Morgunblaðið - 29.01.1937, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 29.01.1937, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 29. jan. 1937. IÐNfiÐUR VERSLUN SIQLINGfSR Hvað fluttum við inn áriðJ936? Miljónin sem sparaðist: Vefnaðarvörur og ávextir. Minkandi innflutningur. Vaxandi fólksfjölgun. 0fugstreymið í verslunarháttum okkar íslendinga hin síðari ár kemur m. a. fram í því, að þegar takmarka átti innflutninginn til þess að fá jafnvægi á greiðslujöfnuðnum var gengið lengst í því að minka innflutninginn á ávöxtum, eða sem nemur meira en helming þeirrar upphæðar, sem inn- flutningurinn var endanlega minkaður um. Á öllu árinu var innflutningurinn minkað- ur um eina miljón kr. af 41.6 miljónum, (og til þess að mönnum sje fyllilega ljóst, hve árang- urinn er í raun og veru lítill, verða menn að hafa í huga beinan og óbeinan kostnað af innflutnings- höftunum, skrifstofukostnað, launagreiðslur handa bitlingaþýinu, rangsleitni og hlutdrægni í framkvæmd haftanna o. s. frv.); 650 þús. kr. (eða 65%) af þessari upphæð, gengu út yfir á- vextina. Ávaxtainnflutningurinn var 250% meiri 1935, en síðastliðið ár (1936),#eða kr. 914.619 árið 1935, og kr. 260.468 árið 1936. Dæmið verður exmþá furðulegra, þegar á það er litið, að inn- flutningur á „einkasöluvörum“ (sem aðallega eru tóbak og vín og sem ríkið tekur ríflegan gróða á, hefir minkað um 10%, eða um tæpar 240 þúsund krónur af 2.200 þúsund króna innflutningi. Vöruflokkarnir, sem innflutningshöftin hafa einkum verið látin bitna á, eru auk ávaxtanna vefnaðarvörur (-f- 770 þús. eða 20% miðað við 1935). Byggingarvörur og smíðaefni (— 410.535 kr. eða tæp 7% miðað við 1935). Skófatnaður (-f- 350.780 kr., eða 35%, miðað við 1935). Skip, vagnar og vjelar (-f- 700 þús.), og hreinlætis- vörur (minkað um ca. 55%). Nokkrir aðrir vöruflokkar hafa lækkað aðeins lítið. Innflutningurinn eftir vöruflokkum 1935 og 1936. Blekking og gyiling. m-^egar fjármálaráðherrann f-' neytti appelsínunnar í Skíðaskálanum um jólin, mun hann sennilega hafa haldið að nægar birgðir væru af appel- sínum í landinu. 1 ræðu sem hann flutti í útvarpið nýlega, kvaðst hann engan kvíðboga bera fyrir því, að vörubirgðir myndu ganga til þurðar hjer, undir stjórn hans og Skúla Guðmundssonar. Kaupsýslumenn gætu þó gefið fjármálaráðherranum upplýsingar um að engin inn- flutningsleyfi hafa verið veitt fyrir appelsínur (nema þegar um gjafir var að ræða fyrir jólin) og að vörubirgðir eru nú þegar orðnar svo litlar, að hættulégt er orðið. Fjármála- ráðherrann gæti spurt frú sína um þær vörur, sem hjer voru fáanlegar fyrir nokkrum árum, en nú eru gengnar til þurðar. Hann ætti einnig að spyrja þá menn, sem búnir eru að slíta bamsskónum, um þær hættur, sem fylgja því fyrir jafn af- skekta þjóð, eins og Island, sem háð er útlendum vörumarkaði, er engar vörubirgðir eru til í landinu. Islenska þjóðin getur ekki og vill ekki láta blekkja sig í þessu efni. Það er heldur ekk- ert annað en blekking — eða pólitísk gylling —' er ráðherr- ann reynir að færa rök að því að innflutningurinn hafi í raun og veru ekki verið nema 39 miljónir króna síðastl. ár. Ráð- herrann kemst að þessari nið- urstöðu með því að draga frá hinum raunverulega innflutn- íngi, innflutninginn vegna Sogs- virkjunarinnar, og rökstyður þenna frádrátt með því að þessi innflutningur sje borgaður með sænska láninu. Frádrátturinn er út í hött, því að ráðherrann yrði þá einn- ig að draga frá þær vörur, sem verkamenn og starfsmenn við Sogsvirkjunina kaupa fyr- ir laun sín, sem einnig eru borg uð af sænska láninu. Það er blátt áfram blekking þegar ráðherrann ber saman innflutninginn að frádregnum Sogsvörunum við innflutning annara ára. Til þess að þessi samanburður fái staðist, yrði ráðherrann að draga frá inn- flutningi fyrri ára allar vörur sem keyptar eru fyrir erlent lánsfje, eins og t. d. árið 1930 vörur til landsímastöðvar-húss- ins, útvarpsins og fleira, og næstu ár, innflutninginn til byggingar síldarverksmiðjanna og svo má lengi telja. Alt var þetta reist fyrir erlent lánsfje. Þessar blekkingar ráðherrans sýna að þann trúir því ekki sjálfur, að verslunarástandið í Jandinu sje gott. En hann er að reyna að blekkja sjálfan sig og á meðan svo er, verður ekki ráðin bót á ástandinu eins og það er nú. Þrír vöruflokkar hafa vaxið og einn þeirra mikið, raf- magnsvörur. Innflutningur á rafmagnsvörum var tæpum 180 prósentum meiri 1936, en árið á undan, eða kr. 2.058,- 549 (árið 1936), en ekki nema kr. 780.408 árið á undan. Þessi aukning hefir farið til Sogsvirkjunarinnar og til raf- stöðvarinnar á ísafirði. Aukning- in kemur nær öll frá Svíþjóð. — Þaðan voru fluttar inn rafmagns- vörur fyrir kr. 135.5 þús. kr. árið 1935, en fyrir rúmlega miljón síðastliðið ár. Aðrir vöruflokkar. Aðrir vöruflokkar, sem hafa aukist síðastl. ár eru: efnivörur til iðnaðar og pappír, hækur og ritföng. Síðari liðurinn kemur nokkuð undarlega fyrir sjónir (hann hef- ir vaxið um 372 þús. krónur, eða tæp 40%). Aukningin virðist vera talsverð á umbúðapappír og pokum, bókum og prentpappír. Br þetta athyglisvert, þar sem inn- lendur iðnaður hefir risið upp hjer síðastl. ár, t. d. í pappírspoka- gerð og bókavinir munu geta ■borið um það, að lítið úrval er af erlendum hókum í bókaverslunum hjer. Hitt er aftur á móti eðlilegt að innflutningur á efnivörum til iðn- aðar skuli hafa aukist, vegna vaxandi iðnaðar hjer á landi. — Aukningin nemur rúmri hálfri miljón, en gera má ráð fyrir að ekki komi öll kurl til grafar þar sern cfnivörurnar eru flokkaðar, heldur sjeu efnivörur til iðnaðar einnig flokkaðar með öðrum vör- um. Skýrslur eru ekki fyrir hendi, sem sýna innfhrtninginn eftir vöruflokkum sundurliðaðan á sama hátt og síðastliðin tvö ár. Áður var flokkunin ekki eins fjölþætt. Þriðjungi minni. Einn, flokkinn, vefnaðarvörur. FRAMHALD Á SJÖTTU SÍÐU Kornvörur ....... .. » . .. Avextir............. . . .... ... Nýlenduvörur ____ ... .. .. Yefnaðarvörur og fatnaður.. Skófatnaður .. ............ Byggingarvörur og smíðaefni Vörur til útgerðar .. ..... Vörur til landbúnaðar...... Skip, vagnar, vjelar ...... Verkfæri, búsáhöld o. fl... Efnivörur til iðnaðar...... Hreinlætisvörur ........... Pappír, bækur, ritföng .. .. Hljóðfæri, leðurvörur...... Rafmagnsvörur .. .......... Úr, klukkur o. fl.......... Einkasöluvörur1............ Lyf.......................... Allar aðrar vörur............ Ósundurliðað................. Breska iðnsýningln 15.—26. febrúar næstkomandi. Breska iðnsýningin (British Industries Fair) verður haldin í London og Birmingham 15.—26. febrúar næstkomandi. Iðnsýningin er skipulögð þannig, að kaupsýslumenn og aðrir sýn- ingagestir geti á sem stystum tíma og við sem mest þægindi kynst sem ítarlegast hinni víðtæku iðn- aðarframl'eiðslu Breta. Sýningargestir frá öðrum lönd um álfunnar geta orðið ívilnana aðnjótandi, að því er ferðakostn- að snertir, hvort sem er á skip- um, járnbrautum eða flugvjelum, og geta menn fengið nánari upp- lýsingar um sýninguna á bresku ræðismannsskrifstofunni eða hjá umboðsmönnum erlendra ferða- skrifstofa. (FB.). Á morgun: Kjötfars kr. 1.40 kg. Miðdegispylsur kr. 1.90 kg. Hakkað buff kr. 1.20 Vt kg. Gullasch 1.25 Vi kg. Nautabuff 1.45 Vi kg. Milners Kfötbúð. Leifsgötu 32. Sími 3416. 1936: 3.571.454 260.468 1.463.310 3.131.831 720.156 5.771.608 10.781.213 556.444 3.248.734 802.381 2.395.734 131.061 1.260.668 54.306 2.058.549 45.556 2.138.972 .159.629 1.079.226 42.600.050 41.631.300 1936 seldu Þjóðverjar hing- að vefnaðarvörur fyrir rúml. 300 þús. króna meira en ár- ið á undan, vörur til útgerðar fyrir 700 þús .kr. meir; bygg- ingarv. og smíðaefni fyrir 700 þús. kr. meir; rafmagnsvörur fyrir tæpar 300 þús. kr. meir; pappír, bækur og ritföng fyrir rúml. 350 þús. kr. meir; skó- fatnað fyrir rúml. 150 þús. kr. meir; efnivörur til iðnaðar fyrir tæp 350 þús kr. meir; skip, vagna og vjelar fyrir rúml. 150 þús. kr. meir o. s. frv. Frá Englandi minkaði inn- flutningurinn að sama skapi: Á vefnaðarvöru um 1 milj. króna (vefnaðarvara er nú flutt inn frá Englandi fyrir að- eins ca. 440 þús. króna, frá Þýskalandi aftur á móti fyrir 700 þús. króna og frá Italíu fyrir 1,2 milj. króna) ; á skó- fatnaði um 100 þús. króna; á byggingavöru og smíðaefnum um tæp 400 þús. króna; á skipum, vögnum og vjelum rúml. 350 þús.: á efnivörum til iðnaðar um 70 þús. kr.; á hreinlætisvörum rúml. 90 þús. kr.; á pappír, bókum og rit- föngum rúml. 110 þús. króna o. s. frv. í Danmörku höfum við mink- að kaup á vefnaðarvöru um 300 þús. króna (kaupum fyr- ir aðeins 69 þús. króna), byggingarvörum og smíðaefn- um um 400 þús. króna; skip- um, vögnum og vjelum um hálfa miljón króna o. s. frv. Viðskiftin færast frá Énglandi til Þýskalands. Pjóðverjar tóku í sinn hlut síðastl. ár ríflegan skerf af þeim innflutningi, sem áður kom frá Bretlandi. Innflutning- urinn frá Bretlandi minkaði um 2,7 miljónir króna, en frá Þýskalandi óx hann um rúml. 3 miljónir. 1935: 3.382.425 914.619 1.654.310 3.901.014 1.070.936 6.183.143 10.809.834 577.426 3.984.201 901.554 1.811.267 281.322 888.266 85.946 780.408 53.235 2.377.208 387.899 | 2.555.638 J

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.