Morgunblaðið - 23.01.1937, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.01.1937, Blaðsíða 2
2 Laugardaginn 23. jan. 1937. M 0 R GUiVBLAÐíÐ ALVARLEGAR DEILUR ÞINGS OG HERS í JAPAN. ' • • Þingið mótmæiir hæstu hernaðarútgjoidum i sðgu þjóðarinnar. Herinn heimtar hærri útgjöld. Ótti við byltingu. FRÁ FRJETTARITARA VORUM: KHÖFN 1 GÆR. ttast er að ástandið í Japan leiði til byltingar. Hermálaráðuneytið hefir krafist þess að þing verði rofið og nýjar kosningar verði látnar fara fram. Flota- málaráðuneytið mælir hinsvegar með þýí, að stjórnin reyni að komast að samkomulagi um samvinnu við þingflokkana. Þetta alvarlega ástand á rót sína að rekja til deilu milli þingsins og hersins um útgjalda- áætlun fjárlaganna til hersins. Útgjöld til hers- ins á fjárlögum fyrir næsta ár eru hærri en nokkru sinni fyr í sögu japanska þmgsins, og það var er Hirota forsætisráðherra varði hernaðarút- gjöldin í gær, er þingheimur gerði að honum óp og háreysti svo að hann rauk á fund keisarans og fekk leyfi til að fresta þingfundum í tvo daga. Útgjöldin ekki nógu há. En þrátt fyrir að útgjöldin til hersins sjeu meiri en nokkru sinni fyr í sögu Japana, þá telja herforingjarnir að þau sjeu ekki nægileg. Stjórnarandstæðingar á þingi telja hinsvegar, að þau fari langt fram úr því, sem nauðsyn ber til. Hermálaráðuneytið hefir gefið út tilkynningu, þar sem segir, að það muni slíta allri samvinnu 'við stjórnmálaflokka, sem setji hærra pólitískt laumuspil en velfarnað föðurlandsins. Lausnin úr þessari úlfakreppu, sem stjórnin situr í, þar sem þingið vill eitt og herinn annað, virðist ekki geta orðið önnur en þingrof og nýjar kosningar. Vörn stjórnarinnar. Japanska stjórnin heldur því fram í vörn sinni, fyrir hin- um óhemju háu hernaðarútgjöldum, að hætta steðji að föður- landinu. Tokio var lýst í hernaðarástand í fyrrá, er ungir liðsforingjar úr hernum i'jeðust inn í biistað forsætisráðherra Japana og fleiri ráðh. og myrtu þá. Víða um borgina var settur hermannavörður, eins og myndin sýnir. Xommúnistar halda ðfram skemdarstarfsemí f Portúgal. Samband milli spönsku og portúgölsku rauðliðanna. FRÁ FRJETTARITARA VORUM: KAUPMANNAHÖFN í GÆR. jpinberum byggingum í mörgum borgum í Portúgal, öðrum en Lissabon, hafði sprengjum verið komið fyrir í gærkvöldi og sprungu þær og ollu allmiklu tjóni. Sprengjur sprungu í Barcerena, Caxias og í Beirolas. Þá hefir einnig komið í ljós, að sprengju hafði verið komið fyrir í hermálaráðuneytisskrifstofunum í Lissabon, og að hún sprakk um svipað leyti og sprengjurnar í kenslumálaráðuneyt- inu og fleiri byggingum. Eyðilagði hún stiga í húsinu, en nokkr- ir menn sem í byggingunni voru, særðust. Útget.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Rltatjðrar: Jðn KJartansson ogr Valtýr Stefánsson — ábyrgtSarmatSur. Rttftjðrn og. afgreltSsla: Austurstrœti 8. — Slml 1600. Auglýsingastjðri: E. Hafberg. Helmasimar: Jðn Kjartansson, nr. 8742 Valtýr Stefánsson, nr. 4220. Árni Óla, nr. 3045. Áskrlftagjald: kr. 8.00 á mánuBi. t lausasölu: 16 aura elntakltS. 25 aura asetl Lesbðk. Spjátrungsháttur Tímamanna. Þeir sem ■ lesa hlöð Tímamanna eru_ því kunnugir, hvernig blöð þess'i jájila ár eftir ár á ýmsum umböttiní, setii flokksmenn þeirra eiga að hafá koniið á, og bera Sa«ian, hvernig þetta og hitt var ,,í tíð íhaldsins“, eins og þeir orða M-. Rjett eins og það sje í frásögur færandi þó einhversstaðar í þjóð- fjeíaginu sjáist þess merki, er stjprnarvöldin sópa í ríkissjóðinn tugum miljóna umfram það, sem áður var þangað greitt. Nylega hafa blöð þessi hafið upp nþkinn lofsöng um bætta að- búð lógreglunnar hjer í bænum, rjett eins og þessar sjálfsögðu um hætur, sem Tímamenn þakka sjer, að vísu overðskuldað, sjeu ámóta framfaramál bæjarins, eins og málefni Sjálfstæðisflokksins, Sogs virkjun og Hitaveita. Hjer um árið talaði Tíminn um umbætur á húsakynnurh Menta- $kólans, sem einhverjar mestu framfarir, er sögur færu af hjer á landi. Líklegt væri, að þeim, sem mest gumuðu af húsabótum þessum, væri um- hugað um, . að þær hjeld- ust við. En nú er þar alt af sjer gengið og hörmulegt að sjá. Svo áhuginn hefir sýnilega í því sem öðru verið sprottinn af því einu, að geta skrifað og skælt sig í Tímanum. En þegar þeir Tímamenn guma af húsabótum, er þeir hafa lcom- ið á fyrir almannafje, ættu þeir að líta til húsakynna stjórnarráðs- ins. Enn þann dag í dag er skrif- stofum þess holað niður í hinu gamla 18. aldar fangelsi, og vinnu skilyrði þar öll hin argvítugustu. Afgreiðsla utanríkismála fer fram í lítilli kompu, sem er mátulega stór fyrir tyo menn að tala sam- an. Þar eru skítugir skjalabunk- ar frá gólfi til lofts, enda virðist geymslu á skjölum þeirrar skrif- stofu ábótavant á einhvern hátt, úr því kommúnistar geta náð í samninga við erlend ríki, sem eigi voru ætlaðir almenningi, til birt- ingar í blöðum sínum. Hver maður, sem her skyn á stjórnmál og fjármál landsins, veit. sem er, að mest er um vert, hvernig þjóðfjelagið er undir það búið að hraða framförum í land- inu. Og þó Tímamenn geti ein- hversstaðar látið sjá þess merki, að þeir hafi í stjórn landsins haft fje á milli handa, þá mun þjóð- fjelagið lengur bera þess minj- ar hve mjög gjaldþol þess hefir þorrið undir stjórn rauðu flokk- anna, svo mjög, að með því er girt fyrir eðlilegar framfarir í næstu framtíð. Japanir eru umluktir ó- vinuim á allar hliðar, sem bíða ekki eftir öðru en hentugu tækifæri til að hefja árás á þá“, segir í boðskap stjórnarinnar. Bretar gera alt, sem þeir geta til þess að koma í veg fyrir að samvinna takist með Kín- verjum og Japönum, segir stjórnin. Þeir gera sjer mat úr andúð Kínverja á Japönum og reyna að grafa undan hags- munum Japana alls staðar, þar sem hagsmunir Bretlands og Japans rekast á. önnur hættan stafar frá Bandaríkjunum. „Bandaríkin eru að leitast við að ná algjörum yfirráðum í Kyrrahafi“, segir í boðskapnum. Að vestan eru Rússar, að reyna að leggja undir sig Manschukuo og ná yfir- ráðum yfir hafnarborg fyrir sunnan Vladivostok, þar sem sjó leggur ekki um vetur. Fascismi. í svarræðu sinni hjelt for- ingi stjórnarandstæðinga Hamada því fram, að Hirota stjórnin væri að leitast við að koma á fascisma í Japan. ,,Hir- ota treystir á stuðning hersins og heldur þessvegna að honum sje óhætt að bjóða þinginu byrginn“, sagði Hamada. Ráðuneytisfundur var hald- inn í Japan í morgun. í HJÓNABANDI EÐA UTAN ÞESS. Khöfn í gær. FÚ. Meiri hluti þingnefndar í danska þinginu leggur til að samþykt verði lagabreyting, sem að öllu afnemur fjárhags- legt og fjelagslegt misrjetti milli barna fæddra í hjóna- bandi og utan þess, og að á skírnarvottorðum barna skuli ekkert fram tekið um það hvort þau eru fædd í hjónabandi. Fáni dreginn á hálfa stöng í Vatikaninu. London 22. jan. FÚ. Píus páfi naut aðeins tveggja klukkustunda svefns í nótt, sem leið. í morgun var fáninn í Páfa- garði dreginn í hálfa stöng, og gaus þá upp sá kvittur, að páfinn væri dáinn, en síðar varð mönnum ljóst, að í dag er 15. dánarafmæli Benedikts páfa XV., og að það var í minningu þess, sem fáninn var dreginn í hálfa stöng. Píus páfi hefir í þrjá daga samfleytt liðið miklar þrautir. Portúgalska ráðuneytið kom saman á aukafund 1 gærkvöldi, og var tilkynt að honum lokn- um, að ákveðið hefði verið ,,að gera nauðsynlegar ráðstafanir“ vegna skemdarverka þeirra, er framin voru í gær með sprengj- um, í ýmsum stjórnarbygging- um. (Skv. FÚ.). Ekkert er látið uppi um það, hverjar þær ráðstafanir muni vera, en álitið er, að þeim muni beint gegn kommúnistum. Til dæmis var tilkynt frá útvarpsstöð Radio-klúbbsins, eftir að viðgerðir höfðu farið fram á stöðinni, að „spánskir rauðliðar" hefðu vitað um þessa atburði fyrir fram, og hefði útvarpsstöðin í Barce- lona boðað það Tyrir tveimur dögum. (FÚ.) — ----—-—

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.