíða að hann neyddist til að leggja
niður embætti. Nú er það örugt að hann verður áfram við
stjórnvöl, þar til krýningu Georgs VI. og Elísabetar drotning-
ar er lokið á næsta ári. Því hefir lengi verið haldið á lofti af1
vinum hans að hann muni að því loknu draga sig í hlje.
Ferill Stanley Baldwins er rakinn í þessari grein, sem er
skrifuð af heimskunnum amerískum blaðamanni, John Gunther.
Með þessari grein er Mbl. að fullnægja skyldu, sem það hefir
vanrækt fyr: Að segja frá fremsta stjórnmálamanni Breta, vorra
tíma.
hans dó 1908 og losnaði þá þing-
sætið, sem hann hafði liaft frá því
árið 1892. Yngri Baldwin, sem nú
var orðinn 41 árs gamall, tók við
þingsætinu eftir aukakosningar.
Hann beið þess í fjóra mánuði að
halda jómfrúræðu sína í þinginu;
það voru mótmæli gegn 8 stunda
vinnu námumanna. Hann vakti
svo litla eftirtekt, að Hansard
kallaði hann óvart „Alfreð Bald-
win“, eins og hann gæti ekki gert
greinarmun á föður og syni.
Fyrstu níu árin sín á þingi hjelt
hann aðeins fimm ræður.
Þegar Bonar Law, sem var
Canadamaður að fæðingu, varð
fjármálaráðherra 1916, gerði hann
Baldwin að einkaskrifara sínum á
þingi. Sagan segir, að þetta hafi
verið vegna þess, að Bonar Law
hafi vitað að Baldwin hafi verið
of ærlegur til að fara með undir-
ferli gegn sjer og ekki nógu
snjall til að lenda í þvargi. Ann-
ars var það gamall vinur Bald-
winsættarinnar, skoskur þingmað-
ur að nafni J. C. C. Davidson,
sem átti uppástunguna að því að
Bonar Law tók Baldwin í þjón-
ustu sína. Árið eftir hækkaði
Baldwin í tigninni fyrir tilstilli
Davidson’s. Yar hann nú gerður
að fjármálaritara — og komst
þannig á þröskuld ráðuneytisins.
Eftir því sem Wickham Steed
segir, var Bonar Law á báðum átt-
um í þessu efni. Hann efaðist um
hvort Baldwin verðskuldaði ráð-
herratign eða hvort hann væri
nægilega „vopnum búinn“ í slíka
stöðu.
*
Eftir stríðið gerðist svo hinn
frægi átburður þ’egar Bald-
win skrifaði brjefið til Times.
Lýsti hann þar þeirri ætlan sinni,
að gefa ríkinu fimta hluta eigna
sinna án þess að láta nafns síns
getið. „Brjefið var undirritað „F.
S. T.“ og Steed segir að nafn-
spjald Baldwins hafi verið innan
í því. En enginn vissi lengi vel að
upphafsstafirnir þýddu „Financial
Secretarv of the Treasury“, eða
fjármálaritari stjórnarinnar, og
i
ritstjóri Times þagði vandlega yf-
ir leyndarmálinu.
Brjefið er svo vel til þess fallið
að skýra lyndiseinkunn Baldwins,
að rjett þykir að birta það í heild:
*
„Herra minn, það er nokkuð
hversdagslegt að eegja, að í
ágústmánuði 1914 hafi breska
þjóðin staðið á háskalegustu
tímamótum í allri sögu sinni.
Fórnfýsi þegnanna bjargaði
þjóðinni þá. Bestu menn hennar
fylktu sjer undir merkin, bestu
konur yfirgáfu heimili sín í
þjónustu ættjarðarinnar, bestu
menn e'ldri kynslóðarinnar
lögðu harðara að sjer en nokk-
uru sinni fyr, að sameiginlegu
marki, með þeim einhug og fje-
lagsanda, sem var í senn nýstár-
legur og örfandi. Vera má, að á
þessum 4 árum hafi hugsjónir
sumra daprast, en hrifning
hinna fyrstu daga fleytti þjóð-
inni yfir alla boða.
Nú, í dögun friðarins, vofir
yfir oss annar háski, ekki eins
augljós að vísu en engu síður
alvarlegur. þjóðin öll er ör-
magna. Allar stjettir þjóðfje-
lagsins ern að því komnar að
sökkva í öldur óhófs og efnis-
hyggju, svipað því er gerðist
þegar Stuartarnir komust aftur
til valda, eftir ríki puritananna.
Það er svo auðvelt að lifa á
lánsfje, en ömurlegt að gera sjer
ljóst, hvert stefnir.
Það er svo auðvelt að leika
sjer; en svo erfitt að láta sjer
skiljast, að án vinnu verður
leikurinn skammær. Paradís
heimskingjans er ekki annað en
fordyri hans eigin Vítis.
Hvernig á að láta þjóðina
skilja, hversu alvarlegt fjárhags
ástandið er, láta hana skilja, að
ættjarðarást er göfugri en aura-
ást.
Þetta tekst aðeins með því að
gefa þjóðinni fordæmi og auð-
ugu stjettunum gefst nú í dag
það tækifæri til þegnskapar,
sem getur aldrei komið aftur.
Þær þekkja háskann af nú-
verandi skuldum, þær vita hvað
þær munu verða þungbærar á
ókomnum árum. Þær vita hverj-
um örðugleikum það er bundið
Látum þær, af frjálsum vilja-
leggja á sig skattinn, eftir getu
hvers eins; þá ætti að mega
takast, að greiða í ríkissjóðinn
innan tveggja missira upphæð
sem sparaði skattþegnunum 50
miljónir punda á ári.
Jeg hefi verið að velta þessu
fyrir mjer í nærri tvö ár og jeg
er seinn að hugsa. Mjer er nauð
ugt að hafa mig í frammi
og jeg var að vona að einhver
annar riði á vaðið. Jeg hefi
'metið eignir mínar eftir bestu
samvisku, og komist að þeirri
niðurstöðu að þær muni nema
um 580 þús. sterlingspundum.
Jeg hefi ákveðið að láta af hendi
um fimtung þessa fjár, segjum
120 þús. sterlingspund, sem
nægir til að kaupa skuldabrjef
fyrir 150 þús. pund í nýja stríðs
láninu, og senda þau síðan rík-
isstjórninni til aflýsingar.
Jeg legg fram þennan hluta
eigna minna sem þakkarfórn, í
fullvissu þess, að oss muni
aldrei framar auðnast, að veita
landinu það liðsinni, sem er því
slík lísnauðsyn á þessari stundu.
Yðar einl.
Arið 1921 tók Baldwin sæti í
ríkisstjórnini sem verslun-
armálaráðherra. Hann var jafn
þegjandalegur á ráðuneytisfund-
um eins og á þingfundum. En ár-
ið eftir verða straumhvörf í lífi
hans. Samsteypustjórn Lloyd Ge-
orgs var að syngja sitt síðasta
vers. íhaldsflokkurinn klofnaði
um fylgið við forsætisráðh., en
Bonar Law og Baldwin voru leið-
togar klofningsmannanna. Lloyd
Georg hafði gefið á sjer slæman
höggstag, með glannalegri ófrið-
arhótun við Tvrlci, en svo mikil
kyngi fylgdi enn Lloyd George, að
allur þorri íhaldsmanna var enn-
þá gagntekinn af honum. Fundur
var haldinn í Carlton-klúbbnum
til að ræða málið. Bonar Law var
þá veikur, en Baldwin hjelt ræðu,
sem kom mönnum á óvart, og
sneri mönnum frá L. G. íhalds-
FRAMHALD Á SJÖTTU SÍÐU.