Morgunblaðið - 14.01.1937, Page 3
Fimtudagur 14. jan. 1937.
MORGUNBLAÐIÐ
20 mfn,
skothrfð á Valencia
FRÁ FRJETTARITARA
VORUM.
KHÖFN í gær.
Herskip uppreisnarmanna
unnu mikið tjón á tuttugu
mínútum í Valencia, höfuð-
vígi spönsku stjórnarinnar í
gærkvöldi.
Þegar skipin hófu skot-
hríðina urðu íbúarnir skelf-
ingu lostnir. Þúsundir manna
flúðu í kjallara, til þess að
forða lífi sínu. Átta manns
týndu lífi, en fjöldi særðist.
Efnislegt tjón var mikið.
Stjórnarliðið svaraði skot-
hríðinni úr varnarvirkjum
borgarinnar og eftir 20 mín.,
höfðu herskip Francos sig á
burt.
Samninganefnd
á föruni til
Þýskalands.
Til aö semja um
viðskiítamál.
Nefnd er á förum hjeðan
til Þýskalands til þess
fyrir hönd íslensku stjórn-
arinnar að semja viði þýsk
stjórnarvld um viðskiftamál
ríkjanna.
í samninganefndinni fyrir Is-
lands hönd verða þeir Sveinn
Björnsson sendiherra, Jóhann Þ.
Jósefsson alþm., Helgi P. Briem
erindreki og Stefán Þorvarðsson
fulltrúi.
Ráðgert er að þeir Jóhann Þ.
Jósefsson og Stefán Þorvarðsson
fari af stað hjeðan á mánudag, og
hitta svo hina nefndarmennina í
Kaupmannahöfn.
Viðskifti okkar við Þýskaland
undanfarin ár hafa bygst á samn-
ingum sem gerðir hafa verið frá
ári til árs. Núgildandi samningur
gildir til febrúarloka.
Síðustu árin hafa viðskiftin við
Þýskaland aukist jafnt og þjett,
sjerstaklega var aukningin mikil
s.l. ár. Það er hið háa verð sem
fengist hefir í Þýskalandi fyrir
okkar framléiðslu, sem héfir verið
orsök þess, að viðskiftin hafa auk-
ist. ísfisksmarkaðurinn var yfir-
leitt mjög góður í Þýskalandi s.l.
ár og oft ágætur; einnig var þar
gott verð á landbúnaðarvörum.
Væri óskandi að samninganefnd
inni tækist að ná hagkvæmum
samningum við Þýskaland, því
okkur ríður á miklu að þau við-
skifti haldi áfram að aukast.
Ekkert heyrist enn um það hve-
nær Bretar ætli að taka aftur
upþ samninga við okkur. Er jafn-
vel búist við að það geti dregist
fram eftir vetri að þeir samning-
ar hefjist.
Næturvörður er þessa viku í
Reykjavíkur apóteki og Lyfjabúð-
inni Iðunn.
,KðnIgsbergM — skipið sem ógnaði
friðniiiKi í Evrópu.
Þýska herskipið „Königs berg“, sem tók tvö spönsk skip fyrir utan Spánarstrendur.
Allar tillögur Sjalfstæðismanna
samþyktar með atkvæðum
þorra fundarmanna.
Samfylkingarliðið stendur eitt
um sínar tillðgur.
Þingmálafundur var haldinn í Vestmannaeyjum
á þriðjudagskvöld, og boðuðu fundinn í sam-
einingu þeir Jóhann Þ. Jósefsson alþm. og Pál!
Þorbjörnsson alþm.
Fundurinn var fjölmennur og er talið að um 500 manns
hafi verið á fundi, þegar flest var.
Þamiig stóð á, að kommúnistar
höfðu boðað skemtisamkomu þetta
kvöld, en aflýstu henm á síðustu
stundu og smöluðu i þess stað öllu
liðimi á þingmálafundinn. Voru
þetta aðallega unglingar!
Þetta varð til þess að mörg
hundruð kjósendur urðu frá að
hverfa, vegna þess að fundarhúsið
rúmaði ekki nálægt því alla, sem
vildu sitja fundinn.
Allar tillögur
Sjálfstæðismanna
samþyktar.
Jóhann Þ. Jósefssou alþm. hóf
umræður á fundinum og flut.ti þar
snjalla ræðu.
Hann bar fram margar tillögur
á fuiidinum, ýmist uip lands- eða
hjeraðsmál.
Allar tillögur hans voru sam-
þyktar og- fengu þær tillögur —
og annara Sjálfstæðismanna —
langsamlega flest atkvæði fundar-
manna.
Meðal þeirra tillagna sem Jóh.
Jós. flutti var ein þess efnis, að
lýsa yfir því, að á síðustu þing-
um hafi verið gengið svo langt í
skattaálögu á landsmenn, að ei
væri viðunandi, og skoraði á þing
og stjórn að ljetta á skattabyrð-
inni.
Ennfremur tillaga um það, að
Vestmannaeyjar hafi 2 síðustu ár-
in verið afskiftar með atvinnu-
bótafje, og skorað á Alþingi að
veita Vestmannaeyjum jafnrjetti
í þessu við önnur bæjarfjelög.
Ólafur Auðunsson útgerðarmað-
ur og bæjarfulltrúi flutti tillögu
þess efnis, að skora á Alþingi að
afgreiða nú í vetur lög um tekju-
öflun bæjar- og sveitarfjelaga, og
setja, allsherjar reglur um útsvars-
álagninu, hliðstæðar skattalög-
gjöfinni.
Guðmundur Einarsson, bæjar-
fulltrúi Sjálfstæðismanna, flutti
ítarlega tillögu um víðtækar um-
bætur á tryggingarlögunum.
Allar þessar tillögur, og aðrár
frá Sjálfstæðismönnum, voru sam-
þyktar með atkvæðum alls þorra
fundarmanna.
Samfylkingin
að verki.
Komu nú samfylkingarni'eiin
fram á sjónarsviðið, undir for-
ystu Jóns Rafnssonar og Páls Þor-
björnssonar. Þeir studdu hvor
annan í einu og öllu.
Jón Rafnsson flutti fyrir hönd
kommúnista (og samfylkingarinn-
ar) tillögu í mörgum liðum, og
var efnið þetta:
1. Að hækka stórlega fje til at-
vinnubóta og útvega kaupstöðun-
um rekstrarfje.
2. Yfirráð fisksölunnar úr hönd-
um „hringanna“ — þ. e. samtök-
um utgerðarmanna.
3. Leyfa ekki heildsölum neinn
innflutning.
4. Krafa um endurskoðun milli-
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.
— „Britannia —
rules the waves“
London í gær F.Ú.
Vopnaður togari, í þjón-
ustu uppreisnarmanna stöðv-
aði í gærkvöldi breskt flutn-
ingaskip, Bramhill, í Gibralt-
arsundi. Eigendur þess segja,
að það hafi einungis verið
með löglegan farm. Bram-
hill sendi út neyðarmerki og
herskipið Sussex brá við.
Skip uppreisnarmanna hafði
sig á brott.
Eftir loftárás:
Nokkur hluti
Malaga í
björtu báli.
OSLO í GÆR.
Samkvæmt ýmsum fregnum var
loftárásin á Malaga í fyrradag
hin ógurlegasta. Sex flugvjelar
uppreisnarmanna vörpuðu í-
kveikjusprengjum yfir horgina,
en um leið skutu tvö beitiskip,
sem uppreisnarmenn hafa á valdi
sínu, um 200 skotum á bæinn.
Nokkur hluti bæjarins'er sagður
standa í ljósum loga.
Skipin „Saga“ frá Haugasundi
og danska skipið Signe voru við
bryggjur í Malaga, er þetta gerð-
ist. Lögðu þau þegar frá hryggju
og sigldu með fullum hraða í átt-
ina til Gibraltar. Bæði skipin eru
nú komin þangað ósködduð. Skip-
stjórinn á „Saga“ segir, að brot
úr sprengikúlu liafi valdið dálitlu
tjópi á reykháfi skipsins. (NRP.
— FB.).
Landsþingsmaður Færeyinga,
Poul Niclasen, hefir beðið þing-
menn jafnaðaímanna á lögþing-
inu í Færeyjum um leyfi til þess
að mega greiða atkvæði með full-
trúum jafnaðarmanna í danska
landsþinginu. (FÚ.).
3-
Ekkert nýlt
i Landsbanka-
mállnu.
Lögregian vinnur enn að rann-
sókn Lariflsbankamálsins án þess
að nokkuð sje gert opinbert úr
rjettarhöldunum.
Vitnaleiðslur fóru frain . í mál-
inu í gærdag, en ekki er kuwrtugt
um hvaða árangur þær hafa borið.
Rannsókn heldur áfram.
Nafntogaðúr
Iandkönnuður
látinn.
London 13. jan. F.Ú.
Martin Johnson, hinú
frægi dýraveiðari og kvik-
myndatökumaður hefir lát-
ist af sárum þeim sem
hann hlaut í gær við það,
að flugvjel sem hann var
á ferð með, hrapaði til
jarðar í Californíu.
Alls voru 10 menn í
flugvjelinni, og hafa nú
tveir látist, en hinir eru
meira og minna meiddir.
Kona Johnsons er ekkí
talin hættulega meidd.
‘ -------------
Furðuflugvjel
yfir Noregi.
OSLO t GÆR.
Frá Harstad er símað að sjötta
herfylki norska hersins liafi feng-
* .
ið skýrslu um dularfulla flugvjel,
sem sást s.l. sunnudagskvöld frá
l„Nátvannsuen“ milli Skoganvarre
og Karsjok.
Tveir menn sáu flugvjelina , og
heyrðu í henni. Á henni voru stór
ljós. Flugvjelin flajig allhátt og
stefndi til vesturs. — Á sama stað
sáust ljós og heyrðist hávaði, sem
talið væri líklegt að stafaði frá
flugvjelarhreyfli. (NRI’. — FB.).
i | ' f rtd TJXf C i
Mikil verðhækkun
ð húðum og skinnum
KHÖFN f GÆR,
Mikil verðhækkun varð í gær á
húðum og skinnum á uppböði sem‘
haldið var í Kaupmannahöfn. Bor-
ið saman við upphoðið í desémbér
1936 nemur verðhéekkunin 10 %
fyrir kindaskinn, fyrir kvíguhúðir
7%, fyrir kýrhúðir i4%, fyrir
nautshúðir 12% og alt að 20%
fyrir alikálfaskinn.
Verðhækkunin stendur í sam-
baudi við hið óstöðuga ásttmd á
heimsmarkaðinum.
íslenskiT námsmenn
fá danskan styrk.
KHÖFN í GÆR.
Sjóður A. P. Möllers útgerðar-
manns fyrir íslenska námsmenn í
Kaupmannahöfn hefir veitt styrk,
þeim Stefáni Arnórssyni, sem
stundar nám við „Hándelsviden-
skabelige Læreranstalt“, og Gísla
Kristjánssyni við „Landbohöjskol-