Morgunblaðið - 14.01.1937, Side 8
MORGUNBLAÐIÐ
Fimtudagur 14. jan. 193L.
8
Hveiti nr. 1 í 10 pd. pokum
á kr. 2,25 — Alexandra hveiti
í lausri vigt á 0,25 pr. Vá kg. —
Molasykur 0,55 pr. kg. —
Strausykur 0,45 pr. kg. —
Kaffi (O.J.&K.) 0,90 pr. pk.
— Export (L.D.) 0,65 pr. stk.
— Smjörlíki og ísl. böggla-
smjör ódýrt. — Sent heim. —
Þorsteinsbúð, Grundarstíg 12.
Sími 3247.
Lítið orgel með tækifæris-
verði. Upplýsingar í síma 1600.
Skíðaföt, Skíðabuxur best og
ódýrast. Afgr. Álafoss, Þing-
holtsstræti 2.
Álafoss. Kaupum allar teg-
undir af ísl. ull. Hátt verð. —
Afgr. Álafoss, Þingholtsstræti
2. — Sími 3404.
Kaupi flöskur, flestar teg-
undir, soyuglös og Whiskypela.
Ásvallagötu 27.
Kaupi gull hæsta verði. Ámi
fejörnsson, Lækjartorgi.
Kaupi gull og silfur hæsta
verði. Sigurþór úrsmiður, Hafn-
arstræti 4.
Vjelareimar fást bestar hjá
Poulsen, Klapparstíg 29.
Kaupi gamlan kopar. Vald.
Poulsen, Klapparstíg 29.
Trúlofunarhringana kaupa
menn helst hjá Áma B. Björns-
sjnii, Lækjartorg..
1 Rúmeníu er vasaþjófiim refs-
að á þann hátt, að hendur þeirra
eru litaðar hlóðrauðar, og er ekki
hægt að ná litnum af. Reyni þeir
að hylja hendur sínar með hönsk-
um, eru eyru þeirra einnig lituð
rauð.
*
Gagngerð breyting hefir nú ver-
ið gerð á þýsku símaskránni. Oll
nöfn af erlendum uppruna eru
striknð út, og þýsk nöfn sett í
þeirra stað. Útlendum orðum eins
og „café“, „lokal“ o. s. frv. á að
útrýma með öllu þar í landi.
*
Fjelag spiritista í Frakkla-ndi
hefir ákveðið að gera Hamlet að
heiðursfjelaga. Náist ekki sam-
band við hann, mun fjelagið láta
sjer nægja að gera „föður“ hans,
Shakespeare, að heiðursfjelaga
sínum.
*
Á eyjunni Tonga er skjaldbaka,
sem hnattfarinn Cook gaf inn-
fæddum höfðingja einum þar, fyr-
ir rúmum 200 árum. Skjaldbakan
er nær blind, en að öðru leyti er
útlit fyrir, að hún geti lifað í
mörg ár enn.
*
1 London eru nú, samkvæmt nýj
ustu skýrslum, 15.982 klúbbar
talsins. 10 þúsund nýir klúbbar
hafa verið stofnaðir á síðustu 30
árum. Þar af voru 684 stofnaðir
árið 1935.
Fjármálaspekingur eínn í Ame-
ríku segir, að kvenþjóðin í Banda-
ríkjunum noti fegurðarmeðul fyrir
rúmlega 100 miljónir dollara á ári.
Ef árangurinn er eftir því, ætti
kvenfólkið þar í landi ekki að
vera ainalegt á að líta.
*
Við Sundaeyjar er mikið af há-
körlum, og eru þeir hættu-
íegir sjómönnum á þessum slóðum.
Nú hefir hollenskt herskip verið
sent þangað, og á það að berjast
við skepnur þessar. Með sprengi-
kúlum hafa þegar verið drepnir
um 7000 hákarlar.
*
— Á ekki að þvo drengnum, áð-
ur en myndin er tekin?
— Nei, þetta á að vera eðlileg
mynd af honum.
*
Rottur eru nú orðnar uppáhalds
dýr Parísarstúlkunnar, í stað gull-
fiskanna, sem voru það áður. Rott-
ur, sem hafðar eru í búri verða
fljótt spakar.
*
Elsta skip í heimi mun vera
þrísiglan „Ceres“, sem liggur nú í
Bude Harbour í Englandi. Það er
150 ára gamalt og var notað fram
til 1930. En nú á að fara að rífa
það. Hið aldraða skip vort „Súð-
in“ er svo til nýtt í samanburði
við öldung þenna.
*
Nútíma saga úr daglega lífinu:
Hann elskaði hana óumræðilega
mikið, þangað til hann uppgötv-
aði, hve háan reikning hún átti
ógreiddan í tískuversluninni. Þá'
fór hann og kvæntist forstöðu-
konu verslunarinnar.
*
— Þegar kona segir manni,
hvað hún er gömul, má maður
gjarna vera undrandi á svipinn,
en aldrei tortrygginn.
*
108 ára gömul kona í New
York heldur því fram, að hreint
loft sje mjög óholt. Ráðið til þess
að ná háum aldri sje að sofa aldr-
ei fyrir opnum gluggum. Það sje
örugt, ef ekki eitthvað ófyrirsjá-
ánlegt hendi.
Fyrst og síðast: Fatabúðin
Friggbónið fína, er bæjarina
besta bón.
fifa
Viö hreinsum fiðrið úr sæng-
urfötum yðar samdægurs. Fið-
urhreinsun Islands. Sími 4520.
Oraviðgerðir afgreiddar fljótt
og vel af úrvals fagmönnumt,
hjá Árna B. Björnssyni, Lækj-
artorgi. ,
Auglýsingasiml Morgunblaðsins er 1600.
ROBERT MILLER:
14.
SYNDIR FEÐRANNA.
fundið eitthvert brjef og segist hafa haldið á því í
hendinni um nóttina. En jeg bið yður að nefna þetta
ekki við föður yðar. Því að það er best, að lögreglan
finni böggulinn sjálf. En jeg er feginn að jeg hitti yð-
ur, því að ef eitthvað hendir mig, er gott að dóttir
míh sje ekki ein um að bera leyndarmál sitt og sorg“.
,‘,Já, þjer skuluð vera rólegur, Johnson, jeg skal
gæta Jane, þangað til þjer komið aftur“, sagði Elísa-
bet og gekk upp að húsinu.
Inní í stofunni sat Jane samanhnipruð í einu horn-
inu á legubekknum. Hún leit upp sljófum augum, þeg
ar Elísabet kom inn. En er hún sá, hver það var, stóð
hún á fætur og sagði felmtruð:
■ „Elísabet?"
„Já. Veslings Jane. Hvernig gastu fengið þetta af
þjer?“ Elísabet settist hjá henni í legubekkinn og
lagði hendlegginn utan um hana. Og þegar Jane
heyrði hina viðkvæmu samúð í rödd hennar, þoldi hún
ekki lengur mátið og fór að gráta.
Elísabet set þegjandi um stund og strauk yfir hár
hennar. Síðan reyndi hún að hughreysta hana. Sagði,
að hún skyldi reyna að gleyma Walther. Hann hefði
líka valdið henni og föður hennar vonbrigðum og væri
öðruvísi en þau hefðu haldið hann vera.
Að lokum fjekk hún Janp til þess að fara út og
ganga með sjer, og á eftir fjekk hún hana til þess að
fara að hátta. Og hún yfirgaf hana ekki fyr en hún
vissi, að hún var steinsofnuð.
3. kapítuli.
Mr. Longmore hafði farið út á akrana strax um
morguninn, eins og hann var vanur, og var nú á heim
leið.
Himininn var heiður og blár og glaða sólskin úti.
Niðri á þjóðveginum kom stór Limousine-bifreið.
Longmore horfði forvitnislega á eftir henni. Hver gat
þetta verið? Nú beygði bíllinn upp trjágöngin.
Hann greikkaði sporið og kom að hliðinu rjett í því
er tveir lögreglumenn stigu út*úr bifreiðinni. Þeir litu
í kringum sig eins og til þess að athuga, hvort þeir
sæju engan, sem þeir gætu náð tali af.
„Hvern ætluðuð þið að hitta?“ spurði Longmore
kurteislega.
Annar maðurinn varð fyrir svörum og sagðist vera
lögreglufulltrúi og að hann ætlaði að hitta Mr. Long-
more. Og þegar Longmore hafði vísað honum inn í
skrifstofu sína, tók hann brjef Walthers til Jane upp
úr vasa sínum og hað hann að lesa það.
Longmore rendi augunum fljótlega yfir það, og las
það síðan aftur, eins og til þess að átta sig bctur á
þessu. Hann náfölnaði í andliti og sneri sjer snögglega
út að glugganum, eins og til þess að sjá betur.
En síðan bandaði hann kæruleysislega með hendinui
og sagði brosandi á svip:
„Jeg skil ekki hvað liggur á bak við þetta. Það er
eins og frændi minn, sem fór hjeðan í fyrradag eftir
samkomulagi, sje með ógnanir. En jeg geri ráð fyrir,
að lögreglan vilji athuga klukkuna?“
„Já, þakka yður fyrir, Mr. Longmore — garðyrkju-
maður yðar hefir kært til lögreglunnar. Virtist hann
þeirrar skoðunar, að böggullinn hefði miklu fremur að
geyma einhver verðmæti en ættarskjöl, og að ráðs-
maður yðar hefði komist yfir þau á ólöglegan hátt, og
vildi þessvegna láta stúlkuna geyma þau fyrir sig. Ef
þetta er rjett, er um að gera fyrir okkur að fá sann-
anir fyrir því hið allra fyrsta, svo að hægt sje að
hafa hendur í hári Walthers Longmore, áður en hann
kemst af landi burt. Lögreglustjóri hefir beðið mig að
tilkynna yður, að rannsókn öll á málinu muni fara
fram með mestu leynd“.
„Þakka. Viljið þið fylgja mjer“, sagði Longmore og
gekk á undan þeim fram í forstofuna. Þar hjengu
hjartarhorn á veggjunum og uppsettir fuglar, og fyr-
ir miðjum útidyrunum stóð gamla Borgundarhólms-
klukkan. Kassinn utan um hana var úr dökkum eikar->
við; á hinni dökku silfurskífu gengu vísirarnir á.-
fram, hægt og hægt, með virðulegu tifi, en gullinn
máni á einu horni úrskífunnar gaf til kynna hvar
nafni hans á himnum uppi hjelt sig þá og þá stundina..
„Þetta er klukkan, herra minn,, sem um er ræða“„
sagði Longmore og benti á gömlu Borgundarhólms-
klukkuna. „Gerið svo vel að leita í henni“.
Hefði Elísabet verið viðstödd, hefði hún án efa tek-
ið eftir því, að faðir hennar var eins og steingerfingur
í framan. Eina lífsmarkið á andliti hans voru nokkrir-
svitadropar, sem spruttu fram á enni hans.
Hann gekk að klukkunni og fulltrúinn opnaði langa
og mjóa hurð á kassanum, sem náði ekki alveg niður-
að botninum. Sást þá inn í dimt hólf undir messing-
lóðunum, er hjengu í löngum og slitnum keðjum.
Fulltrúinn lagðist á knje og lýsti inn í hólfið með-
vasaljósi sínu. Angistarsvip brá fyrir í augum Long-
mores. Hann fylgdi sjerhverri hreyfingu fulltrúans.
með augunum, sem væri hann dáleiddur.
En hann lýsti með ljósi fram og aftur í kassabotn-
inum, stakk höfðinu inn í kassann og skygndist um,
eins og hann vildi ekki trúa sínum eigin augum, og
stóð síðan á fætur og sagði:
„Hjer er enginn böggull — þetta virtist alt saman
vera uppspuni einn — nema böggullinn hafi verið tek-
inn hjeðan í gærkvöldi eða í nótt“.
Engin svipbrigði sáust á andliti Longmore, er hanifc
svaraði í kæruleysislegum hæðnisróm:
„Þetta virðist vera mjög svo leyndardómsfult“.
„Já, að vísu. En engu að síður ætla jeg að yfirheyra
garðyrkjumanninn og dóttur hans“.
En yfirheyrsla sú, sem haldin var njðri í húsi garð-
yrkjumannsins, bar engan árangur. Jane hjelt því fast
lega fram, að hún vissi ekkert um þennan böggul,
hefði ekki sjeð hann og því síður snert hann. Garð-
yrkjumaðurinn gat ekkert sagt annað en það, semi
stóð í brjefinu.