Morgunblaðið - 24.12.1936, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Fimtudagur 24. des. 1936.
Q 1 lý 1 E'W 1 n n i i
O J l\ ^ -
! ————— ——— —
Gaisla Bíó: Glaðleg
kvikmyid trá
Wolípgs-e.
Leikarar:
Hermann Thimig.
Christl Mardayn.
Tvær jólamyndir
í Nýja Bíó.
SHIRLEY TEMPLE og
GARY COOPER.
„Dr. Sally“ á íslensku leiksviði.
Jólasýning Leikfjelagsins.
Gamanleikur
eftir G. P. Wodehouse.
Christl Maradyn.
Jólamynd Gamla Bíó heit-
ir „Yeitingahúsið Hvíti
hesturinn“. Er það þýsk
gleðióperetta, bráðsmellin
og fjörug. Hefir óperettan
verið sýnd í fjölda leikhús-
um í Þýskalandi og víðar í
álfunni við feikna aðsókn.
Efnið er sótt suður til Tyrol
og gerist sagan á sumargistihúsi
við hinn undurfagra Wolfgang-
see.
Er þar lýst gleði og sorgum
gestanna og starfsfólks gistihúss-
ins. Þá eru og sýndir ýmsir ein-
kennilegir siðir, sem enn eru í
lrávegum hafðir í Tyrol. Meðal
annars sýna 100 „Tyrola-Schu-
platter“ sinn sjerkennilega dans.
Óperettan „Im weissen Rössl“,
sem kvikmyndin er bygð á, er
eftir Raiph Benatzky. Lögin eru
bráðskemtileg og hafa hlotið mikl
ar og almennar vinsseldir.
Atburðirnir eru bráðfyndnir og
í samtölum eru stutt og hnyttin
'sýör og spurningar.
Leikstjórn hefir annast Karl
Lamae og er myndin tekin í hinu
undurfagra umhverfi Salzkamer-
gtft við Wolfgangsee.
Aðalleikendur eru Hermann
Thimig, hinn vinsæli leikari sem
ljek í jEinkaritari bankastjórans';
Christl Mardayn, yndisleg ung-
versk leikkona með bráðfallega
jiöngrödd, leikur aðalhlutverkið
og loks má ekki gleyma skopleik-
aranum Theo Lingen, sem að
vanda er svo fjörugur og hefir
svo hlægilega tilburði að menn
geta ekki annað en veltst um af
Mátri.
Kvikmýnd þessi er vel valin
jólamynd að því leyti að hún flyt-
ur áhorfandanu úr skammdegis-
myrkrinu í brosandi sól og sumar-
blíðu og þó veðurblíðan speglist
aðeins frá kvikmyndatjaldinu
kemur hún manni í sólskinsskap,
sem varir í marga daga.
SENNILEGA verður almenn
ánægja meðal leikhúsgesta
í Reykjavík yfir þeirri ráðstöf-
un Leikf jelagsins, að sýna leikrit
eftir Wodehouse um hátíðarnar.
Leikrit þau, sem sýnd hafa ver-
ið það sem af er vetrarins, hafa
verið mjög eftirtektarverð, hvort
á sinn hátt, en Wodehouse er svo
einstæður í sinni röð, svo hress-
andi og gamansamur og hnytt-
inn, að hann líkist engu nema
sjálfum sjer. Vafamál er, hvort
hann er ekki á sinn hátt fyndn-
astur höfundur, sem nú er uppi.
Og víst er um það, að enginn er-
lendur höfundur er eins mikið
lesinn á íslandi og hann. Heilir
skarar af ungum og gömlum
enskumælandi mönnum og kon-
um sjá sig aldrei úr færi með að
kaupa, lána eða hnupla tókum
eftir Wodehouse, sem fyrir aug-
um þeirra verða.
! 1
WODEHOUSE skrifar aðal-
lega sögur — langar og
stuttar. „Kvenlæktiirinn" er upp-
haflega skrifað sem saga, undir
nafninu Dr. Sally, en hefir verið
breytt í leikrit. En þrátt fyrir
þetta breytta form heldur höf.
öllum sínum aðalkostum. Gam-
anið er græskulaust, aldrei ill-
kvittið, en það streymir fram
gersamlega látlaust og viðnáms-
laust. Þessi meistari gamansins
getur leikið sjer að hinum smá-
vægilegustu hlutum og varpað
yfir þá skringibirtu, svo að að-
dáunarvert er. I þessu leikriti
skemtir Wodehouse sjer — og
áhorfendum — með einni regn-
hlíf, sem annars engu skiftir
fyrir gang leiksins, á þann hátt,
sem listamenn einir geta gert.
OLLUM lesendum Wode-
house eru ógleymanlegir
lávarðarnir, sem hann teiknar
myndir af. Hjer er ein af þeim
bestu. Orð og athafnir — alt er
„karikatur“, en þó svo, að ómögu-
legt er að vara»t þá hugs-
un, að fyrirmyndin sje lifandi
maður og eigi heima í Englandi.
Sennilega munu flestar eigin-
konur, sem eiga menn í Golf-
klúbb íslands, einnig kannast við
drætti úr mynd taugalæknisins,
sem altaf er að æfa sig að leika
golf — inni í stofunum. — En
sjálfur er kvenlæknirinn, sem
leikritið er kent við, ágætt sýn-
ishorn þeirrar hressandi og
ófeimnu æsku, sem einkennir
vora tíma.
EF Leikfjelaginu tekst svo til
með þessa sýningu eins og
efni standa til frá höfundarins
hálfu, þá ætti að vera veruleg
hressing að fara í leikhúsið um
hátíðarnar. Og um það þarf
raunar ekki að efast, því hlut-
verkin eru í góðum höndum. —
Tidmouth lávarð leikur Indriði
Waage, sem auk þess hefir ann-
ast leikstjórnina, Brynjólfur Jó-
hannesson leikur Sir Hugo Dra-
ke, taugalækni, Þóra Borg leik-
ur Lottie, hið forkostulega dæmi
þeirra, sem ekki vinna og ekki
spinna, ungfrú Sigríður Helga-
dóttir, sem gat sjer góðan orð-
stír í „Æska og ástir“ síðastliðið
vor, leikur kvenlækninn, Dr. Sal-
ly, og Ragnar E. Kvaran leikur
Bill Paradene, sem á þúsund
svín, en hvers hjarta er í eyði
og tómt.
Leikurinn verður fyrst sýnd-
ur á 2. og 3. í jólum.
<!' v-' .
' A >1
'ílNp* j
GLEÐILEGRA JÓLA
óska öllum bæjarbúum
Strcetiwagnar Beykjavíkur h.f.
GLEÐILEGRA JÓLA
og nýárs óskar öllum
Verslun 0. Zoéga.
• Shirley Temple.
GARY COPER, karl-
mannlegasti kvik-
myndaleikarinn í Holly-
wood, ogf hó víðar væri
leitað, leikur aðalhlutverkið
í kvikmyndinni „Heiðurs-
maður heimsækir borg'ina“
— A ^entleman goes to
town —, jólamynd Nýja
Bíó.
Kvikmyndin segir frá ungum
manni, sem lifir áhyggjulausu lífi
í smáþorpi einu vestur í Ameríku.
Hann hefir vel til hnífs og skeið-
ar, án þess að vera auðugur og
það, sem honum þykir mest um
vert, hann kann vel við sig og
fær að vera í friði með iðju sína,
vel látinn af öllum þorpsbúum.
En alt í einu fær hann óvænta
heimsókn. Lögfræðingur einn kem
ur til litla þorpsins og segir Long-
fellow Deeds (Gary Coper) að
hann hafi erft nokkur hundruð
miljónir eftir frænda sinn, sem
hafði farist á voveiflegán hátt í
ítalíu. t
Longfellow Deeds verður ekk-.
ert hrifinn af þessum frjettum,
en lætur þó til leiðast að fara j
með lögfræðingnum til New York.
og nú fær hinn nýbakaði miljóna-i]
mæringur að kynnast því hvað j
það er að vera vellauðngur maður
í Ameríku.
Að sjálfsögðu fær hann ekki að
dýfa hendi sinni í kalt vatn, en
ekki nóg með það. Hann fær líf-
vörð og verður að haga sjer eftir 1
vissum regium. Yið þetta bætast
svo allir þeir, sem ætla áð hafa
þenna „saklausa sveitamann“ að
fjeþúfu.
Longfellow Deeds kanu þessu
illa og vill fara sínar eigin götur.
Rekur nú hver viðburðurinn ann-
an og endar með því að ættingjar
Longfellow Deeds og lögfræðing-
ar hans ætla að fá hann dæmdan
ómyndugan vegna þess að hann
sje geðveikur.
Gary Cooper tekst með sínum
óvenjulegu leikarahæfileikum að
gera persónu Longfellow Deeds
Gary Cooper og Jean Arthur.
svo heilsteypta og sjerkennilega
að hún verður lengi í huga manns.
Sjerstaklega eru sýningarnar úr
rjettarsalnum skemtilegar. Auk
Gary Cooper leika í myndinni,
Jean Arthur, leikur biaðamann,
George Bancroft, ritstjóra, og
Lionel Stander, sem leikur lífvörð
Longfellow Deeds.
Að þessu sinni tekur Nýja Bíó
upp þá nýbreytni að hafa sjer-
staka barnamynd á jólunum.
Er það hvorki meira nje minna
en eftirlætisgoð allra, og þá fyrst
og fremst barnanna, Shirley litla
Temple, sem þar leikur aðalhlut-
verkið.
Myndin segir frá ungúin lækn-
ishjónum, sem eiga eina dóttur,
Shirley.
Vegna annríkis læknisins og af
fleiri ástæðum er hjónabandið að
fara út um þúfur. En Shirley litla
bjargar því við svo allir verða
hamingjusamir.
Kvikmyndin hefir verið nefnd
„Hlið himinsins“ og mun Shirley
Temple setja kórónuna á jóla-
gleði bárnanna í ár.
tfiiiimmiiimiimimmimiimimmimimmimumiiimuifc
I n
IGLEÐILEGJÓL!§
Versl. Ilavana.
iiiimiiiiiiiimmmiiimiiiiiiiimiiiiiiiimiiiimiiimmum#
GLEÐILEGJÓL!
; Kolaverslun GuSna & Einars.
K
H
:<>Ko>