Morgunblaðið - 23.01.1937, Síða 3
Laugardaginn 23. jan. 1937,
MORGUNBLAÐIÐ
3
Atvinnuleysið: Stöður opnar
fyrir stúlkur og giftar konur.
Þau
giftu sig
í gær
Dómsmála-
ráðherrann
fullkomnar
lögbrotið.
Konur opinberra starfsmanna halda
stoðum fyrir æskumönnum.
í iðnaðinum er einkum
spurt eftir stúlkum.
Hætta sem þessu fylgir.
Ekki er minsti vafi á, að fyrir framtíð
. . Keykjavíkurbæjar er mesta áhyggju-
. efnið hið ískyggilega atvinnuleysi,
sem æskumenn borgarinnar eiga við að stríða.
Atvinnuleysið er áreiðanlega stærsta böl nú-
tímans; en þegar það er æskan sem atvinnuleys-
ið bitnar á, geta afleiðingarnar orðið svo margar
og miklar, að óbætandi verði tjónið sem af hlýst.
Hjer í Reykjavík útskrifast
árlega fjöldi æskumanna úr
hinum ýmsu skólum, gagn-
fræðaskólum, iðnskóla, versl-
unarskóla o. s. frv.
En hvað tekur við hjá þess-
um upprennandi borgurum
bæjarins, þegar þeir losna úr
skólunum? Fá þeir atvinnu,
sem hæfir þeii'ra iærdómi og
þekkingu? 'Fá þeir yfirleitt
nokkra atvinnu að loknu námi?
Það mun — því miður —
mega fullyrða um flesta hina
ungu m.msmenn, að þeir fái
ekki atvinnu við hæifi skóla-
iærdómsins. Og sá sorglegi
sannleiki er, að þeir eru æði
margir .:crr alis enga atvinnu
fá að loknu námi.
Við þessum upprenn ,ndi
borgurum bæjarins tekur því
ekkert annað við, að loknu
námi, en gatan. Allan daginn
rangla þessir æskumenn um
götur borgarinnar. Þegar fer
að skyggja leita þeir til kaffi-
húsanna, hafi þeir nokkur aura
ráð. Oft lenda þeir í miður
góðum fjelagsskap, með afleið-
ingum sem of kunn eru til þess
að lýsa þurfi hjer.
Þetta er saga margra æsku-
manna þessa bæjar. Hún er ó-
glæsileg, en — því miður —-
hún er sönn.
Afleiðingar atvinnuleysis
æskumannanna myndi þó
verða enn háskalegri fyrir bæj-
arfjelagið, ef ekki væri vakinn
hinn mikli og almenni áhugi
fyrir úti-íþróttUm meðal bæjar-
búa, sem nú er ríkjandi. En
þótt íþróttirnar sjeu góðar og
sjálfsagðar, geta þær ekki.
komið í stað vinnunnar.
*
En þegar farið er að skegg-
ræða um atvinnuleysi æsku-
manna bæjarins, vaknar spurn-
ingin:
Er gert alt í þessu bæjar-
f jelagi, sem hægt er, til að
koma uhgum mönnum í
lífvænlega atvinnu?
Síðustu árin hefir risið hjer
í bænum talsverður iðnaður, og
hann á vonandi eftir að auk-
ast og eflast mikið á næstu
árum, þegar skilyrðin batna
með virkjun Sogsins o. fl.
En hvernig er háttað starfs-
fólki hjá þessum upprennandi
iðnaði? Eru það útskrifaðir
piltar frá Iðnskólanum eða
Verslunarskólanum sem þar
vinna?
Nei; það er ekki svo. Und-
antekningarlítið ber þarna
mest á stúlkum, bæði sem
vinna að sjálfri iðninni og eins
á skrifstofunum.
Hversvegna er þetta svona?
Það er vegna þess að stúlk-
urnar fá lægra kaup en pilt-
arnir. Iðnaðurinn íslenski hefir
ekki ráð á að nota nema þann
ódýrasta vinnukraft sem völ
er á.
Þetta er óglæsilegt, og hefir
margskonar afleiðingar. Við
það skapast atvinnuleysi meðal
ungra manna. Einnig skapast
við þetta lítt þolandi ástand,
sem talsvert er orðið áberandi
í bænunf, að sækja verður
stúlkur til útlanda til að vinna
algeng hússtörf, því að íslensk-
ar stúlkur fást ekki í starfið,
nema þá helst sveitalstúlkur
yfir vetrarmánuðina.
Sjá allir að þetta er hið
mesta öfugstreymi. Iðnaðurinn
íslenski á ekki glæsilega fram-
tíð, ef hann verður ekki
þess megnugur að veita upp-
rennandi borgurum þjóðfje-
lagsins lífvænlega atvinnu.
*
Þá er annað, sem mjög er
orðið áberandi hjer í bænum,
og er þess valdandi, að æsky-
menn komast ekki í atvinnu.
Þáð, er sá ósiður sem virðist
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.
Stjórnmálaumræður
ungra manna í
útvarpinu. i
Stjórmnálaumræður ungra
manna fóru fram í útvarpinu
í gærkvöldi og tóku þátt í þeim
fúlltrúar frá 6 flokkum.
í kvöld kl. 8i/á hefjast þessar
umræður aftur og tala þá fulltrú-
ar flokkaiiiíS ír:f$3ítáfíi röð: Fram-''
sóknarfJ., ^álfstæðisflokkuriini, f
Þjóðernissinnar, Bændaflokkur-
inn, Jafnaðarmenn og kommún- •
istar.
I kvöld taia fyrir höiul uugra ;
Sjálfstæðismanna Gunnar Thor- i
oddsen, form. ^Heimdallar, Thor
Thors alþingism. og Kristján Guð
laugsson, form. Sambands ungra
Sját fstæðismamia.
— árásum —
svarað!
KL 2 á morgun verður hald-
inn Varðarfundur 1 Gamla Bíó,
þar sem Ólafur Thors svarar á-
rásum stjórnarblaðanna á h.f.
Kveldúlf, en árásir þessar hafa
verið uppistaðan í stjórnmála-
skrifum þeirra blaða nú um
skeið.
Vegna þess, að eigandi
Gamla Bíó óskar eftir að fund-
armenn hafi sjerstaka aðgöngu-
miða, verða aðgöngumiðar af-
hentir Sjálfstæðismönnum í
dag á skrifstofu Varðarfjelags-
ins í Mj ólkurfj elagshúsinu í
Hafnarstræti 5.
Norskt skip enn
I sjávaríiáska.
Flóðin I Bandaríkjun-
om: 82 hafa farist.
80 þús. húsnæðis-
lausir.
London í gær. FÚ.
Áttatíu þúsundir manna eru
nú húsnæðislausir vegna flóð-
anna^ í Bandaríkjunum, sem ná
nú yfir 100, mílna langt svæðí.
Orkustöðvar hafa bilað, svo að
skortur er víða á ljósi og hita,
og matvælabirgðir hafa eyði-
lagst.
Áttatíu og tveir menn hafa
farist í flóðunum, svo vitað sje.
London 22. jan. FÚ.
Enn geisar ofviðri um Norð-
ursjó.
Norskt skip sendi út neyð-
armerki síðdegis í dag, og
sagðist ekki myndi geta hald-
ist á floti lengur en í tvær
klukkustundir.
Skip eru farin því til að-
stoðar, en talið hæpið að þau
geti komist þangað í tæka tíð.
ÁTTA LÍK IIEFIR
REKIÐ.
Átta lík hefir rekið af finska
skipinu ,,Savonmaa“, er strand-
aði milli Kristiansand og Lille-
sand. Á hólma nokkrum fanst
lík ungs pilts, er á skipinu var.
Hann mun hafa verið sá eini
af skipshöfninni, sem komst
lifandi á land, en þann fraus
í hel. (NRP—FB).
Hann heldur f&st
við skipun Páls
Hallgrimssonar
í Árnessýslu.
Með allrahæstum úr
vSkurði 1. þ. m.
þóknaðist Hans hátign
konunginum allramildi-
legast að skipa cand.
jur. Pál Hallgrímsson
sýslumann í Árnessýslu
frá 1. janúar þ. á. að
telja“.
Þannig hljóðar tilkynningin
í Lögbirtingablaðinu 20. þ. m.
Þar með hefir dómsmálaráð-
herrann sýnt að hann er Stað-
ráðinn í að þverbrjóta lög
landsins, enda þótt hann um
leið gerist sjálfur brotlegur við
landslög.
Dómsmálaráðherrann þykist
þess fullviss, að stuðningsflokk-
ar hans á Alþingi muni ekkert
aðhafast þótt landslög sjeu
þverbrotin. — Ráðherrann
treystir því, að þessir sömu
flokkar muni halda hlífiskjldi
yfir honum, og því muni hann
sleppa við rjettmæta refsingu
fyrir verknaðinri. " ” ‘ , ,
Það er ekki ósennilegt’ að
þetta muni þanpig fara. Nú-
verandi stjórnamokkár hafa
áður sýnt, að þeir íáta sjer á
sama standa þótt æðstu valda-
menn þjóðarinnar fótum troði
landslög og hafi vilja Alþing-
is að engu. Þannig liefir verið
virðing þessara flokka . íyrir
þingræðinu og lýðræðinu.
En þótt stjórnarflokkarnir á
Alþingi geri ekkert í þessu
máli, er ekki alveg víst að rá§f
herrann sje þar með sloppin%B
Til er annað vald í landinu,
sem er æðra umboðsvaldinu, þ.
e. dómsvaldið.
Dómsvaldið sker úr y,öllum
ágreinihgi um embættisták-
mörk yfirvalda“, segir í stjórn-
arskránni. '■ ' ■ • ‘fO'-
Komi það til kastá dómstól-
anna að segja álit sitt tim það,
hvort hinn ungi sýslumaður í
Árnessýslu uppfylli hin 1 'ál-
mennu dómaraskilyrði, sðttt
krafist er í lögum frá síðastft
Alþingi, hlýtur niðurstaðáiú'ftð
verða sú, að hann uppfylli ékki
skilyrðin sem lögin setjft. Af-
leiðing þess yrði svo sú, að
dómsverk þessa embættísííiahns
$rði hrein markleysa.
'Sumir viljá líta svo' á, 'að það
að konungurinn hefir skipað
manninn í embættið gérí hann
hæfan til dómsátftrfa. Hjer sje
því aðeins Um brot ráðherrans
að ræða.
Úr þessu eiga dómstólarnir
að skera. En færi svo, að þeir
FRAMHALD Á SJÖTTU SÍÐU