Morgunblaðið - 24.12.1936, Side 5
Fimtudagur 24. des. 1936.
MORGUNBLAÐIÍ)
iZ
KVEHDJÓÐIN OQ HEIMILIN -—-
Jólin eru
komin.
Jólin eru aðal hátíð ársins, og
þau eru aðal hátíð barnanna.
Á jólunum eru öll börn glöð og
ánæg'ð. Þá fá þau að fara í bestu
fötin sín, dansa í kringum jóla-
trje, skreytt mörgum fögrum kert
um, og fara í skemtilega jólaleiki.
En hafa börnin gert sjer ljóst,
Jhvaða manneskja það er, sem
.mest hefir á sig lag't, til þess að
gera þeim jólaliátíðina sem minni-
stæðasta og gleðiríkasta 1
Það er auðvitað engm önnur en
„húri mamma“l
Síðustu dagana fyrir jól hefir
hún verið önnum kafin við hinn
mikla undirbúning jólanna. Margt
þurfti að gera, til þess að alt yrði
sem fullkomnast og heimilið gæti
fengið þann hátíðalega gleðiblæ
sem vera ber um jólin. Börnin
þurftu að fá ílý jólaföt — enginn
má klæða jólaköttinn —, alt átti
að vera fágað og fínt á heimilinu,
«g búrið að vera byrgt upp með
alskonar krásum og' sælgæti. —
Eoks kom að því skemtilega verki
-að skreyta jólatrjeð og hengja á
það jólaskrautið og pokana, sem
börnin höfðu skemt sjer við að
búa til.
— Og svo upprennur sú stund,
þegar kveikt er á jólatrjenu og
öllurn jólakertunum.
Jólin eru komin — og börn og
fullorðnir safnast saman kringum
jólatrjeð og syngja jólasöngva.
Á hinum hátíðlegu og giaðlegu
andlitum, sjer húsmóðirin, að
• erfiði hennar hefir ekki verið til
einskis og hún finnur gleðina við
það að gleðja aðra.
Gleðileg jól! Gleðileg jól!,
'hljómar á hverju heimili.
Og Morgunblaðið óskar öllum
lesendum sínum af alhug gleði-
iegra jóla, og óskar þess hverri
íslenskri húsmóður til handa, að
'henni megi takast að setja gleði-
fsvip á heimili sitt um jólin.
Samtal við Garbó.
Greta Garbó
þjáist af
þunglyndi,
í viðtali við frjettaritara
„Tidens Kvinder“ í siðastl.
mánuði, fárast hinni frægu
kvikmyndaleikkonu —
Gretu Garbo, sem sökum
veikinda hefir orðið að
draga sig í hlje frá Ieik-
störfum um lengri tíma —
orð eitthvað á þessa Ieið:
,,Kamiliufrúin“
of sorgleg.
„. . . Þegar kvikmyndaf jelag
mitt fór að æfa leikritið „Kam-
ilíufrúna“, óaði mig við hlut-
verki m;nu „Kamilíufrúin“,
'vegna þess, hve átakanlegt það
er. En um annað leikrit var
ekki að ræða, svo að ekki varð
komist hjá því,# að jeg tæki
þetta hlutverk . . .“.
*
„.. . Jeg hefi verið mjög veik
um lengri tíma, og ef jeg á
annað borð átti batavon, voru
skilyrði hvergi betri en í hinu
heilnæma loftslagi í Kaliforníu,
þar sem sól er altaf hátt á
lofti . . .“.
Pratr tno og ro.
„. . . Jeg óska nú einskis
fremur en að fá að vera í friði
og ró.
Mjer hefir oft verið strítt
með því, hve einræn jeg væri,
og jeg hefi verið uppnefnd fyr-
ir þær sakir. En mjer er al-
vara, þegar jeg segi, að jeg
þrái einveru. Ef jeg á nokkra
góða kunningja, sem jeg get
hitt við og við, er jeg ánægð,
annars vænti jeg mjer ekki af
framtíðinni . . .“.
Framtíðin er óviss.
„.. . Þegar æfingum á leik-
ritinu „Kamilíufrúin“ er lok-
ið, fer jeg líklega heim til
Svíþjóðar.
Greta Garbo.
Vegna veikinda og óvissu um
framtíðina ,get jeg ekkert sagt
með vissu um það, hvort jeg
muni leika í fleiri kvikmynd-
um um æfina. En það eitt veit
jeg, að jeg hefi ekki ákveðið
neitt í því efni . ..“.
H-
,,.. . Það verður dásamlegt
að hvíla sig og fá að ganga um
í hinni dásamlegu náttúrufeg-
urð heima í ættlandi mínu —
og vera ein með hugsanir mín-
ar“.
H
Þannig talar Greta Garbo,
sem er hin frægasta og mest
dáða kvikmyndaleikkona í
heimi.
Orðin leið á lífinu.
Maður getur lesið á milli lín-
anna, hve innilega þreytt hún
er orðin og leið á lífinu. Hún
er komin á hátind frægðar sem
kvikmyndaleikko.na og hefir
ekki fleiri sigra að vinna á því
sviði.
Alla hefir hún mist, sem hún
hefir í raun og veru kært sig
um, eða elskað. T. d. John Gil-
bert og Rouben Mamouilian,
FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.
Snyrfing:
Andlitsbað er hressandi.
I. Gufubað. II. Klúturinn er lagður heitur yfir andlitið. III
Andlitið er nuddað með ísmola.
Snyrting og fegrun hefir orðið að sitja á hakanum upp á
síðkastið hjá flestum, því að nóg annað hefir verið að gera fyrir
jólin. En nú, þegar jólin eru komin, og með þeim það samkvæm-
islíf er þeim fylgir, kemur það greinilega í ljós, að andlitshör-
undið hefir beðið tjón við langvarandi vanrækslu. En þegar hör-
undið er orðið þurt og skorpið, fyrir áhrif veðurs og vinds, er
fátt, sem kemur betur að gagni en að næra það með góðu and-
litssmyrsli. Gott andlitsbað og nudd hressir og styrkir slapt
hörundið, og gefur andlitinu nýtt líf, áður en frekari andlits-
snyrting er viðhöfð. Fyrst er hörundið gert móttækilegt fyrir hið
nærandi smyrsl, þannig:
Hreinsið andlit og háls með góðu hreinsunarsmyrsli. Takið
andlitsgufubað yfir katli eða fati með sjóðandi vatni og breiðiö
handklæði yfir höfuð, svo að vatnið nái vel að gufa upp í and-
litið. Með þessu móti opnast svitaholurnar, og draga í sig hið
nærandi smyrsl, en því er nú smurt á andlit og háls, og klapp-
að og nuddað inn í hörudið. Vindið mjúkan klút upp úr heitu
vatni og leggið hann yfir andlitið. Hitinn fær smyrslið til þess
að smjúga inn í hörundið. Smyrjið síðan meira smyrsli á Irör-
undið og klappið því og nuddið inn í húðina. Að lokum,
þegar hörundið getur ekki tekið við meira smyrsli, er andlit og
háls þurkað með bómull, sem undin er upp úr köldu vatni.
Nú þarf að loka svitaholunum aftur, og það verður gert
best með því móti að setja ísmola inn í lítinn, þunnan vasaklút
og nudda yfir andlitið meS honum.
Ef sprungnar háræðar eru í andlitinu, ber að sneiða fram
hjá þeim, þareð þær þola ekki mikinn kulda.
Nýfasfa hárgrctgsla:
Hringlokkar eru mest í tísku.
«
OL
Það skaðar ekki að breyta ofurlítið til endrum og öpn,
hvort sem er í klæðaburði, hárgreiðslu eða öðru, það er offeði
sjálfum manni og öðrum til ánægju.
Um þessar mundir eru hringlokkar öllu meira í tísku en
bylgjur og liðir, og við birtum hjer mynd af nýjustu hárgp^sÞ
unni, sem væri tilvalin við samkvæmiskjólinn í samkvSSfflPuna
um hátíðarnar.
Skiftið hárinu í annari hliðinni frá enni og aftur í hnakkJia.
Skiftið síðan hárinu og vindið það upp í, lokka, eins og tflynd
II og' III sýnir.
Til þess að þessi greiðsla hepnist vel, verður hárið helst að
vera permanent-lokkað, eða liðað frá náttúrunnar hendi.
Best er að setja krullupinna í hárið að kvöldlagi og láta þá
vera í yfir nóttina. Sje hárið vætt, þegar pinnarnir eru settir i,
verður það að vera orðið þurt, áður en þeir eru tekni úr.