Morgunblaðið - 23.01.1937, Síða 5

Morgunblaðið - 23.01.1937, Síða 5
liaugardaginn 23. jan. 1937. Halldór Sigurðsson virsmið þekkja allir Reykvíkingar. Og sumir segja að úrin hans end- ist ágætlega. Um það skal jeg ekkert segja, en hitt veit jeg, að liann úrskurðaði úrið mitt ónýtt, mjer til mikillar sorgar. Og þegar jeg spurði hann, hvort hann hefði þá ekki eitthvað af úr um til sölu, kvað hann nei við — og sagðist vera búinn að selja svo mörg sigurverk, að þó hann yrði 150 ára, mundi sjer aldrei endast aldur til að gera við helminginn af þeim. Og svo mætti hann held- ur ékki selja úr. Síðan henti hann mjer á borðið fyrir framan sig og fram og aftur um öll þilin, þar sem hjekk úr við úr, og auk þess margar veggklukkur — og þetta verð jeg alt að gera við fyrir helgina, því þá ætla svo margir að skemta sjer, og þó jafnvel sjé búist við því, að alt gangi á trje- fótum, þá vill fólkið samt láta úr in sín vera rjett! Ungu stúlkurnar segjast hreint ekk-i geta farið á hall, ef þær hafi ekki úrið sitt! Hve lengi hafið þjer fengist við úrsmíði, Halldór? — í 39 ár. — Attu ekki sárafáir vasaúr fyrir 39 árum ? — Jú, þeir voru nú ekki marg- ir, og þá þektist það ekki að kon- ur ættu úr. Það hefði heinlínis þótt hlægilegt — álíka hlægilegt og að stúlkur nú færu að ganga með áttavita í töskunni sinni á milli húsa. Þá var venjulega eitt- hvert klukkuskrífli til á flestum heimilum, sem látið var fullnægja tímatalskröfum kvenþjóðarinnar! Og svo áttu allir jafnan aðgang -að sólinni. Um aldamótin ruddu sjer mikið til rúms, hjer á Suðurlandi, hin svonefndu Bakkaúr —- og drógu þau nafn sitt af því, að þau voru keypt af Lefoli kaupmanni á Eyrarbakka. Bakkaúrin voru stór, endingargóð og gangviss og eru nokkur þeirra enn við lýði. En þau voru dýr, og í þá daga þótti ámóta mikið þruðl og óhóf að kaupa sjer Bakkaúr, eins og það þykir nú að kaupa sjer þíl til að fara á honum í snatfferðir um helgar á sumrin. Eru þessi litlu, fallegu, ný- tísku úr nokkuð betri en gömlu, þykku og viðamiklu „hjallarnir"? — Já, þau eru sjerstaklega gangvissari, og fullyrða má, að á allra síðustu árum hefir úrsmíðin í heiminum tekið miklum fram- förum, bæði að vöndun og útliti — og sjerstaklega eru öll sigur- verk nú miklu gangvissari en þau voru. En jafnframt þessum fram- förum hafa verksmiðjur víða um heim tekið sjer fyrir að fram- leiða ódýr og ljeleg úr (skólaúr), sem alment spiilir fyrir áliti tir- smíðinnar og skaðar venjulega alla nema verksmiðjueigendurna. — Skemmast ekki armþandsúr fremur en vasaúr? — Jú — og það ættu ekki aðr- ir að ganga með armbandsúr en þeir, sem aldrei þurfa að snerta höndunum til annars en að færa höfuðbækur og samþykkja víxla! Pjer kváðuð halda bækur yfir alt, sem þjer hafið selt, framleitt og gert við? — Já, jeg hef nú gert það, 'að MORGUNBLAÐIÐ 5 HVAÐ ER KLUKKAN? gamni mínu. Það eru mörg, mörg þúsund! — En eigið þjer þá sjálfur nokkurt úr ? — Nei — ónei. Ekki er það nú núna. En jeg á þessa klukku þarna, segir Halldór og bendir mjer út í hornið á vinnustofunni sinni. — Það er líka óhætt að treysta henni — og þó er hún ekki alveg rjett, því á síðasta ári seinkaði hún sjer um 3 sekúndur. — Hvernig vitið þjer að klukk- an seinkar sjer um 3 sekúndur á ári? — Jú, það er engin kúnst að vita það, því við tímamerkið í há- degisútvarpinu er eins óskeikult og auðið er.Síðan loftskeytastöðin var reist, höfum við úrsmiðirnir altaf getað vitað um rjetta klukku og síðan útvarpið kom, geta allir sett klukkuna sína nákvæmlega rjetta, einu sinni í sólarhring. Að- ur var þetta alt meira gert af handahófi. — En nú ber þeim ekki saman þessum klukkum, sem hanga hjer víðsvegar á strætum og gatna- mótum. — Þær eru líka allar meira og minna vitlausar. Hjer í Reykjavík er ein slík „almanna- klukka“, sem gengur rjett, en það §. B. ræðir í ef tlr- farandi grein við Halldór Sigurðs- son úrsmið um sigurverk og úr- smíði. er klukkan í Eimskipafjelagshús- inu. Þá klukku smíðaði Magnús Benjamínsson og gaf Reykjavík- urbæ, og er hún besta sigurverk, sem nokkurn tíma hefir verið smíðað hjer á landi. — Hver er höfundur sigur- verksins? — Spyrjið mig heldur hver sje höfundur sólkerfisins! Það veit enginn maður með neinni vissu Halldór Sigurðsson úrsmiður. Sigurverkið er ein dásamlegasta vjel, sem mennirnir hafa fundið upp, og þetta er því merkilegra, sem það er betur athugað, að sigurverkinu er ætlað það hlutverk að mæla og skipuleggja fyrir- brigðið tíma, sem hinum vitrustu mönnum hefir þó aldrei komið saman um, hvort raunverulega væri til! hverjir fyrst hafa reynt að mæla tímanii. Einhverjáf óljósar sögu- sagnir kváðu vera til um það, að á stjórnarárum Alexandérs mikla Franskur sendikennari íslandi. Eins og til var ætlast, kom hingað í haust sendikennari frakkneskur, en vegna veikinda varð hann að hverfa heim aftur. En nú er hjer kominn annar í hans stað, og er það sjálfsagt mikill fengur fyrir oss Islendinga, því að herra Pierre Naert liefir á skömmum tíma lært mál okkar og áhuga á ís- sjerstaklega hefir mjög mikinn lenskum fræðum, skáldskap. Hann var hjer staddur í septem- ber síðastliðnum, þegar „Pourquoi pas?“ fórst, og þegar hið fagra kvæði um Charcot, eftir Grjetar Fells, birtist, þá sneri herra Naert því samstundis á frakknesku og það var prentað í hinu þekta tíma- riti „Mercur d France“. Síðan hafa birst eftir hann þýðingar á kvæðum eftir Einar Benediktsson, Hannes Hafstein, Jóhann Sigur- jónsson og Tómas Guðmundsson. Til fróðleiks og skemtunar skal þess getið, að þessar þýðingar hafa birst í 8. tölublaði mánaðar- rits, sem heitir „Yggdrasill“ og fjallar eingöngu um slcáldskap, mest í bundnu máli. Það dylst engum, sem les þessar þýðingar, að hjer er á ferð ungt og efnilegt skáld, sem vissulega mun með tím- anum 'geta sjer góðan orðstír á ættjörðu sinni. Hann liugsar sjer að fullkomna Pierre Naert. sig í íslensku í vetur, jafnframt og hann veitir háskólastúdentum og nemendum Alliance Franeaise tilsögn í frakknesku. Það er von- andi að íslensk æska skilji hve dýrmætt það er, að fá slíkan kenn- ara og að hún noti þetta góða tækifæri til að læra mesta menn- ingarmál heimsins, fallegasta mál Evrópu og mál, sem hægt er að nota, sem verslunarmál bæði á Spáni, ítalíu og Belgíu. Þeir sem kunna frakkneska tungu telja ^jer það mikinn sóma, og hinir sem ekki hafa lagt stund á hana harma það mjög þegar fram í sækir og veit jeg það best, hvað margir fulltíða menn hafa haft orð á þessu við mig. Thora Friðriksson. liafi sólskífan,eða skuggamælirinn mikið verið endurbætt á Grikk- landi og í sambandi við þær end- urbætur hafði sólarhringnum ver- ið skipt í dægur og stundir — eða jafna tímaáfanga. Tímaglasið eða sandkornaklukkan, kom seinna. En þróunarsaga sigurverksins var mjög hægfara og það er ekki fyr en á síðustu öldum og þá sjerstaklega á síðustu áratugum, sem það nær verulegri nákvæmni. Pað er dálítið gaman að því, að það skyldi vera svefn- þungur munkur, sem fann upp vekjaraklukkuna til að ljetta af sjer vökum og áhyggjum við að mæta við bænagerðir og guðsþjón- nætur. Letin raun um dá- ustur kemst samlega um miðjar stundum að liluti! Árið 999 var munkur þessi, sem var ítali, kjörinn til páfa, undir nafninu Sylvester II., og þótti hann víst sæmilegasti páfi. En þó mun frumhugmyndin að vekjaraklukkunni, ásamt fleiri úrsmíði-athugunum hans, ávalt teljast það merkasta, sem eftir hann liggur. Þá voru lóða-klukkurnar fundn- ar upp og dingullinn notaður til að knýja gangverkið. En svo líða 500 ár, þangað til Peter Hendlein, járnsmiður einn í Núrnberg, fann upp, að nota samanvafða stálfjöð- ur sem orkugjafa gangi sigur- verksins. Eftir það hóf hann að smíða litlar klukkur, sem bornar voru við belti eða í bandi um hálsinn. Smátt og smátt hepnað- ist mönnum svo að minka þess- ar klukkur, uns hægt var að bera þær í vasa og síðan á úlnliði. Hver var fyrsti lærði úrsmið- ur hjer á landi? — Fyrstur var Guðm. Lamberts son, sem hingað kom nálægt 1865. í kringum 1880 komu þeir svo hingað Eyjólfur heit. Þorkelsson og Magnús Benjamínsson, sem báðir höfðu lokið úrsmíðinámi í Kaupmannahöfn, og gerðust þeir báðir forvígismenn úrsmíðinnar hjer á landi. — Eru úrsmiðir okkar góðir f agmenn ? — Sumir alveg prýðilegir — en svo eru aði’ir, sem því miður hafa fengið of litla undirbúningsment- un. — Kenduð þjer ekki einhverj- um úrsmíði? — Jú, jeg hef kent mörgum, og tveir þeirra voru hjá mjer í 20 ár. Það voru þeir Filipus Bjarnason og Sigurjón Jónsson. Nú hafa þeir báðir vinnustofur hjer í Reykjavík, og eru ágætis úrsmiðir. Pað stendur þarna á veggnum, að úr sjeu aðeins afgreidd gegn staðgreiðslu. — Já, við erum alveg steinhætt- ir að lána viðgerðir, viljum held- ur gefa þær en lána. Því til eru svo ósvífnir náungar, að fá að- gerðina fyrst lánaða, fara síðan með úrið á úlfliðnum í bað eða inn í Sundlaugar og koma svo aftur til úrsmiðsins og neita að borga að- gerðina, því úrið hafi strax stans að. Sumir geyma það í nokkur ár að leysa út úr sín og klukkur. — Er ekki til eitthvað, sem lieitir Úrsmíðafjelag Reykjavíkur? — Jii, jú. Við komum vanalega saman á Borgina einu sinni í mán- uði og fáum okkur kaffisona. Það er stundum nokkuð gauvan! S. B. ísunnudags-l matinn: 1 Nýsviðin dilkasvið Vænt dilkakjöt m Ódýrt norðl. ærkjöt Nautakjöt Kindabjúffu Hólsfj allahangikj ötiðl góða off margt fleira. i§ TiRiRHNm Laufásvegi 58._Sími 4911.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.