Morgunblaðið - 23.01.1937, Page 7
Laugardaginn 23. jan. 1937.
7
Stjórnarliðið í minnihluta
í Evjafjarðarsýslu.
Vflð atlKvæðagrelðslana
um Jarðrœldarlðgin.
1 þessu fjelaji’i mörðu stjórnar-
Úr Eyjafirði er blaðinu skrif-
að:
Dagblað Tímamaima flutti ný-
lega airangar fregnir af atkvæða-
greiðslunni í búnaðarf jelögum
Búnaðarsambands Eyjafjarðar. —
Gegnir furðu, að blaðið skuli
sjá sjer hag í því .að falsa fregn-
ir svo herfilega sem þar ér gert.
Því þar er sagt, að stjórnarliðið
hafi orðið i meirihluta í þessu
máli.
Atkvæðagreiðslan í öl’lum 15
búnaðarfjelögum sambandsins fór
þannig um 1. kafla Jarðræktar-
laganna:
Pjelög Atkvæði
r—'
OJ 'O co
Framfarafjelag Grýtu-
bakkahrepps 24 7
ÍBún.fjel. Sválb.str. 15 9
Pramfarafj. Öngúlstaða-
hrepps 36 16
Bún.fjel. Saurbæjarhr. 34 30
Bún.fjel. Hrafnagilshr. 23 4
Jarðræktarfjel. Akurevr. 5 44
Bún.fjel. Glæsibæjarlir. 32 40
Bún.fjel. Öxndæla 6 10
Bún.fjel. Skriðuhr. 13 1
Bún.fjel. Arnarneshr. 27 24
jBún.fjel. Árskógsstr. 12 20
Bún.fjel. Hríseyjar 12
Bún.fjei. Svarfdæla 47 25
Bún.fjel Ólafsfj. 30
Bún.fjel. Siglufj. 8 20
Samtals 282 292
Niðurstaðan er því þessi, að í
Búnaðarsambandi Eyjafjarðar
hafa 292 búnaðarfjelagsmenn
greitt atkvæði gegn 1. kafla Jarð
ræktarlaganna, en 282 hafa feng-
ist til að greiða atkvæði með
stjórnarflokkunum í þessu máli.
Fjelögin éru 15 í sambandinu.
í 8 þeirra ná stjórnarsinnar
meirihluta, en í 7 fjelögum eru
þeir í íminnihluta, og í tveim af
þeim fjelögum eru mótmælin af-
greidd í einu hljóði, í Hrísey og
í Ólafsfirði.
Rjett er að geta þess, að full-
víst er að þingmenn kjördæm-
isins, með Kaupfjelag Eyfirðinga
og Búnaðarbankann að baki
sjer, hafa óspart reynt að knýja
fram atkvæði með Jarðræktarlög-
unum nýju. Og samt, hefir árang-
urinn ekki orðið beisnari fyrir
þá en þetta.
En þó stjórnarsinnar hafi knúð
fram meirihluta í sumum fjelög-
unum með 1. kafla Jarðræktarlag
anna, þá er ekki þar með sagt,
að þeir bændur, sem fylgdu þeim
að málum í því efni, sjeu ánægð-
ir með lögin, t. d. jarðránsákvæð-
ið. Til sannindamerkis um það
eru t. d. tillögur þær, er samþykt-
ar voru í búnaðarfjelagi Arnar-
neshrepps, önnur þess efnis, að
skora á Búnaðarþing að vinna að
því, að 17. gr. Jarðræktarlaganna
verði látin falla í burtu. En hin
tillagan var um það, að fundur-
inn lýsti óánægju sinni yfir því,
að styrkur til jarðabóta á sumum
sviðum yrði lækkaður.
sinnar þó 3 atkvæða meirihluta
með Jarðræktarlögunum.
Stjórn fjelagsins hafði ákveð-
ið, að utanfjelagsmenn fengju
ekki málfrelsi á fundinum. Samt
laumaðist Einar Árnason þangað,
til þess að reyna að hafa þar á-
hrif „með nærverú sinni“, þó hon-
um væri neitað um að tala, sem
öðrum utanfjelagsmanni.
Dagblað Tímans var að fleipra
um það um daginn, að atkvæða-
greiðslan um Jarðræktarlögin
væru Ólafi Jónssyni, framkv.stj.
Ræktunarfjelagsins, mikil harm-
tíðindi. En það er síður en svo,
að hann, sem fulltrúi á Búnaðar-
þingi og frömuður ræktunarmála
Eyfirðinga, þurfi að vera dapur
yfir úrslitum þessum. I mörg ár
hefir Tímaliðið ráðið lögum og
lofuin í Eyjafirði, eins og kunn-
ugt er. En nú bregður svo við,
að málstaðar Ólafs sigrar meðal
bænda hjeraðsins, hvernig sem
þingmennirnir, kaupf jelagsmenn
og sendimenn stjórnarinnar ham-
ast og láta.
Þegar tekin eru þau 13 búnað-
arfjelög, sem eru í Eyjafjarðar-
kjördæmi, eru Tímamenn í 33 at-
kvæða minnihluta.
En auk Jiess má bæta því við,
að í Grímsey samþyktu bændur
mótmæli gegn Jarðræktarlögun-
um í einu hljóði. Svo enn vex at-
kvæðamunurinn milli fylgismanna
og andstæðinga Pramsóknarþing-
mannanna í þessu máli, þegar til-
lit er tekið til þeirra fjelaga
einna, sem eru innan Eyjafjarð-
arsýslu.
Eftir þessu að dæma er alveg
óhætt fyrir Tímamenn að hætta
að gorta af fylgi sínu í Eyjafirði.
arsýslu.
------------------
ORÐALAGIÐ ER EKKI
AÐALATRIÐI.
Kirkjuráðið (domkapitlet) í
Lundi vjek nýlega frá em-
bætti presti nokkrum að nafni
Lundberg í Glimákra-sókn, af
þeim ástæðum að presturinn
hafði ekki farið orðrjett með
setninguna: „Þetta er líkami
Krists og blóð“, heldur breytt
orðalaginu þannig, að sakra-
mentið væri um hönd haft til
minningar um Krist.
Prestur ljet málið ganga til
Svea Hovrátt og hefir rjett-
urinn nú birt úrskurð sinn. Svea
Hovrátt telur að presturinn
hafi ekki fyrirgert embætti
sínu. (FÚ).
—---------------
ÓTTI FRAKKA VIÐ
ÞJÓÐVERJA.
London í gær. FÚ.
I París gengur orðrómur um
það, að hermálastjórn Þýska-
lands hafi gefið fyrirskipanir
um að auka skuli víggirðingar
suður-hluta þýsk-frönsku landa
mæranna.
BÍUÍlGUNÖLAÐil'
□agbók.
Messur í dómkirkjunni á morg-
un: Kl. 11 sjera Bjarni Jónsson.
Kl. 2 Barnaguðsþjónusta (sr. Pr.
Hallgr.). Kl. 5 sjera Priðrik Hall-
grímsson.
,Messað í fríkirkjuuni á morg-
un kl. 2. Sjera Árni Sigurðsson.
Messað í Laugarnesskóla á
morgun kl. 2 e. h. Sr. Garðar
Svavarsson.
Bamaguðsþjónusta í Laugarnes
skóla á morgun kl. 10,30.
Messað í fríkirkjunni í Hafnar-
firði á morgun kl. 2. Sr. Jón Auð-
uns.
Hjúskapur. Ungfrú Helene
Jónsson danskennari (JÓhanns P.
Jónssonar skipherra) og Börge
Tveden, verða gefin samaii í
hjónaband í Aarhus í tlag. Heitn-
ilisfang þeirra er Prederiksgade
16 II, Aarhus.
Dansleik heldur dansklúbbur-
inn Atlas í Oddfellowhúsinu í
kvöld.
Nokkrir Akranesbátar lromu
hingað í gær og höfðu þeir aflað
3—4 þús. pund á bát, mestmegn-
is þorsk. Fiskurinn var frystur í
Sænsk-íSlenska frystihúsinu.
Eimskip. Gullfoss fer frá Khöfn
í dag. Goðafoss fór frá Vestm.
í gær kl. 2^2, kemur í nótt. Brú-
arfoss kom til Patreksfjarðar í
gærkvöldi. Dettifoss er í Khöfn.
Lagarfoss kom til Þórshafnar í
gær. Selfoss fór frá Antwerpen í
fyrrakvöld áleiðís til Hamborgar.
Hjálpræðisherinn. Samkoma
annað kvöld kl. 8l/z- Silfurorð-
unni frá Hershöfðingjanum verð-
ur úthlutað.
(Leikfjelagið sýnir annað kvöld
hinn bráðsmellna gamaúleik
Kvenlæknirinn. Verð á aðgöngu-
miðum verður mjög mikið niður-
sett, eða sama verð og var á leik-
sýningunni s.l. fimtudag.
í blaðinu í gær hafði misritast
í minningarorðum um Sigurð
Halldórsson, Akbraut á Akranesi,
að börn hans væru ógift. En tvö
þeirra, Sigurjón og Svanlaug, eru
gift á Akranesi og tvö þeirrá
systkina, Matthildur og Guðmund
ur eru gift í Hafnarfirði.
„Fjelag harmonikuleikara í
Reykjavík“ heldur dansleik í K.
R. húsinu annaðkvöld.
Þorri byrjaði í gær, og í dag
hefst 14. vika vetrar.
Árshátíð Vörubílastöðvarinnar
Þróttur verður haldin í kvöld kl.
81^ e. h. í Alþýðuhúsinu við
Hverfisgötu.
B.v. Ólafur var tekinn af
Skerjafirði í gær og verður farið
að búa skipið út á veiðar.
ísfiskssala. í gær seldu afla sinn
í Grimsby, Surprise, 1400 vættir
fyrir 1854 sterlingspund og Karls-
efni, 1274 vættir fyrir 1759 stpd.
Fiskmarkaðurinn í Grimsby í
gær: Besti sólkoli 102 sh. pr. box,
rauðspetta 76 sh. pr. box, stór ýsa
38 sh. pr. box, miðlungs ýsa 36
sh. pr. box, frálagður þorskur 38
sh. pr. 20 stk., stór þorskur 19
sli. pr. box og smáþorskur 17 sh.
pr. box. (Tilk. frá Fiskimála-
nefnd — PB).
75 afmæli átti í gær ekkjan
Hallbera Jónsdóttir, frá Kirkju-
bóli við ísafjarðardjúp, nú til
heimilis á Bergstaðastræti 17 B.
Ódýrt kgðt
af fullorðnu fje.
Versl. Búrfell,
Laugaveg 48. Sími 1505.
Aðalfundur
Ekknafióði Reykfavíknr
verður haldinn miðvikudaginn 27. janúar kl.
8y> að kveldi í húsi K. F. U. M. við Amt-
mannsstíg.
Inngangur um bakdyr hússins.
Stfórnln.
Húselgnie
nr. 32 við Vesturgötu er til sölu. Skrifleg til-
boð óskast send á málflutningsskrifstofu
PJETURS MAGNÚSSONAR fyrir 1. febrúar
næstkomandi. Verða þar gefnar nánari upp-
lýsingar um húsið, ef óskað er. . .
Dilkasvið,
■ ií ) 0 > vi
daglega sviðin.
L'lfeif .iUl.Í
íshúsið Herðubreið,
Fríkirkjuvegi 7.
Sími 2678.
\
Úrvals spaðkjðt
? ■■ i , i> í t !
— fyrflrliggfandfl —
1/1 — 1/2 — 1/4 tunnur.
Samband fsl. samvlnnuiielaga.
Sími 1080.
SYKUR.
Sykurinn hefir hækkað í verði á heims-
markaðinum. Enn þá get jeg afgreitt til yð-
ar á hagkvæman hátt út á Cuba-leyfi.
5ig. í?. Skjalöberg,
(heildsalan).
Aðalfundur málarasveina verð-
ur haldinn n.k. sunnudag í Al-
þýðuhúsinu við Hverfisgötu.
Skákfjelagið Fjölnir heldur að-
alfund sinn á taflstofu fjelagsins
í Bankastræti 11 á morgun kl. 2
eftir hád.
Útvarpið:
Laugardagur 23. janúar.
8.00 Morgunleikfimi.
8.15 Enskukensla.
8.40 Dönskukensla.
12.00 Iládegisútvarp.
15.00 Veðurfregnir.
19.10 Veðurfregnir.
19.20 Útvarpstríóið leikur ljett
lög.
20.00 Frjettir.
20.30 Stjórnmálaumræður ungra
manna.
Snjóþyngsli í Noregi.
Oslo í gær.
Umferð er tept á Bergens-
brautinni vegna fannfergis og
óvíst hvenær járnbrautarferð-
irnar hefjast á ný. (NRP—FB)
Brúðkaup f Kristjáns-
borgarhöll.
Khöfn í gær. FÚ.
í dag fór fram í hallarkirkj-
unni í Kaupmannahöfn hjóna-
vígsla þeirra Alexandrine Lou
ise prinsessu og Luitpold greifa
af Castell-Castell.
Kl. 6 í kvöld hófst miðdeg-
isboð hjá konungi í Kristján?-
borgarhöll. Fjöldi tiginna gestr:
frá Þýskalandi var viðstaddu
athöfnina og síðan í boði kor.-
ungs.
-----—-—
Oslo í gær.
Sameinaða gufuskipaf jelag-
ið á í smíðum nýtt skip, 315'
smálestir að stærð, sem á a
verða í förum milli Óslóar o;;
Kaupmannahafnar. Það getu
flutt 600 farþega.
(NRP—FB).