Morgunblaðið - 14.01.1937, Qupperneq 7
Fimtudagur 14. ján. 1937.
]Vi u 2 G D ISI B L A í' i '
—Minnisblað XXIV.—
— Pappírsvörur, skrifstoíuáhöld o. fl. —
Hjer biirtast enn nokkur sýnishorn af verðtolli stjórn-
arflokkanna á pappírsvörum, skrifstofuáhöldum o. fl.,
með samanburði á tollinum í tíð Sjálfstæðismanna.
1926 1936 Hækkun
% % %
Pappírsblokkir O 21 Nýr tollur
Pappýrshefti 0 21 Nýr tollur
Pappírspokar 0 21 Nýr tollur
Pennar 10 21 110
Reglustikur 10 21 110
Reikningshefti 0 21 Nýr tollur
Reiknivjelar 0 21 Nýr tollur
Skjalabindi 10 21 110
Skjalamöppur 10 21 110
Do. úr leðri 10 63 530
Skrifbækur, heftar 0 21 Nýr tollur
Spjaldskrár 10 21 110
Stimplar 10 21 110
Stimpilpúðar 10 21 110
Stimpilblek 10 21 110
Strokleður 10 21 110
Umslög 0 21 Nýr tollur
Vasabækur 0 21 Nýr tollur
Minningarorð um
Sigfús Thorarensen
frá Hróarsholti.
, í dag verður borinn. til moldar
hjer í Reykjavík Sigfús Thorar-
ensen, fyrrum óðalsbóndi í Hró-
arsholti í Plóa, Sigfús var fæddur
14. janúar 1867 og eru því í dag
liðin rjett, 70 ár frá fæðingu hans.
Poreldrar hans voru Skúli Thor-
arensen læknir á Móeiðarhvoli,
bróðir Bjarna Thoraiynsen, skálds,
og liagnheiður, dóttir sjera Þor-
steins Helgasonár í Reykholti, og
ertl báðar,, þær,, .ættir þjóðkunnar.
Sigfús misti föður sinn ungur, en
ólst upp fram yfir fermingarald-
ur hjá móður sinni og systkinum
á Móeiðarhvoli. Systkinin voru
tíu, sem upp komust. Af þeim eru
nú aðeins þrjú á lífi, þær systurn
ar Móeiður, kona Ágústs í Birt-
ingahplti, og Ragnheiður, kona
Matthíasar í Holti í Reykjavík.
Af bræðrunum er á lifi Hannes,
fyrv. forstjóri í Reykjavík. Dáin
eru á undan Sigfúsi þær Sigríð-
ur, kona Jóns í Garðsauka, Krist-
ín, kona Boga læknis Pjeturhson-
ar, og Steinunn, kona Magnúsar
Helgasonar skólastjóra. Af bræðr
unum eru dánir Bjarni, sem
drulmaði í Markarfljóti, Þor-
steinn á Móeiðarhvoli og Grímur
í Kirkjubæ.
Pimtán ára gamall fór Sigfús
að hqiman til sjera Magnúsar
Helgasonar: mágs síns og var hjá
hfmum fram yfir tvítugt. Árið
1893 kvæntist liann eftirlifandi
lionu sinni, Stefaníu, dóttur sjera
Stefáns Stephensen á Mosfelli.
Þau byrjuðu búskap í Holtakot-
um í Biskupstungum og bjuggu
þar tvö ár. Þá fluttu þau að Hró-
a.rsholti og bjuggu þar síðan sam
fleytt í 34 ár. Þá brugðu þau búi
og fluttust hingað til Reykjavík-
ur og hafa búið lijer síðan. Þau
eignuðust sjö börn, þrjá sonu og
fjórar dætur. Bru þau öll á lífi,
nema einn sonur, Skúli, er þau
mistu, þegar hann var tveggja
ára, Börnin eru þessi: Sigríður,
Ijósihóðir, kona Guðna Árnason-
ar, verslunarstjóra hjer í bæ,
Ragnheiður, kona Guðmundar
Ágústssonar, stöðvarstjóra í
Shell, Steinunn, kona Boga Thom
arensen í Kirkjubæ, Kristín, kpna
Þórðar Bogasonar í Varmadal á
Rangárvöllum, Stefán, lögreglu-
þjónn í Reykjavík, og Helgi, áð-
ur bóndi í Hróarsholti,
Með Sigfúsi er fallinn í valinn
einn af hinum bestu mönnum í
íslenskri bændastjett, maður, sem
var trúr sinni köllun alla æfi, sí-
starfandi iðjumaður meðan líf og
heilsa entist. Sigfús var trygg-
lyndur maður og vinur vina
sinna, dulur í skapi og ekki
margskiftinn út á við, en því bet
Ur hugsaði hann um hag og vel-
ferð heimilisins. Enda tókst hon-
um að skapa eitt af þeim góðu
myndarheimilum, sem hafa verið
og verða styrkasta undirstaða
heilbrigðrar menningar í landinu.
Þar stóð hann að vísu ekki einn
að verki. Góð kona og vel gefin
og hópur mannvænlegra barna
voru honum samhent í öllu því,
sem heimilinu mátti til gagns og
sóma verða. Þeir, sem þektia heim
ili þeirra í Hróarsholti, eiga það-
an margs góðs að minnast, sem
seint fýrnist.
En tíminn líður. Gamla fólkið
tínist burt smátt og smátt, Nýir
menn taka við. En gömul kynni
gleymast ekki. Og margir munu
þeir, sem lengi minnast með hlýj-
um huga Sigfúsar í Hróarsholti.
Fr. G.
Gypo — svikarinn:
(Victor MacLaglen).
Gamla Bíó
Hrífandi kvikmynd úr
írelsisbaráttu Ira,
Ef n i kvikmyndarinnar
„Svikari“, sem Gamla
Bíó sýnir þessi kvöldin, er
tekið úr frelsisbaráttu íra,
er hún stóð sem hæst á ár-
unum 1920—1922.
Gypo er heljarmenni, sem rek-
inn héfir verið úr flokki föður-
landsvina, og gengúr allslaus og
eirðarlaus um gÖtur borgarinnar.
■'A' 7 i
Fyrir 20 sterlingspund getur
hann keypt far fyrir sig og kær-
ustu sína til Ameríku og byrjað
þar nýtt Tíf.
Vinur hans fer huldu höfði fyr-
ir morð ,og yfirstjórn enska hers-
ins hefir lofað 20 sterlmgspunda
verðlaunum fyrir úpplýsingar sem
leiði til handtöku hans.
Gypo yinnur til verðlaunanna
- og gerist svikari. Eirðar- og
auðnuleysi lians verður enn átak-
anlegra eftir þetta. ■: - • i
Victor MacLagleu deikur hlut-
verk Gypo. M.aimi dettur í hug
stórleikarar eins og Baur eða Emil
Jannings er maður sjer lcik luins
í þessu hlutverki.
Sálarlífi þessa auðnuleysingja
er lýst á svo meistaralegan hátt
að hrein unun er á að horfji. Kvik-
myndunin er órtmýulega yel gerð.
Það er sjaldgæft að hjer sjáist
jafn hrein list í kvikmyndahúsi
eins og þessi mynd er.
Þeir sem una heilst^y.ptum sál-
arlífslýsipgum, gpðum leik jpsgj. vel
gerðri kvikmynd, veroa að sjá
„Svikarann“. Vívax.
Dagbók
I.O.O.F. 5 = 118114872 = N. K.
Veðrið (miðvikudagskv. kl. 5):
SV-átt hefir verið um alt land í
dag með smájeljum á S- og V-
landi. Vindur er nú orðinn S-læg-
ur suðvestanlands, en mun ganga
til SV aftur í nótt eða á morgun.
Hiti er kringum frostmark um alt
land.
Veðurútlit í Rvík í dag: Stinn-
ingskaldi á SV. Jeljaveður.
Tónlistarskólinn. Allir nemend-
ur beðnir að mæta kl. 6 í Hljóm-
skálanum í dag.
Bandalagi íslenskra listamanna
hefir borist tilboð frá Kunstforen-
ingen í Bergen um íslenska mál-
verkasýningu þar í apríl-mánuði í
vor. Stjórn bandalagsins hefir nú
þegar skipað dómnefnd til að ann-
ast val á verkum, þá Ásgrím Jóns
son, Jón Stefánsson, Pinn Jónsson,
Gunnlaug Scheving og Sigurð
Guðmundsson arkitekt. Allir ís-
lenskir málarar mega senda verk
sín til dómnefndarinnar og eiga
þau að afhendast henni fvrir 23.
mars n.k.
Læknareikningar Sj úkrasamlags
prentara verða greiddir í kvöld í
skrifstofu samlagsins í Alþýðuhús-
inu við Hverfisgötu kl. 6—7.
Exelcior kom hingað að norðan
og vestan í gær. Skipið er á leið
til Vestmannaeyja, þar sem það
tekur fisk til útflutnings.
M.s. Dronning Alexandrine fór
norður í fyrradag.
ísfisksölur. Belgaum seldi í
Grimsby á mánudaginn var 1600
vættir fiskjar fyrir 1279 stpd., og
línuveiðarinn Ólafur Bjarnason
frá Akranesi í Hull í fyrradag
922 vættir fyrir 767 stpd.
Togaramir. Gulltoppur kpm af
yeiðum í fyrradag með 3000 körf-
ur fiskjar og lijelt áleiðis til Eng-
lahds með aflann um kvöldið. í
gærmorgitn kom Skallagrímur
pieð um 2200 körfur og fór hann
einnig til Englands, eftir hádegið;
Filadelfíusöfnuðurinn. Almenn'-
ur biblíulestur í kvöld kl. 8^ í
Bröttugötu 3 B. Eric Ericson og
fl., Allir velkomnir
Vörður heldur fund í Varðar-
húsinu í kvöld kl. 8%. Thor Thors
alþm. hefur umræður um baráttu
Sjálfstæðisflokksins.
Hjálpræðisherinn. Vakningar-
vika. í kvöld kl. 8þ2 talar kaptein
Kjærbo. Annað kvöld talar Adj.
Svava Gísladóttir. Allir velkomn-
ir. —
ÚtTegnm allar tefgundir af rúðu-
gleri frá Belgiu eða Þýskalandi.
Eggmrt Kristjánsson B Co.
Sími 1400.
Kanpmenn!
Umbúðapappfr
20 Gm. mjðg ódýr.
-t
Td
Álfadansinn og brennan verður
íþróttavellinum annað kvþld, ef
veður leyfir. Undirbúningur á
vellinum er í fullum gangi,- verið
að hlaða bálköst og svo frainvegis.
Glímumenn Ármanns (eldri og
yngri) eru beðnir að Paæta á
glímuæfingu í kvöld kl, 8’ í fim-
leikasal Mentaskólans.
Heimatrúboð leikmanna, Hverf-
isgötu 50. Samkoma í kvöld kl. 8.
Allir velkomnir.
K. F. U. M. A.—D, Fundur í
kvöld kl. 81/2. Síra Sigurjón Árna-
son frá Vestmannaeyjum talar.
Pjelagsmenn fjölmennig. Allir
karlmenn velkomnir.
K. F. U. K. Biblíulestur í kvöld
kl. 8% í Betaníu, Laufásveg 1,3.
Af veiðum komu til Haf&ar-
fjarðar í fyrrakvöld og nótt.y,
Garðar með 4000 körfur, Júpjtpr-:
með 2000 körfur ,og Haukanea
með 1600 körfur. Öll skijiip eru
farin áleiðis til Englands.
' BIi -Qfi
ut'
ísland nútíðarinnar.
íhX'á
varps-
ræða sú um ísland nútíðarinnar
(„The Land of the Sa'gaijj,5 Seni
dr. Richard Beck, prófes'sbr 'f'Norð
urlandamálurn við fíkisháfetíólanti1
Norður-Dakota, flutti frá Chica-"’
go 5. sept. s.l. haust yfir stöðva-'
kerfi National Broádcasting Comp
any, jáfnhliða því að Guðmundur
Kristjánsson söng íslenska söngva, <
lefir verið prentuð í mörgpm. ,blöð
um yestan hafs. Auk þess sem hún,
var prentuð í báðum íslepsktj^
blöðunum í Winnipeg, LÖgberfn
og Heimskringlu, hefir hún konaið
mörgum Öðrum amerískuni'biöð-
um. (PB.).
Munið Vetrarhjálpina!
Eimskip. Gullfoss er í Káup-
mannahöfn. Goðafoss fór frá Hull
gærkvöldi áleiðis til Austfjarða.
Brúarfoss er á leið til Vestmanna-
eyja frá Leith. Det|ifoss er í Kaup
mannahöfn. Lagarfoss kom til
Leith í fyrrada^ þaðan í
gærkvöldi. Seifoss. er, á leið til
Antwerpen frá Vestmannaeyjum. ,,
TTJ • Oe i 3 j h
iJ tv3,rpio • ■ >^f
Fimtudagur 14. janúar.
8.00 Morgunlpikfimi, (.
8.15 Enskukens,la.,..5 *
8.40 Dönskukensla.
• : • i ,í S O)' 1 • jnjju'iXÍ
12.00 Hádegisútvarp.
19.10 Veðurfregnir,,
19.20 Hljómplötur;
óperum.
20.00 Frjettir.
20.30 Erindi: Mannflokkar»ij^Y.i
(Einar Magnússon inentá^íéla-v
kennari). öv'!
20.55 Hljómplötur: Ljett,,!^^;i
21.00 Pundur í góðtemplara-stúkt
unni „Frón“, nr. 227, í Reybja--
>'íkv: ■•J; ,'iu
t ^Ejftgskrá lokið um kl. 23).
2XV
' íeT
Sönglög,, ur
! OljS I
Sigga*
— Nei.
— Það gleður mig. Hvernig
ætli honum hafi farnast í lífinu,
ræflinum ?
— Illa, við erum gift!