Morgunblaðið - 14.01.1937, Qupperneq 6
MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 14. jan. 1937.
| Framhald. |
„Páfagaukurinn" frá Salamanca.
Batnandi samkomu-
lag milli Þjóðverja
og Frakka ?
dr. Schacht hættir við
að fara til Paris.
' í'v A .•»>, *.x > >'.y
Oöring' er nú að leggja af
stað í opinbera heim-
sókn til Ítalíu. Honum verð-
u<r fagnað opinberlega í Róm
í kvöld, en þar mun hann
dvelja fram á mánudag og
eiga viðræður við ítalska
stjórnmálamenn.
’Þega.r fyrst var sagt frá því að
ÖÖring ætlaði til ítalíu, var til-
kynt, að , hann f æri í einka-erind-
um. .
Su frjett barst út í gær, að dr.
Schacht ríkisbankastjóri ætlaði til
Parísar innan skamms, og var hún
•ett í samband við batnandi sam-
komulag milli Þjóðverja og
Prakka.
En í dag tilkynnir þýska
frjettastofan að ferð hans verði
frestað um óákveðinn tíma. Pyrst
og fremst geti hann ekki farið,
▼egna anna, og þar að auk vinni
nú sjerfræðingar að viðskifta-
samningum milli Prakklands og
Þýskalands.
FRÖKKUM OG BERT-
UM BOÐIÐ TIL
MAROKKO.
FRAMH. AF ANNARI SÍÐU.
neinar þýskar hersveitir í ný-
lendunni. Breskt beitiskip mun
fara frá Gibraltar til Ceiita og
Melilla samkvæmt þessu til-
boði.
Þá hefir fulltrúi Francos
einnig boðið erlendum blaða-
mönnum, að rússneskum blaða-
mönnum undanteknum, að full-
vissa sig persónulega um að
Þjóðverjar hafi engan hernað-
aríegan viðbúnað í spánska
Marokko.
Franco tekur
hernámi.
Tvö bresk fjelög sem eiga
kopamámu á Suður-Spáni hafa
skýrt bresku stjóminni frá því,
að Franco hafi tekið námurnar
hemámi og selji Þjóðverjum
framleiðsluna. Franco greiði að
vísu fyrir framleiðsluna, en
reikni gengi sterlingspundsins
aðeins 42 peseta, sem er um
helmingur skráðs gengis. Fje-
lögin þora þó ekki að hætta
starfrækslu námanna, af ótta
við að þá verði þær teknar
eignarnámi. Frönsk námufje-
lög hafa samskonar sögu að
segja. (Samkv. FÚ.).
30 MANNS FÓRUST.
LONDON f GÆR.
í dag fanst björgunarbátur
finská skipsins, Johanna Torden,
sem fórst í gær i Pentlandfirði
við norðausturströnd Skotlands,
og voru þrjú lík í bátnum.
Það er nú fengin full vissa fyrir
því, að 30 manns hafi farist með
skipinu, þar af tvær konur, og var
önnur þeirra kona fyrsta vjel-
stjórans, og einnig fórst eitt barn
þeirra. ^, j
unum og segir það eitt, er hon-
um sjálfum sýnist sannast og
rjettast.
— Hryllilegt stríð, stynur
hann upp. Það fyllir hann sorg
og viðbjóði.
— Menn spyrja mig stund-
um að því, hvort jeg sje
hægrimaður eða vinstri, hvort
jeg hafi verið vinstri maður, en
sje nú orðinn hægri. Það er
heimskuleg spuming, svona
mitt í hörmungunum, enda
væri eins lengi verið að svara
henni eins og ef spurt væri:
„Trúið þjer því, að guð sje til?“
Fyrst þyrfti að skýrgreina,
hvað sje að trúa, hvað sje að
vera til að hvað sje guð . . .
— Hinsvegar, bætir Una-
muno við með þjósti, — hvaða
hugsjón er það eiginlega, sem
nú er barist um? Engin. Hjer
er um enga hugsjón að ræða. Á
því sviði ríkir fullkomið tóm . . .
Þetta stríð varir ennþá lengi,
mjög lengi. Landið verður eyði-
lagt, blóði drifið, og á sjer ekki
uppreisnar von um mörg kom-
andi ár. Mjer hrýs hugur við
framtíðinni.
— Á Spáni er ekki neitt
traust afl, sem hægt er að
styðjast við nema herinn. Einu
sinni sagði jeg: Heldur kanúka
en undirofursta. Nú hefi jeg
úreytt um skoðun. Stjómmála-
lega sjeð hafa þeir Mola og
Franco til þessa verið mjög
hyggnir, að spilla ekki fyrir
yæntanlegu skipulagi, með því
að lýsa sig standa gegn lýð-
veldinu. Það hefði verið mikil
yfirsjón af þeirra hálfu, að
taka afstöðu gegn nokkru
öðru en villimenskunni. Von-
andi fylgir sigri þeirra ekki
afturhald í trúarefnum, rjett-
ara sagt, trúarlegt ofstæki,
sem þýðir als ekki sama og
sönn trú. Það gæti haft hinar
verstu afleiðingar. Menn eiga
ekki að hörfa til baka.
— En æskan, prófessor?
— Æskan, jeg býst ekki við
neinu af henni. Knattspyrna,
bíó . . . Meðal æskumanna eru
að vísu ágætir einstaklingar,
sem jeg þekki og mjer þykir
vænt um, sem halda enn áfram
að vera sjálfstæðar persónur.
En allur þorri æskulýðsins berst
nú með grimd og fylstu alvöru
í liði beggja aðilja 1 borgara-
stríðinu. Hann selur sig á vald
pólitískra kenninga, sem eru
útstrikun, aimáning hugsunar-
innar ...
*
Pegar Unamuno talar um
útlendinga, sem hafa
skilið Spán og vandamál þess
lands, þá nefnir hann sjerstak-
lega tvo franska rithöfunda, þá
Henry de Montherlant og Jean
Cassou, sem báðir eru mjög
kunnir utanlands sem innan
fyrir bækur sínar, lútandi að
spænskum málefnum, og kom-
ast þar að mjög samhljóða
niðurstöðum, þótt annar sje
nú fylgjandi þjóðemishreyf-
ingunni, en hinn Frente popu-
lar.
*
anuel Azana, forseti í
þeim hluta Spánar, sem
enn er í höndum Frente popu-
lar, var eitt sinn keppinautur
Unamunos um formannssætið í
Mentamannaklúbbnum í Mad-
rid. Unamuno var gersneyddur
metorðalöngun ,og geta menn
því tæplega ætlað honum, að
það sje fyrir að hafa orðið und-
ir í þeirri samkeppni, sem hann
fer þeim orðum um Azana, að
hann sje „yfirborðslegt hrak-
menni“ (monstre de frivolité)
og algerlega sneyddur skiln-
ingi á sögulegum staðreyndum.
Aftur á móti er samherji
Azana, Indalecio Prieto, að
áliti Unamunos, gæddur slík-
um skilningi á atburðum og
persónum, og nokkurskonar
forvisku eða hugobði um það,
hvað í vændum muni vera á
hverjum tíma. Prieto er meðal
róttækustu foringja í liði
Frente popular og hefir notið
mikils álits sem byltingaleið-
togi. ,
*
amtal þetta milli Brom-
bergers og Unamunos end-
ar loks með því, að síðar-
nefndur gerir grein fyrir skoð-
un sinni á skilnaðarstefnunni í
basknesku og katalensku hjer-
uðunum. Menn vissu reyndar
fyrir löngu, að Unamuno hafði
tekið greinilega afstöðu gegn
þeirri stefnu, og enn ræðst
hann á hana, og telur ekkert
geta rjettlætt slíkan ósóma. —
Baskar hafa aldrei samið eða
ritað neitt, sem frumlegt getur
kallast, án hjálpar spænsku
eða frönsku. Mjer er vel kunn-
ugt um það, því að jeg er Baski
(nafnið „Unamuno" segir nú
strax nógu ljóst um það). Hinn
fyrsti Unamuno, sem getið er
um í annálum, var hnífasmiður.
Það eru nokkrar aldir síðan.
Hann fylti flokk hinna svo-
nefndu „fraticelli", eða „litlu
bræðra“ (kommúnistisk trúar-
regla) og var hátíðlega brend-
ur á báli af trúarrannsóknar-
rjettinum, fyrir að hafa kastað
kristinni trú og aðhylst villu-
kenningar . . .
Jeg vil að lokum geta þess,
að í lofsamlegum eftirmælum,
sem útvarpið hjer flutti um
hinn nýlátna heimspeking,
Miguel de Unamuno í kvöld (2.
jan.), var svo að orði komist,
að spænska lýðveldisstjórnin
hefði útnefnt hann til rektors
æfilangt við Salamancaháskóla.
Þetta er rangt, eins og sjest
af framansögðu. Það var þing,
eða „junta“, uppreisnarmanna
í Burgos, sem setti hinn aldna
heimspeking aftur inn í em-
bætti sitt, í þakkarskyni fyrir
stuðning hans í baráttunni
gegn hinum svonefndu „rauð-
liðum“. Annars skiftir þetta
raunar ekki svo miklu máli.
Þórh. Þorgilsson.
Eins og i heimsstyrj-
öldinni 1914-18.
OSLO í GÆR.
Mótorskip Miðjarðarhafslínunn-
ar „,San Andrea“, vakti mikla at-
hygli við komu sína til Stavanger
með appelsínufarm frá Norður-
Spáni í gær, því að báðum megin
á skipið höfðu verið máluð stór
norsk flögg, eins og tíðkaðist á
styrj aldarárunum eftir að kafbáta
hernaðurinn komst í algleyming. !
Skipsmenn sögðu, að þegar þeir
voru í spanskri landhelgi hafi
þeir haft stórt flagg hangandi á
gaffli aftursiglunnar og yfir því
rafmagnslampa, sem gefur frá
sjer mikla birtu. (NRP. — FB.).
BARNSRÁNIÐ í
BANDARlKJUNUM.
FRAMH. AF ANNARI SÍÐU.
mein gert. Jafnframt auglýstu
þau í blöðum, að þau væru
reiðubúin til að greiða lausnar-
fjeð, 28 þús. dollara.
Ekkert heyrðist síðan um
ránið þar til lík Charlesar litla
fanst af hendingu í skógi níu-
tíu kílómetra frá heimli dr.
Mattsons. Engir blóðdropar
fundust nálægt líkinu og er
því álitið að drengurinn hafi
verið myrtur annars staðar og.
líkið síðan flutt skóginn.
Lögreglan hefir fundið bif-1
reið og í bifreiðinni .blóði
stokkinn barnsfrakka.
Þingmálafundurinn
í Vestmannaeyjum.
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU.
ríkjasamninga við Breta og Norð-
menn, tafarlaus uppsögn þýska
samningsins! (En Haraldur fer
ekki að ráðum Páls, því hann er
að senda nefnd til samninga rið
Þjóðverja!).
5. Lækka laun þannig, að eng-
inn fái yfir 8 þús. kr. »
6. Lækka greiðslu til sqndiherr-
ans í Kaupmannahöfn um 20 þús.
kr.!
7. Leggja á stóríbúðaskatt,
minst 1 milj. kr.; ennfremur skatt
á lúxusbíla, minst 300 þús. kr.
(aumingja Sigurður Jónasson
gall fundarmaður fram í, er þetta
var lesið, og var þá hlegið);
leggja á nýjan „hátekju“-skatt,
minst 3 milj. kr.
Þetta voru nú aðaltillögur sam-
fylkingarinnar í Yestmannaeyj-
um. Tillögurnar voru eins og fyr
segir fiuttar af Jóni Rafnssyni, og
studdar ákaft af Páli Þorbjörns-
syni þm. sósíalista.
Allur þorri fundarmanna leit á
þessar tillögur sem hvern annan
skrípaleik, og ljet samfylkingar-
liðið eitt um að „samþykkja“ þær.
Töldu fundarmenn rjett að leyfa
Páli Þorbjörnssyni að spreyta sig
á tillögunum á Alþingi.
Þegar mjög var á fundinn liðið
og þorri fundarmanna farinn,
kom Páll Þorbjörnsson með til-
lögu um nefndarskipun, til þess að
rannsaka möguleika á því að
koma upp hraðfrystihúsi í Eyjum
o. fl. í því sambandi.
Jóh. Þ. Jós. upplýsti, að Fisk-
sölusamlag Vestmannaeyja hefði
tekið hraðfrystihúsmálið upp
löngu fyrir áramót, og stæði nú
yfir rannsókn í því máli.
Alþýðublaðið skýrir frá því í
gær, að feld hafi verið tillaga frá
Jóh. Þ. Jós. um að breyta trygg-
ingarlögunum þannig, að bæjar-
fjelögin greiði ekkert til sjúkra-
samlaganna. En þetta er tilhæfu-
la,us ósannindi; engin slík tillaga
kom fram á fundinum, hvorki frá
Jóh. Jós. nje öðrum.
Fógetinn
skemtir.
Bæjarfógetinn skemti á fundin-
um — að vanda. Hann taldi ólíft
í Eyjum, því þar væru tveir flokk-
ar, „íhaldsklíkan", sem „stjórnaði
bænum til skaða og skammar" og
svo samfylkingin.
Olafur Auðunsson sagði að
fundarmenn skyldu ekki kippa
sjer upp við stór orð frá fógeta.
Hann hefði fyrir fáum áruíh, á
þessum sama stað, haft miklu ljót-
ari orð um þáverandi yfirboðara
sína í ríkisstjórninni — og hefði
það þó ekki verið íhaldsstjórn.
Þótti fundarmönnum svar Ólafs
gott,.
Háskólakensla. Námskeið í
sænsku hefst í Háskólanum i
kvöld.
’/v&vxmrr,' yvrrr -rim
16 hestafla hráolfumótor
til sölu. TÆKIFÆRISVERÐ. Upplýsingar í síma 3492.