Morgunblaðið - 14.01.1937, Síða 2
2
M 0 E G ú 'n B L A Ð 1Ð
Fimtudagur 14. jan. 1937.
JplorsunBIa&ið
Útgref.: H.f. Árvakur, Reykjavlk.
Ritstjórar: J6n Kjartansson og
Valtýr Stefánsson —
ábyrgSarmaBur.
RltstJörn og afgreiBsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Auglýsingastjöri: E. Hafberg.
Helmaslmar:
J6n KJartansson, nr. 3742
yaltýr Stefánsson, nr. 4220.
Árni Óla, nr. 3046.
Askriítagjald: kr. 3.00 á mánuBl.
I lausasölu: 15 aura elntakiB.
26 aurn sseB Lesbðk.
Samfylkinpin í Eyjum.
Alþýðublaðið fagnar mjög í
gær yfir sigri Páls Þorbjörns-
sonar í Vestmannaeyjum, á
þingmálafundi sem þar var
haldinn í fyrrakvöld.
Rjettara hefði reyndar verið
fyrir Alþýðublaðið, að fagna
„sigri“ samfylkingarinnar, und-
ir forystu kommúnista.
Þáð voru kommúnistar sem
báru merki samfylkingarinnar
í Eyjum á þessum þingmála-
fundi, og veslings uppþótar-
þingmaður sósíalista varð þar
að dansa með. Um „sigur“
Páls uppbótarþingmanns var
ekki' að ræða.
>1 Mí) >
Það skiftir að sjálfsögðu
ekki máli fyrir Alþýðublaðið,
þótt þessir ,,sigrar“ samfylk-
ingajrinnar í Eyjum væru þann-
ig unnir, að allur þorri fund-
armanna leit, á tillögur hennar
sem marklairean skrípaleik, og
skifti sjer þ. a. 1. ekkert af til-
lög'drium.
Ein tillagan var t. d. um það,
ap segja tafarlaust upp þýska
verslunarsamningnum. Hann
rennur nú reyndar út af sjálf-
dáðú í febrúarlok. En það sýn-
ir best hvaða mark atvirinu-
málaráðherrann tekur á Páli
uppbótarþingmanni, að samtím
i§ því sem Eáll er að berjast
fýrir því í Eyjum, að enginn
verslunarsamningur verði gerð
ur víð Þýskaland, er ráðherr-
ann að gera út sendinefnd til
Þýskalands til samningagerða!
Bloslegt verður að sjá sam-
fýlMngar-Pál, þegar hann á
þin^jnu í vetur fer að berjast
fyrir skattatillögum kommún-
ista. Þeir nema aðeins 4—5
mrljónum nýju skattarnir, sem
Páll ætlar að fá samþykta á
þipgiim ! , Hvað skyldu þeir
verða margir, þingmennirnir,
seip fyigja Páli í þessum er-
indareki-stri hans fyrir komm-
únista,?
Vestmannaeyingar gerðu Páli
Þorbjörnssyni slæman grikk
með því að sitja hjá, þegar til-
lögúr samfylkingarinnar voru
borriar upp. Fyrir það verður
Páll að fara með tillögurnar
inn á Alþing, og berjast fyrir
þeim þar. Hætt er við að sú
barátta verði vonlaus.
En hvað sem þessu líður,
sýna tillögur stjómarliða í
Vestmannaeyjum hvers þjóðin
á að vænta, þegar samfylk-
ingin — undir forystu komm-
únista — er komin á í stjórn
landsins og á Alþingi.
Erlendu sjálf-
boðaliðarnir
verða gerðir að
rlkisborgurum.
Valenciastjórnin vinn-
jir gegn hiutleýsinu.
London í gær.
C pánska stjórnin hefir
^ í dag látið svo um
mælt, að hún geti ekki
felt sig við það, að
stofnað verði til eftirlits
við spánskar hafnir af
erlendum yfirvöldum.
Þá hefir hún einnig
lýst því yfir, að hún
muni veita öllum er-
lendum sjálfboðaliðum
í liði hennar borgara-
rjett á Spáni, á meðan
þeir dvelja þar í landi.
Þessi tilkynning kemur
um líkt leyti og'Bretar og
Frakkar eru að gera ítr-í
ustu tilraun til þess að‘
koma í veg fyrir að er-
lendir sjálfboðaliðar berj-
ist á Spáni.
Hefir franska stjórnin nú
undjrbúið frumvarp er hún
mun leggja fyrir þingið á
morgun um heimild fyrir
hana ti] þess að banna
Irggskum þegnum að taka þátt
þorgarastyrjöldinni á Spáni.
lengur franska stjórnin í
þessu efni ekki eins langt og
Bretar, sem hafa tekið í gildi
lög sem banna sjálfboðaliðs-
flutning til Spánar. Franská
stjórnin mun ekki hafa þorað
að gánga eins langt, þár sem
enn er ekki fengin nein vissa
fyrir því að aðrar þjóðir banni
þáttöku sjálfboðaliða í Spán-
arstyrjöldinni, en heimild sína
gerir hún ráð fyrir að nota því
aðeins, að fascistaríkin geri
samskonar ráðstafanir.
Tilkynning Valenciastjórn-
arinnar hlýtur að draga
úr vonum manna, að sjálf-
boðaliðsbannið komi nokk-
urntíman til framkvœmda,
m. a. vegna þess, að Þjóð-
verjar eru taldir m.unu
gera það að skilyrði að
allir sjálfboðaliðar, sem
ekki voru á Spáni í ágúst
1936, verði fluttir þaðan
í burtu. (Samkv. einkask.)
Enginn hernaðarlegur
viðbúnaður í Mar-
okko.
Fulltrúi Francostjórnarinnar
spánska Marokko hefir til-
ynt breska ræðismanninum í
angier, að Bretum sje boðið
samt Frökkum að ferðast um
lánska Marokko til þess að
illvissa sig um, að ekki sjeu
Barnsmorðingjarnir handteknir?
Gangan til Madrid
reynist þung.
FRAMH. Á SJÖTTTJ SÍÐU.
I frjettum frá yígstöðvunum yið Madrid segir í gær (sam-
kvæmt F.Ú.) :
1 gær og dag hefir verið hlje á bardögum við Madrid og
er ságt kð báðir aðilar treysti nú hernaðarlega aöstöðu sína,
bæV, við borgina og á Guadalajarávígstöðvúnum. Það er sagt
að í gær hafi 8000 óvopnfærir menn verið fluttir í burtu frá
Madrid. — Myndin er af Franco.
Anthony Eden:
„Víð viljum held
ur smjör en
fallbyssur".
I_J ver þjóð hefir full-
* * korninn rjett til
þess að ákveða , sitt
eigið stjórnarfyrirkomu-i
lag, án íhlutunar ann-í
ara þjóða, og því, fyr|
sem unt er að leggjaj
niður íhlutunarstarísemi i
á Spáni, því fyr mun j
spánska þjóðin finna
sitt eðlilega stjórnarfyr-
irkomulag.
Á þessa leið talaði Mr.
Anthony Eden á fundi erlendra
blaðamanna í London í gær.
Eden vjek að ræðu þeirri,
er Hitler flutti við móttöku er-
lendra sendisveita á mánu-
daginn, og sagði, að breska
stjórnin fagnaði yfirlýsingu
Anthony Éden.
hans um fúsleik Þjóðverja til
samvinnu við aðrar þjóðir. Ein-
ungis á grundvelli stjórnmála-
legrar samvinnu og öryggis
væri endurreisn viðskiftalífs-
ins möguleg, sagði Eden. Bret-
ar vildu heldur ,,smjör“ en
fallbyssur“ enda þótt þeir
neyddust til þess að vígbúast
eins og aðrar þjóðir. Þeir von-
uðust til þess, að þurfa ekki
að nota vopn sín, en að mega
heldur stuðla að því, með sam-
vinnu við aðrar þjóðir, að al-
menningur allra landa þyrfti
ekki að neita sjer um smjör,
til þess að hægt væri að fram-
leiða byssur. (Samkv. FÚ.).
Lögreglan befir ýmis-
legt að styðjast við.
Sagan um rán
Charles Mattson
FRÁ FRJETTARITARA
VORTJM.
KHÖFN í GÆR.
\ f þrem mönnum sem
grunaðir eru um
það, að vera valdir að
ráni og morði Charles
Mattsons, 10 ára sonar
Mattsons læknis í Ta-
coma, Washington,,hafa
tveir verið teknir fastir
í British Columbia í
Kanada. Einn þeirra
sem grunaðir voru hefir
látist, síðan ránið var
framið.
Þess er nú beðið, að
yfirvöld Bandaríkjanna
krefjist að mennirnir
sem handteknir voru í
Kanada verði framseld-
ir. ►
í Bandaríkjunum hefir
barnsránið og morðið vak-
ið óhemju reiði. Þetta er
f jórða barnsránið, síðan
syni Lindberghs var ríefit.
Geysimikið lögreglulið var
þegár sent út af örkinni til þess
að finna bófana. Lögreglan
hafði í þessu máli1 meir til
að styðjast við í leit sinni, en
í máli Lindberghsbarnsins. Á
líki Charles litla voru fingra-
för og systkini drengsins, sem
viðstödd voru þegar honum
var rænt, hafa getað gefið ná-
kvæmar upplýsingar um bóf-
ann.
Charles. var rænt snemma
kvölds og voru foreldrar hans
fjarverandi. Charles var í her-
bergi með 16 ára bróður sín-
um, William, 12 ára systur
sinni, Muriel, og stallsystur
hennar. Þau vissu ekki af fyr
en grímuklæddur rúaður rjeð-
ist inn í herbergið til þeirra og
hriðaði á þau skammbyssu.
Hann heimtaði fyrst peninga,
en þegar, þau sögðu að þau
hefðu enga peninga, hrifsaði
hann Charles og sagði, „að
þetta væri meira virði en pen-
ingar“.
Um leið kastaði hann brjef-
snepli til hinna barnanna og
sagði þeim að láta foreldra
þeirra fá miðann. Síðan hvarf
hann.
Eldri bróðirinn reyndi að
fara á eftir honum, en misti
sjónar af honum í myrkrinu.
Foreldrar drengsins tilkyntu
ránið undir eins til lögreglunn-
ar ,en báðu síðan lögregluna
að láta málið afskiftalaust, til
þess að barninu yrði ekkert
FRAMHALD Á SJÖTTU SÍÐU