Morgunblaðið - 03.02.1937, Side 2

Morgunblaðið - 03.02.1937, Side 2
MORGjRBLAÐÍÐ Miðvikudaffur 3. febr. 1937 Útget.: H.Í. Árraknr, Reykjarlk. Rltstjðrar: J4n EJartansaon og Valtýr Stefánsson — á.byrgr«arœaBur. Rltatjörn ogr afgrelBala: Austuratrœti 8. — 8Iml 1600. Helmaslmar: Jön Kjartansson, mr. S74S Valtýr Stefámsson, mr. 4220. Árni Óla, mr. 8646. ÁakrlftasJald: kr. 3.60 á. mámuSl. í lausasölu: 16 aura elntakiB. 26 anra meB Lesbðk. Sigfús — Newton — Rútur. Eitt hlægilegasta fyrirbrigð- ið í ofsóknunum á hendur Thor Jensen og sonum hans, er það, að nú eru* tveir strákakjánar teknir uþp á þeim ólátum, að staðhæfa dag eftir dag að Thor Jensen hafi ekki grips vit á búskap nje ræktun og hýsingu jarðá sinriá. Rökin eru þau, að í bili sje húsrými gripa hlut- fallslegá meira en ræktun landsins! H&fðu þessir unglingar fylgt frá upphafi því stórvirki sem Thor Jensen hefir unnið á s'viði búreksturs, mundi þeir hafa komist að raun um, að annað árið hefir ekki verið húsrými fyrir alla þá gripi, sem rækt- unin gat fóðrað. Þá hefir verið aukið húsrými og gripum fjölgað eftir því, sem efni stóðu til, og þá auðvitað ekki ein- göngu miðað við þá ræktun sem búið var að framkvæma, held- ur einnig höfð hliðsjón af því, sem irækta átti á næstunni. Þannig hafa^ hjá Thor Jensen breyst hlutföllinn milli rækt- unar, íhúsrýmis og gripa, eins og jafnan gerir meðan verkinu er ekki lokið. 1 dag er hús- rýmið hlutfallslega mest, þá ræktun og loks gripafjöldi. — Þetta ,ha|a aularnir uppgötvað og þykjást nú meiri en New- ton, sem þó fann þyngdarlög- málið! „Þó mun mega segja, að ræktunin hafi verið fram- kvæmd á viðunandi hátt“! seg- ir „gráðugasti" kjáni landsins. Mikil er mildin og meiri þó spekin! Hann ætti að snúa sjer til viðurkendasta ræktunarsjer- fræðings landsíns, ’ Pálma Ein- arssonar, er allra manna er kunnugastur ræktuninni á jörð- um Thor Jertsens, enda lengi verið þar að fáðum. Nýverið hefir Pálmi íýst þessari rækt- un þannig: Korpúlfsstaðir, 175 ha.: „Til ræktunar landsins hefir verið vandað og notað til þess sán- ingarfræ af úrvalsstofni, rækt- að á Norðurlöndum og má segja að túnin sjeu yfirleitt í mjög góðri rækt“. Lágafell 112 ha.: „Túnin eru þvínær öll ræktuð úr fram- ræstu mýrlendi og eru í ágætri rækt“. En hvenær skilst þessum ung- lingum að þeim er vænst að þegja? Utlendingar— berjast: Spánn lagður f rústir, - FRÁ FRJETTARITARA VORUM. Prieto, lofvamaráðherjra í ráðuneyti Caballer- os (og foringi hinni hæg- fara manna í Valencia- stjórninni) segir í blaða- grein að Spánverjar hafi byrjað borgarastyrjöldina, en að útlendingar haldi henni áfram. „Spánn mun verða lagður í rústir, jafnt hvor aðilinn, sem sigrar“, segir Prieto. 9 shillings fyrir appelsfnu- kassann. Færeyjasaltfiskur í skiftum. Morgunblaðið sagði frá því í gær, að í ráði væri að Færeyingar seldu Spánverjum saltfisk og fengi í skiftum app- elsínur. Frjettaritari vor í Höfn símar í gær til viðbótar við þessa frjett að Danir eigi að borga 9 shillings fyrir appel- sínukassann fob. Valencia. Dahska stjórnin er nú að reyna að komast að betri skilmálum og fá appelsín- urnar ódýrari gegn því að kaupa e. t. v. stærri birgð- ir. í bili er stjórnin í Valencia að leitast við að selja Dönum 23 þúsund kassa af appelsínum fyrir ofannefnt verð, sem greiðist með Færeyjasaltfiski. Radek og Sokolnikof! koma aftur fvrir rjett. Með Rykoff og Búkharin. fltfast um þrjú skip: Fellibylur f Miðjarðarhafi London 2. febr. FÚ. Tuttugu og þrjú skip hafa lent í fellibyl á Mið- jarðarhafi og hefir ekk- ert til þeirra spurst síðan fárviðrið skall á. Það nær alla leið að ströndum Portúgals. Fjöldi skipa hefir í skyndi leitað hafna til þess að forða sjer undan ó- veðrinu. Af einu bresku skipi sem náði höfn, en hafði Ient á jaðri óveð- urssvæðisins, höfðu bolt- arnir sem halda byrðingn- um rifnað frá, og sjór komist í Iestina. HANN VAR LÖG- FRÆÐIRÁÐUN AUT- UR EDWARDS VIII. London 1. febr. FÚ. Georg konungur tók í dag á móti Moncton, þeim, er var einka-lögfræðiráðunautur Edvards VIII. er hann sagði af sjer konungdómi, og var Moncton fyrstur þeirra, sem á nýárslistanum voru, að taka á móti heiðursmerki sínu frá hönd konungs. Var í dag birtur í Englandi hinn svonefndi ,,nýárslisti“, en það er skrá yfir þá, sem kon- ungur heiðrar með nýjum nafn- bótum. Er þetta í fyrsta skifti í manna minnum að „nýárslist- inn“ hefir ekki verið birtur um nýár, en orsökin til þess að nú var brugðið út af þessari venju felst í hinum óvæntu konunga- skiftum, sem áttu sjer stað skömmu fyrir nýár. Gengur dr. Munch úr stjórn Staunings? “ mn-i 'ít> „Sósíalistahugsjón" lögð á hilluna. FRÁ FRJETTARITARA VORUM: KHÖFN I GÆR. Idanska ríkisdeginum geng- ur orðrómur um það, að til mála geti komið a? Staun- ing fallist á kröfur stjórnar- andstæðinga um aukin útgjöld til hersins. Fari svo, er talið að radikal-socialflokkurinn (aðal- foringi dr. Munch) muni svifta Stauning stuðningi sínum. í tillögum dönsku stjórnar- innar um útgjöld til hersins, sem lagðar verða fyrir danska þingið á fimtudaginn, er gert ráð fyrir að útgjöldin verði aukin úr 39.5 milj. í 41.3 milj. I þessari aukningu eru falin viðbótarútgjöld til strand- varnarskipa, hálf miljón. Þá leggur stjórnin til að varið verði kr. 20 milj. á næstu 5 ár- um.til að afla hernum nýtísku hergagna. „Berlingske Tid- ende“ telur að stjórnin ætli að auka flota Dana um 13 skip, auk eins eftirlitsskips. Orsök þessa aukna vígbún- aðar í Danmörku er ófriðar- blikan í Evrópu. í Englandi hafa sósíalistar fyrir nokkuð löngu gerst hvatamenn aukins vígbúnaðar. Stauning fetar nú í fótspor bresku flokksbræðr- anna. Þannig hefir ein sosíal- ista-,,hugsjónin“ enn orðið úr- elt. Rykoff. Flóðin. Kairo eins og i hernaðarástandi London 2. febr. FÚ. D aráttunni milli ^ mannsins og nátt- úruaflanna heldur enn áfram á flóðasvæði Bandaríkjanna. í Cairo hefir hver einasti vinnufær karl- maður verið settur til vinnu við að verja borg- ina vatnsflóðinu, en konur o g börn verið flutt í burtu. Á einum stað hefir flóðið brotið af sjer varnargarðana, en það er við smábæ einn norð- an við Memphis. Ennþá hleður niður sjó í mið-vestur ríkjunum. Sums staðar eru skaflar sagðir 11 feta háir. Bretlands konungur og drotn ing hafa sent Roosevelt forseta samhygðarskeyti vegna hörm- unga þeirra, sem vatnsflóðin hafa valdið. Frá Washington-ríki nyrst í Bandaríkjunum á Kyrrahafs- strönd berst sú frjett að fimm menn hafi orðið úti í Stórhríð. Snjókoman heldur áfram, og færist suður á bóginn í áttina til Kaliforniu. LINDBERGH Á LEIÐ- INNI TIL EGYFTA- LANDS. London 2. febr. FÚ. Lindbergh ofursti og frú hans lögðu af stað í einkaflug- vjel sinni frá Englandi síðd. í gær og ætluðu til Egyptalands. Þau lentu í morgun í Písa á Ítalíu, og eftir að hafa skoðáð sig þar um, hjeldu þau ferð- inni áfram til Róm. Þangað komu þau kl. 5 síðd. í dag (eftir breskum tíma). Hundrað bolsjevíkkar teknir fastir. FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KHÖFN í gær. Karl Radek og So- kolnikoff eiga að ieika aðalhlutverk í nýj- um stórfeldum ,,hrein- gerningar“ málaferlum, sem nú fara í hönd í Rússlandi. Meðleikendur verða að þessu sinni tveir enn úr hópi nán- ustu . samverkamanna Lenins, Rykoff og Buk- harin. Trotsky hefir látið svo um- mælt (segir í skeyti frá Mexico), að engir . geti ver- ið óhultir í Rússlandi á með- an Stalin ráði ríkjum. „Nánustu samverkamenn Stalins geta átt von á því að röðin sje þá og þegar komin að þeim. Að hverjum kemur röðin á morgun, spyrja þeir“, segir Trotsky. ,Daily Telegraph* skýrir frá því að nú sje í óða önn verið að undirbúa hin nýju mála- ferli. GPU leynilögreglan hefir tekið fasta hundrað bolsje- vikka, sem „komst upp um“ í vitnaleiðslunum fyrir luktum dyrum í málaferlunum gegn Radek og Sokolnikof, Bukharin. Bukharin var settur í gæslu- varðhald um leið og Radek, en var slept aftur úr því — engar sakir var hægt að ,,sanna“ upp á hann. Bukharin hefir verið fjelagi í kommúnistaflokknum síðan 1906, var tekinn fastur og sendur í útlegð, en komst undan til útlanda. Lenin og Bukharin unnu saman að því að gefa út „Pravda“ í Austur- ríki og var blaðinu síðan smygl að til Rússlands. Hann kom aftur til Rússlands eftir bylt- inguna 1917 og tók þá sæti í miðstjórn kommúnistaflokksins Rykoff. Rykoff hefir setið í flestum æðstu stöðum, sem sovjetríkin hafa haft upp á að bjóða síðan í byltingunni. Á meðan Lenin var veikur, var hann forseti í ráðuneyti sovjetríkjanna. Síð- ast var hann póst, síma og út- varpsmálaráðherra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.