Morgunblaðið - 29.01.1937, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 29.01.1937, Qupperneq 8
MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 29. jan. 1937- JSaufv&Juifiuc Munið ódýra kjötið. Kjöt- búðin Herðubreið, Hafnarstræti 18. Sími 1575. Kaupi gull og silfur hæsta verði. Sigurþór úrsmiður, Hafn- arstræti 4. Gott bögglasmjör. Kjötbúð- in Herðubreið, Hafnarstræti 18. Sími 1575. Vjelareimar fást bestar hjá Poulsen, Klapparstíg 29. Kaupi gull hæsta verði. Árni Björnsson, Lækjartorgi. Tólg og flot. Kjötbúðin Herðubreið, Hafnarstræti 13. Sími 1575. Trúlofunarhringana kaupa menn helst hjá Áma B. Bjöms- •yni, Lækjartorg.. Kaupi gamlan kopar. Vald. Poulsen, Klapparstíg 29. Frosin lambalifur. Kjötbúðin Herðubreið, Hafnarstræti 18. Sími 1575. Þvottahús Eiliheimilisins þvær vel og ódýrt. Þvotturinn sóttur og sendur. Hringið í síma 3187. Oraviðgerðir afgreiddar fljótt og vel af úrvals fagmönnum hjá Árna B. Bjömssyrvi, Lækj- artorgi. , Otto B. Arnar, löggiltur út- varpsvirki, Hafnarstræti 19. — Sími 2799. Uppsetning og við- gerðir á útvarpstækjum og loft- netum. Sokkaviðgerðin, Tjarnargötu 10, gerir við lykkjuföll, stopp- ar sokka, dúka o. fl., fljótt, vel, ódýrt. Sími 3699. SHUynfUnýac Fyrst og síðast: Fatabúðin Friggbónið fína, er bæjarins besta bón. Fyrirliggjandi: LAUKUR ;ágæt tegund. Eggert £Knstjáns5Dn & Co. Dagbókarblöð Reykvíkings Sími 1400. Grettir sagði: „Munur er aS mannsli8i“, er hann bauð skipverjum hjálp sína við að ausa skipið og þeir tóku honum fálega og kváðu hann lítið gott gera mundu. # „Margt er smátt, það er til her á síðkveldum“, sagði Grettir við Þorfinn bónda í Háramarsey, er hann kom heim um kvöldið og hafði unnið Kár hinn gamla og náð af honum saxinu góða í haugnum, en Þorfinnur ávítaði hann fyrir það, að hann kæmi ekki til borðs á rjettum tíma sem aðrir menn. * Við berserkina á Háramarsey sagði Grettir; „Orða sinna á hver ráð“, er þeir hrósuðu honum fyr- ir það, hve vel hann tók á móti þeim og svaraði greitt spurning- um þeirra. * „01 er annar maður, og skal eigi bráðabug at þessu gera“, sagði Grettir við berserkina, er þeir vildu gera fjelag við hann og binda það fastmælum, meðan þeir sátu yfir drykk og voru ölvaðir. * Fyrir 13 árum, segir í amerísku blaði, var Hans Nielsen í Minneapolis mesti kraftajötunn, 95 kg. að þyng og hann var 185 sentímetrar á hæð. Af einhverjum ástæðum, sem ekki eru kunnar, hættu kirtlar í hálsi mannsins að starfa, og það hafði þau einkexxxn legu áhrif, að Nielsen fór að minka. Fyrir noltkrum vikum var Nielsen orðinn 160 cm. á hæð og ekki meira en 77,2 kg. að þyngd. í þessi 13 ár hefir hann minkað með ári hverju. Það er eins og beinagrindin hafi „hlaupið“ um 21/2 cm. á ári. Læknarnir við há- skólann í Minneapolis, sem hafa haft Hans Nielsen til rannsókn- ar, skilja ekkert í þessari ein- kennilegu veiki. * Fyrir nokkrum dögum dó á sjúkrahúsinu í Viborg í Dan mörku ung stúlka að nafni Röm- er. Mánuði áður dóu báðir for- eldrar hennar úr inflúensu. Skömmu fyrir jólin veiktist bróð- ir hennar, sem dvaldi í Kaupm.- höfn, af inflúensu, og ungfrú Römer fór þangað til að hjúkra honum. Hann ljest á aðfangadag. Ungfrú Römer var orðin veik af inflúensu þegar hún kom heim til sín, og var hún lögð inn í sjúkrahús. Hún fjekk lungna- bólgu upp úr inflúensunni, sem dró hana til dauða. ÖIl fjölskyld- an ljest þannig af inflúensu á tæpum tveim mánuðum. * Ovenjulegt brúðkaup var hald ið í Póllandi á dögunum. Liga Solder giftist Fischel Hug- er. Brúðurin var 12 ára gömul og brúðguminn 14 ára. Þau eru nú aftur farin í skólailn, þar sem langt nám bíður þeirra. Pólskt blað átti tal við brúð- gumann og sagðist, honum svo- frá: — Jeg var að hugsa um að kvongast Liga fyrir ári síðan, en þá þótti mjer hún helst til of ung. Jeg held, að það sje rjett aði giftast ungur. Pabbi giftist þeg- ar hann var 14 ára gamall. * INew York skildi kona ein,, Mrs. Mary Clark, við mann sinn um daginn, vegna þess, að' hann hafði þótst vera fæddur 18... ágúst, í stað 28. s. m. Þetta var mjög örlagaríkt fyr- ir konuna, því að hún hafði alla tíð haft mikla trú á stjörnuspá- dómum og einmitt gifst mannin- um, af því að hún hjelt að hann væri fæddur undir Ljónsmerkinu,. 18. ágúst. Þetta vissi Mr. Clark og hafði breytt fæðingardeginum á öllum sínum skjölum samkvæmt því. En konan komst að svikunum,. og nú eru þau ekki lengur hjón. Skilnaðinn fjekk Mrs. Clark ekki vegna þess, að maðurinn ekki var fæddur undir Ljónsmerkin,. heldur hins, að hann hafði falsað* skjöl sín. RLITS er gott i allan þvotl. Auglýsingaiími Morgunblaðsinsjer 1600. ROBERT MILLER: SYNDIR FEÐRANNA. Walther leit snögglega á Miss Taylor. Hann skildi kvað hún var að fara. En hann sagði ekkert; hann vildi ekki lenda í orðasennu við Miss Taylor. Mr. Longmore tór að ræða um ástandið í Rússlandi og engrar óá- nægju varð vart við borðið. Eftir morgunverð settist Elísabet inn í bókaher- bergið og tók sjer bók í hönd án þess að líta á titil- inn. Hún vissi vel að hún myndi ekki geta fest hugann við lestur í dag. Hún var í hugaræsingu eftir hið ynd- islega æfintýri frá deginum áður og hún óskaði aðeins eftir að fá frið til að endurkalla minningarnar um orð Georgs og kossa. En hún hafði aðeins setið skamma stund, er hún heyrði að einhver opnaði dymar, hún greip bókina í skyndi og ljet sem hún læsi. Það var Walther sem kom inn og studdi sig við göngustafinn. „Fyrirgefðu, ef jeg ónáða þig“, sagði hann. „Jeg þurfti að slá upp í handbókinni". „Já, gerðu svo vel“, sagði Elísabet og ljet sem hún væri að lesa. Hann stóð við hilluna þar sem orðabæk- urnar voru og blaðaði í einni þeirra. En Elísabet fann að hann horfði á hana. Hún fletti ósjálfrátt við blaði í bókinni. Þá Ijet hann bókina, sem hann hjelt á aft- ur í hilluna og gekk í áttina til hennar. Ó, já, hún vissi vel að hann kom til að yfirheyra hana. „Hvað er það, sem þú ert svo upptekin við að lesa ?“ spurði hann. „Það er bók um heimspekileg efni“, svaraði hún og lokaði bókinni. „Jæja, hefir þú fengið áhuga fyrir heimspeki í seinni tíð ?“ Hann hafði tekið sjer sæti í stól við hlið- ina á henni. Það brá fyrir illgirnislegum glampa í aug- um hans, þegar hann sagði eins og í gríni: „Jeg efast um að þú vitir hvað þú varst að Iesa“. „Nei, í hreinskilni sagt hefi jeg ekki hugmynd um það“, sagði hún með uppgerðarbrosi. „Jeg var bara þreytt og fór hingað til að hvíla mig, en, hjelt hún áfram með dálítið tilgerðarlegum róm, um leið og hún leit á titilblaðið. „Það er best jeg sjái í hverju jeg var staðin að verki — ó, þetta er „Dauðinn" eftir Maeterlinks, og þar að auki á frönsku, en þá hefi jeg líka svarað rjettu til um hvað jeg var að lesa — það er heimspeki, en það er rjett, þú lest ekki frönsku“, bætti hann við dálítið háðslega. „Nei. Yar gaman á Fullerton í gær“, sagði hann. „Já, alveg eins og það er vant að vera þar“. „Þú og Georg renduð ykkur á skautum saman, skild- ist mjer á föður þínum“. „Já, rjett er það“. Augnabliksþögn, síðan sagði Walther lágum rómi: „Bað Georg þín?“ Elísabet stóð upp úr sæti sínu og sagði: „Þú virðist ekki gæta að hvað þú segir!“ Hún ætlaði að fara, en hann greip í handlegginn á henni og sagði í ákveðnum tón: i „Bíddu augnablik Elísabet, og leyfðu mjer að út- skýra fyrir þjer — það er nauðsynlegt að við skiljum hvert annað, einmitt nú“. Nú kemur það, hugsaði Elísabet — og jeg get ekki flúið örlög mín, ó, Georg — Walther hjelt áfram: „Jeg sá á augunum í þjer, og öllu þínu látbragði undir borðum, að eitthvað hefir ykkur Georg farið á milli í gær. Jeg veit ekki hverju þú hefir svarað, — en vonandi hefir þú ekki gleymt, að faðir þinn lofaði að þú skyldir verða konan mín, þegar hann sótti mig til London“. „Já, það hefir pabbi minn sagt mjer, en hann hefír engan rjett til að þvinga mig“. „Rjett — en, en vald kannske. En þú veist og hefir lengi vitað Elísabet, hve heitt jeg elska þig. Neyddu ekki föður þinn til að nota valdið, — eða rjettara sagt mig — því jeg skal viðurkenna að það er í raun- inni jeg, sem hefi valdið. Gifstu mjer Elísabet og jeg skal bera þig á höndum mjer — og aldreí, aldrei framar munum við mixmast á vald — það verður þú, sem færð valdið yfir mjer“. Svörtu augun hans skutu gneistum og rödd hans. titraði af ástríðu. „Jeg get ekki gifst þjer, Walther, — og þú veist: það — gefðu mig frjálsa — notaðu ekki það vald, sexn þú hefir til þess að gera alt þitt líf óhamingjusamt“,. sagði hún bænarrómi. „Þú hefir þá ekki hugmynd um hvað ást er, úr þvl þú getur talað svona Elísabet; láttu undan með góðu,. þú verður hvort sem er að láta undan. „Jeg veit það“, sagði hún vonleýsislega. „Veistu það; hefir faðir þinn sjálfur sagt þjer þaðf“ spurði hann hissa. „Nei, aumingja pabbi hefir sem betur fer losnað við- þá niðurlægingu. — Jeg hefi lesið brjef, sem þú skrif- aðir Jane, áður en þú fórst til London“. „Hvernig komst þú yfir það ?“ „Faðir hennar sýndi mjer það — hún hafði það< saman krumpað í hnefanum, þegar hún var dregin upp úr vatninu. En hann hjelt að í pakkanum, sem þú skrifaðir um væru peningar“. „Nú, gott og vel, úr því þú veist svona mikið, er best. að þú fáir að heyra allan sannleikann“, sagði Walther- í skerandi hvössum tón, og hjelt áfram: „Böggullinn hafði að geyma skjöl, sem myndu gera: föður þinn að fátækum manni og koma honum í fang— elsi, ef þau kæmust í hendur lögreglunni. Jeg fann þau þenna dag í peningaskáp föður þíns, og mjer var strax Ijóst, að ef ekki var hægt að vinna þig með öðr- um ráðum, þá myndi þetta duga“. „Af hverju ætlaðir þú þá að fara til Afríku?“ spurði Elísabet. Hún var höggdofa. Nú sá hún, að hún hafði ekki gert of lítið úr óhamingju þeirri, sém steðjaði að. Framkoma föður hennar var þess næg sönnun, að Walther talaði sannleika. Walther stóð upp, hann sá hver áhril' orð hans höfðu haft á Elísabet. Hann sagði með hægð: „Þetta var mín fyrsta hugsun. En brátt sá jeg, að-r

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.