Morgunblaðið - 29.01.1937, Page 2
2
MORGuHBLAÐlÐ
Föstudagur 29. jan. 1937.
Útgref.: H.f. Arrakur, Reykjavík.
Rltatjörar: Jön KJartangson og
Valtýr Stefánsson —
ábyrgCarmaBur.
Rltstjörn og afgrelBsla:
Austurstrsstl 8. — Slml 1600.
Auglýsingastjörl: E. Hafberg.
Heimaslmar:
Jön KJartansson, nr. 8742
Valtýr Stefánsson, nr. 4220.
Árni 6la, nr. 8045.
Áskriftagjald: kr. 8.00 á mánuCi.
í lausasölu: 15 aura elntaklB.
25 aura ueB Lasbök.
Ottinn
við verkalýðinn.
Nú Ijúga stjórnarblöðin jafnt
sennilega sem ósennilega.’
Annan daginn er Kveldúlf-
ur talinn skulda 11/2 miljón
króna umfram eígnir.Hinn dag
inn 3 miljónir. Þess á milli 2
miljónir.
Annan daginn eru eignir
Kveldúlfs’ taldar 5% miljón
króna virði. Hinn daginn 4
miljóna. Þess á milli 4milj-
óna.
Annan daginn er ráðist á
eigéndur Kveldúlfs fyrir að
svara ekki rógburðinum. Hinn
daginn er talið ganga glæpi
næst að leggja spilin á borðið.
á Annan daginn eru skuldir
Thorsbræðra við Kveldúlf
taldar eiriskis virði. Hinn dag-
inn gulls ígildi.
Annan daginn hefir allur
auður Kveldúlfs runnið í Korp-
úlfsstaði. Hinn daginn er
„svindill" að bjóða Korpúlfs-
staði upp í skuldir Kveldúlfs
o. s. frv.
Eitt í dag — annað á morg-
un, þó að því undanskildu, að
óþokka innræti rógberanna er
óumbreytanlegt, en skynsemin
fer minkandi.
Nú er það orðið aðal hættan
við að láta Kveldúlf í friði, að
þá muni erlendir lánardrotnar
taka skipin og flytja þau úr
landi, en allur almenningur
missa sína miklu atvinnu!
Upplýst er þó, að erlendis
getur Kveldúlfur fengið stórlán
til framleiðsluauka og verka-
lýðnum til stórra hagsbóta. Nú
á að telja fólkinu trú um, að
erlendu lánardrottnarnir sjeu
alveg ráðnir í því að ganga að
skipum Kveldúlfs og selja þau
úr landi ef ísl. lánardrottnar
láti Kveldúlf í friði. Þessvegna
sje eina ráðið að ísl. lánar-
drottnar ofsæki Kveldúlf, því
þá muni þeir erlendu alveg
láta skipin afskiftalaus!
Og vesalings frómi alþýðu-
vinurinn, Hjeðinn, er borinn
fyrir þessu.
Hvað sannar svona mál-
færsla?
Hún sannar tvent — að róg-
berarnir eru orðnir skelkaðir
við verkalýðinn og að óttinn
hefir svift þá allri skynsemi.
I Róm:
/^l •• • 1 • r
Cronng hja
Mussolini.
MOSKVA: ALLIR ÁKÆRÐIR
VERÐA DÆMDIR TIL DAUÐA.
Talið frá vinstri: Göring, Mussolini, von Hassel og Ciani greifi.
Fléðin i Bandaríhfnnum.
„Alvarlegasta ástand
sfðan á strjðsárunum".
900 þúsund manns
licimilislatisir.
4
FRÁ FRJETTARITARA VORUM:
KHÖFN í GÆR.
Rauði Kross telur að ástandið vegna
flóðanna í Ohio og Missisippi ,,sje
hið alvarlegasta neyðarástand, sem
komið hefir yfir Bandaríkin síðan í heimsstyrj-
öldinni“.
Tala þeirra, sem mist hafa heimili sín, er áætluð 900
þús. Tjón af völdum flóðanna er talið fara fram úr 1800
miljón krónum.
I hjeraðinu umhverfis Louisville hafa þúsund manns látið
lífið. Fjögur hundruð manns hafa látist úr lungnabólgu.
Þar sem Ohiofljótið renn-
ur í Missisippi hefir geysi-
mikil stífla brotnað.
Aðeins hálfri klukkustund
Þá er einnig verið að safna
bátum og smáskipum, til sama
Frankinn—
aftur I hættu.
Forvextir hækkaði
í ijögur prósent.
London 28. jan. FÚ.
Frakklandsbanki hefir
hækkað forvexti sína
úr 2 í 4 af hundraði. Undan-
farna daga hefir verið mikið
framboð á frönkum vegna
þess að sá kvittur hafði gos-
ið upp, að frekari verðfell-
ing frankans vœri í vændum.
Parísarblöð flytja þá
frjett í dag, að verið sje að
semja um breskt lán handa
Frökkum, og sagt að það
nemi 50 miljónum sterlings-
punda. „Figaro" segir, að
lánið eigi að endurgreiðast jj
um næstu áramót og vextir
sjeu 3 af hundraði. Þá er
mælt, að frönsku rikisjám-
brautiraar muni ganga í
ábyrgð fyrir láninu.
eftir að stíflan brotnaði var
komið hálfs annars meters hátt
vatnsborð á götur í borginni
Mound-City.
I Ohio-dalnum eru flóðin tek
in að sjatna og eru nú að nálg-
ast Missisippidalinn. Þar er nú
sem óðast unnið að því að
bjarga því, sem bjargað verð-
ur.
Það er safnað 35000 flutn-
ingabifreiðum til þess að ann-
ast brottflutning á mönnum og
skepnum, og á búslóðum fólks,
af því svæði, sem búast má við
að verði verst úti þegar vatns-
flóðin berast til Missisippidals-
ins.
hendina þegar flóðið ber að
höndum. ForsætisráðherraNova
Scotia fylkis í Canada hefir
boðið báta og skip, og ennfrem-
ur að senda lækna og hjúkrun-
arkonur þangað sem þeirra sje
mest þörf.
Þúsundir verkamanna vinna
nótt og dag við að hlaða sand-
pokum ofan á 60 feta háa flóð-
garða, sem áður hafa verið
gerðir, þar sem land liggur
lægst í Missisippi-dal, því að
það er búist við, að vatnið í
ánni stigi nú hærra en í nokkr-
um fyrri flóðum.
SÆTTIR FRÆND-
ÞJÓÐANNA.
Berlín í gær. FÚ.
í gær var undirritað samkomu
lag milli Þjóðverja og Austurrík-
ismanna um verslunarmál á ár-
inu 1937. Það er gert ráð fyrir
auknum vöruskiftum á árinu, og
auk þess fjallar samkomulagið
um skipulag ýmsra mála í sam-
bandi við þessi viðskifti.
Samkomulag þetta gengur í
gildi 1. febrúar.
B.v. Skallagrímur kom frá Eng
landi í fyrradag og í gær kom
Max Pemberton.
Rjettarhöld-
unum lokið.
„Stalin reiðubúinn
að drepa hundruð
mannaa ....
Trotsky.
FRÁ FítJETTARITARA
VORUM.
KIIÖFN í gær.
"'17 ijinski, hinn opinberi
* ákærandi í ,,mála-
ferlunum í Moskva hef-
ir farið fram á dauða-
refsingu fyrir alla 17
sakborninga, J>. á m.
Radek og Sokolnikof.
Rjettarhöldunum lauk í
dag.
I gærkvöldi fóru
rjettarhöld fram fyrir
luktum dyrum, og voru
þá teknir fyrir „samn-
ingar Trotskysinna við
erlend ríki“, eins og það
er orðað.
Nöfn „hinna erlendu njósn-
ara og stríðsæsingamanna voru
tekin upp, en þeim er haldið
leyndum“.
Einn hinna ákærðu í „mála-
ferlunum" hefir játað á sig
þrjú þúsund og fimm hundruð
tilraunir til þess að valda járn-
brautarslysum á tveim árum.
Það eru tæplega 5 tilraunir á
dag.
Sonur Trotskys
handtekinn.
f dag hefir frjest a8
Sedov, næst elsti sonur
Trotskys hafi verið tekinn
fastur í Rússslandi. Hon-
um er gefið að sök, að
hafa gert tilraun til þess
að byrla verkamönnum
við stóra verksmiðju eitur.
Trotsky telur þetta hefndar-
ráðstöfun við sig. Hann hefir
látið svo um mælt frá bústað
sínum í Mexico City:
„Sedov er saklaus. Hann
hefir aldrei skift sjer af stjórn-
málum“.
„Handtaka hans er gerð til
hefnda við mig fyrir það, sem
jeg sagði um hin svívirðilegu
málaferli“.
„Enginn vafi er á því, að
Sedov verði pintaður og píndur
til þess að játa á sig alla þá
glæpi, sem hugsanlegir eru og
síðan tekinn af lífi“.
„Stalin er við því búinn að
láta drepa hundruð manna til
þess að fá mig til þess að
þegja“.
Þeir játa fúslega.
í ,,Pravda“ var sagt í gær
(skv. Lundúnafregn FÚ), í
FRAMHALD Á SJÖTTU SÍÐU.