Morgunblaðið - 14.01.1937, Side 4

Morgunblaðið - 14.01.1937, Side 4
mORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 14. jan. 1937. Útvarpsumræður um stjórnmál í næstu viku. Fyrir forgöngu fjelags ungra Sjálfstæðis- manna. Ungir Sjálfstæðismenn hafa farið þess á leit við útvarps ráðið, að háðar verði í vetur út- varpsumræður ungra manna um stjóAmál, og jafnframt skrifað stjórnmálafjelögum ungra manna hjer í bæ og skorað á þá til þátt- töku. Útvarpsráðið hefir svarað og lagt samþykki sitt á, að þessar umræður fari fram föstudag og laugardag í næstu viku. Ungir Sjálfstæðismenn fagna þeim tíðindum að geta bráðlega átt von á útvarpsumræðum um áhugamál æskulýðsins. Þeir vita, .að slíkar umræður verða alt af til framdráttar stefnu ungra ISjálfstæðismanna og til niður- •dreps fyrir landráðapólitík rauðu flokkanna, sem með ofsóknum sín iim gegn frjálsri hugsun og frjálsu athafnalífi og óheilindum -og undanslætti í sjálfstæðismálum þjóðarinnar hafa gjörsamlega fyr irgert trausti íslenskra æsku- manna. Ungir Sjálfstæðismenn hafa áð- Tir gengist fyrir útvarpsumræðum rnngra manna um stjórnmálin, þeir hafa altaf gengið með glæsi- legan sigur af hólmi í þeirri við- ureign, og svo rrran enn verða. Spikþræddar Rjúpur. Nautakjöt. Kjöt af fullorðnu fje. Hangikjöt. Búrfell Laugaveg 48. Sími 1505. Geolin fægilðgur Brasso fægilögur. Globeline ofnlögur. Zebo ofnlögur. Fæst í E.s. Nova fer hjeðan í kvöld, fimtudaginn 14. þ. m. kl. 6 síðdegis til Berg- en um Vestmannaeyjar og Thors- havn. Flutningi veitt móttaka til há- degis. Farseðlar sækist fyrir sama tíma. P, Smifh & Co. Chang Kai Shek oj* kona hans. Myndin er af Chiang Kai-Shek og konu hans, sem mestan þátt átti í því að kínverski einræðislierran n yrði látinn laus úr varðhaldi. — Minningarorð um frú Ragnheiði Prú Ragnheiður Epgertsdóttir var fædd að Kollafjarðarnesi í Strandasýslu 28. september 1862. Foreldrar hennar voru Eggert bóndi Stefánsson, Eggertssonar prests að Ballará, og kona hans, Kristrún Þorsteinsdóttir, prests að Hítardal, Hjálmarsen. Foreldrar Ragnheiðar fluttu að Ballará, er hún var þriggja ára, og þaðan að Staðarhóli. En lengst og síðast bjuggu þau að Króksfjarðarnesi. Ragnheiður ólst upp hjá foreldrum sínum, og dvaldi jafnan með þeim, að einu missiri undanteknu, er hún stundaði nám fjarri átthögunum, uns hún vorið 1894 giftist Arnóri Árnasyni, presti að Felli í Kolla- firði. Á heimili foreldra sinna var Ragnheiður þeim stoð og stytta og hin öruggasta til úrræða og starfa á sjó og landi. Átti hún í því sammerkt við ýmsar kynsyst- ur sínar við Breiðafjörð, að hún ljet sjer ekki alt fyrir brjósti brenna. Sjera Arnór hafði áður verið kvæntur, svo frú Ragnheiður tók þegár við bústjórn á mannmörgu heimili, þar sem voru börn og gamalmenni, sem annast þurfti og umsjá að veita. Hlutskifti frú Ragnheiðar var því ekki hægur sess. En það varð henni styrkur, að hún var, ]>egar Iiún giftist, þroskuð kona að aldri og lífs- reynslu. Og hjá viturri og góðri móður hafði hún lært margt og mikið, sem nú kom henni í góð- ar þarfir. Það orkar heldur ekki tvímælis, að frú Ragnheiður stóð prýðilega í stöðu sinni, og var jafnan virt og elskuð af öllurn, sem henni kyntust. Árið 1907 fluttu þau, sjera Arnór og kona hans, að Hvammi í Laxárdal í Skagafjarðarsýslu. Mættu þar nýir örðugleikar, því staðinn varð að byggja upp undir eins við komu þeirra þangað. Og enn bættust börn við á heimilið, er tveir ungir dóttursynir sjera Arnórs komu í fóstur að Iívammi. Móðir þeirra var þá látin á besta skeiði. Bræðurnir ólust upp til fullorðinsára á heimili afa síns og Eggertsdóttur. Frú Ragnheiður Eggertsdóttir. konú hans, ,við sama ástríki og þeirra eigin börn. Því miður gafst mjer ekki tæki færi til að hafa náin kynni af frú 'Ragnheiði fyr en á síðustu árnm. Sú kynning liefir orðið mjer svo ljúf og hugþekk, að jeg tel, að hjer sje látin sæmdarkona, kvennaval, eins og bestu konnr eru nefndar á okkar fagra móð- urmáli. -— Það, sem mest bar á í skapgerð frú Ragnheiðar, var ein stök mildi og mannúð. Hún gat elcki heyrt mönnum hallmælt, og hafði því ætíð á hraðbergi skýr svör, öðrum til málsbóta. Innræti hennar og öll framkoma bar þess Ijósan vott, að hún hafði jafnan hugfasta hina dýrlegu áminningu: Dæmið ekki. Mannást hennar var svo einlæg og víðtæk, að hún vildi öllum gott gera. Hún var gáfuð kona, fróð og minnug, og ji.fj-. kskona til allra starfa, meðan lieils;i og kraftar entust. Þau hjón in, sjera Arnór og frú Ragnheið- ur, eignuðust 5 börn, sem öll ern á lífi: Eggrún, gift Steingrími .Guomundssyni prentsmiðjustjóra, Kristrún, gift Pjetri Stephensen múrsmið, Sigfríðut, gift Stefáni Stephensen bifreiðárstjóra, Egg- ert, skrifstofumaður, og Stefán, við nám erlendis. Frú Ragn- heiður Ijest af lijartaslagi 1. þ. m. á heimili dætra sinna og tengda- sona hjer í hænum. Reykjavík 12. janúar 1937. Vinkona. Islenskum barnakennurum boðið á alþjóðaþing um uppeldismál. í sambandi við alþjóðasýninguna í París í sumar. SAMTÍMIS alþjóðasýningunni í París í sumar verður haldið alþjóðlegt uppeldismálaþing um barnafræðslu og alþýðufræðslu. Hefir Sam- bandi ísl. barnakennara borist eftirfarandi brjef um þetta þing, og hefir Mbl. verið beðið um að birta það. Brjefið er svohljóðandi: „Samband barnakennara í Frakklandi leyfir sjer virðingar- fylst að gera yður kunnugt, að það hefir, í tilefni hinnar alþjóð- legu sýningar 1937, tekist á hend- ur, í samráði við ríkisstjórn hins franska lýðveldis, að undirbúa al- þjóðlegt uppeldismálaþing um barnafræðslu og alþýðufræðslu. Sambandið álítur, eins og stjórn Frakklands, að á meðal hinna hundrað þúsunda gesta frá öllum löndum heims muni þeir vissulega verða margir, sem bera þá sameiginlegu hugsun í brjósti, að undir uppeldinu sje framtíð menningarinnar komin. Meðan á- sýningunni stendur verður einum mánuði varið til ým iskonar þinga varðandi menning- arlega samvinnu. í þessum mánuði, eða nákvæm- ar tiltekið, frá 23. til 31. júlí, verður uppeldismálaþingið háð. Heiðursstjórnina skipa æðstu menn Frakklands og erlendis, sem þektir eru fyrir áhuga á uppeld- ismálum. Forseti heiðursstjórnar- innar er hr. Leon Blum, forsæt- isráðherra, og varaforsetar hr. Yvon Delbos, utanríkismálaráð- herra, hr. Jean Zay, kenslumála- ráðherra, hr. Henri Sellier, heil- brigðismálaráðherra, og hr. Rob- ert Jardillier, póst-, síma- og út- varpsmálaráðherra. Það er ósk vor, að þingi þessn takist að sameina merkustu menn allra landa í vísindum, listum og tækni, er að uppeldi lúta, til að gefa heildaryfirlit um, hve langt er komið rannsóknum á sviði upp- eldismálanna. Verkefni þingsins verða ýmist leyst af hendi á almennum sam- komum eða á sjerstökum fundum, þar sem skift er í starfsflokka eftir málefnum, og fluttir fyrir- lestrar með umræðum á eftir. Viðfangsefni þingsins ná hvoru tveggja í senn til barnafræðslunn ar, þ. e. a. s. tímabils skólaskyld- unnar, og alþýðufræðslunnar í sínum margvíslegu myndum, sVo sem: óregluleg uppfærsla skóla- skyldunnar, utanskólafræðsla, mentun fullorðinna. Viðfangsefni, sem tekin verða til meðferðar í fyrirlestrum og umræðum, skiftast í 8 flokka, en 3. flokkurinn skiftist aftur í 5 undirflokka. 1. Almenn heimspeki uppeldis- ins. Uppeldisstefnur. Hlutverk rík isins. Skólinn og viðhorf hans til heimspeki, trúarbragða og stjórn- mála. Rjettur persónuleikans og skilningur á þjóðfjelagslegum skyldum. 2. Sálarfræðin í þjónustu upp- eldisins. Viðhorf til tilraunasálar- fræðinnar og uppeldisfræðinnar hvorrar til annarar. Mælingarað- ferðir. Sálsýkisfræðin í þjónustu slcólans. Læknisfræðileg aðstoð. 3. Kensluaðferðir. 1. Smábarna- skólar: kensla lesturs og skriftar. 2. Almennar aðferðir við barna- kenslu: starfræna aðferðin, ný- skólaaðferðir. — Starfskrár. 3. Líkamsuppeldi. 4. Listrænt upp- eldi. 5. Lesefni og barnabóka- söfn. 4. Þjóðlegt uppeldi og alþjóð- leg samvinna. Borgaralegt upp- eldi, kensla í sagnfræði og landa- fræði. Ráð til þess að samræma hið þjóðlega uppeldi anda alþjóð- legrar samvinnu. 5. Aðhlynning, mótun og þrosk un persónuleikans. 6. Ytri aðbúð skólans. Bygging- arlist skólahúsa. Flutningur nem- enda í skóla. Heilbrigðiseftirlit. Mötuneyti barna. Leikvellir. Sund laugar'. Kenslutæki. 7. Ný kenslutækni: Útvarp, kvikmyndir, grammófónar. 8. Unglingasálarfræðin í þjón- ustu æskulýðsuppeldis: Markmið, takmarkanir, aðferðir. Sjerfræði- kensla. Borgaralegt uppeldi æsku- lýðsins. Mentaskólar og • háskólar fyrir verkamenn og bændur. Æðri alþýðuskólar. Gistihæli unglinga og íþróttalíf almennings. Alþýðu- bókasöfn. Við þessa vísindalegu, víð- feðmu og lifandi fræðslu bætast heimsóknir í sjerkennilega skóla, skólasýning og kvikmyndasýning- ar. Þá gefast mönnum einnig tæki færi til að mæta á öðrum vísmda legum þingum, er haldin verða á sama tíma. Aðgöngukort, sem verðlagt verður síðar, veitir rjett: l. til mikils afsláttar á far- gjöldum með öllum járnbrautum meðan á sýningunni stendur. 2. Til ókeypis aðgangs^að sýning- unni. 3. Til afsláttar á húsaleigu. 4. Til rita þeirra, sem gefin verða út á þinginu. Vjer gefum fúslega allar upp- lýsingar. Umsóknir má senda til framkvæmdanefndar þingsins,sem sldpuð er af Kennarasambandinu. Forseti: André Delmas, ritari: liouis Dumas, framkvæmda- stjóri: Georges Lapierre. Þrír þýskir togarar komu hing- að, eftir langa útivist, um mið- nætti í fyrrinótt, til þess að fá sjer kol og salt. Lágu þeir úti á ytri höfn (samkvæmt fyrirmælum um varnir gegn inflúensunni) þar til kl. 9 í gærmorgun. Togararnir fóru hjeðan aftur síðdegis í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.